Nafn skrár:SveJon-1903-04-23
Dagsetning:A-1903-04-23
Ritunarstaður (bær):Þverá
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sveinn Jónsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1885-11-30
Dánardagur:1905-07-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Þverá
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Þverá 23/4 1903.

Herra Consul J. V. Havsteen Vegna þess að eg ekki gat sótt fundinn sem að haldin var í þinghúsinu síðast má eg til að skrifa yður nokkrar línur. Eg læt yður

vita að eg hef farið um dalinn og talað við þá menn sem að hafa verið á móti H. Havsteen tel að minda Soffanias á Sveinst og Sigurjón á Marstoðum og fleiri.

og veit eg ekki annað en þeir verði með Hannes Enn fremur hef ef skipað þeim sem ekki standa á kjörskrá að að láta Gísla sejta seg á hana fyrir kjörfund þessir

menn eru Júlíus Hallsson Einar Björsson Hólárkoti og fleiri

Eg hef stutt að kosningu H. Havsteens sem að mjer hefur verið mögulegt og skal gjöra allt á meðan eg

get og vildi reinast yður svo vel sem að eg get á meðan að þjer reinist mjer vel einsog þjer hafið gjört frá því fyrstu að eg kom tel yður þótt að margir hafi lastað yður

þá mun eg aldrei verða í þeirra tölu En fari nú svo að H. Havstein komist á þing sem að eg vona að guð gefi þá bið eg þig

yður að sjásvo tel að eg fái þverá við með svo góðum kjörum sem unt er því að eg hef hugsað mjer að kaupa hana og þá treisti eg á að þjer rjettið mjer hjálpar hönd

því að eg mun tel yður leita fyrst. Svo bið, eg yður að taka af mjer 2 eða 3 menn í Nótubruk í kaus það er eg einn og svo skulu hinir vera jafn góðir mjer.

mig langar til að fá línu frá yður og vita hvernig frænda yðar hefur gengið á þeim fundum sem að hann hefur haldið. Það þotti öllum í Svarfaðardal hann tala af

mestu príði.

Með vinsemd

Sveinn Jónsson

Soffanías í Sveinstodum biður að heilsa yður og biður yður í öllum bænum að hjálpa uppa sig með 8.00 krónur í þingaldið og ef að þjer skrifið mjer línu þá sendið þjer

mjer miða uppá þetta tel Soffa. því að honum ríður á að fá það fyrir þing það er óhætt að senda mjer benrir uppa það eg skal koma því tel skila eg er buinn að hafa Soffonías

á mitt mál og hann kís Hannes áreiðanlega og þjer merið skrifa hann hjá yður.

Myndir: