Nafn skrár: | SteSig-1872-xx-xx |
Dagsetning: | A-1872-xx-xx |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv. 26 Nov. 72 sendt Hraungerði Elskulegi föður bróðir! Loksins herði jeg þá upp hugan að skrifa yður, og þakka fyrir yðar góða brjef í sumar, jeg seigi að herða upp hugan því þjer settuð svo mikið ofaní við mig fyrir seinasta brjefið mitt, fyrir hvað það hefði verið lángt að lesa í kvefinu, í sumar en nú vona jeg að alt kvef sje búið, og jeg sje búin að hvíl bæði yður og mig eptir þann pistil og því hlífi jeg nú hvorugu okkar leingur. það er þá fyrst að birja á því að okkur hjer líður vel, við erum öll frísk, og heyskapurinn mátti heita góður, þó stundum hafi meira komið í garðin, en í sumar þá hefur það skjaldan verið betra sem í hann hefur komið þ búdryindi, þjer heyrið nú að jeg er hálf drjúg yfir búskapnum og jeg neita því heldur ekki en þó dregur nokkuð af mjer montið þegar jeg huxa til hvað illa svo jeg ætla að biðja yður að hlífa mjer ekki væri það nokkuð er yður vantaði til þess heldur láta mig vita það sem fyrst það er þá alt efni þrotið og brjefið orðið töluvert lángt, Jeg á að StSiggersdotir E.S. Meðfylgandi brjefi biður maðurinn minn yður fyrir að gerasvo vel að koma á póst eða ef önnur ferð kinni að falla |