Nafn skrár: | SteTho-1916-10-15 |
Dagsetning: | A-1916-10-15 |
Ritunarstaður (bær): | Noregi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafnið á Akureyri |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Steinn D. Þórðarson |
Titill bréfritara: | rafvirki |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1894-04-30 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hnjúki |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
Porsgrund 15. okt. 1916 Kæri vin! Þökk fyrir alt gott. Nú loksins medtók jeg brjef frá þjer fyrir viku síðan. Jeg þakka þjer fyrir það brjef þótt seint kæmi, og sömuleiðis fyrir alla fyrir höfn þína minnavegna, hvað snertir sendingar til mín og brjefa skriftir. Þó hefði mjer þótt vænna um að þú hefðir heldur dregið úr því t.d. með lögrjettu pakkan sem jeg fjekk, og sem átti að vera frá Kjartan Ólafssyni. Jeg hefi aldrei beðið hann að senda mjer hundgamla lögrjettu sem jeg hefi lesið fyrir löngu það hefur líklega átt að vera sem enhver afsökun, sem hann hefur ekki viljað hafa utgjöld af sjálfur. Nú býst jeg við að senda pakkann aftur til þín og vil biðja þig að breyta adressunni og senda hann aftur til Kjartans (sömu frimerkin geta dugað) Jæa - Jeg býst ekki við að skrifa langt brjef nú jeg er eitthvað svo latur að skrifa, það eru helstu frjettirnar sem jeg hefi að segja. líka get jeg sagt það sem frjettir, að mjer líður vel. Skólinn byrjaði 1.sept. eins og veja er til. Að þeim tíma var jeg við rafm. verkið eins og jeg sagði þjer frá í síðasta brjefi mínu auðvitað man jeg ekki hvað jeg skrifaði í því brjefi það er svo langt síðann. Áður enn skólinn byrjaði heimsótti minn besta vin, hjer frá skólanum, sem þá var heima i Drammen. Jeg var hjá honum í 3 daga og hafði hinar bestu viðtökur. Siðann fór hann með mjer til Kristianiu, var hann þar allvel kunnugur og kom það sjer mjög vel. Það er gott að hafa kunnuga fylgdarmenn þegar maður kemur til þessara stærri bæja. Þar vórum við í 3 daga og gerðum ekkert annað en skemta okkur. Fórum um alla borgina fram og aftur, mest notuðum við rafm.sporvagnana, sem ganga þar fram og aftur stanslaust. Svo fórum við nokkuð langt uppí landið með raf.m. (járn braut) vögnum. Er það mest fyrir ferða fólk sem skemtir sjer. Þar sem vagnarnir stoppuðu (fóru ekki lengra) var afar hár turn á hárri hæð. Flest ferða folkið fór upp i þennan turn til að fá sem allra best útsýni. Útsýnið þar var sjerlega fagurt, Sást yfir alla borgina fjörðinn og langt austur og norður. I turninum vórum við stutta stund, því þrengslin vóru svo miki "museum" vórum við. Listasafni og folkemuseum. Folkemuseum svarar til forngripa safnsíns í Reykjavík. Þar var ákaflega mikið safn, sem þú getur imyndað þjer á því, að ekkert annað var í 3 stórum húsum en þetta safn. Það þurfti því frá syningunnií Kristiania 1914. Á listusafninu var fjöldinn allur af listu verkum Grikkja og Rómverju. Margar fornhetjur sem sagann getur um t.d. Rómversku keisararnir. Þar var lika fjöldi af gömlum og ný móðins málverkum. Að sjá söfn er sú besta skemtun sem jeg þekki. Það kostaði 50 au. að sjá safnið ( ódyrt) Onnur söfn vóru ekki opin þessa daga sem jeg var þar inni. Það er engin lýgi. Þó sagt sje að Kristiania sje fögur og þrifaleg borg, enda vitu norð ?? það og eru montnir af (það vill til að maður fær klessur þegar maður er ekki einn) listigarðar og var jeg i þeim öllum. Þar eru hin fegurstu blóm beði sem jeg hefi sjeð, gosbrunnar og tjarnir eru hingað sem eru til mikillar príði sjerstaklega þegar sólin skin. Það er líklega best jeg hætti þessu rugli sem þjer leiðist. jeg veit það annars ekki, eitthvað verð jeg að segja og þá er líklega best að halda áfram ruglinu. Eftir góða skemtun i Kristianiu fór jeg aftur til Drammen með vini mínum og var þar einn dag aftur. Þessi ferð varð mjer mikið ódyrari en svona lagaðar ferðir eru vanar að vera, vegna þess að jeg bjó hjá vini mínum í Drammen og svo hjá frænku hans i Kristiania. Við sluppum því báðir við allann hótela kostnað. Síðan for jeg til Porsgrund aftur. En dagin eftir lagði jeg á stað i 20.000 hestöfl) first fór jeg með jarn brautinni til Skien þaðann eru stöðugar skipa ferðir til "notodden" (þar sem hin fræga saltpjetursverksmiðja er) frá Skien til notodden er um 4. tíma ferð með skipi. Það tekur nokkuð langan tíma fyrir skipin að fara i gegn um slussomar aður en þau komast uppí norðursjóinn á notodden var jeg um nottina (notodden er lítill bær álíka og Akureyri) morguninn for jeg með jarnbrautinni frá notodden til Aarlifós Lestin sem fer þar á milli gengur af rafmagni þessi lest gengur frá notodden alla leið til Rjukan Á Aarli for krapt stöðunni var jeg aðeins 2 tíma, þeim tíma varði jeg til að sjá og skoða þar alt sem jeg gat þessi ferð var líka aðeins til þess. Annar maðurinn sem stöðina passaði sýndi mjer alt sem hann gat sýnt (í hasti) en þar varð að bera fljótt á, bæði hafði maðurinn lítinn tíma til svona lagaðra auka verka og svo varð jeg að taka lestina þegar hún kom frá Rjukan aftur og með henni fór jeg til baka. Á stöðinni var margt að sjá. Og þar hefði jeg gjarnan viljað vera í lengri tíð. Aarlifossinn er eitt av móðins kraft stöðvum. Þar eru 4 afar stórar turbínur og generatórer sem stoðugt ganga. þar að auki er aðrar maskiínur sem notaðar er óhöpp koma fyrir. Dettifoss er mikið stærri en Aarlifos. aðeins herbergið med kvöld og morgun mat, það kostar 50 kr. pr. mánuð. og nú er jeg byrjaður að halda mjer miðdags mat sjálfur (brauð og mjólk) Síðan 1. juli hefi jeg svo að segja ekki borðað miðdag þangað til fyrir viku síðan. Í sumar fríinu lagði jeg nokkuð af og hefur það líklega mest gert vinnan, þó ekki væri strong. Nú hefi jeg það sjerlega gott, aðeins það, að bölvuð letin ætlar að drepa mig, jeg nenni sem sje engu; hvorki að lesa eða annað, það er líka svo dæmalaus langur vinnutími i skólanum og eftir þann tíma nenni jeg engu, en ef vel á að fara verður maður að vera duglegur þvi hjer er farið fljótt yfir sögu. Fyrirkomulag skólans er svipað og í fyrra og skrifaði jeg um það áður. auðvitað eru önnur fög t.d. "elektoteknik" (rafverkfræði) aðalfag ( á mótier matematik og mekanik aðeins einn tíma i viku, elektroteknik aftur á móti tvo tíma flesta daga og sömuleiðis teikning. Efnafræði, rend="overstrike">og elektroteknisk smíða verkstæði (4 tíma hverndag) og 3 af þeim tíma erum við á mælingaherbergi (laboratorium) það er bóklegt. Nú nenni jeg ekki að rausa meir um þetta Heldur þykir mjer þú hafa haft annrikt í sum þar sem þú ekki hafðir tíma til að senda mjer áein orð, jeg get tæpast trúað því annríki - jæja það er ekki svo mikið að fást um það ef þú verður duglegur að skrifa mjer í vetur. Frá Sveinbirni á jeg að bera kveðju til ykkar allra. Jeg býst við að jeg þurfi dl ekki að segja frjettir af honum, hann hefur víst gert það sjálfur. Koma hans var mjer alveg ovænt, og þegar hann kom var mjer ótrúlega efitt að breyta um málið, oðvitað skyldi jeg alt mæta vel sem hann sagði, en þegar jeg ætlaði þetta fljótt. Ílla gekk mjer að skaffa honum vinnu við húsabyggingar aftur á móti gekk vel að fjelagi hans fengi þá vinnu sem hann óskaði eftir sem sje mubluverksmiðju. Nú er Sveinbjörn á hurða og gluggaverksm og svo gengur hann á kvöldskólann hjer. Nú byr hann á sama herbergi og jeg, en hinn fjekk annað herbergí ætlun Sveinbj. þarf jeg víst ekki að skrifa, það hefur hann sjálfur gert. Fyrirgefðu flýtirs verkið! Svo enda jeg þessar línur með alúðar kveðjum og bestu heilla óskum til þín og systir minnar. Svo bið jeg líka að heilsa Dagbjörtu og frændfólkinu med enl. Steinn D. Þórðarson |
Myndir: |