Nafn skrár:SvbJon-1916-10-12
Dagsetning:A-1916-10-12
Ritunarstaður (bær):Noregi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sveinbjörn Jónsson
Titill bréfritara:byggingarmeistari
Kyn:karl
Fæðingardagur:1900-02-12
Dánardagur:1982-01-26
Fæðingarstaður (bær):Syðra-Holti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Porsgrund 12. Okt. 1916.

Góði Gísli!

Þökk fyrir alt gott. Ekki má eg gleyma að lofa ykkur að vita hvar eg er og hvernig eg hef það, eins og þið báðuð mig. Eg er her í Porsgrund og bý með Steini

frænda. Vinn á verksmiðju sem gerir glugga og hurðir o.fl. en er svo á kveldskóla á kveldin. Illa hefir geingið að fá her vinnuna því eg ætla nú að byrja að vinna í dag

en kom her 27 Seft. Er því búinn að vera vinnulaus í hálfan mánuð. En eg vildi heldur vera her í Porsgrund en annarsstaðar af því Steini, getur svo mikið hjálpað mer

í d norskunni o.fl. sem eg þarf nú að fara að stúdéra í. Næsta haust langar mig svo til að fara á byggingarskóla í

Kristjaniu. En hann er mjög erfiður og þarf eg því að vera á undirbúnings námskeiði þar, frá 15. Jan. í vetur til í Júní í sumar. Verður þetta því alldýr skóla vera þar

sem skólinn sjálfur stendur yfir í 2 ár 10 mánuði hvert ár. Og veit eg ekki hvert hægt verður að kljúfa það. En áreiðanlega borgaði það sig því maður af þeim skóla ætti

að hafa nóg að gera heim á Íslandi eins og her í Noregi. Skólaganga í Kristjaniu er sögð að kosta 100 til 120 kr. á mánuði

Her í Porsgr. kostar hún 90

til 100. Fyrir herbergið og kveld- og morgunmat þurfum við Steinn að borga báðir 94 kr. um mánuðinn. En svo hölum við okkur miðdag sjálfir og kostar hann um

10 1,60 fyrir báða. Höfum við það því dálítið ódyrar en að við keyptum hann, því ekki fæst hann ódýrari en á 1 kr. fyrir

manninn. En þá líka borðum við ekkert annað en brauð og mjólk og osta, ogsvo te eða kaffi. Smökkum aldrei két eða fisk, sem var þó

aðal fæðan heima. I gærkveld var oft búið að óska eftir vogum sviðum, slátri, keti, skyri harðfiski og hákarli o.fl. sem ekki er fáanlegt her, en eru uppáhaldsrettirnir

okkar. En ef einhver sæi okkur éta her harðfisk, værum við álitnir kveikindi Eg tala nú ekki um hákarl. Eg held að þetta ætli nú að fara að

? verða nokkuð mikið matarstagl. En þar sem eg hefi nú í hálfan mánuð ekki lifað fyrir annað en munn og maga veiturðu mer til vorkunar þó

mer verði skrafdrjúkt um það. Ferðin hingað gekk mjög vel. Reindar var mjög ílt af fá far út. Allir voru svo hræddir við að hafa passesera vegna englendinga En

með mesta snarræði gat Sigurður frá Holdi komið okkursem hásetum á sildveiðiskipi; sem vantaði háseta til þess að komast heim til Stafanger. Þangað kostaði

ferðin okkur því ekkert. Höfðum lika frítt fæði. En frá Stavanger til Porsgr. 22 kr. forir hvern Eg segi við. því með mer var piltur úr

Olafsfirðinum sem heitir Kristinn Helgason

elljág gaman þótti mer að ferðast her meðfram ströndinni, en á hafinu læt eg það nú vera.

Var þó veðrið mjög gott og hafið ekki svo mjög ókyrt. þrjá fyrstu sólarhryngana var eg dálítið sjóveikur og stakk þá framm af mer allri vinnu. Í Seirvík urðum við að

koma. En englendingurinn var furðu fljótur að afgreiða okkur, þó tortryggur se. En Pabb pappírar skipsins voru í góðulagi

og allir skipverjar sjóaralegir. Samt spurðu þeir eftir hvort eg væri ekki passiseri af því eg var í blárondóttum taujakka. Var hann þó vel skytinn af kola riki. Svo held

eg að nóg se komið af þessu rugli, en eg vona að þið verið svo góð að senda mer línur aftur.

Með bestu óskum til ykkar allra

Sveinbjörn Jónsson

Adr:

Sveinbjörn Jónsson

frú Sörensen

Osebakken

Porsgrund

Norge

Myndir: