Nafn skrár:SteKri-1903-03-05
Dagsetning:A-1903-03-05
Ritunarstaður (bær):Völlum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Jakob V. Havsteen
Titill viðtakanda:kaupmaður á Akureyri
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Stefán Kristinsson
Titill bréfritara:prófastur
Kyn:karl
Fæðingardagur:1874-12-10
Dánardagur:1951-12-07
Fæðingarstaður (bær):Ystabæ í Hrísey
Fæðingarstaður (sveitarf.):Árskógshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Völlum 5 marz 1903.

Herra consul J. V. Havstein

Kæri herra!

Þökk fyrir þrisatbrjef yðar meðtekið fyrir fáum dögum. Jeg get nú reyndar ekki sagt, að jeg standi sjerlega vel að vígi í því efni að gefa yður upplýsingar um

það hvað sagt er um viðleytni yðar til þess að afla Hannesi frænda yðar kjörfylgis, því jeg gef mig ekkert mjög mikið við politik, Þegar slíkt hefur borið í tal á

mannfundum hef jeg þann sið að vera fáorður enn mína skoðun á því, hverjum jeg eigi að fylgja við kosningar og því síður gjöri jeg

mjer far um að leitast mikið fyrir um hvað aðrir ætlast fyrir í því efni

en lang sígt er mjer það lagið að agitera fyrir nokkrum manni. Svo sem

þjer vitið þá hef jeg aðeins dvaldið eina stund í yðar húsum síðan kosningar undirbuningur hófst i þetta sinn og þá þáðu engir aðkomumenn góðgjörðir í yðar húsum

fir jeg vissi nema jeg sjálfur. Þessvegna gat jeg ekki sagt neitt um neinar veitingar yðar, nema jeg þá hefði það eptir öðrum, en svo vel vill nú til að einginn hefur

getið um það við mig að hann hafi vikið fyrir neinni áleitni af yðar hendi á þessu efni. Hinu ber ekki að neita að það genga Slaflaust, án þess tikufur ur sje sögumaður,

að þjer hefir veitt sönnum mönnum víu eður annann greiða jafnframt og þjer minntust á kosningar í vor, og það leyt svo út sem veitingarnar

væri

kosningabeita. Jeg veit nú ekki hvort nokkuð er hæft í þessu suða hefur það ekkert að segja fyrir mjer þú jeg hef áður verið í yðar húsum

og sjeð yður gefa bæði staup, spón og bita á þeim túnum þegar einginn kosninga undirráð átti sjer stað og ekkert stóð á bak við góðgjörðir. er nema

="underlined">gestrisnin ein og æðri það hort, ef það sem annars er talið hvern mann prýði yrði legt yður til laska

="underlined">nú Svo illa vill nú til hvað mig persónulega snertir, að jeg þekki Hannes Havstein ekki nema i sjón að sjá, hef aldrei talað orð við hann svo jeg til

viti. Engum getur dulist það að maðurinn er glæsiligur á að sjá og munði hafa orðið drjúgur á melunum hefði hann á hentugum tíma sýnt sig meðal Svarfdæla. En sá

mirti hængur

á öllu er sá, að menn standa nú i þeirri meiningu að Þíngmannsstaða sið í Eyjafjarðarsýslu senur ann arstaðar, sje svo virðulegt hentugra,

að sá sem hana vill hljóta, leggi sjálfur allt kapp á að komast í hana og geti tæplega vonast eptir því að hún sje talin honum að fyrra bragði, ekki síst þegar aðrir, þekktir

menn, láta ekkert leyfilegt eptir liggja til þess að komast i þessa sömu stöðu. Fjarlægðin gjörir hjer mikið til. Hver veit annari hvað framtíðin geymir, þegar Hannes sjálfur

getur lagst á ásamt bæði yður, og öðrum vel metnum, mönnum sem geta veitt honum fylgi sitt af þeirri öflugu sannfæringu sem persónuleg viðlegning og þekking

veitir

Með kærri kveðju er jeg ætíð yðar

StefánKristinsson

Myndir: