Nafn skrár:SteTho-1915-10-12
Dagsetning:A-1915-10-12
Ritunarstaður (bær):Noregi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Steinn D. Þórðarson
Titill bréfritara:rafvirki
Kyn:karl
Fæðingardagur:1894-04-30
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hnjúki
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

1 Porsgrund 12. 10. 1915.

Kæri vinur minn!

Þökk fyrir síðast! Þökk fyrir alla velvild til mín. Nú eru liðnar 3 vikur síðan jeg kvaddi dalinn minn síðan að jeg kvaddi ykkur. Þó sá timi sje ekki langur, hefur hann

þó mátt heita viðburðaríkur. Margt hefur borið fyrir augun sem þau hafa ekki sjeð áður og margt borið fyrir eyrun sem þau hafa ekki heyrt fyr. Fæst af því er hægt að

skrifa, og allra síst að skrifa það svo ljóst, að það geti komið öðrum fyrir sjónir eins og það hefur birst mjer. Þó langar mig til að gefa þjer stutt ágrip af ferða sögu minni.

Daginn sem jeg fór frá ykkur var jeg Bjarna Ben. samferða inn að Skriðul. þar kvildi hann hesta sína, en jeg hjelt áfram innað Stórubrekku. Bjarni var mjer til mikillar

skemtunar hann var skraf hreifin og glaður, og dreifði huxun minni sem þá var nokkuð sorð og kvíðandi. Um kvaldið fór jeg að Stórubrekku fekk þar gistingu hjá öðrum

bóndanum sem jeg þekkti vel Um morguninn fór jeg að Möðruvöllum og enn reið jeg á Sörp ykkar, vegna þess jeg þóttist hafa fulla trygging fyrir, að geta komið henni

2 til baka, með Halldóri. Jeg bað Kristján fyrir hana og sagði hann jeg mætti óhætt treysta

þvi að hún kæmist til baka. Haf þökk fyrir hana, sem annað sem þú hefur gert fyrir mig. Frá Möðruvöllum gekk jeg i hægðum minum til Akureyrar jeg var einn alla þá leið,

hugurinn hafði því nægilegt tóm, það verð jeg að segja að þá var mjer ekki rótt innanrifja, þá var jeg kvíðaandi vegna ferðarínnar, vegna óvissunnar. Ekki gekk það greitt

þegar jeg kom til Akureyrar, Pollux var ókominn og engin vissi hvenær hún mundi koma, Flóra kom ekki fyr enn 5 dögum síðar, og var þá svo hlaðin

place="supralinear">af varning og alslags fólki að engin getur trúað, nema sá sem sá, þvílík óhugga þar var, og svo fór hún vestur um land, og var áætlað, að hún

yrði viku til Reykjavíkur; það var því ógerningur að fara með henni. En um þetta bil vóru tveir lestabátar frá Bergen, á Akureyri. Það var því ekki um önnur skip að gera,

eða þá að bíða eftir Pollux, sem vist hefði orðið langur tími. En mín mesta heppni var, að ná í Sigurð frá Syðra-Helli. Hann beið þá á Akyreyri og vildi komast til Noregs.

Við gengum því dagsdglega milli þessara tveggja skipstjóra og báðum um pláss; en það gekkekki greitt, eftir 2 daga fengum við afsvar hjá öðrum, en ádrátt hjá hinum,

vegna þess að 4 beikirar hættu

3 við að fara með, því skipið þótti næumað sjó fært, það hafði strandað

á hrólfstari fyrir fáum dögum og var því bjargað af "Geir" (dönskum björgunar bát) sem flutti það til Akyreyrar og gerði þar við það. En þegar viðgerðinni var lokið varð

skipið að biða í 4 daga eftir skeiti fra K.höfn Sem hljóðaði uppá það, að viðgerðin væri borguð þar í Höfn, sem var 60000,00 kr. Við gátum því ekki farið fyren eftir viku.

