Nafn skrár: | SteSig-1874-09-30 |
Dagsetning: | A-1874-09-30 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
þær upp til sveita, þetta er nú orðið altof lángt og leiðinlegt fyrir yður að lesa og vil jeg aptur biðja yður forláts á því berið svo húsbændum yðar kæra kveðju frá yðar elskandi brdóttur Stefaníu Siggeirdott það lítur nú svo út einsog jeg ætli aldrey að þora að senda yður línu síðan í vetur, að póststjórninn þarna fyrir sunnann fyrirfór, línum þeim er jeg sendi, í ekkert Nafn sem við fremur vildum láta hann bera og það er okkar hjartans ósk að hann (ef hann á að fá að lifa) meigi sem mest líkjast nafni, hann er mikið stór og efnilegur eptir aldri enn sem komið er, við erum hjer öll frísk sem stendur, heyskapur hefur geingið þetta í meðallagi hjá ókkur, tún og eingjar voru með sneggsta móti en nytíng góð, hjer eru nú með láng minnsta móti hey í garðinum og gerir það nú meir veturinn í vetur sem leið en sumarið í sumar, heimtur eru kallaðar allgóðar svona eptir fyrstu rjettir Bjarni bróðir er nú nýfarinn hjeðann og útí þorlákshöfm en hvurninn hann unir þar hag sínum veit jeg nú ekki enn, mjer þótti annars vakna vel frammúr fyrir honum bara hann nú reini að halda í þá forþjonustu sem hann nú hefur feingið Mikið hefur geingið á í Reykjavík, og víðar í sumar, með veistlur og vesin nema hjer hjá okkur í svarta flóanum, aungvann veit jeg enn vera farinn að reina nya læknirinn okkar, sem nú kvað sestur að í Odda Maðurinn minn biður mig að bera yður kæra kveðju sína, en Nafni yðar þeigir!! brjefið er heimtað enda er ekkert eptir, annað en biðja yður forláta þetta í allastaði omerkilega brjef, líka er eptir að seigja yður hvað maðurinn minn færði mjer þegar hann kom að sunnann í sumar, nl. Sauma vjel sem kostaði 37rd jeg tala ekki um hvað vænt mjer þikir um hana því hún er ágæt góð og mjer geingur vel að sauma á hanna og getur það strax vel, og nú skuluð þjer heyra loptkastala biggingu hjá mjer útaf þessari Saumavjel jeg ætla nl: að reina að fá að sauma fyrir fólk og eiga það sjálf, og vita hvurt jeg ekki í nokkur ár get dreigið saman fyrir Eldavjel, að þessu hlæið þjer nú víst, einsog maðurinn minn, en gamann þætti mjer samt að heyra meiníngu húsmíðar yðar, og Guðríðar um hvurt þær ekki haldi að vel meigi brenna í þeim mó og brúka |