Nafn skrár:SteTho-1916-02-25
Dagsetning:A-1916-02-25
Ritunarstaður (bær):Noregi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Steinn D. Þórðarson
Titill bréfritara:rafvirki
Kyn:karl
Fæðingardagur:1894-04-30
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hnjúki
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Porsgrund 25. 2. 1916

Kæri vinur

Jeg þakka þjer kærlega fyrir brjefið, sendinguna og alla fyrir höfn þína hvað það snertir. Jeg átti ekki von á þessari sendingu, allra síst úr þessari átt, en jeg var farin

að eiga von á brjefinu frá Íslandi, sem var uppá brjef sem jeg skrifaði rjett fyrir jólin, en jeg heyrði það á brjefi þínu, að þau hafa ekki verið komin. Mjer finst jeg fá svo

fá brjef frá Islandi margir sem óskuðu eftir að fá brjef frá mjer, og sem jeg hefi skrifað hafa ekki sent mjer línu. jeg hefi aldrei óskað eftir að fá brjef, sem nú, mjer verður

því að lesa gömlu brjefin nú, sem jeg hefi fengið fyrir löngusíðan. Hvað sendinguna snertir, þá kom hún mjer mjög vel, en ekki er gott fyrir mig að fá senda peninga

svo beinlínis, því það er annar, kurs,, á dönskum og íslenskum peningum enn norskum hefur það órsakað mjer

óþægindi þótt jeghafi i raun og veru komist nokkuð ljett út úr því, Landsbánkaseðlarnir eru verstir maður verður að minnstakosti að borga 10% ef maður vill vixla þeim

í banka, jeg hefi þvi oftast "smúlað" með þá í búðir, þar sem fólk ekki hefur haft þekkingu á þvi. Jeg var svo óheppin að annar 150kr. seðillinn var landsbánkaseðill,

jeg veit ekki enþá hvað um hann verður, en jeg sendi hann heldur til baka enn borga svo mikil afföll. Afturá

móti var jeg svo heppin að hinn var Íslandsbánkaseðill og á honum stóð

"nationalbanken Kristjania", og var hann því í sama verði sem aðrir norskir

peningar. Jeg býst ekki við að hafa þetta langt brjef því jeg hefi ekki neitt nýtt að skrifa, sem jeg veit að þú vilt heyra um, jeg skrifaði þjer um aðal kringumstæður

minar um jóla leytið, og síðan hefur engin breiting orðið á kringum stæðum mínum, mjer líður mæta vel vel, og er

rólegur og vongóður með námið. Málið er mjer orðið nokkurnvegin auðvelt. Skólinn heldur afram starfi sínu hvern dag að undantknu mánaðarfríi, sem við fengum

fyrra mánudag. Þá ferðaðist jeg upp til Skotfos, sem er lítill bær, álíka og Akureyri, og sem er skamt neðan við nordsjöen. Á þeirri ferð fjekk jeg að sjá mart sem jeg

hafði ekki sjeð áður, en aðal erindið var að sjá Noregs storstu pappírsverksmiðju (eða heimsins stærstu verksm.) þar

fjekk jeg, i fyrsta sinn að sjá, hinar afarstóru dynam?? sem gáfu kraft yfir alla verskmiðjuna; jeg vil ekki reyna að lýsa verksmiðjunni fyrir þjer,

því sjálfur skildi jeg ekki háflparti af því sem jeg sá þar, þótt við (fjórir nemendur skólans) hefðum góðan fylgdarmann sem reyndi að útskýra fyrir okkur (óskandi

væri að Ísland hefði eina litla eftir mynd af þessari verksmiðju). og jeg er sannfærður um að Ísland fær sinar verskmiður, hlutfalslega, sem Noregur hefur nú, og

norðmenn mundu vel geta unnað Íslandi allra heilla, mjer hefur fundist að allir uppfræddir norðmenn bera hlýjan hug til Íslands, og eftirl vill hefi jeg sjálfur vermst af

þeim hlýleik.

Jeg vona að þú sendir mjer línu, að minstakosti þegar þú færð þetta brjef, annars getur þú ekki vænst eftir brjefi frá mjer, þú mátt ekki

ímynda þjer að það valdi mjer erfiðis að skrifa þótt jeg eftil vill hefi gefið það í skin í fyrstu brjefi mínu - nei mjer er það

ánæja en ekki erfiði. Þú getur sagt mjer svo margt i frjettum, sjerstaklega hefi jeg gaman af að heyra að heiman, jeg nefni það svo, og

="overstrike">er þú líka, þótt mjer finnist að jeg eiga hvergi heima. Sömuleiðis hefi jeg gaman af að heyra ef enhverjar framfara áætlanir hafa verið gerðar.

Yfir höfuð mun jeg með ánæju, taka á móti flestum frjettum sem þú skrifar mjer.

Jeg enda svo þessar línur með alúðar kveðjur og öllum heilla óskum.

Þinn enl.

SteinnDÞórðarson

Jeg þakka þjer kærlega fyrir brjefið og brjefspjaldið frá Helga, sem þú sendir mjer, og vona, að þú framvegis greiðir fyrir brjefum til mín, sem ganga öfuga leið. Ínnaní

umslagið til þín, læt jeg brjef, sem jeg treysti þjer til að koma til mömmu, án þess að það fari margra á milli, eða aðrir óviðkomandi viti um

það, því það er skrifað til hennar en ekki annara (pabba er þar ekki getið)

kær heilsan

Steinn

Myndir: