Nafn skrár: | SteSig-1873-05-17 |
Dagsetning: | A-1873-05-17 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv. 19 Mai skr 29 Jul. send Salm Hrg. 17 Maí 1873 Elsku góði föðurbróðir minn! Það er mikið slæmur en er nú sumtað batna enda er honum það gagn því á morgun ætlar hann útað Arnarbæli að messa, því sem stendur er hann nú prestur þar, Skepnu höld eru nú með allra besta móti og sem dæmi uppá það seigir maðurinn minn, mjer að seigja yður að, hann hafi í haust átt 70 heitolla og komu, þeir nú allir lifandi og í góðu standi, og er það aldeilis óvanalegt, Kírnar þegar þær báru komust í 11 merkur allar það var nú að sönnu ekki há nit, en þess var að gæta að þar stóðu með láng skemsta lægi geldar þá þótti mjer það vel gert af kvígu að
heilsa húsbændum yðar, svo á jeg ekki annað eptir en að biðja yður forláta þetta blað sem er skrifað í mesta flítir, jeg vil aðeins óska að það meigi hitta yður frískan og kveflausan, sömuleiðis að þetta blessað sumar verði yður gott og gleðilegt þá jeg sje þess ekki verðug lángar mig nú að sjá frá yður línu og vita hvurnin yður líður. jeg er yðar elskandi brdóttir StSiggeirsdotir |