Nafn skrár:BenHal-1881-10-23
Dagsetning:A-1881-10-23
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

23 Október 1881

Davenport

Elskulegi Torfi

Það er eins og að amiríku f lífið ætli að láta mann gleima öllum vinum og vandamönnum heima á Froni - alt lendir í að vinna fyrir peningum svo jeg held að allar góðar hugsanir gangi til rírnunar, jeg tala nú ekki um skriptir eða skrifreglur, það er nu alveg farið í alt sumar hef jeg ekki skrifað heim neinum af mínum góðu vinum og vandafolki, jeg ætti þo ekki að gleima þínu Elskulega tilskrifi með tekið 27 September og var það mjer sannarlega gott frjettabrjef eins og við var að búast frá þjer, jeg hef eingvar frjettir að heimann utann hvað þu skrifaði enn það er nu vest að gjeta ekki borgað þjer það í öðru jafn góðu, því það er eins og vat er fyrir mjer að gripa í endann á tímanum það verður undir heppi hvert þetta nær í seinustu

ferð frá Leith jeg læt þetta þó fara til að láta ykkur vita að við erum lifandi og vevl frísk lof sje guði - Næstliðinn vetur var hjer mjög kaldur vorið var þurt og kalt og Sumarið með meiri þurka tíð enn gamlir menn muna og hiti var hjer opt í sumar 100 gr í skugga, jörð var orðin svo hörð að það var því nær ómögulegt að plæa hjer var orðið leiðinlegt rik og mistur og 5 September var svo mikill reikur 00000misturs mokkur og sja yfir alt í að valla var 00vinnu bjart kl 3 og sólin var eins og blað að sja kl 5 var koldimt, sumir voru hræddir og hjeldu að það væri heims endir kominn, - að sum staðar voru miklir brunar bæði hjer í Canada og states svo að 100.000 ekra brann skóur, hveiti akrar hús og hvað sem fyrir varð bændur mist aleigu og margir líf, eptir alt þa er sagt að sje fremur góð uppskjera einkanlega á hveiti og það selst vel, fall wheat bushel $ 1.33 til 1-40 do spring 1.35

barley 75 til 1 dl oats 44-46 peas 80 rye g 95 potatoes 90 cen bag butter from 25 to 33 cent per pound beef 10 to 13 Cheese 14 to 20 c ef maður tekur 100 pund þa er vanalegast að maður hafi pundið þrjár 6-7 cent af kjeti á þessu gjetur þú sjeð að það er fremur dírt að lifa bandaríki mistu fosetan sinn í sumar hann var skotinn þó seiir í æfisögu eptir hann að þegar á alt sje litið þá hafi hann verið bestur af 20 sem voru hver fram af örð öðrum fyrir hann, enda er sagt að þessi hafi verið Elskaður

Kuenn Victoria sendi fallegt blóm til að lata á kistu hans þegar han var jarðaður og er sagt að hun sje þó slíku ónon - enn það síndi þó vinattu milli ríkanna, jeg sá í Telegram í sumar að bondi í Minnisóta, vaknaði eina nott og heiri mikinn hafaða og er hræddur að það sjeu komnir þjófar hann lítur ut um glugga og hlustar á mannamál og heiri þa

þó að eru einhverir að veðja svo og svo myklu að þeir skuli drepa nua forsetann sem kosin var í stað hins, þessi bondi setti strax í Telegram hvað hann heirði hjalað, svo þessi nyi forseti er var um sig síðan, Nú er hjer fremur votviðri af Larus er það að sega að hann er í sama stað það jeg veit hann hafði í sumar hjer um bil 50 eða 60 ekrur ræktað, og vonaðist eptir fremur goðri uppskjer þ seinast þá hann skrifaði mjer hann skrifað ekki oft það er svona þegar jeg búinn að senda honum 2-4 brjef þá kjemur kansgi eitt yfir höfuð lætur hann vel af sjer hann þikist hafa verið í kosti hjá ná búa sínum í sumar svo sem halfa mílu frá sínu eigin landi enn þikist þo skuli hrofla upp kofa á sínu eigin landi yfir sig og okkur ef við kjæmum vestur, þeir í mani Toba lifa vel og mesti fjöldi flist þangað altaf allstaðar að og hjeðann to og alli seia þar gott hveiti land, Dakota eru þeir að heira vel á nægðir og þó þikir landið gott jeg veit að þeir muni skrifa heim svo þið viti hjer um bil um það þar er eirn bondi sem hefur bita af landi 40 mílur að leingd og 1 mílu að breidd og fjekk í sumar 80.000 busel af hveiti. hann gjetur haft 0000000000000 ár og beef to

bjartur er hjer í sama stað í næsta húsi við okkur hja goðu og guðhræddu folki g og þroskast vel og hefur haft fremur gott kaup í sumar hann er hálpart að hugsa um að heimsækja Lárus hvað af því verð veit jeg ekki Jeg lifi svon fremur frægða lítið lif við erum hjer í sama húsi og Sigríður 00 vinnur hjá sömu husmoður þann tíma sem hun gjetur mist, og hefur 6 dl á mánuð Jeg hef verið hjá sama manni síðann 12 Apríl og hef jeg haft svo sem 3 mínutu gang á hverjum morni og hveldi jeg hef haft 25 dl fyrir man, og borgað við hvers manaða endir og ekki tabað hálfum deigi síðann jeg birjaði enn nú bíst jeg við að vinn verði uti næstu vikur Jeg hef haft í alt sumar gott hesta tim og plægt mykið og verð hjer um bil buinn með haust plæingu eptir viku, mig hefði gilt einu þó jeg hefði verið horfinn til þín vikutíma ef nokkrar þufur eru eptir að sja hvert timið mitt gæti velt um nokkrum kollum, það eru 2 jarpar merar 6 fota á herða bein

sildar í lend

og verður valla kreist til rifru jeg gjef þeim 1 busel g halft á dag af höfrum og það sem þær vilja jeg jeta af heii mjer hefði víst þott gamann að hafa einst gott tím og veri að sljettu fyrir einhvern goðann bonda heima, við erum nu loksins komin nokkuð inní amiríku líf með því að vinna svona sitt í hverjum stað og heira ekkert nema ensku svo við gjetum nu farið til kirkju og lesið okkur í dagblöðum mjer þikir vest að fá ekki dag blöð að heimann líka Elskan mín næst þegar þu skrifar þá gjerðu svo vel og skrifa mjer á ætlun Post skips því jeg þikist vita að það komi nú á næsta ári jeg hef ferða áætlun til.. 81 svo eptir því hef jeg gjetað skrifað og sjeð hvenær jeg hef átt vona á brjefum, jeg fluti mjer ekki að taka land því jeg íminda mjer að það sje betra að vinna svo ut fyrir þolanlegt kaup enn að fara of snemma að basla við sjalfan sig í fatækdom og kansgi gjefa svo upp ens og mar

gir gjera það er ekki gott að bigga numinn enn 4-500 dl, jeg er altaf finna það ut, og það rjet sem þu sagðir um amríku það er betra að birja búskap heima með lítið enn hjer, ó ef jeg væri kominn til þín þa skyldi jeg mart seiga því jeg er orðinn dálítið fríari enn jeg var, nú verð jeg rjett að hlaupa á nálina því Arn br verður að fa svo lítið hann er nú harðgipt, þa ætti jeg ekki að gleima Elskulegri móður sem of sjaldan fær að vita um mig, enn veit að hun hugsað þó mykið um, það er fyrir okkur hjonum líkt og Kára að hann minstist optast á Njál og Skarphjeðinn við á Torfi og Guðlaugur, mykið þótti mjer gam að frjetta að þu skyldir lofa Asgeiri með þjer suður í Reikjavík og hefur hann tekið eptir einhverju í þeirri ferð og hefði víst gjetað í goðu tomi sagt mjer eitthvað utí smiðju, jeg vildi að hann sem optast gæti verið með þjer á mannafundum því hann hefur góða sál og tekur eptir hvað fram fer og verður sannarlega mykill maður

eins og öll sistginin eru vel af guði ut buinn, jeg hef stundum hugsað það væri gamann að þau til skiptis væri komin til okkar og gengi í skola sem er hjer rjett hja okkur, jeg spai að þaug irðu ekki mykið á eptir sumum af börnum hjer

jeg hef ekki sagt þjer nöfn forsetanna í bandaríkjum þessi sem dó í sumar hjet Garfield hinn sem kosinn er heitir Arthur, jeg bið þig að fyrirgjefa þetta jeg ætla að reina að lata þig hafa betra brjef í vor ef guð lofar bjartur biður að skyla kjærri kveðju til þín og þinna og þikist ætla að skrifa í vor Sigríður í sama mata biður að skyla hjartans kveðju til ykkar hjona ásamt sistginanna og sistir sinnar og þikist skuli skrifa heim í vor ef guð lofi og hun biður sistir sína að láta moður sína vita hvernin okkur líði, jeg af hjarta oska þjer heilla og hagsæla á ní birjuðum vetri, hinn algoði guð veri með þjer og þínum æfinlega þess oskar af hjarta þinn Elskandi vin

B Halfdanarson

Jeg bið hjartanlega að heilsa guðlaugu og litlu sistginonum og Kistínu sistir og ef eitthvað er fleira sem þekkir mig þá oska jeg því öllu gós

Myndir:1234