Miðvikudag þ.29. Tæpast hefði jeg fengið far með þessu skipi hefði jeg ekki notið aðstoðar Sigurðar, þeir vildu ekki taka aðra enn vana sjó menn. þeir sögðu það ekki

fyrir óvana að fara yfir hafið svo seint að hausti. Klukkan 11 fór skipið frá Akureyri og um kvoldið var það hjá Gögrum. Ekki hafði jeg fundið til sjóveiki þá leið, var þó

utanstormur og kvika. Jeg bjóst því ekki við að finna til sjóveiki, var altaf á flakki, í vjelahúsinu og á dekki,en þegar við höfðum borðan kvöldverð, var mjer öllum lokið,

jeg varð alt í einu fárveikur, gubbaði og gat ekki á fótunum staðið með það lagði jeg mig, og svaf um nóttina til morguns. Um morgunin var skipið útaustur af Langanesi, þá

heyrðist afar mikið skot, það var Englendingurinn sem gaf merki um að skipið skildi stansa, vjelin var stönsuð á augabragði, og hið afar stóra herskip brunaði til okkar á

stuttri stund, það var á að giska 4 sinnum

4 stærra en Flóra. Svo komu þeir á bát til okkar, og aðeins 3 komu um borð. þeir töluðu lítið,

heimtuðu aðeins passa okkar. En það eru skál sem maður fær frá sýslumanni, á því skjali er nákvæm lýsing af manninum hvaðan hann er og hvert hann ætlar. Þetta

skjal verður hver maður að hafa, sem ferast nú um heimin annars á hann á hættu að vera tekin sem fangi. Á passanum verður líka að vera mynd af manninum, sem er

sönnun þess að passin er rjettur. Okkar passi varð líka að vera stimplaður af norska konsúlnum, og að fá þann stimpil settan á kostaði 5,00 kr., en allur passin 7,00 kr.

Það er með flestu móti sem nú er dyrt og erfitt að komast áfram. Eftir klukkutíma stans fóru Englandingar, og við frá þeim, en altaf bjuggust skipverjar við að skip kæmi

frá Englandi að sækja okkur og fara með okkur til Englands en af því varð þó ekki. Næsta kvöld vorum við á Seyðisfirði, því skipið þurfti að kola þar, og næsta dag kl. 11

fór það frá Seyðisfirði og tók kurs til Bergens. Jeg var svo heppinn að fá gott yfir hafið, eða að minsta kosti var það að sögn skipverja, en ekki gat jeg neitt dáðst að því,

fyrstu 2 dagana; þá var jeg nokkuð sjóveikur, lá mest (altaf) því jeg mátti ekki stíga í fæturnar þá varð jeg fárveikur, en ef jeg lá leið mjer þolanlega.

5 Ekki höfðum við gott pláss á þessu skipi, og átti það sinn þátt í því að jeg varð svo veikur,

við urðum að vera í bestikkinu (þar sem skipstjóri gerir sína út reikninga) þar lá jeg á sofa eða fleti. Skipstjóri var líka kærulaus um vellíðan okkar, enda held jeg hann virði

Ísland og Islendinga litils, það er sá eini maður sem jeg hef hitt með þeim huxunar hætti. 2 sólarhringa var siglulán þess að sægist land. Mánudag kl. 12 sáust hæstu tindar

Noregs í mikilli fjarlægð; þá var gleði mmikil meðal skipverja, þá þóttust þeir sloppnir við Englendingin. En ekki vórum við komnir til Noregs þótt maður sægi land, við vórum

tæpan 2 sólarhringa þá leið. Á þriðjudagsmorgun kl. 6 fórum við að sigla innan

skers og kl. 12 komum við til Bergen. 3 síðustu dægur var jeg frí af sjóveiki, enda var sjórinn að mestu kyr, þá gat jeg borðað sem vanalega, en ekki gat heitið að jeg

bragðaði mat hin 4 dægur þó varð jeg að borga 15,00 kr fyrir fæði, sem jeg hafði í skipinu, og 25,00 kr, fyrir plássið þetta

var lítið minna enn á vanalegum milliferðaskipum, enda hristu stírimaður og vjelameistari höfðin yfir slíku fargjaldi. Svo gáfum við Sigurður stírimanni 5,00 kr. fyrir að við

fengum að þvo okkur hjá honum. Það var eini maðurinn, sem ljet sjer ant um að okkur gæti liðið vel í skipinu. Og þá var jeg þó komin til Noregs, það var að vísu mikill sigur,

en þó var ekki takmarkinu náð. Það er long ferð frá Bergen og Suður til Porsgrund og lítið nættu minni

6 fyrir mállitin og ókunnugan mann, enn að fara yfir hafið. En sú ferð gekk líka eftir óskum

hjer sendistveittist altaf enkver sem fæði vildi og gat hjálpað mjer. Jeg fann

það svo glögt að jeg var leiddur af æðra afli - án þess hefði jeg ekki ókunnugur og óvanur öllu - útlending?? geta komist þessa leið. Þegar jeg kom til

Bergen vissi jeg hvorki upp nje niður, hafði ekki hugmynd um áttirnar ekkert sást nema húsin og mannþröngin alt um kring og þegar best gerði uppí enhverja skógivaxna

hlið hæð. Jeg hafði aldrei gert mjer hugmynd um að Bergen væri svo stór, jeg huxað mjer að London eða Hamborg lígt og

Bergen er. Að svo mikil umferð væri í Bergen hefði jeg aldrei getað trúað. A sölutorginu var stundum svo þröngt að það var yfir að sjá sem fje í rjett. Og á götunum var

nærri því kætta að vera þar ægði öllu saman, enda sáust ekki krakkar þar úti á götu. Þar var á ferðinni rafmagsvagnar, bílar hestar og kerrur vagnar, drossíur

="scribe" rend="overstrike">og kerrur og gangandi fólk með kerrur, ef maður hafði ekki stöðugt gát á um ferðinni átti maður víst að vera settur flatur eða meiddur.

Hestar og kerrur vóru það versta og leiðinlegasta, en af rafmagnsvögnum stafaði alls engin hætta, ef eitthvað var fyrir hringdu þeir stöðugt, og svo vóru þeir svo áberandi

og leið þeirra svo ákveðin og hraðin ekki

7 hafður svo mikill, að allir gátu varast þá. Það eru þau skemtilegustu samgöngu færi sem

maður getur huxað sjer og um leið þau ódýrustu. Það kostaði aðeins 10 aura að fara með þeim svo langt sem þeir fóru, um alla borgina fram og aftur, en svo kostaði það

líka 10 aura að fara með þeim fáa faðma (billetteð kostaði 10 aura). En svo vóru þeir altaf að smá stansa fólk að koma og fara. Við Sigurður fórum með þeim um alla

borgina fram og aftur, og var það hin besta skemtun. Við dvöldum þarí Bergen

einn dag, skemtum okkur og skoðuðum borgina, veðrið var þar lígt og dagin sem jeg fór að heiman, hita sólskin. Nátturan umkverfis Bergen er hin yndislegasta hæðirnar

umkverfis allar skógivaxnar klappir, (og) gras fletir og blómreitir skiptast þar á. Líka er Bergen skreytt á alla vegu, göturnar allar steinlagðar og þveignar (vist daglega) það

er gert með þartil gerðri vjelum sem hestar eru látir draga. mjer fanst að jeg hefði vel unað mjer í Bergen, en næsta dag fórum við Sigurður til Kaugasunds

með portskipinu "Gann". Það var 7 kl.tíma frá Bergen til Hsunds, og kostaði 3,50 kr, og miðdasverður 1,50 kr. Alstaðar gistum við á hótelum og kostaði rúmið nokkuð

misjaft 1,00 kr. til 2,40 kr. mest

8 Í Haugasundi dvaldi jeg líka dagin. Jeg gat auðvitað farið samstundis frá H.sundi en mig

langaði til að sjá mig um þar sem jeg kom, og svo vildi Sigurður ekki sleppa mjer, því nú fór hann ekki lengra. Ekki leist mjer jafn vel á mig í Haugasundi sem í Bergen mjer

syndist folkið ekki eins fallegt og náttúran ekki eins falleg, þar var allskonar lýður og þá auðvitað drykkuskapur. En fyrir drukknamenn hlýtur að vera stór hætta í Bergen,

enda sást það va naumast. I Hugasundi dvaldi jeg 1 dag, en hann var ekki svo skemtilegur sem dagurinn í Bergen. Við Sigurður tókum okkur bíltúr upp

í landið og var það skemtileg ferð, Á þeirri leið gat maður sjeð margan bóndabæ og virtist mjer þeir líkjast íslensku bæjunum, nema að jeg sá engan torfbæ. Um kvöldið kl.12

fór jeg frá H.sundi með einu af hinu stærri póstskipum "Kong OskarII." 1 af þeim skipum sem stöðugt ganga milli Bergen og Kristjaniu. Það er tæpast hægt að ímynda sjer

þau fínheit og það skraut sem er á þessum skipum, og hefði aldrei

9 trúað því þó mjer hefði verið sagt það væri svo skreitt, og upp ljómað, sem það er, enda eru

norðmenn montnir yfir þessum skipum. 1. pláss tekur vanalega af helming skipsins, þar eru borð og bekkir sofar og rúm alt lagt með flosi og silki, þiljur og rimlar, gylt eða

pólerað, og skraut og glingur alstaðar eftir þessu, og speiglar svo stórir og margir að maður gat sjeð sig í 10 stöðum í fullri

stærð, svo er píano handa hverjum sem vill og getur, skemt sjer eða öðrum 2. pláss er álíka og fínustu herbergi sem jeg hefi sjeð heima á Íslandi. Jeg tók mjer 2. pláss, með

skipinu frá Haugasundi, það kostaði 11,60Kr. þaðan til Langesund. Það hafði eina 10 viðkomustaði á þeirri leið. Sigurður fildi mjer til næstu hafnar, til að kynna mig á skipinu

og tala við stírimann með mjer og fyrir mína hönd. Hann reyndist mjer sem besti bróðir, og ljet sjer ant um mig, og að jeg kæmist leiðar minnar. Á jeg honum, efalaust,

mikið að þakka að ferðin gekk svo greiðlega og vel. En hjer á eftir varð jeg að hjálpa mjer sjálfur, og ef maður gerir það hefur maður loforð um aðra hjálp. Mjer gekk ferðin

líka vel frá Haugesund til Porsgrund. Yfirmenn skipsins vissu að jeg var Íslendingur, ljetu sjer ant um að jeg kæmist áfram töluðu við mig og vildu leiðbeina mjer, með

skipaferðir frá Langesund til Porsgrunds

10 Það mátti heita að mjer liði vel á þessu skipi þó jeg hefði ekki altaf maga fylli. Fæði þar

kostaði víst 6-7 kr. um daginn Jeg keypti mjer aðeins einusinni kaffi með 3 brauð sneiðum og kostaði það 0,75 kr. Annað borðaði jeg ekki þau 4. dægur sem jeg var um borð.

Svo fór jeg á land í Lanesund því skipið fór ekki inn Skiensfjorden Þegar skipin koma að landi koma ætíð enhverjir sem eru til reiðu að taka dót manns og flytja mann hvert

sem maður vill. Þeir horfa einkennishúu sem á er letrað "By bud". þegar skipið kom til Langesund benti jeg einum þess konar manni að koma til min og stóð ekki á því. Spyr

hann mig hvort jeg ætli til Skien og sagði jeg honum það. Hann segjer mjer og þá best að keira til Brevik og fara svo með járnbrautum til Skien, það geti jeg komist í kvöld

En eftir ráðum skipsmanna hefði það tekið mig 2 daga og sjálfsagt orðið þarafleiðandi dýrara. Jeg tok þessu boði strax, og kom hann um leið með hest og drossia, og ljet

keyra mjer til Brevik kostaði það 2,50 Kr. það var 2 tíma ferð og það all skemtileg ferð, því þar fjekk maður að sjá landið, var það nær óslitinn skógur. Það vildi líka svo vel

til

11 að annar drengur fór þessa sömu leið, mæltist jeg til að fá að vera með og tók hann því

mjög vel og vildi eftir það leiðbeina mjer og hjálpa í öllu - og það svo að hann borgaði óbeðið undir fluttning okkar beggja. Yfir höfuð hefi eg mætt svo mikilli kurteisi og velvil

hjá öllum, að jeg er alveg undrandi, jeg held að Norðmenn standi Íslendingum mikið framar hvað það snertir. Svo fengum við

2tveir ferju yfir Skiensfjorden, til Brevik, þar urðum við að bíða 2 tíma eftir járnbrautinni. þar

keypti jeg mjer "okkur" kaffi, og spjölluðum saman sem góðir kunningjar, og spurði hann mig eftir mörgu frá Íslandi. Ymislegt var það við jarnbr. st. sem maður þurfti að vita,

en sem jeg hafði ekki hugmynd um, en fylgdarmaður minn sagði mjer um það alt saman. Um kvoldið kl. 8 kom jeg svo til Porsgrund. Og þá var jeg þó komin á staðin mjer

fanst jeg vera einsog kominn heim. Mjer fanst jeg vera ánægðari enn nokku sinni áður í ferðinni. Strax sem jeg kom útúr jarnbrautarvagninum spurðist jeg fyrir eftir hóteli var

mjer vísað fljótlega á það. "Hotel Victoria" besta en um leið dýrasta hótel í Porsgund. Hefi jeg aldrei sjeð slík finheit sem það Nú var Laugadagskvöld. Daginn eftir fór jeg

út í bæginn og spurði eftir leið til directör H.E.Kjölseths, gekk það fremur stirt að finna hann, en þó vildu allir

12 leiðbeina mjer eitthvað, sem jeg spurði, að siðustu gat jeg þó fundið hann og var jeg þá

svo heppinn, að hann var á kontór Skólans. mjer var að vísu mikið niðrifyrir, en þó gat jeg talað við hann án þess að finna til feimni talað við hann sem jafninga minn. Jeg

kveið aðeins fyrir að við mundum ekki skelja hvern annann, en jeg hefi engan skilið betur og engin víst skilið mig betur enn hann. Jeg sagði honum strax kringumstæður

mínar. Varð hann bæði undrandi og glaður yfir að hjer væri kominn Íslendingur - "Islendingur kominn svo langa leið og vildi fá inntöku í skólann". Engar ákúrur fjekk jeg hjá honum

fyrir að koma þrátt fyrir svar hanns. Hann spurði mig aðeins hvort jeg hefði ekki fengið svarið frá sjer og sagði jeg svo vera "og þjer komið fyrir það" sagði hann. Hann sagði

mjer að alveg væri plásslaust við skólann og sagði hann það satt það hefi jeg sjeð nú Síðan sagði hann mjer að jeg yrði að bíða til þriðjudags þá fengi jeg vissu, nú gæti hann

ekkert sagt mjer, á morgun væri frí við skólann en kennararnir hjeldu fund, og skyldi jeg sjá ti lhvað gerðist. jeg fór því vongóður frá honum. Jeg kvartaði um að málið væri

mjer stirt, en hann sagði að það kæmi strax, jeg talaði dönsku svo vel að jeg gæti hjálpað mjer sjálfur og gert mig

13 skiljanlegan bara ef jeg skildi aðra. Málið hefur verið mjer nokkuð erfitt mjer hefur gengið

illa að skilja suma en suma hefi jeg aftur skilið vel. Norskan hefur verið mjer efiðari en danskan hefði orðið, því það er stór munur á framburði norðmanna og Dana Jeg

skildi Kjölseth manna berst því hann talaði svo hægt og skýrt, þegar hann talar við mig. Nú hefi jeg rakið þráðin úr ferðasögu minni. Í fám orðum, ferðin gekk vel - frammyfir

allar vonir. Jeg fjekk skólann og mjer líður ágætlega vel. Jeg sit hjer (við við skrifborðið mitt í herbergi því sem jeg nú leigi, að vísu verður mjer að svífa með hugann heim

til Islands, heim til átthaga og vina minna. Jeg hefi ekki tíma til að skrifa langt brjef, jeg hefi svo mikið að gera allir nemendur eru komnir lengra en jeg, og því hefi jeg meir að

gera enn annars. Jeg vona að jeg fái ástæðu og tíma til að skrifa annað brjef, og þá mun jeg segja nánar hvernig jeg hef "það" hjer og ef þú vildir spyrja eftir enhverju væri mjer

ánægja að svara því (ef jeg get.) Jeg vona þú fyrirgefir þetta flitirsverk mitt og að það komi að sömu notum sem það væri velskrifað. Svo treysti jeg þjer til að senda mjer aftur

línu, vona fastlega eftir brjefi frá þjer jafnvel þó eitthvað kunni að vera því til fyrirstöði. Í þeirri von set jeg

14 adressu mína hjer sem er að hálfu leyti til þess sem jeg leigi hjá. Það nafn er þekkt hjer

í Porsgrund og kemst því brjefið til skila. Ber hjartans þakklæti og kveðju til systir minnar - já kveðju til allra á heimilinu.

Svo kveð jeg þig með kærleik og innilegu þakklæti

Þinn enl. Steinn D Þórðarson

Adr. Hrr. -------------

Fröken. Tronsen

Ligalen

Porsgrund (jeg vona að þú kínglesir ekki þetta brjef.)

Hr. Steinn D. Thordersen

Skiensfjordens

Mekaniske fagskole

Porsgrund

Norge (Skiens)

Myndir: