Nafn skrár:VilOdd-1878-04-01
Dagsetning:A-1878-04-01
Ritunarstaður (bær):Hrappsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:bróðir Halldórs
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Vilhjálmur Oddsen
Titill bréfritara:söðlasmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1830-07-28
Dánardagur:1900-03-19
Fæðingarstaður (bær):Kaupmannahöfn
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Glaumbæ
Upprunaslóðir (sveitarf.):Seyluhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Hrappsstöðum 1-4-78

Elskulegi bróðir!

Hjartans þakklæti fyrir síðast.- Nú logsins sendi jeg þér hnakkinn þinn og vona jeg að spaunginn sé nú orðinn sterk jeg læt reiða ómind fylgja honum, þar þessi

sem er, er orðinn lélegur.- Illa gjörir ísinn við mig, með að halda skipinu útifyrir og komast ekki in fyrir honum, jeg er orðinn því sem nær verefnislaus, jeg á ekki

hálft pund af leðri, og vildi jeg nú að þú ættir eitthvað frá fornri tíð af því til að lána mér, mér þikir verst að geta ekki lokið við það sem lángt er á leið komið fyrir

leðurleisi, líka geta ekki lappað ímislegt gamallt sem jeg hefi lofað.- Vel kom batinn sjer, þó hefði jeg í þetta sinn aldrei þessu vant, þrongað nokkuð frammeptir

vorinu þó ekki hefði hlámað.- Líklega verður ferð bráðum austur yfir heiði, því Sigurður á Egilsstöðum vill æstur fá mann, og hefur verið að biðja mig, nú aptur að

senda, Oddur snéri aptur seínast rétt fyir veiðin.- Jeg skrifa Gunnlaugi á Þorbrandsstöðum seðil, sem mér þætti vænt um að komist sem fyrst,

jeg bið hann að koma yfrum til að gelda fyrir mig tvævetran tarf, sem haldið er að verði mannskæður, samt gjöri jeg þetta mest í þeirri von að boli drepist af

geldíngunni, eða að Gunnlaugr sálgi honum með henni, því ekki veitti mér af að fá hann láta jegta

hann Þegar jeg var að að slátra í haust, stólaði jeg af mikið uppá það sem jeg átti í fönnum, að það mundi finnast, þar á meðal voru 9 sauðir fullorðnir Jeg ætla að

biðja þig að gjöra svo vel og lofa Skeggi að bregða 2 eða 3 klifbera gjordum

fyrir mig úr kaðli sem jeg sendi.- Fyrirgefðu hastinn, og vertu svo með konu þinni og börnum kært kistur og kvaddur, af þínum til dðans elskandi

broðir

Villa

Herra Profastur sjera H. Jonsson

Ridd af Dbr og Dbrm

Hofi

Myndir:12