Nafn skrár:SmuJon-1868-10-29
Dagsetning:A-1868-10-29
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Sæmundur var maður Stefaníu Siggeirsdóttur bróðurdóttur Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sæmundur Jónsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

P.s. Það má nú ekki lengur dragast ad láta ydr ad minnsta kosti vita þad, ad jeg medtók med skilum kærkomna sendingu frá ydur. Þjer vorud annars dáindis hillinn ad finna uppá ad senda einmitt þær bækur, sem jeg vildi eiga, en hvoruga var jeg búin ad eignast ádr. Sira Jón sál. Þorl. var kunningi minn; þad sem hann orti eptir födur minn er hvergi annarstadar þrautad og þurfti jeg því endilega ad eignast þá bók. Þar er víst margt fallegt í, en ekki get jeg neitad því ad mjer sárnar ad sjá þar í vers sira Hallgríms; madur getur ekki annad en álitid ad svo stór error eigi slidir stóran gálga._ Ekki líkar mjer ad öllu ordin. frædin; hún sýnist ekki ætlud þeim sem byrja þarsem hún er svo langtum stærri en litli Madu. svo kann jeg ekki vel vid þessa útlensku terminor en er þar samdóma mínum ógleymanlega kennara Bjarna sál. rector; jeg sje eptir ad missa velura ay anno 00 Jeg læt því kennslupilta mína brúka Madvig altjend fyrst um sinn. En hvad sem um þetta er, þá þurfti jeg sjálfsagt ad eignast líka þessa bók og var tilgangurinn med þessum línum ad færa ydur mínar beztu þakkir fyrir bádar bækurnar. Jeg á einungis eptir ad óska ydur góds vetrar; hann byrjar reyndar ekki vel, en allir eru ad vona eptir gódum bata eptir svo langan og leidan haustkálfi!

Ydar skuldbundinn elskl.

Sæm.Jónsson

Myndir:1