Nafn skrár: | SteTho-1916-07-09 |
Dagsetning: | A-1916-07-09 |
Ritunarstaður (bær): | Noregi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafnið á Akureyri |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Steinn D. Þórðarson |
Titill bréfritara: | rafvirki |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1894-04-30 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hnjúki |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
9. júli 1916 Kæri vin! Mjer finst jeg ekki geta annað en skrifað þjer línu, nú með öðrum brjefum sem jeg sendi, þótt jeg hafi ekki fengið bref frá þjer síðan brjefið frá 8/4 þú varst áður duglegri en allir aðrir að skrifa mjer en nú eru flestir duglegri en þú, jeg veit að til þess eru enhverjar orsaki, en hverjar þær eru veit jeg ekki. Jeg skrifaði þjer brjef fyrir longu, jeg man ekki hvað löngu, en svar uppá það hefi jeg enn ekki fengið Nú í meir en 2 mánuði hefi jeg arangurslaust vonast eftir brjefi frá þjer. Fyrir C: 10 dögum skrifaði jeg þjer brjef, en í því voru engar frjettir, jeg ætlaði að bíða með það brjef, til þess að jeg hefði fengið brjef þrá þjer fyrst. Þótt jeg skrifi þjer þessar linur býst jeg ekki við að segja miklar frjettir eða vera margörður, jeg hefi heldur engar sjerstakar frjettir að skrifa, og svo veitir mjer það eins og erfiðara þegar jeg fæ ekki brjef og ekki er spurt Að vísu finst mjer nokkuð eimanalegt hjer i Porsgrund, eftir að skólin hætti starfi sínu og fjelagar minir fóru heim til sin, til að hvíla sig og njóta sumarsins á meðal vina og vandamanna. Auðvitað nýt jeg sumarsins og feg urð náttúrunnar eins og aðrir, en mjer finst jeg vera nokkuð einn, og það vill oftast draga úr ánægjunni, ekki skaltu samt daga próf. Burtfararpróf fyrir 2. bekk uppflutnings próf yrir 1. bekk og inntöku próf fyrir þá sem vildu í 1. bekk. Af þessu prófi er ekki annað að segja, en alt bærilegt að minsta kosti fyrir mig, þó var það meining mín og von að gera það lítið eitt betur, en jeg gerði, en svo er nú líklega fyrir öllum. Í fyrsta bekk (mínum bekk) fjellu 9 í gegn, það er, stóðust ekki prófið. og fá því ekki annan bekk næsta ár. Jeg verð víst að grobba af því að hafa staðist próf; og vona jeg að verða í 2 bekk næsta ár (í sömudeild). og nokkrir fóru heim áður en próf byrjaði. En þó að þannig fækkaði í 1. bekk verður sjálfsagt ekki autt pláss í rafm.deildinni næsta ár því nokkrir, bæði frá 1. og 2. bekk vjelfr.d.
brjef mitt sendi jeg ekki, og mátt þú ekki misvirða það. (Aðalenkun mín var 2,36) jeg man ekki hvort jeg hefi skrifað þjer það, að enkunna kerfið er ofugt hjer, við það sem það er á Íslandi og Danm. Besta enkun sem hægt er að fá er 1, en 6 vesta enkunn, sem gefin er. Þegar skólanum var sagt upp hjelt direktörinn ræðu u til þeirra, sem fóru alfarnir, jeg tel vist þú hefðir haft gaman af að heyra þá ræðu, og að ykkur Íslensku bændunum hefði líkað hún vel; hún var um vinnu fyrir þá sem vildu í 1. bekk á þessu námskeiði vóru eitthvað um 70. Hvað margir hafa sótt um fyrsta bekk í það heila veit jeg ekki með vissu, jeg held c: 140. Í fyrsta bekk getur skólinn ekki tekið á móti Um þetta efni skrifa jeg svo ekki meir þú hefer eftil vill ekkert gaman af því. Um líðan og efna hag manna, eða þjóðarinnar yfir höfuð, er ekkert að segja nema gott; uppgangur hennar er meiri en nokkru sinni fyr. Iðnaður, verslun og sigling þroskast meir en við mætti búast, nú á þessum hörmungar tímum, og peningarnir streyma svo að segja inn í landið, eftilvill mætti vel líkja því við gullöld Spánverja, en það mun ekki mitt orðfæri Þó get jeg fullyrt það, að velleðan manna ( framfarirnar hærra hjer í Noregi, en þar heima á Íslandi þó er ekki svo að þjóðlífið socialismen og vinnulíðurinn verið hávær og jafn vel látið til sín taka. Fyrir mánuði síðan gerði vinnulíðurinn uppistand, neitaði að vinna, allur iðnaður stansaði í nokkra tið, en sem betur fór var það ekki mjög lengi mest kvað að þessu verkfalli í Kristjianiu marcheraði vinnulíðurinn um borgina, og gerði aðsúg að stórþinginu. Hjer í Porsgrum var ennig marcherað til ráðhússins, og þar hjelt einn socialisti þrumandi ræðu, álíka og Danton í frönskustjórnarbyltingunni, jeg hafði mjög gaman af að heyra þá ræðu því hún var þrungin af grimd og reiði. Á meðan á verkfallinu stóð var öllum vínsölubúðum lokað. Af stríðinu skrifa jeg ekki þú færð sjálfsagt jafn nánar frjettir af því, eins og jeg, þó er vonandi að líkin af hermönnum ófriðar þjóðanna, reki ekki til Íslands ein og þau reka til Noregs. Sligt er voðalegt og ekki til að skrifa um. Jeg býst við að þú hafir gaman af að heyra eitthvað af högum mínum, eða hvernig jeg hef það? Það er nú nokkuð svipað og áður. Þegar sumar fríið byrjaði datt mjer í hug að taka mjer túr til Drammen og Kristjaníu, þvi ein af fjelögum mínum bauð mjer til sín, í Drammen, og sömuleiðis að fylgja mjer til Kristjaniu, sem hann var vel kunnur. Jeg hætti þó við þá ferð ymsra hluta vegna, mest vegna buddunnar, og svo til þess að nota tíman sem best; án þess þó að jeg elektricitetsværk", sem jeg nú er. Þar hefur mjer líkað sæmilega vel að vera, mennirnir þar miðlungs menn og "over montören" nokkuð betri, eða það hefur hann verið mjer. Fyrstu dagana var jeg við að legga leiðslu innan húss og setja upp lampa hjer í næsta húsi sem jeg bý, Í gær og í ( ) - (nei i dag er sunnudagur) til Suðu plötu og straujárna. Þetta er nú bara smá dútl, en kannske þarflegt fyrir mig að vera við það. Vinnan er ljett, að minstakosti það sem jeg hefi fengið að gera, en svo er kaupið líka lítið, þó má jeg líklega vera ánægður með það, saman borið við suma aðra sem þar eru. Kaup mitt er 25 au. á tímann, aðrir unglingar sem þar hafa verið í lengri tíð hafa aðeins 15 au. jeg býst við að jeg njóti skólanns, með að fá þetta rífðar kaup með þessu kaupi get jeg vonandi verið svona hjerum bil matvinnungur bestu sumar mánuðina þó altaf verði dýrara að lifa. Nú 1. juli breytti jeg til með lifnaðar hátt minn og var meiningin með því að reyna að rend="overstrike">gei 22 kr. Svo kaupi jeg miðdagsmat á öðrum stað. miðdagur fæst nú ekki fyrrir minna en 1,25 á dag, og það verð jeg auðvitað að kaupa, en jeg hefi ágætan miðdag. Kvöld og morgun mat sje jeg mjer fyrir sjálfur kaupi brauð og hvað sem jeg óska eftir, eða öllu heldur að það er gert fyrir mig, sjálfur hefi jeg ekki skap til að gera að; (það er innifalið í herbergiskostnaðinum) Ekki veit jeg hvað heg spara með þessu eftilvill 7-10 kr. pr. mánuð, en þá hefi jeg það ekki svo gott sem áður. Ekki máttu samt imynda þjer að jeg svelti mig, nei langt frá, það vil jeg ekki ger, en mála kosti á morgnana. Hvernig jeg hef það þegar skólinn byrjar aftur veit jeg ekkert um. Kæri Gísli! Jeg veit ekki hvort þú hefur nokkurt gaman af þessu rugli, jeg gæti auðvitað ruglað meir, en mig langar ekkert til að þreyta þig með því, ef svo kynni að vera. Jeg get ekki annað en vonað eftir brjefi frá þjer enþá, að mensta kosti sem svar uppá 2 síðustu brjef mín, mjer er það enn fult alvöru mál, mjer finst jeg hafa engu við það að bæta nú, ekki síst hefurðu fengið fyrra brjef mitt og þótt svo kynni að vera, að þú ekki hefðir fengið það, vona jeg að síðasta brjef mitt hafi verið bygt á fyrra brjefinu. Berðu kveðju mína til Solveigar á Hvarfi og hjartans kveðju, og að þú ljetir hana þá vita að mjer líður vel. Ber líka systir minni mina innilegu bróður kveðju. Svo tel jeg best að enda þetta flítirs verk, það er líka komið frammá nótt, og jeg skrifa þessar línur við ljós, það er nú ekkert óvanalegt að jeg hátta seint og þótt jeg geri það ekki, gengur mjer oft afar illa að sofa það kemur mjer illa, en jeg get ekkert við það gert. Svo kveð jeg þig kæri vin með bestu óskum og þakklæti fyrir alla auðsynda velvild og hjálp. þinn enl. Steinn |
Myndir: |