Nafn skrár: | BenHal-1881-04-12 |
Dagsetning: | A-1881-04-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
1881 Davenport 12 apríl Elskulegi Torfi Af ást og alúð þakka jeg þjer þitt elskulegt til skrif af 12 Nov. þjer er nú vist farið að leiðast eptir línu frá mjer, því jeg er svo latur að skrifa enn það er þó verst að logsins þá það kjemur að þa verða svo litlar sem eingvar frjettir fyrir guðs náð hefur okkur liðið vel þennan vetur, við lifum á sama heimili sem við vorum seinast þa jeg skrifaði og Sigríður hefur haft vinnu í allann vetur hja húsmóðurinni nefnil. við á samt sínu jeg sagðist gjeta sínt honum það að mjer gængi alstaðar vel þó jeg væri útlendingur því það er að jeg held tru þeirra að utlendingar gjeti ekki komið sjer eins vel við og innlent, enda matti heira það í vetur af folki sem var að ganga iðjulaust að þeir voru að seiga að Benedikt væri aðeins buinn að vera hjer í 2 ár og hann hefði altaf noa vinnu og gott kaup enn fólk sem væri buið að vera svo árum skipti gæti ekki feingið vinnu, til þess að tapa ekki deiginum og dollara með for jeg strags að vinna enn hirti ekki um að flytja strags úr husi mínu, enn eptir að jeg var búinn að vera í burtu í 2 daga kjemur hús bondi til mín eitt kvöld þegar jeg var kominn heim og þá bíður hann mjer husið og þikist ekki kunna við að við flitjum í burtu sem gamlir menn þikast muna bæði að frosti og snjó það mætti seiga að Desem og januar voru sifeld frost harka uppa hvern dag, 12 Nóv. komu hjer fyrstu snjoar í suður bandaríkjum hefur dáið fjarska mykið af skjepnum og menn frosið í húsum folk hefur orðið að brenna öllu sem maður gjetur hugsað að brent gjeti til að halda lífi, jarn brauta vagnar stoppast svo eldivið hefur ekki verið að fa Björn Sæmundson skrifar mjer frá minnisota að 15 okt þá kom þar svo mikil snjo hríð að hann þikist ekki hafa komið utí aðra verri og þa stoppuðust vagnar þar í 8 daga og 18 Desember var fjöldi þar af bændum sem ekki voru farnir að þreskja korn sitt frá Dakota hef jeg ekki frjett yslendingar ætla nú að flytja þangað þetta vor, ekki jeg samt; jeg hef nu feingið 2 brjef frá Lárusi hann lætur vel af sjer er altaf heilsu goður og er í sama stað sem þú vissir hann hefur 80 ekru land og hafði af því næst liðið sumar 300 dol. en ekki seigir hann að það hafi nu verið alt samann groði Lárus ætla að sá í 20 ekrur hveiti 20 ekr 00000 og 30 korn og svo í frí tímum brjóta upp meira land, þetta er alt sem jeg veitum hann hvert hann heldur hús eða ekki veit jeg ekki kanski jeg fai að vita það í sumar Bjartur skrifar þjer víst með þessari ferð honum líður vel og er orðin stor og sterkur jeg sje hann svo að seiga á hverjum deigi já ja hvað er það þa meira jeg held jeg sje nú uppsettur, farður manna og þar er jeg af sætri frutt og hafa hafra graut í þess stað Eitt er það sem alveg dregur ur mjer að færa mig vestar sem er að Sigríður er ekki vel frísk á sumrin þegar hitarnir eru svo það væri ekki gott fyrir mig að fara þangað sem heitara er hjer er anars nóur hiti og kuldi hjer var í vetur 25 gr mest enn minnota og Nebr. 60 og af því skapi í Manitob það er of kalt fyrir mig þó þikist jeg nú standa rímar í 7 ár enn nú er spað öðrum 7 árum goðum og þetta vor á að vera birjun þeirra goðu tíma, kaup er líka að stíga upp og er sagt að hækki næsta sumar það er gott fyrir fátæklingana það er auðvitað ef kaup stigur upp þá hækkar verð á öllu sem þarf að lifa á, gamann hefði okkur þott að vera kominn til þín í nya bæinn jóla daginn; hugurinn var þar þa því þa vorum við að lesa brjefinn frá ykkur á þessu framan skrifuðu sjerðu að jeg er ekkert að hugsum að breita stoðu minn næsta ár enn ef það breitist þa læt jeg þig vita það, ef jeg safna storri hrúu af peningum þegar þessi goðu ár koma þa er eins víst að jeg leiti yslands aptur, það hefur margur goður dreingur gjert, jeg veit hvert sem er að jeg verð aldrei ríkur ef jeg hef mitt af skamtað uppeldi þá er jeg á nægður, Sigríður biður að skyla kjærri kveðju til ykkar hjona sistgina og sistir sinnar jeg í sama mata bið þig að heilsa þinni goðu konu og börnum ásamt Stínu, Guðs náð og blessun haldist yfir þjer og þínum ast fólgnu alla tíma þinn elskandi Benedikt |