Nafn skrár:SaeFri-1900-09-20
Dagsetning:A-1900-09-20
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sæmundur Friðriksson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1869-08-18
Dánardagur:1912-04-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Davíð þ. ???????

Sinclair PO 20 Septinber 1900

Heiðraði Góði Kunningi óskir bestu til þín og þinna þessi miði á að færa þjer mitt innilegasta þakk læti fyrir alla goða

viðkinningu er þú sindir mjer þann stutta tima er jeg kjintist þjer þessar línur eiga að sína það að jeg man eptir því að

jegheldur lofaði að skrifa þjer þegar að jeg væri kominn hjer vestur yfir Hafið og verð jeg þá að birja á því að mjer liður vel S.S.G.

og hefur mjer liðið hverjum degi betur síðan að jeg hjer kom og er jeg hjer hjá broðir minum og erum við tveyr i húsi og kom jeg illa

við fámennið og ekki síst eins og því getur nærri að ve vera kvenn mans laus

og þjónustu lítill en þett að batnar seyi jeg eins og aðrir því að það er við kvæðið hja öllum þegar eitthvað þikir ervitt að þettað batni bráðum

og sje jeg að það er satt því það liður flestum mikið vel hjer sem að hefur ekki verið útlit fyrir firstað mundi geta liðið vel eptir jafn stuttan

tíma og þeir eru búnir að vera hjer í þessari bigd og svo mun vera viðar í þessu landi að það liður flestum heldur vel og allir hafa nog að borða

þó að fá tækir kallist flestir Islendingar sem hjer eru i kring hafa komið í þessa bigd frá Nia Islandi og fá tækir þá en eru nú við tölu verð efni

jeg gaf litið fyrir first i vor þegar að jeg kom hingað að eiga að lifa hjer því að mjer fanst að alt vera um kvort og

öfugt við það

sem jeg hafði vanist og jeg kunni ekki neytt að gjöra af þeim verkum sem hjer eru unnin því að þaug eru ólík því sem að við vinnum heima

og min augu litu á alt svo að það væri omögu legt að eiða hjer einni nótt lif daga sinna en nú er jeg farinn að skoða það öðru vísi og jeg held

að það sje rjettari skoðun sem að jeg hef nú og hefur þá tiðin ekki leykið við mann hjer í sumar því að það ætlaði first i sumar altað rifna af

hita og þurki en nú ætlar alt að verða ónitt af vætum og o þurki og er það líkt og í t firra sumar

heima nið vætuna nú sem stendur jeg skrifa ekki neitt i þettað brjef um vinnulag hjer því að jeg bist við að þú getir feingið

að lesa brefið

á Höfða en jeg læt þettað innan í og bist jeg við að þú getir feingið að lesa það enda ættir þú að fá það því að jeg

lisi þar svo litið þar vinnuað ferð og verkfærum er brúkuð eru og hvað þau kosta og get jeg ekki

verið að lisa því aptur i þisu/þinu brefi því að jeg gjöri þittað að pára þjer þessar linur rjett til þess að fá linu frá þjer aptur

því að jeg vona að þú skrifir mjer eitthvað semað jeg hef gaman af að heira og skal jeg þá páraþjer aptur ef að þú kjæmir þigum nú verð jeg

að hætta þessu því að það er kominn nótt og penninn orðinn onitur og skrifarinn mjög stirður i sjálfum sjer og svo er jeg þreyttur

Eptir dags verkið því að jeg var að grafa brunn first i morgun og svo for jeg að stúkka um kveiti því að það ætlar að verða onitt á ökrunum littir

eru peningar hjá mjer eptir sumarið en það geta orðið peningar úr vinnu minni seinna þó að jeg hafi hafi litið í vasanum eptir þennann tima en

jeg er að vinna fyrir okomri tið því að jeg er búinn að taka land og ætla jeg mjer að láta vinna það nefni lega að brjota það eða plæa og verð

jeg að legga vinnu mina í það til að eiga visann mann og hesta og plóg næst komandi vor svo að jeg geti náð eignar rjetti á því en það get jeg

ekki firr en eptir 3 ár og það með því moti að jeg sje búinn

að plæa 15 ekrur á því og lifa á því í 6 mánuði á hverju ári og eru það

kallaðar skildur þegar maður er búinn að gjöra þettað í þrjúár og bist jeg við að mjer þeki þettað l

litið efað jeg get ekki meira og jeg vona að jeg geti heldur meira með Góðs broðurs til stirk því að broðir minn á þrjá hesta og öll verk færi sem

á landinu þarf að brúka og getur þú sjeð í brefi Asmundar á h Höfða að þau kosta mikið og væri ekki hægt firir mig að kaupa þaug en vitan lega

þarf jeg ekki öll verk færi í bráð þó að jeg taki land en jeg þarf plog og hesta eða Ugsa því að þá brúka flestir first því að hestar eru svo dirir hjer

en laugi broðir á ekki ugsa nú því að hann er búinn að farga

þeim nema svo unga að þeir verða ekki brúkaðir næsta sumar 3 kjir á

hann mjólkandi en við höfum ekki mjolkað nema eyna i sumar og hefur mjer þótt það nog því að jeg hef optast mjolkaðhana og er jeg orðinn leykinn

i að mjólka önnur hefur gengið með kálfi og þriðju ljeði hann veigu sistir því nú er hún gipt og bir Goðu búi 10 á hann hausana og 40 hæsni og svo á

hann Timbur hús og smá tórf hús jeg bið kjær lega að heilsa öllu folkinu hjá þjer og jeg bið þig að bera Ingu á Höll kjæra kveðju mina og Einari lika og

litlu siskunum lika og seigðu henni að mjer sje farið að leiðast eptir linu frá henni hætti jeg svo þessu rissi og bið þig fyrir

gefa og lesa i

málið því margar prent villur eru að endingu kveð jeg þig og oskandi þjer alrar lukku og blessunar á þinni ófarni æfi leið virðingarfilst

Sæmundur Friðriksson

Utanaskrift min er

Sinclair PO

Manitoba

Canada

Myndir: