Nafn skrár:BenHal-1883-10-28
Dagsetning:A-1883-10-28
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

blessaður fyrir gjefðu þetta og jeg ætla að biðja þig að lesa í málið því þetta er alt á reitingi og óreglu niður sett bá hefur tíðinn verið og leiðinleg veikindin og margt þikir mjer vera folkið í Olafsdal enn fjenaðurinn lítill og þu hefur víst no að gjera að sja um að alt fari vel og sie í reglu utan og inanhúss og þá þikir mjer að guðlaug hafi svo mykið að sjá um að það væri ekki á mínu færi

Elskulegi Torfi

Af elsku og aluð þakka jeg þjer þitt ágæta til skrif af 20 August, 83, sem var svo langt og frjetta mykið að jeg verð aldrei maður til að borga það og bregður þjer vist ekki við það, því þegar að jeg rembist við að senda þjer lítinn lúsa lappa svo sem eina eða tvær akrir, þá fæ jeg frá þjer 6 arkir og sje jeg að það er ekki jafnt skipt, allra síst þar sem að jeg er í ameríku og ætti að hafa svo mykið til að skrifa, enn það er nú svona að jeg gjef mjer lítinn tíma og þegar jeg seðst niður til að skrifa þá er jeg stirður og seirn, þar sem að æfinginn er svo lítil og þess vegna neiðist jeg til þess að hafa það sem stiðst þó það eigi nu ekki rjett vel við þar sem að jeg skrifa vin mínum, sem að þu ert sannarlega, og ef að jeg skrifa nokkrum á islandi þa verður þu að hafa það hvernin svo sem það er, þegar jeg skrifa þa er heim þa er það alt dend til Torfa og Ara broður Jeg fjekk brjefið þitt 27 September og gjetur þu sjeð að því gaf betur enn

sumu af folki sem var að flytja sig hingað í sumar, og varð að bíða rúmar 6 vikur á Bowen og kom til Quebec 22 august og fatt eitt kom nokkuð seirna, mjer þikir annars að það hafi strjalast af islandi í sumar og ef það heldur svona áfram nokkur sumur þá gæti jeg íminda mjer að það yrði gott að fá góða bú jörð og því nær að það fari að renna á mig tvær grímur, með að fara heim, jeg er þo hræddur um að börnunum brigði við veðrattu farið, hvað sem um okkur væri að seiga, við erum öllu vön og jeg er ekki svo hræddur um mig, jeg þoli nokkuð hita og kulda, Eptir því sem að jeg hef frjett þá hefur komið til Canada í sumar 1,350 íslendingar, sem flestir hafa farið til Manitoba Dakota og Minnesota fátt eitt varð hjer eptir sem að ekki hafði peninga til að komast leingur, jeg sá margt af þeim um leið og þeir fóru hjer hjá enn fátt þo sem að jeg þekki því þegar að Saur bæingarnir komu og Geirdælingar, þá vorum við í orlofsferð utá landi þar sem að við vorum leingst, það var svo opt búið að bjóða Sigríði að koma með dætur sínar, og þá varð leppurinn að fylga og varð jeg svo óheppinn að gjeta ekki

sjeð andlitið á Samuel gamla og Gísla Brandssyni Jeg hitti menn frá Steingríms firði og spurði þá alt sem að jeg gat og mjer gat dottið hug og frjetti margt af því sem að jeg þegti til forna, og hefur margt breist síðann jeg for að heimann, þig vantar nú víst ekki að jeg fari að seigi þjer frjettir að heimann, og svo veitir mjer ekki af tímanum því nu er rjett seinustu for vöð með að gjeta náð í seinustu ferð heim og verð jeg frjetta lítill í þetta sinn enn vil bæta það upp með fyrstu ferð í vor, því ekki skalt þú skrifa mjer firr enn jeg hef skrifað aður, því það gjetur skjeð að jeg færi mig eitthvað í vor, jeg fjekk rjett núna brjef frá bjarti og þikist hann hafa skrifað þjer og sagt þjer það sem hann hafi gjetað, svo að jeg vor kjenni þjer ekki eins mykið þó að mitt brjef sje frjetta lítið, jeg skrifa þetta bara til að láta þig vita það sem að þjer er á valt svo ant um að okkur öllum líður vel lof sje guði fyrir líf og heilsu börnin gróa vel og líta ut fyrir að verða skjemtileg jeg vildi helst að það væri dösinn af þeim og að þaug væru öll á skola, jeg fjekk brjef að heimann í sumar sem að sagði mjer að jeg ætti 71 Kronu heima

sem er arfur eptir broður minn, þegar að jeg sá það þa hugsaði jeg strags jeg skal lána Torfa það enn þegar að jeg fór að hugsa um leingra þá sá jeg að það var svo sem einginn stirkur fyrir hann, og svo mindi skyld folk mitt vilja ganga fyrir ef að það vissi að jeg gæti af staðað það um tíma

svo að jeg skrifaði móður minni og sagði henni að taka þessar 71 Kr og bruka til þess sem þrifti á meðann ekki batnaði í ari, því að ekki síndist ráð legt að vera að senda peninga ut hingað á meðann þessi dauðans bið og 00 utlit er heima, but kansgi að sumt liggi mjer nú á hals fyrir þetta þar sem að það veit að jeg má heita fatækur, enn maður gjetur stundum ekki annað enn litið tilfinningar sínar í ljósi, og að jeg vona ef guð gjefur mjer heilsu til að vinna að jeg hafi altaf nó fyrir mig og mína, af islendingum hef jeg ekki svo mykið til að seiga, svo mykið að jeg hef frjett þa er latið vel af öllum nylendunum í sumar og að þeir hafi allir goða uppskjeru og yfir höfuð líti með besta moti ut þetta sumar fyrir nylendu búum. Dakota menn halda best hja sjer enn minnesota hja sjer og þeir sem altaf hafa verið stöðugir í nya íslandi eru sagðir í bestu kringum stæðum hvað efna hag snertir og að 000 grói þar eins og blóm í eggi það bættist

það bættist líka við tölu þeirra þar í sumar 150 það jeg veit. Ekki varð Finbogi frá Tindum gamall í amiríku hann dó 10 September nílega komin til Winnipeg og er sagt að brjostveiki hafi verið hans dauða mein, margir af þeim sem komu í sumar eru að kvarta yfir hvað hjer sje hart og leiðinlegt að komast af, það er auðvitað að það er leiðinlegt að koma hjer mállaus, það hef jeg reint enn það er mesta furða hvað folk kjemst hier fljott niður af svoddann fjölda sem hefur flust þetta sumar úr öllum áttum og þo er rum fyrir fleiri, Seinast liðni vetur var hjer kaldur og langur vorið líka og sumarið það stiðsta sem jeg hef verið hjer aldrei neinir hitar og í Sept. varð hvítt af frosti á næturnar og hafa frostinn í haust víða skjemt hveiti og jarðar ávegsti, svo að hjer í Ontario er uppskjera í lakara lagi með því líka að sumarið firri parturinn var vot viðrasamt og kalt, nu er hjer gott veður og allir spá goðum vetri og kjemur það sjer vel því að kol eru 7 dol a Ton viður er og svo dír og tekur mig svo sem 26 dollara til að brenna í vetur, í 5 manuði það massast hjer upp í kraga og leingur, og dollar er ekki leingi

Ekkert varð af vestur ferð Bjartmars og er það líkast til betra fyrir hann, hvað vinnu snertir því hefði hann komið til mín þa ætlaði jeg að fá hann með mjer utá land til að hauggva sko, því að jeg vissi af honum stórum og sterkum og í mindaði mjer að hann mindi gjera rjóður, það er land hvað er kallað Muskoka ekki svo langt hjer frá mest skoland það fæst fyrir $ 1 ekru og minna enn það er erviðd að hreinsa það nóur viður til hvers sem vera skal fyrir lifstíð, og skýli fyrir vetrum, það er að seiga mjög hættulegum eins og opt koma fyrir á sljettunum, reindar er jeg ekki mjög mykið að hugsa um þetta land því að islandingar fóru þangað nu fyrir 10 eða 12 arum enn eru flestir komnir þaðann, og þeir sem eptir eru eru að tala um að fara, það er þessi flutningur á þeim alla tíð, því altaf á að vera betra þar og þar, Við aðalbjartur höfum nu verið að mæla okkur mót í Dakota, hvað af því verður veit jeg ekki, við fáum frjettir og skrifustum á í vetur, það er víst nó land fyrir okkur í Dakota ef það er ótekið land þar um 66.000.000. ekrur eða þa í Minnisota 12.000.000. Manitoba Hveiti er

sagt 6.250.000 bush. og Hafrar um 9.000.000 bush. svo að þeir hafa víst no fyrir sig til næsta árs jeg vildi oska að island væri eins á staðd og væri á sama framm fara vega, enn það eru valla likur til þar sem aungvar jarnbrautir eru og allir flutningar og samganga svo er viðir, Nu ætla jeg að skrifa Albert frá Magnusar skoum í vetur þveg jeg hef feingið autanáskript hans, svo kansgi að jeg fái eitt hvað til að seiga þjer frá Milwaukee, það er verst þo að jeg sje að skrifa laundum hjer að þeir seiga mjer svo lítið, enn jeg ferðast ekkert því mjer finst að jeg gjeti ekki mist tímann án þess að fá eitthvað fyrir hann, jeg seigi stundum að ef að jeg hefði verið hjer á firri árum þa skildi jeg hafa vitað meira um þetta land enn jeg veit nú að jeg er hjer enn þá er nú svona að jeg komst ekki leingra og ekki fundist að jeg hafa haft tækifæri til að flitja og kunnað vel við mig hjer og sjeð að við höfum verið hjer hja mentuðu folki og við altaf verið að læra það sem okkur er þarflegt til þess að gjeta haft skjemtilegt líf, á hinn boginn sje jeg að hefðum við farið strags á land þa hefðum við kansgi verið kominn í betri efni, enn það er ekki til neins að vera að einblína á eitt þeir sem hafa auð fjár og peninga til hvers sem þeir

vilja, verða líka að deia eins og þeir sem alt af hafa verið fátækir, og það er það besta sem að maður gjetur haft þessa stuttu stund sem að maður dvelur hjer að gjeta haft skjemtilegt líf að hafa no til lífs viðurhalds og að gjeta verið á nægður með lífið, jeg þakka guði fyrir að við höfum nokkuð af öllu þessu, og lifi í sterkri von um að hafa meira, Ekki hef jeg frjett neitt af Fr. Eggers. enn reini að gjera til að rauna að hafa hann uppi og seiga þjer ef jeg frjetti nokkuð af honum, jeg gjet valla með orðum sagt þjer hvað vænt mjer þotti að fá þitt elskulega tilskrif svo langt og greinilegt sem þjer er ávalt svo lagið, enn þo er fyrir mjer líkt og stundum sniggu gjestum að þar sem að þeim er gjert mest gott, þá oska þeir eptir meira, Jeg ætla ekki að seiga þjer hvað mykið mig vantar að fá mindir af ykkur hjónum og öllum börnunum, og jeg ætla að biðja þig ef að þu færð tækifæri til að það irði tekið að gleima mjer ekki og láttu mig borga fyrir það með einhverju, það sem jeg hef meira skal jeg seiga næst

Jeg bið að skyla minni kjærri kveðju til Guðlaugar og allrar sistginanna a samt allra sem að jeg þekki á þínu heimili og Sigríður biður þig að kissa Guðlaugu fyrir sig og sistginin þo það sje nú nærri of ætlun, Jeg kveð ykkur öll í anda og oska af heilum huga að hin algoði guð blessi þig og þína um tíma og eilífð, jeg er þinn einlægur Benedict

Myndir:1234