Nafn skrár:BenHal-1880-06-18
Dagsetning:A-1880-06-18
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1880

Davenport 18 yúní

Elskulegi Torfi

Af hjarta þakka jeg þjer þitt elskulega til skrif sem og alt alúðlegt mjer jafnan auðsínt, jeg verð nú að birja á því sem mjer verdur leingst minnistæðast, og seiga þjer þá sorga frjett, að elskan okkar litla Stína sálaðist 20 May, eptir 2 vikna legu, og er það það sárasta sem jeg hef orðið að þola á minni æfi sem af er, því þó aldur hennar væri ekki hærri enn liðugt hálft annað ár þá var hún farinn að þekkja tölu vert eptir því sem börn gjera á því reki, það voru ljós merki til að hún mindi verða vel greind, og eptir því var hún okkur auðveld skiemtileg og góð, enda á vann hún sjer allra heilli sem hana sáu, og margir sögðu að hún hefði ein kjenni legan fullorðins blæ á sjer, enda held jeg að sumir hafi hugsað að hún væri ekki fyrir veröldu þessa og mamma hennar sagði stundum við mig að hun væri hrædd um að við fængum ekki að hafa hana leingi okkur til skemtunar, Jeg sagðist ætla

að vona að það sem guð gæfi manni í elli sinni að hann tæki það ekki strax aptur, enn þar kom þó að og von mín brást sem þó var kominn svo hátt og jeg glaður og ánægður yfir þessari litilu dóttur sem ætíð kom á móti mjer þá jeg kom heim, og hún gat æfinlega lítið liggja vel á mjer, jeg ætla ekki að vera að lísa því hvað mjer finst vera eidilegt og hvernin mjer finst að jeg vera á stundum autan við mig, þá nú gjeti nærri um Sigríði sem altaf er svo að seia ein í sínu húsi á daginn og hún hafi orðið svo mykla skjemtun af að þetta skuli hverfa alt í einu og verda svo þögult og eins og dimt, það hefur sama sorga þeg þel hitt okkur þetta vor, enn jeg vil oska að það mætti vera guðs vilji að þið fænguð að halda hinum, sem öll eru svo skjemtileg og greind, það er sárt að verda að sjá á bak þeim þegar þaug er farinn að komast á fót, jeg veit að þjer leiðist þessi sorgar rella úr mjer því þjer þótti aldrei svo skjemtilegt þetta rauna fjas, enn jeg held nú að þetta brjef mitt verði alt þessu líkt, því mjer hefur geingið svo leiðinlega þetta ár, samt verðum við kir hjá þessum sama manni í sumar og hef 18 dl. um má. og frítt hús og sumt smávegis þó honum þiki mykið, enn við ætluðum burt, svo hann

vill þó heldur þó heldur sætta sig við þetta og að við verðum kir, brjefunum þín kom jeg til skyla eða altjend bjartar því jeg fór með það til hans hans hitt sendi jeg og skrifaði með og beiddi hann að láta mig vita hvert að kæmist skylvíslega, jeg þarf ekki að hugs að fá svar frá 0 Lárus jeg er svo opt búinn að skrifa honum og ekkert svar feingið, enn atressa hans er sú sama og þú hefur og alt hefur verið við erum nú farinn að hugsa að hann vilja sem minst láta yslendinga vita af högum sínum þar vestra Veturinn var hjer góður og vorið líka þó þikir hafa verið ó holt vedur einkan lega fyrir börn, það hefur optast verið að skiptast á kaldir dagar og svo mykill hiti og í þessum mánuði hefur stundum verið kalt, þó lítur vel út með góða uppskjeru því það hafa verið þægilegar vætur, mykið flist inn af fólki þetta vor og sumar, enn ekki heirist að neinir komi af Froni. Jeg er eins og þú að mjer líst ekki vel skjemtilega á líf þeirra eða sam búð svo mig físir ekki svo mykið til manitoba annars er eingin búskapar hugur í mjer nuna sem stendur og jeg er hjer hjá fremur væru folk 000 og er nú sem oðast að fara framm hvað þekkingu snertir á búskap hjer, svo í öllu

falli verdum við hjer í kringum Davenport til næsta sumars ef lifum bjarti líður vel og er á góðum framm fara vegi og hál part held jeg að hann sje að hugsa að finna bróður sinn til dæmist næsta vor frá mínota hef jeg lítið frjett nú um tíma því frietta ritari minn hefur ekki skrifað nú leingi, enn seinast þegar jeg frjetti þá var Jón Br búin að selja land sitt og var sagt að ætlaði til Dakóta, líkast til vildi Margrjet helst aldrei að hafa farið frá Brekku eins og Sturlaugur frá Tjaldsnesi jeg veit valla hvert Jens og Danjel er lifandi

Björn Sæm. ráð gjerir að fara heim einhvern tíma jeg þikist vita að Kristján Samuelsson muni skrifa greilega af þeim þar vestra heim til födur síns, gaman og gott þikir mjer að frjetta af af góðu tíðinni og framm förunum heima, jeg bið heilsa Bjartmari og seigðu honum jeg skili á brjefi hans að hann hefur ekki feingið brjef frá mjer sem jeg hef skifað til hans jeg skal nú bráðum skrifa honum jeg bið hjartanlega að heilsa Guðlaugu þinni og börnonum, jeg oska ykkur til gleði legs sumar tíma að goði guð veri ávalt með ykkur jeg er þinn einl. Benedikt, Sigríður biður innilega að heilsa ykkur öllum

Myndir:12