Nafn skrár:TryJoh-1906-02-03
Dagsetning:A-1906-02-03
Ritunarstaður (bær):Ytra-Hvarfi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Sigurður Sigurðarson frá Draflastöðum
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Tryggvi Jóhannsson
Titill bréfritara:bóndi,búfræðingur
Kyn:karl
Fæðingardagur:1886-04-12
Dánardagur:1971-08-23
Fæðingarstaður (bær):Ytra-Hvarfi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Pt. Ytra-Hvarfi 3/2. 1906.

Góði kennari og vin!

Jeg Þakka fyrir gamallt,

Vegna þess, að jeg hef ekki fengið annað hepti af 19. árg. búnaðarritsins, þá sný jeg mjer til þín, sem milligöngumanns, okkar við

Búnaðarfjelag Íslands. Ekki hef jeg heldur fengið kaupbætirinn, sem jeg átti von á að fá, n.l. búnaðarritið frá því Búnaðarfjelagið tók við því, til útgáfu. Óska jeg nú

eptir að fá það er mig vantar sent heim til mín sem fyrst. Jeg þykist vita, að reikningur minn sje illa stæður við þig.

Í þetta sinn get eg ekki skrifað þér

neitt en þyrfti þó að skrifaþér mikið ef eg ekki get fundið þig fljótlega. Eg skrifa þér þessar línur að eins af því að Árni á Lókku er hér staddur og ætlar að skrifa þér

um sama efni á sama blaðinu.

Fyrirgefðu flytirinn

þinn einl.

Tr. Jóhannsson.

Myndir: