Nafn skrár: | SteTho-1916-03-23 |
Dagsetning: | A-1916-03-23 |
Ritunarstaður (bær): | Noregi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafnið á Akureyri |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Steinn D. Þórðarson |
Titill bréfritara: | rafvirki |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1894-04-30 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hnjúki |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
Porsgrund 23. mars 1916 Kæri vin! Mína bestu þökk eiga þessar línur að færa þjer fyrir öll brjefin þin, fyrir hvað þú ert duglegur að skrifa mjer, frá engum hefi jeg fengið fleiri en eitt brjef, að undanteknum þjer, og þú færð ekki imyndað þjer hvað mjer þykir vænt um það! mjer var farið að lengja eftir svari uppá brjefin sem jeg skrifaði fyrir jólin, jeg var farin að halda að þau hefðu glatast, brjefið þitt er það eina sem jeg hefi fengið sem svar. Jeg býst ekki við að skrifa og líður það enn. Skólinn heldur afram starfi sinu á vanalegann hátt, og eng kenning fyrir lítils virði). Ekki færð þú neitt til baka af peningunum sem þú sendir mjer. Landsb.seðilinn fjekk jeg síðast sendan til Kristianiu og bíttað honum þar með 21/2% af. það vildi jeg heldur en senda hann til baka; en þau bítti fengust aðeins af náð, og af því þeir fengu að vita um kringumstæð Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir þitt góða boð, en ekki óska jeg eftir að þú sendir mjer peninga nú sem stendur, jeg efa ekki þinn enlægan vilja til að hjálpa mjer, og velvilji þinn er mjer sama sem veitt og þegin hjálp. Jeg veit lika að þú hefur meir en nó brúk fyrir peninga þina, ef þú birjar að leggja í vor, þótt jeg vildi ="supralinear">líka komið er og jeg get imyndað mjer að mjer veittist hjálp hjer, ef til þess komi að jeg yrði að hætta námi fyrir peningaleysi, en það hefur ekki verið ætlun min að kynda mig hjer, þó svo geti farið að jeg verði hjer lengri tíma. En mig langar til að leyta til þinnar hjálpar í öðru vanda máli, og sömuleiðis áhugamáli. Svo er mál með veksti að direktör H. E. Kjölseth er forstöðumaður verslunar sambands hjer í bænum, og hann hefur farið þess á leyt við mig að koma sjer í samband við Islenska verslun, þannig að geta fengið keypt Íslendst kindakjet. , Það er því ósk mínað þú vildir tala við Rögnvald Snorrason, grenslast eftir öllu þar að lútandi, svo sem verði siðastliðið haust og hvað hann vildi ekki senda kjet sitt hingað til Noregs gegn sömu sem hann fær annarstaðar, líka hvort hann vildi setja nokkur skilyrði því viðvíkjandi. Eftil vill getur þú bent mjer á fleiri leiðir enn þessa, kannske vildu aðrir kaupmenn eða bændur senda kjet sitt hingað. Jeg vona að þú geri það sem þú getur, fyrir mig í þessu áhuga máli mínu, og jeg vænti eftir enhverju ákveðnu svari frá þjer, því Kjölseth væntir auðvitað eftir svari frá mjer. Jeg sje ekki að það hafi sjerstaka þýðingu fyrir mig að skrifa Rögnvaldi, jeg ályt að viðtal þitt geti haft meiri áhrif, og svo get jeg sparað burðargjald, en jeg býst við að skrifa Hallgr. kaupfjelagsstjóra þessu viðvíkjandi, en jeg er af kjeti sínu hingað. En hversvegna vilja menn ekki hava eins vel samband við Noreg, ens og önnur lönd, jeg efa ekki að það væri Islandi jafn hagstætt, og það er (sömuleiðis) ósk norðmanna að hafa meiri kynni af Íslandi en verið hefur. Jeg get huksað mjer að margir óttist Rögnv. Snorrasyni til að byrja, ef hann aðeins gæti sjeð sinn hag, þar í. Jeg get búist við að sú spurning komi, hvað þeir fái fyrir ketið ef þeir sendi það hingað, en þeirri er auðvitað ómögulegt að svara nú. En það mun vera meining Kjölseth að þeir ákveði verðið á ketinu! og borga það sem upp er sett ef verslunin hjer sjer sjer það fært. Jeg hefi svo ekki meir að skrifa um þetta nú, en vona eftir svari frá þjer það fyrsta, sem þjer er mögulegt. Ekki veit jeg enn með vissu hvar jeg verð í sumar fríinu, en meiningin er hin sama, sem jeg hefi áður skrifað, og vona jeg að það geti gengið svo framarlega sem anlegg verður bygð hjer í nánd, Brjefin til min, skaltu skrifa til skólans jeg fæ þau send þaðan, og þangað sem jeg verð. Jeg vildi óska að fá brjef frá þjer fyrir 1. júli Nú síðast liðna viku höfum við haft "tentamen", jeg var svo óheppin að vera lasin af innfluensu rjett um það leyti, en ekki vildi jeg missa af því þessvegna, ekki veit jeg hvernig það hefur gengið, enkunnir fáum við ekki að heyra fyr enn fjelagar minir fara heim i Páskafríinu Kærkomnar eru mjer frjettir frá Hnjúki og KLængskoti (Íngim) Yfir höfuð af öllum, sem að þú veist að mjer vóru spyrð ekki eftir neinu og þá finst mjer jeg ætíð vera tregur til að skrifa margt. Svo kveð jeg þig, og ykkur, með hjartans kveðju og heilla óskum. þinn enl. Steinn Þórðarson. |
Myndir: |