Nafn skrár:ThoRey-1931-12-10
Dagsetning:A-1931-12-10
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Þorvaldur J. Reykdal
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1868-09-20
Dánardagur:1947-07-16
Fæðingarstaður (bær):Síðumúla
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hvítársíðuhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Mýr.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

utan a skrift til min er

Mr. Th. J Reykdal

Lundar Manitoba

Canada

lundar Manotoba

Desember 10th 1931

Kæra sister

Stina frænka sendi mér Bréf frá þér og bað mig að sýna nú rögg af mér og skrefa þér einusinni. En það er nú hægar sagt en gert það er sjálfsagt yfir

20 ár síðan jeg hef skrifað Bréf á Islenzku og svo hef jeg svo lítið til að skrefa umað það gitur ekki orðið nema tómt rugl. Þú þikkir her engan nema stínu

og hún skrefar þer alt um sína hagi. enn af sjálfum mér er lítið að skrefa sem markvert er aðeins jeg lefi hef þolanlega heilsu By einn í litllu en laglegu Húsi

i þorpi sem Lundar heiter um 80 mílur frá Winnipeg Borg. jeg hef nóg að bíta og brenna og hérum bel hættur að vinna nema það sem jeg sníst í kringum

sjálfan mig þó jeg færi að skrefa þér Æfisögu mína siðan jeg kom í þetta Land. þá gætir þú ekki skel?? up né niður i því min æfi hefur

verið sífel?? ruglingur og yrði því sagan á sama máta samt skal jeg skrefa þér smá partu first til að byrja mið giftist jeg konu þvert á

móti vilja mínum sem jeg bar aldrei

2

neinn hlýhug til gerði það bara soma mins vegna, jeg bjó mið konunni í 20 ár í frekar kaldri sambúð ennþó ekki samt miklu ósamlyndi því konunni þótti

vænt um mig og vildi alt gera til að þóknast mér og gat jeg ekki annað en virt það við eignuðumst 4 dætur hraustar og frekar velgefnar að ölluleiti mér þótti

mjög vænt um þær og þeim um mig og hefur það bætt líf mitt stór mikið dætur okkar eru allar giftar fyrir mörgum árum síðan, og fengu allar goða giftingu, þær

eiga allar tilsaman 11 Börn frekar mannvænleg og liður þæi öllum ágætlega vel, þigar sisturnar voru komnar fram yfir skóla aldur fóru þær að tinast til

Borgarinnar svo þigar sú þriðja i röðinni fór, þá sópaði jeg afganginum út keypti gótt Hús handa þeim í Winnipeg fyrir 3 þúsund dollara og þar Bjuggu þær fyrir

nokkuð mörg ár sisturna komust að góðum stöðum og móðer þeirra hélt húsið, og leið þeim ljómandi vel. jeg þurfti dálítið að líta til þeirra firsta árið epter það

fóru þær að hafa meir en þær þurf?? svo þigar sú siðasta og yngsta giftist þá varð móðir þeirra kyr hjá henni og er enn jeg heimsæki þær

vanalega einusinni á ári en stansa þar sjáldan nema fáa daga

9

þó það sé búið að vera hér í 40-50 ár hér eru 4 ar Verzlunar Búðir og er eitt gyðingur hitt Landar stórt skóla Hús (Barna skóla) mið

4 m kennurum og kringum 150 Nemendum eitt Hotel mið Bjórsölu leifi 2 Kirkjur Luthersk og unítara og margt fleira jeg hef ekki komið i Kirkju i meir en 40 ár

og líka Kallaður trúleysingi og eins er Páll Bróðer, samt er jeg i stór vafa að við breitum mikið ver enn hinu rétttrúuðu jeg Borða altaf eina máltíð á dag á

Hótelenu og stundum 2 ef jeg er nokkuð vinna altaf miðdags mat og hef gert i mörg ár, jeg er latur að matbúa

og horfi ekki í þó ð það kosti mig dálítið meira mér líkar að hafa veltilreitt fæ?? jeg er fyrir

mörgum árum orðin hvítur á hár og mið Köblum skakkur og bjagaður af gigt Frá Páli hef jeg lítið að segja hann var einusinni vel Efnum búinn enn á nú minna

en ekki neitt, fleylist afram í skuldum og lifir eins og ríkis maður Páll hefur altaf verið stórhuga og ekki gætt hófs, og fór stóra verðhrunið fyrir 2 árum síðan mið

allar eigur hans og mikið meira Páll á 7 Börn 3 drengi og 4 dætur 2 stúlkurnar og einn drengurinn eru komið nokkuð yfr 20 ara aldur þau hafa haft of mikið sjálfsálit.

og eptir læti til þess að gita náð góðu þroska stígi en að öðruleiti eru þau velgifin og góð Börn

10

Páll vinnur altaf að einhverjum Verzlunarviðskiptum hann er serstaklega drenglundað?? og fljótur að hjálpa náunganum ef einhvers þarf

mið Páll er fluttur til Winnipeg fyrir 2 árum síðan hann tekur inn góða Peninga mið Köblum og vona jeg hann nái sér upp aptur áður langt líður því ekki vantar hann

dugnaðinn Jón Bróðir er dáinn fyrir 4um arum hann atti 10 Börn og eru þau öll upp komin þau eru svona i miðallagi ekki betur Jón var altaf fátækur en hafði þó nóg

og bastlaði mikið stína er dáinn fyrir 16 árum hún atti 11 Börn og eru þau fremur mannvænleg aðeins ein af dætrum hennar gift, 2gift af Jóns Börnum en ekkert

gift af Páls. jeg held jeg ætti nú að fara að slá bottn í þetta rugl það er regla mín þigar jeg geri eitthvað þá geri jeg það verklega og eins er mið þetta Bréf það er

orðið nokku langt þú fyrir gifur þó illa sé skrifað og rangt puntað jeg var aldrei settur mikið til menta í ungdómi mínum Vertu svo altaf Blessuð og sæl og skilaðu

kveðju minni til Bræðra minna ef þú serð þá þinn einlægur Bróðir Þorvaldur (það er ekki fortakandi að jeg komi að sjá þig.)

Myndir: