Nafn skrár:SteTho-1916-06-25
Dagsetning:A-1916-06-25
Ritunarstaður (bær):Noregi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Steinn D. Þórðarson
Titill bréfritara:rafvirki
Kyn:karl
Fæðingardagur:1894-04-30
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hnjúki
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Porsgrund 25. júni 1916.

Kæri vinur minn!

Bestu þökk fyrir alt gott og sömuleiðis fyrir brjefið þitt frá 18 april, sem jeg hefi meðtekið fyrir löngu síðan. Það hefur ekki verið ætlun mín að endurgjalda það

brjef fyr en jeg hefði fengið annað brjef frá þjer, sem svar uppá siðasta brjef mitt. En það er ókomið enn, jeg hefi nú í langa tið vonað og beðið eftir brjefi en ekkert

hefur komið hvorki frá þjer nje öðrum. jeg get því ekki annað en farið að efast um að fá nokkurntíma brjef meir. Það hefur líka enþá meir aukið á óþolinmæði mína að

direktörinn hefur svo oft spurt hvort jeg hefi ekki fengið svar uppá það, sem jeg skrifaði um fyrir hann, og sem var í síðasta brjefi mínu. Hann bað mig sem sej að koma

sjer í samband við íslenska verslun þannig að fá sent íslenst kindakjet hingað til Skien eða Porsgrund. Það sem hann óskar eftir að fá að heyra er; hvort kaupmenn

vilja taka því samtbandi og hvað þeir vilja fá fyrir kjetið (kr. kg.) Í brjefi mínu bað jeg þig að tala við Rögnvald Snorrason, og gefa mjer þau ráð, sem þú álytir best

(Ifir höfuð greiða mál mitt sem best þú gæt?? Jeg skrifa þetta ef svo vildi vera, að þú aldrei hefir fengið brjef mitt.

Jeg áleyt betra að

skrifa þjer um þettað, en að skrifa til kaupmanna, sem jeg alls ekki þekki. Auðvitað skrifaði jeg til Hallgr. kaupfj.stj. en þaðan hefi jeg heldur ekki fengið svar Jeg verð

því en á ný að biðja þig að gera hvað þú getur í þessu málefni mínu, jeg þekki engan sem jeg get leitað til, og sem jeg teysti betur, en sjálfur er jeg svo illa settur, að jeg

get ekki hjálpað mjer sjálfur. Gott væri ef þú vildir tala við Hallgr. eða Sigurð kaupfjelagsst. í sína eða persónulega eftir kringumstæðum þínum, og spyrja hvort þeir hafa

fengið brjef mitt, og hvort þeir hafa svarað, eða hvort þeir vilja ekki svar, og þá hversvegna. Ef þeir skildu hafa fengið brjef mitt, en ekki sint þvíl, gerðir þú mjer mestan

greiða ef þú gætir komið því til leiðar að þeir skrifuðu og segðu kringumstæður og orsakir til að þeir vilja ekki senda kjöt hingað eða taka

nokkru sambandi. Eftilvill finst þeim þetta vera á svo litlum grundvelli bygt að þeir þessvegna vilji ekki sinna því, og þá vildi jeg garnan vita það. Viltu gera hvða þú getur

fyrir mig í þessu efni? Góði Gísli! þú verður að fyrir gefa þó jeg skrifi ekki annað í þetta sinn, jeg lofa að skrifa þjer samdægurs, sem jeg fæ brjef frá þjer, og sem jeg

eftilvill fæ á morgun. Mjer líður vel, og engar sjerlegar breytingar Berðu kæra kveðju frá mjer til vina og vanda manna

Með aluðakveðju! fyrirgef þínum enl.

Steini Þórðarsyni

Myndir: