Nafn skrár:SteSig-1873-05-17
Dagsetning:A-1873-05-17
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 19 Mai skr 29 Jul. send Salm s00000

Hrg. 17 Maí 1873

Elsku góði föðurbróðir minn!

Það er ekki í fyrsta sinn að jeg sesst niður af kafrjóð af óvirð= íngu að skrifa yður, og á jeg það alt einsog vant er, uppá mína einstöku pennaleti, en jeg vil nú vera eins og gott barn, og án allra umsvifa og afsakana biðja yður fyrirefningar á því, að jeg ekki fyr en nú þakka yður yðar góða brjef með póstinum sem kom 30 Mars mjer kom nú líka makleg hefnd því nú með þessum seirni pósti, fjekk jeg einga línu en jeg er lík og fólkinu sem ekki kennir fyr en kemur að hjartanu, það er þá fyrst að geta þess að okkur líður vel, að frá dreignu kvefinu sem nú sem stendur ætlar að klára okkur öll hjer, þó er jeg með þeim skárri, Maðurinn minn hefur verið

mikið slæmur en er nú sumtað batna enda er honum það gagn því á morgun ætlar hann útað Arnarbæli að messa, því sem stendur er hann nú prestur þar, Skepnu höld eru nú með allra besta móti og sem dæmi uppá það seigir maðurinn minn, mjer að seigja yður að, hann hafi í haust átt 70 heitolla og komu, þeir nú allir lifandi og í góðu standi, og er það aldeilis óvanalegt, Kírnar þegar þær báru komust í 11 merkur allar það var nú að sönnu ekki há nit, en þess var að gæta að þar stóðu með láng skemsta lægi geldar þá þótti mjer það vel gert af kvígu að 9 öðrum kálfi sem komst í þessa sömu nit nl. 11 og lagði þó saman nítjar, 2 kálfar eru aldir kvíga, og naut kálfur svo hefur nú reiðhesturinn minn feingið áasopa síðan kviginkírnar báru, þó hefi jeg altaf nýtt skir og smjer, sumir eru hjer farnir að beita út kúm hjer, en þó ekki við, enda er lítill gróðurinn, og gaddurinn nú svo mikill á hvurri nóttu, að glugga leggur í baðstofu

Meðlagt brjef það til sjera Skúla er var innaní til mín í vetur, hjelt áfram með pósti eptir að Maðurinn miinn hafði látið á það 8 k frímerki, Bjarna bróðir hef jeg látið vita að hann mundi meiga eiga von á einhvurjum stirk hjá, mjer þegar tilkæmi, en hvað það verður veit jeg nú en ekki, því nú er jeg að útbúa Möllu sem á að giftast 4 Juní svo hef jeg nú tekið að mjer að sjá Bjarna fyrir fötum til ferðarinnar, og hann ætlar að verða hjer að vetri, frá Jólum og þartil hann fer, svo jeg held þjer ekki þurfið að óttast fyrir að jeg gleimi honum, ._ Systir mín á Kiðjabergi er hjer nú stödd og Tóta systir líka, svo jeg hef nú heldur nauman tíma, hvur veit líka nema jeg komi sjálf í eigin persónu, í sumar að skrafa við yður, ef að ollum líður þa eins vel og nú, og víst er um það að Maðurinn minn kemur suður ef guð lofar, hann, og systir biðja kærlega að heilsa yður og við biðjum g kærlega að

heilsa húsbændum yðar, svo á jeg ekki annað eptir en að biðja yður forláta þetta blað sem er skrifað í mesta flítir, jeg vil aðeins óska að það meigi hitta yður frískan og kveflausan, sömuleiðis að þetta blessað sumar verði yður gott og gleðilegt þá jeg sje þess ekki verðug lángar mig nú að sjá frá yður línu og vita hvurnin yður líður.

jeg er yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdotir

Myndir:12