Nafn skrár:SteSig-1873-09-20
Dagsetning:A-1873-09-20
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 22 Sept.

Hraungerði 20 Septbr 1873

Elskulegi Föðurbróðir!

Það er ekki svo lánt síðan jeg skrifaði yður, og gat þess, að þá var sá vondi gestur komin í bæ minn nl: Barnaveikinn enda skildi hún ekki við mig, fir en hún hafði gert stórt skarð hja mjer, því Jón minn sem kominn var 2 mánuði á þriðja ár dó úr henni 6ta þe. m. hann var ógn blítt og elskulegt barn, og að allra meinog meiningu hafði hann einsog óvanalega greind eptir aldri, og getið þjer því nærri, að okkar foreldrum hanns varð þetta mikið sár, en sem jeg vona að góður guð græði og lækni með tímanum, hinir sem lifa er nú að mestu batnað, þó er Geir, (sem varð

en meira veikur en Oli) ekki alveg laus við hæsi enn._ Heiskapurinn hefur nú geingið í lakasta lagi, að því leiti að með fæðsta móti er heita talan sem komið hefur í garðin, nl 5 0 1-4 og skal það ekki ná meðal ári kemur það víst mest af miggju bæði á túni og útijörð, sem var svo mikil í sumar en þó þetta sjeu nú litil heý, er þó aðgætandi að ekki munu þau mjög sinukend, og níting á þeim uppá það besta, róu garðar eru hjá mjer og alstaðar sem jeg tilveit mikið verri en í firra kartöflur tók jeg upp í gær og voru þær mjög líkar og í fyrra nl 6 tunnur í nótt hefur verið svo mikið frost að jeg broti skal töluverður í mírum. þá dettur mjer en í hug hvurt þjer ekki vilduð nú gera svo vel, og biðja mig

nú um eitthvað til skjóls móti vetrar kuldanum, mig lángar svo til að senda yður eitthvað til þess en er svo hrædd að jeg þá hitti á að senda eitthvað það er þjer síst kinnuð að þurfa með, nema að þjer sjálfur bendið mjer á það, Með þessum manni sem jeg sendi þetta blað, og sem heitir Gísli Gunnarsson væri yður óhætt að senda sparibækurnar, en samt má í rauininni einugilda hvar þær liggja, Maðurinn minn biður kærlega að heylsa yður og við bæði Húsbændum ykkar yðar, elsku bróðir minn forlátið nú þetta leiðinlega blað, sem er líkt mjer að leiðindonum til góður guð geimi yður og verndi á þessu hausti og alla tíma þess biður af hjarta yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdóttir

P S Möllu líður vel og geingur búskapurinn eptir vonum og heyskapurin heldur vel

Myndir:12