Nafn skrár:SteSig-1877-01-30
Dagsetning:A-1877-01-30
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 1 febr.

Hrgerði dag 30 Jan 1877

Elskulegi föðurbroðir!

það er nú lángtum leingur búið að dragast en jeg vildi, að þakka og svara yðar síðasta kærakomna brjefi og get jeg nú einusinni með sanni sagt að það ekki er pennaleti minni um=að kenna, því tíðinn hefur nú altaf síðan Nyár aptrað manni hjer í hverfinu, suður en nú held jeg hann ætli að fara að herða sig á moti því og fara hvurju sem rignir, þessi maður heitir Gísli, og ætlar mið son sinn Stefán suður í Reykv: til skólanáms, jeg get þessa af því það má skjaldgæft heita, þar faðirinn á 6 börn og er hjer á sveit, en

þessi Gísli hefur nl: leingi róið hjá Geir Zöega, og í vor sem leið kom hann suður með dreinginn til ræðra, en bað Geir að reina hann í Ensku, sem dreingurinn hafði verið að læra til= agnarlaust, og líkaði þá bæði Geir og B. Gröndal svo vel við hann að þeir þá strags ljetu hann birja á að læra Grammatík og hana hefur hann nú haldið áfram að læra hja Manninum mínum í vetur, og nú um Jólinn skrifaði Geir að láta hann koma suður, eptir nýárið, þetta þikir nú mikið af alveg vandalausum mönnum enda er jeg nú orðin bísna fjölorð um þetta. Mikil er nú orðinn breitínginn í húsi yðar, sem ekki er ónattúrlegt þar nú næstum er hr fækkað um helmíng í því, og ekki er ónatturlegt þó þjer unið illa þjónustumissirnum þó þjer þó hefðuð verið nokkuð vanari þeim skiftum en þjer eruð,

og vildi jeg nú óska, heldur enn ekki neitt, að jeg væri nú nær yður enn jeg er, finnst 2 1 mjer samt þjer mikið gætuð notað mig meyra en þjer híngað til hafið gört, jeg íminda mjer nú til dæmis m að yður kunni að vanhaga um fleyra en þetta eina bugsna efni, svo sem í nærföt og sokkaplögg það alt vær mjer mjeog mjög hægt að skaffa yður, og hvör ánægja mjer væri að þjer, vilduð láta mig göra það, tala jeg nú ekki um, þó mig opt hafi lángað til að láta yður eitthvað fá af þessu tægi, hef jeg ekki viljað gera það, af þeirri orsök að það sem þjer hafið feing =ið, hafið þjer altaf ofborgað, og það hefur mjer þótt vont, því þjer þekkið mig þá ekki rjett, ef þjer ekki getið ímindað yður, að sú borgun sem jeg óska er að geta í einhvurju verið yður til vilja meðann okkur endist aldur til, því einginn man betur en jeg

hvurninn okkur peníngareíkninga standa, og er jeg þá svo hígginn ekki að vilja hreyfa neitt við þeim Jeg ætla nú að fara að spinna í bugsurnar og þó jeg sje nú ekki spámannlega vagsinn, finn jeg það þó á mjer að það á ekki að verða í seinasta sinni sem jeg geri það, jeg vona þjer getið feingið það í vetur svo þjer ekki þurfið að hlífa hinum, og enþá að endíngu bið jeg yður gera það fyrir mig að láta mig vita vanti yður eitthvað þjer trúið y ekki hvað jeg vorkenni yður þjónustuleisið, og kuldann, á höndum og fótum, betur jeg gæti þrætt fyrir yður nálina, því mjer er aldrey kalt á höndum, Berið hjartans kveðju okkar hjóna Húsmoðir yðar með kæru þakklæti fyrir, það sem hún var svo góð að senda okkur og hefur, séra Mattíasi tekist þar mjög vel sem optar, heldur þótti okkur þeir sprain á sjer og pappírnum, þar

í Víkinni við slíkt tækifæri, semnl: að ekki skildu fleyri finna hjá sjer köllun til að tala, eptir því líkann mann. þá er nú eptir að minnast á okkur hjer okkur liður lofsje Guði vel við erum öll frísk og dreingir okkar sem stendur, og skepnu höld góð hjá okkur og öllum pes fjárpest= inn hefur nú í vetur gört með minsta móti vart við sig, 4 kírnar mínar af 7 eru bornar og hafa þær lukkast, vel, komist til jafnaðar í 10 til 12 merkur svo jeg hef nú búið vel með mjólk í vetur Hjer í flóanum og í nærsveitonum er alt tíðindalítið, hjer uppum sveitir í Tungum og hreppum skal vera rjett jarðlaust alstaðar, en hjer er það ekki alveg. Nú er þá ekki orðið annað eptir

enn að biðja goðann guð að forsæla yður þetta nýa Ar, við erum að íminda okkur að alt verði óbreitt þarna í húsinu yðar meðann Húsmóðir yðar hefur sömu heilsu forlátið mjer svo þessar flítirs línur við hjóninn kveðjum yður ástar kveðju; og vonum innann skams að fá að sjá línu frá yður, og en einusinni forlatið blaðið, og lifið svo vel sem ann og óskar yðar elskandi bróðurdóttir

Stefanía

Jeg gleimdi að seija yður að í haust komst jeg yfir, (með frjálsur samt!) Hríng eptir Sigríði láng ömmu mína sem mjer passar á vísifingur á hægri hendi, hann er plötumindaður með skrifstöfum S.O. mjer þikir ögn vænt um hann, þó hann sje nú orðinn gamaldags, einúngis, hefði jeg heldur

kosið að á honum hefði staðið S. J. seigið mjer næst hvurt þjer ekki munið eptir henni með hann þjer trúið valla hvað jeg er montin af að bera hríng sem hún hefur borið, og með hennar nafni, af því hún var sú afbragðs kona sem allir seigja hana, þá er nú mál að hætta yðar elskandi brdottir St

Myndir:1234