Nafn skrár: | VilOdd-1875-03-18 |
Dagsetning: | A-1875-03-18 |
Ritunarstaður (bær): | Hrappsstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | bróðir Halldórs |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2755 4to |
Nafn viðtakanda: | Halldór Jónsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Vilhjálmur Oddsen |
Titill bréfritara: | söðlasmiður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1830-07-28 |
Dánardagur: | 1900-03-19 |
Fæðingarstaður (bær): | Kaupmannahöfn |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Glaumbæ |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Seyluhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Hrappsstöðum 13-3-75 Elskulegi bróðir! Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir síðast og allt og allt- Mér hefur viljað sá skolli til seinast að gleima að taka upp bréf frá Kristjáni hér, sem hann bað þig að koma með fyrstu ferð, jeg hef ekki látið hann vita af gleimsku minni og vona að hann ekki heðan af spurji mig ekki neitt um bréfið,- jeg held annars að af gleimsku minni hafi ekki neitt vant hafst, með bréfið, þar norðan menn munu hafa verið þá komnir hjá.- Jón (pápi) fer nú yfrum eptir vefstólnum, jeg er hræddur um að hann sé tregur og vilji lítill, til að fara að vefa, hann seigist hræddur um að hann sé búin að tína því niður, og að sjer muni ganga það illa.- grun hefi jeg um að ekki hafi geingið fyrir honum á Hróaldsstöðum, síðan hann kom þaðan eíns daufur og hann er vanur, jeg hef líka nýlega heyrt að Rikkart hafi feingið þar einhvorn ódrátt.- Smámsaman er að fjölga óráðna fólkið ef það er satt að Guðríður á Ljótsstöðum se að bjóða sig, eina vor þó ráðin þar, og eigi von á einhverju með Ásbirni.- Við kona mín kveðjum ykkur öll betstu farsældar óskum Þinn til dauðans heitt elskandi bróðir Villi Jeg ætla að biðja þig að láta mig fá eða "hjálpa mér um" annað hvort eða bæði kverfisteins augun sem jeg haf séð í og búið er að Rassera jeg á lítin stokk sem jeg held að jeg geti brúkað þannig í ef þaug eru ekki of þikk þinn sami V |