Nafn skrár:BenHal-1880-05-09
Dagsetning:A-1880-05-09
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Davenport 6 Apríl 1880

Elskulegi Torfi

Þó jeg hefi nú lítið til að seia þá ætla jeg að senda þjer línu til að láta þig vita af okkur hjer vestra að svo myklu leiti sem jeg gjet, fyrir guðs náð líður okkur vel, og jeg er því nær jafn góður af fíngra slisinu; mjer þikir líkast til að 000 við verðum hjer í sama stað næsta sumar ef lifum. Karlin 0000 sem jeg var hjá er að bjóða mjer part af landi 5 ekrur, enn jeg held það gangi ekki samann milli okkar því mjer þikir rentan of há enn landið ljett eða ónítt. svo að jeg gjet ekki sjeð að jeg græði neitt við það, enn karl vill fá einhvern á land þetta sem hann heldur að flitji á burð á það, og taka það svo máski eptir tíma ef sá bætir sem hefur, enn hann má vara sig á að jeg ætla mjer ekki að fara að skíta út land fyrir hann, og hlaupa svo kansgi til Manitóba Nebraska Minnsóta eða eitthvað útí buskann

við lifum svona eins og jeg hef áður sagt, við höfum hús frítt, enn fæðum klæðum og skæðum okkur sjálf, og í það fara töluverðir peningar hjer, eins og þú þekkir, þegar menn fara að kynnast hjer, þá munu mörgum verda á að vilja dálítið hánga í að lifa eptir stæl sem hjer er hafður, enn ekki víst að allir sjeu eins kjænir með að ná sjer inn centi, eins og hjer innlendir menn eða þeir sem strags gjeta talað vel fyrir sig, þó er jeg nú farinn að þekkja töluvert af bæði innlendu og folki frá Englandi einhleipu sem lítið á nema fötin, og aptur mart af familiu fólki sem eins og hitt vinnur hjá öðrum og geingur mykið betur, hvað gróða snertir, það er auðvitað að mestur gróði hjer er að gjeta haft land, því þó bændur sjeu hjer stórríkir þa gjefa þeir ekki kaup nema það minsta að þeir komast af með, hjer er gott reglu heimili og 2 hús bændur það er nefnilega maður sem tók þetta land fyrst, hann kom frá Einglandi og tók hjer 1000 ekrur fyrst eptir að hann kom hjelt mart fólk hreinsaði land og seldi svo part og part með husum á, og græddi svo fljott peninga, seinast hafdi hann eptir rúmar 200 ekrur þær gafann til teingda sonar síns, sem jeg er nú

hjá, enn þessi gamli maður hefur á skilið sjer meðann lifi 3 ekrur sem er alt fult með epla trie og ímsar frúttir maður þessi er 85 ára og kona hans 84 þaug eiga á Banka 114.000 dollar svo þaug hafa töluverda rentu á sumt af húsum sem þaug eiga og renta, hjer er stórt og fallegt brykkhús sem karl þessi hefur látið byggja og seiir hann að það hafi kostað sig 56000 dl það er víða í því marmara stikki og svo öll horn hlaðinn 0 upp með díru grjóti sem er höggvið út, maður þessi var mjög röff á firri árum að sagt er, það seíir að það hafi kansgi heirst á honum glamrið 3 4 mílur vegar, enn nú á seirni árum er hann ordinn, guðhræddur og leg les hús lestur kvöld og morna. Nya testamentið er lesna bókinn og salmabækur, og svo á minnir hann vel að lesa í ritingunni og lifa vel, þaug gjefa mykið fá tækum sem hjer koma þessi gömlu hjón eru okkur mjög góð og karl hefur verið minn Doktór við fingra meinið eptir að jeg kom heim. Mjer þikir vest að gjeta ekki verið sonur hans til að erfa dálítið af dollurum eptir hann, því nú í mindar hann sjer að lífið verdi ekki mykið leingra. Jeg vinn nú fyrir 12 dl um mánuð og Sigríður hefur margann dag unnið fyrir 50 cent um daginn, svo þú skalt gjeta

nærri hvert jeg muni ekki græða enda þarf jeg þess til að eingast land sem first, bjarti líður vel og held jeg ekki hugsi neitt að færa sig first um sinn jeg gjet ekkert sagt þjer af Lárusi jeg hef opt skrifað honum enn ekkert svar feingið, og hjelt jeg þó að hann mindi svara mjer uppá seinasta brjefið enn jeg sje nú að það ætlar ekki að verda neitt af því Jon Brandsson hef jeg frjett að sje búinn að selja land sitt í minnisóta, og sje að hugsa að flytja til Dakóta enn lítið hef jeg frjett af öðrum löndum þar manitóba er hjer í á liti og altaf er fólkið að flytja þángað, það er spáð að það verdi ein stór bærinn í winipeg, jeg verd að biðja þig að fyrir gjefa hvað þetta er alt stuttaralegt, jeg vil bara altaf lata þig vita hvað okkur geingur á framm því jeg veit að þjer er 0 ant um það. Sigríður biður hjartanlega að heilsa þjer konu þinni og börnum og sistginum hún þikist ekki gjeta skrifað núna því nú eru svo myklar annir að taka á móti sumrinu svo sem að hafa alt hreint innan hús, hún ætlar að skrifa í sumar ef guð lofar og þá sendi jeg þjer eirn ómindar seðilin, jeg bið innilega að heilsa konu þinni og börnum á samt ölum á þínum bæ sömuleiðis bið jeg þig að heilsa Bjarti á Brunná og seigðu hónum að jeg skrifi honum næst hinn algóði guð annist þig og þína og láti ykur á valt líða betur enn jeg fæ oskað. jeg er þinn einlægur vin og vil unari

Benedikt Hálfdánsson

Myndir: