Nafn skrár:BenHal-1881-04-12
Dagsetning:A-1881-04-12
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1881

Davenport 12 apríl

Elskulegi Torfi

Af ást og alúð þakka jeg þjer þitt elskulegt til skrif af 12 Nov. þjer er nú vist farið að leiðast eptir línu frá mjer, því jeg er svo latur að skrifa enn það er þó verst að logsins þá það kjemur að þa verða svo litlar sem eingvar frjettir fyrir guðs náð hefur okkur liðið vel þennan vetur, við lifum á sama heimili sem við vorum seinast þa jeg skrifaði og Sigríður hefur haft vinnu í allann vetur hja húsmóðurinni nefnil. við svotta og matreiðslu, enn kaupið er 4 dl á mánuð við höfum 0 reindar hus fyrir okkur, það er líkast að við skyldum vera hja þjer og lifa í skjemmunni og Sigríður hefði bara að ganga inn til Guðlaugar á hverjum deigi (jeg er nu reindar ekki fjærri því að henni þikti ekki skjemtilegra ef svo væri) hun birja vinnu kl 10 og er til 3 og 6 eptir því sem á stendur, konann er mykið væn við Sigríði og passar sjálf litlu Siggu á

á samt sínu eiin eiin barni sem er á sama aldri, við þessa samvinnu hefur Sigríður lært vel mál og verknað fyrir utann hvað það hefur verið skjemtilegra heldur en að sitja altaf inní sínu einin husi og hafa eingvann til við tals; Jeg hætti að vinna fyrir husbondan 14 Okt því okkur kom ekki samann með kaup, hann vildi þo endilega að jeg væri kir og ætlaði og gjefa mjer 14 16 dl fyrir manuð yfir veturinn og sagði að jeg gæti ekki gjet betur og gjerði það sem hann gat að tjelja um fyrir mjer að það væri ekki gott að sleppa sjer svona undir vetur og hvergi væri vinnu að fá, enn það var alt á rangurs laust því hann vildi ekki gjefa það sem jeg setti up sem var 16 dl, svo jeg for og fjekk sama dag lofun á manaða vinnu og 26 dl fyrir manuð og einu ordði hef jeg haft stöðuga vinnu í allann vetur og dollar á dag Jeg beiddi husbondann að renta mjer husið sem jeg var í 000 því mjer líkaði vel allur heimilis bragur það er reglu og guðhrædd heimili (enn látt kaup) hann sagði strags nei við og sagðist alrei hafa svo leiðið menn á heimili sínu sem ekki innu hja sjer jeg sagði það væri ekki neitt mismunandi fyrir mig því jeg fængi fleiri hus enn jeg þirfti

jeg sagðist gjeta sínt honum það að mjer gængi alstaðar vel þó jeg væri útlendingur því það er að jeg held tru þeirra að utlendingar gjeti ekki komið sjer eins vel við og innlent, enda matti heira það í vetur af folki sem var að ganga iðjulaust að þeir voru að seiga að Benedikt væri aðeins buinn að vera hjer í 2 ár og hann hefði altaf noa vinnu og gott kaup enn fólk sem væri buið að vera svo árum skipti gæti ekki feingið vinnu, til þess að tapa ekki deiginum og dollara með for jeg strags að vinna enn hirti ekki um að flytja strags úr husi mínu, enn eptir að jeg var búinn að vera í burtu í 2 daga kjemur hús bondi til mín eitt kvöld þegar jeg var kominn heim og þá bíður hann mjer husið og þikist ekki kunna við að við flitjum í burtu á og rentan skuli vera ef jeg vilji gjöra svo vel og líta eptir á Sunnudag að piltar sínir gjöri það sem þarf að gjöra við skjepnurnar svo sem að gjefa öllu rjett og nó og alt hafi no vatn og enn að svodann, auðvitað að rjetti þá hendi líka (enn jeg er líka eins og husbondi alla sunnudag því þessir verða samningar okkar, svo jeg er kir í sama husi, svona hefur nu lífið geingið í vetur þessi vetur hefur verið einhver sá harðasti

sem gamlir menn þikast muna bæði að frosti og snjó það mætti seiga að Desem og januar voru sifeld frost harka uppa hvern dag, 12 Nóv. komu hjer fyrstu snjoar í suður bandaríkjum hefur dáið fjarska mykið af skjepnum og menn frosið í húsum folk hefur orðið að brenna öllu sem maður gjetur hugsað að brent gjeti til að halda lífi, jarn brauta vagnar stoppast svo eldivið hefur ekki verið að fa Björn Sæmundson skrifar mjer frá minnisota að 15 okt þá kom þar svo mikil snjo hríð að hann þikist ekki hafa komið utí aðra verri og þa stoppuðust vagnar þar í 8 daga og 18 Desember var fjöldi þar af bændum sem ekki voru farnir að þreskja korn sitt frá Dakota hef jeg ekki frjett yslendingar ætla nú að flytja þangað þetta vor, ekki jeg samt; jeg hef nu feingið 2 brjef frá Lárusi hann lætur vel af sjer er altaf heilsu goður og er í sama stað sem þú vissir hann hefur 80 ekru land og hafði af því næst liðið sumar 300 dol. en ekki seigir hann að það hafi nu verið alt samann groði 7 Februar þá var þar hél njor og 16 Mars var þar vetur hinn harðasti og meir enn helmingur af korinu í ökrum undir djupum snjo, í vor seiist

Lárus ætla að sá í 20 ekrur hveiti 20 ekr 00000 og 30 korn og svo í frí tímum brjóta upp meira land, þetta er alt sem jeg veitum hann hvert hann heldur hús eða ekki veit jeg ekki kanski jeg fai að vita það í sumar Bjartur skrifar þjer víst með þessari ferð honum líður vel og er orðin stor og sterkur jeg sje hann svo að seiga á hverjum deigi já ja hvað er það þa meira jeg held jeg sje nú uppsettur, farður godsattur seigir þú, þú þikist hlakka til að sja næsta brjef mitt og þa að sja ofani kjölinn hvað jeg hugsi með frammtíð okkar hjer satt er það ef jeg segði nokkrum manni hugsun mína og ráða gjerð þá segði jeg þjer það því þu hefur ávalt verið mjer sá besti og einlægasti maður sem jeg hef kinst við á minni lífs leið frá því fyrsta að jeg for að hafa kunningskap við þig vartu mjer sem goður bróður og svo eptir að við skyldur hefur þu ávalt sent mjer aluðleg brjef og sama vona jeg að haldist meðann við lifum, mjer finst nú ekki svo hægt að seiga hvað maður ætlar að gjera hjer hjer er mart á ferð og flugi og breitingum undir orpið og eins eru og verða hugir og ráða gjerðir

manna og þar er jeg eirn með, fyrsta arið mitt var jeg að hugsa að fara sem fyrst til nylendu og taka sem fyrst land, enn sá þo alt af niðri að það hefði orðið mart í auminga skap og van kunnáttu, enn nú er jeg orðinn mykið færari til þess, enn þo sje jeg að það verður okkur mykið erviðara heldur enn að vera svona, við lærum meira og betur hvað gjöra á og erum meira inní mannlegu lífi, og græðum peninga líka, jeg kann vel við mig og við komum okkur vel við folk hjer svo jeg held það sje rjettast fyrir okkur að vera svona kir á meðann alt geingur vel og heldur á framm, það sem jeg hef af gangs daglegu lífi af peningum það læt jeg á banka sem er áreiðanlegur, því jeg hugsa sem svo að það gjeti verið áreiðanlegt fyrir Sigríði ef mín missi við; við eigum nuna óeitt 120 dl. jeg held að við lifum svona í í heiðarlegu við hafnaleisi jeg seigi hjer að jeg lifi meira líkt scotch en amiriku mönnum hvernin sem sem það er þá hef jeg hef góðann maga og betri enn mart folk hjer það er opt að lækna sig með pillum og ímsu stöffu sem jeg hef komist án því jeg ekki mykið tru að með svoddann jeg vil heldur hafa minna

af sætri frutt og hafa hafra graut í þess stað Eitt er það sem alveg dregur ur mjer að færa mig vestar sem er að Sigríður er ekki vel frísk á sumrin þegar hitarnir eru svo það væri ekki gott fyrir mig að fara þangað sem heitara er hjer er anars nóur hiti og kuldi hjer var í vetur 25 gr mest enn minnota og Nebr. 60 og af því skapi í Manitob það er of kalt fyrir mig þó þikist jeg nú standa h hita og kuld rjett eins og hver annar, jeg sendi þjer mind af mjer eins og jeg fyrir að af stöðnum þessum harða vetri jeg var mest við uti vinnu í vetur og hafði opt frosið skjegg jeg vona nu eptir miklum frjettum að heimann því jeg hef einginn dag blölöð að heimann og þiki mjer það ekki gott, jeg ætla nu að fara skrifa eptir ysfold, Fram fari er dauður svo fer um fleira í þerri nylendu það er eimdar hljoð þaðann að frjetta, nú er hjer hörkufrost á hverjum deigi og heiðríkur, enn samt er nu verið að búast við vorinu þá og þegar sví allir þikast vera bunir að fa no af því kalda; hjer hafa verið sagðir harðir

rímar í 7 ár enn nú er spað öðrum 7 árum goðum og þetta vor á að vera birjun þeirra goðu tíma, kaup er líka að stíga upp og er sagt að hækki næsta sumar það er gott fyrir fátæklingana það er auðvitað ef kaup stigur upp þá hækkar verð á öllu sem þarf að lifa á, gamann hefði okkur þott að vera kominn til þín í nya bæinn jóla daginn; hugurinn var þar þa því þa vorum við að lesa brjefinn frá ykkur á þessu framan skrifuðu sjerðu að jeg er ekkert að hugsum að breita stoðu minn næsta ár enn ef það breitist þa læt jeg þig vita það, ef jeg safna storri hrúu af peningum þegar þessi goðu ár koma þa er eins víst að jeg leiti yslands aptur, það hefur margur goður dreingur gjert, jeg veit hvert sem er að jeg verð aldrei ríkur ef jeg hef mitt af skamtað uppeldi þá er jeg á nægður, Sigríður biður að skyla kjærri kveðju til ykkar hjona sistgina og sistir sinnar jeg í sama mata bið þig að heilsa þinni goðu konu og börnum ásamt Stínu, Guðs náð og blessun haldist yfir þjer og þínum ast fólgnu

alla tíma þinn elskandi

Benedikt

Myndir:1234