Nafn skrár:ThoSte-1915-09-30
Dagsetning:A-1915-09-30
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

2 mánuði eða fram að jólum; Krístin er sú fjórða í röðinni af stulkunum og orðin stór og væn stu hún er á 17nd ári fædd 4 janúar hún hefur fjarskamikið hár, álíka og Bogga systir þegar hún var ung, nema Stínu hár er dökkrautt hún er líka mikið frekkótt ekki talin neitt falleg en skörugleg og glaðlynd og hefur dökkblá augu; einbeitt og festuleg.

jæja, Lína segjir mér skrifa eitthvað um Jónas Brynjólfson frænda S. mágkonu okkar, eg skilaði kveðju til hans frá henni fyrir nokkrum árum, og kannaðist hann vel við hana og bað mig vist að bera henni kveðju sína aftur; en ef eg ætti að skrifa henni rækilega um hann, þá tæki það meiri tíma en eg hef ráð á, því í nágrenni við mig hefur hann verið flest árin, síðan eg kom til þessa lands. og haft stundum dalitil viðskipti við hann, og likað það allvel virðist sæmilega skynsamur maður og líklega að upplagi glaðsinna en þó ekki virst vera heilbrygður á geðsmunum með köflum

og komið hálfundarlega fyrir stundum og mun það hafa vera að mestu leiti að kenna illum vonbryðum í ástamálum. skömmu eftir að hann kom hér vestur gifti hann sig ungri og góðri stúlku og misti hana litlu seinna, eftir það tók hann saman við aðra, og bjó með henni um 20 ár. en þau giftust aldrei, og var það henni kent og loks dreif hún sig frá honum og tók annan sem hún býr nú með á sama hátt. hefur að sögn svarið við sálu sína að gifta sig aldrei er þó að öllu leiti myndarleg og vel látin að öðru leiti. Jæja útur þessu rættist nú samt vel, fyrir Jónasi því nú er hann giftur ekkju frá Reykjavík, sem kom hingað fyrir nokkrum árum. Hún heitir Karítast, og þeim semur ljómandi vel, og Jónas orðin lukkulegur og líður ágætlega, og þetta verður að duga

en nú má eg til að taka þetta blað undir kveðjurnar.

Já hvað skal það nú heita næst. mér finnst það bæði ilt og broslegt að vera að hafa þetta svona fyrirferðarmikið, þegar innihaldið er svo létt og loftkent. en nú man eg eitt, sem þú kanski hefur gaman af; ef fékk nýlega frá bréf Jóni Halldorssyni frænda! Hann er nú í Chicago og líður víst ágætlega Eg hafði mælst til þess í bréfi til hann að segði mér eitthvað um gamla mývetning, sem hann hefði kynst þar suðurfrá t.d. Gamaleil og Beniditk læknir bróður hans en sérstaklega bað eg hann að segja mér ögn um Jón Jóelsson heitin þú líklega manst ekki, eftir honum en eg man þegar hann var að smíða ljái í smiðjunni; norðast á hlaðinu í

Haganesi og eldglæringarnar léku um alla smjuna smiðjuna, og hann spítti mórauð í allar áttir ræskti og tók í nefið skáleitur og eineigður, en eg sát í dyrunum, og þótti víst, að hann vera býsna svaðalegur. Í öðru sinni man eg að hann fór um hlaði í Haganesi í hríðar veðri, sjálfur gekk jón á undan kona hans á eftir ríðandi karlveg á grárri hryssu, og flekkótt tík rak lestina, og þegar þá fóru suður túnið sagði Baldi br. að ”þarna færi þá ein eineygða failian familían„ og höfum við hin, víst hleið að því þótt það fyndið, vist skilið það þannig að öll væru þau eineygð.

jæa, í til að spara mér tíma sendi eg þér miða sem Jón sendi mér um Jón þenna, en helst vil eg að þú sýnir hann ekki nema þá bræðrum okkar, þó ekkert sé reyndar í honum

sem skaðar hinn látna eða reyndar aðra. og bið þig annað hvort að senda mér hann aftur eða brenna hann.

Það er komin 21 oktob. og 3 vikur síðan eg byrjaði bréfið. en nú á það að leggja á stað á morgun.

Við ma000 Lína fórum í gærkveldi keyrandi til kunningja okkar hér 4 mílur norður, það var stafalögn og glaða tungljós, borðuðum kvöldmat hjá á öðru húsinu en drukkum kaffi og spiluðum nokkra vistarhringi á öðru, og komum ekki heim fyr en klukkan 1 í nótt og höfðum góða skemtun,

Eg held eg hafi þetta ekki meira núna og vona að það komist til þín fyrir jólin; Stefáni þarf eg endilega að skrifa eins fljótt og eg get Reyndar var eg nýbúin að senda honum bréf rétt áður enn eg fékk bréf frá honum síðast en gerir ekkert til þó að

ekki sé fylgt föstum reglum, bara að hinn veiki sambands þráður slitni að ástæðulausu.

Heilsaðu öllum uppí sveit

Er því vilja sinna

Ef eg kem í eftirleit,

Alla vil eg finna.

já hjart kveðju til þín og þinna og bræðra minna.

Þinn elkandi bróðir

Thór Stephánsson

Winnipegosis

Sept 30 - 15

Elsku systir mín!

Eg er nú nýbúin að meðtaka bréf frá þér skrifað í s. l. m. og ljómandi fögur myndaspjöld, en þó ótrúlegt sé gengur mér ekki vel að átta mig á sólsetursmyndinni, og þyki mér það leiðinlegt; hún er svo aðdáanlega stórfengleg, og þætti því vænt um að þú gæfir mér ofurlitla skýring um hana; reyndar getur nú verið að eg þekti suma parta hennar en samt ekki nógu ánægður með þann skilning. Gaman hef eg að vísunum hennar þuru Þær eru svo léttar, fínfindnar, blessuð lofaðu mér að heyra fleira af því tagi Bréf sendi eg þér og myndi 9 júli sl. og þá líka 2 álmanök til Stefáns bróður okkar þau voru fyrir 1914, og 15, og keypti abyrgð á þau.

Grein sá eg eftir þig í ”Lögbergi„ tekin úr nýju kyrkjublaði, og þótti vænt um um það var skýrlega ritað, þótti það bara of stutt. Nú held eg ekkert blað af íslandi, hef verið að bræða með mér hvaða það blað eg ætti að fá en, með fram af því að þau virðast spretta þar upp, afar ort og sum jafnfljót að líða undir lok, helst vildi eg fá blað, sem væri laust við flokkadrátt, en svo getur máské ekkert íslendsk blað lifað óháð; kaupendur of fáir, og þjóðin þrætugjörn og tvístruð.

Þegar eg keypti Norðurland„ sá eg sjaldan mikið í því eftir Þingeyinga, og þótti mér það leiðinlegt, og eru þeir þó ekki síður pennafærir en aðrir; samt var G. Friðjónsson þar annað slagið og þá var oftast ofurlítið matarbragð að því. Lát Jóns Stefánsonar var eg búin að frétta fyr0 2m vikum áður en bréfið þitt kom. við vorum nú reyndar

engir perluvinir hér á fyrri árum en vitmaður var hann, og ágjætar þýkja mér dýrasogurnar hans. og mér hefur altaf verið hlýtt til hans, síðan eg sá það, sem hann mælti eftir soninn þinn.

og nú kvað alþingið hafa veitt ekkju hans 200 krónur í heiðurslaun, smátt er nú skorið, því höfðu þeir það ekki 500, gat naumast minna verið til að heita heiður.

4 október, Eg fór í fyrradag á bát til bæjarins og Stebbi Helga og Stína líka ætluðum til baka í gær en þá var mikill stormur á móti, og af því svo fáment var heim þá gekk eg heim, en þau urðu eftir þangað til. leiði kemur. svo núna er ekki heima nema karl og kerling og 4 yngstu börnin, þau eru að leika felu leik í miðhúsinu en Lína situr og prjónar í innsta húsinu og eg að skrifa í við einu hornini á því við ljós því það er komið nær háttatíma eða kl. 15 mín eftir 9.

Æ! að þú sætir nú hérna mitt á meðal okkar, þá hugsa eg að við færum ekki að hátta strax enda ert nú máské búin að sofa góðan dúr, en samt áttu eftir morgundúrinn, og hann er mörgum kær.

Seint gengur mð bréfið; komin 10 oktober, og sunnudagur kl. 2, og við nýlega búin að borða miðdegismat, saltaðaðn hvítfisk, kartoplur rauðróur súrsaðar í ediki og soðnar sikurróur, og náttúrlega brauð og smjör, og drukkum með því; sumir te, sumir mjólk. börnin komu úr bænum á fimmtu dag. yngstu börnin að leika sér Helga og Stína að lesa í Syrpu, gefin út af Ó S. þorgeirssyni í Winnipeg. Stephan og Jói fóru austur að fiskikofa, sem við höfum stundum haldið til í milli helga, meðan mestur er fiskurinn er framan af vetrinum, Lína að þvo matarílátin

í gær vorum við að taka upp úr garðinum. Við fáum mikið af kartoplum

og dálítið af róum og lauk heyskapurinn gekk vel, við byrjuðum seinustu dagana í júli og vorum búnir, seint í águst. 20 águst fór Stebbi fór norður á vatn að fiska, í félagi við annan mann, á bát, þeir vor 6 vikur í burtu höfðu 16 net - hvert sumarnet er frá 80 - 90 faðmar, misjafnlega djúp meðaldýpt, 16 möskvar hver möskvi 4, og 1/4 þml. þegar hann er lagður saman tvöfaldur, stundum, eða á sumum stöðum er brúkaður mikið stærri riði, stundum, 1/4 þml. minni, netin eru, keypt - stundum feld, stundum ófeld, engin ber það við að riða þau sjálfur þykir ekki borga sig, en margir bæta þau ef þau eru ekki mjög rifin. þinjirnir eru ur snæri, blýsnúðar 4 þml. langir eru brúkaðir til að halda netjunum niðri þeir eru álíka gildir og sauðarleggur

spe steyptir í þar til gjörðum mótum gróp eftir þeim endilaungum, mátulegt fyrir þininn til að falla í - grópin svo slegin saman til beggja enda og þá sitja þá fastir 6 fet eru á milli hvers þeirra. Korkarnir eru búnir til úr, granviði, 5 þml. á lengd sívalir snúðrendir á endum nálægt 2 þml í þvermál og gat í gegnum þá miðja eftir endilöngu nálægt 1/4 úr þumlungi á stærð, lykkjur eru settar á þininn um leið og netin eru feld, (úr sama efni og felliþráðurinn) lykkjan síðan dregin í gegnum korkinn þinurinn liggur utaná korknum, því og lausi endinn lykkjunnar hnýttur um þininn við annan enda korksins. blýin og korkarnir settir á þegar búið er að fella - með jöfnu millibili þetta er góður útbúnaður, og flækir netin mikið siður en það sem við brúkuðum á mývatni og liklega brúkað þar enn korkarnir eru árlega vættir í heitri

málóliu svo þeir fúnai ekki og fljóti vel. korkana má búa til í rennibekk en blýmotunum get eg ekki vel lýst svo að skiljist, en þau sem eg hef séð og hér eru brúkuð steýpa eitt í senn; fljótt á að líta, eru þau ekki ósvipuð stórri smiðjutöng, armarnir eins og og kjafturinn opnast og lokast á þolinmóð, en kjaftur er dálítið járnhulstur ferkantað utan en þó f í tvennu lagi en fellur nákvæmlega saman, og sinn tangarararmur gengur í hvern part þess; innan eru bæði stykki þess keylumynduð, og lítið gat á einium kantinum miðjum sem blýinun er t rent innum í hulstrið, mjór sívalur teinn rennur inn í miðjan fram enda mótsins og eftir hulstrinu endilaungu og hann myndar þingrópið um leið og blýið storknar, það er einfalt að sjá og hver góður járnsmiður á íslandi

gæti búið það til ef hann sæi það einusinni, enn af þessari lýsing minni yrði það líklega ekki hægt, og sjálfur skil eg ekki í, því eg er að lýsa þessu fyrir þér, en ef þér leiðist það þá getur Árna lesa það og Stefán bróður.

Eg skrifaði St bróður aðferð netja veiða hér undir ís fyrir mörgum árum en mér fannst honum ekki geðjast að því, og eg líklega ekki lýst því nógu vel, en eitt af því var það að hér höfum við aldrei uppistöðurnar í vökunum sjálfum (því þar ættu þær aldrei að vera því þá er svo hætt við þær höggist sundur,) heldur uta0n utan við vakarbarminn eina 4-5 þml. þar ge eru þær fastar í sömu skorðum allan tímann, sama hvort höfðu eru 1 eða fleiri net í stað.

oktober 12 þú mættir haldið að eg væri að safna í fréttapokann, eðn svo er það nú ekki, heldur hitt að eg hef svo margt að hugsa um annað til dæmis virka daga að eg hef helst engan tíma nema á kveldin, og verð líka þreyttur í augunum.

Það er farið að kólna dálítið og stundum dálítið frost á nóttuni, við höfum því verið að tak úpp úr garðinum fengum góð uppskeru af kartoplum, um 50 bússel, hvert bússel af þeim er 60 pund, sumar af þeim eru um og yfir 3 pund, eg hef ekki nema einusinni áður fengið eins góðar kartoplur haustið 1895 fékk þá 85 bússel upp af 2 bússelum eða 42 1/2 af hverju þeirra í fyrra fékk eg bara 14 bússel og í vor varð eg að kaupa nokkur bússel fyrr dollar hvert. Gripir eru núna í nokkuð góðum prís Eg seldi 2 k fyrsta kálfs kvígur í vor fyrrir 50 dollara hvora og núna nýbúin að selja 2 með sama verði; eg er búin að selja 10 fullorna gripi á síðasta ári og 1 kálf

svo gripirnir fjölga ekki mikið hef optast á fóðrum frá 30 - 35 hausa; fyrir utan nokkrar kindur og hestana.

Eg er orðin lélegur við harða vinnu en sum börnin eru farin að vinna mikið en þó við höfum töluverðar inntektir af vinnu þeirra og skepnunum þá eiðum við miklu og lifum ekki neitt sparlega. og s.l. ár hafði eg meiri kostnað en sum árin á undan t.d. yfir 80 dollara læknirskosnað, og milli 30 - 40 dollara fyrir í skólakostnað og margan annan auka kosnað. og öll vara aðkeypt í töluvert hærra verði en áður. kent um stríðinu, og er það eflust rétt að sumu leiti, en hér er líka nóg af einokunasamtökum meðal verzlunarstéttanna.

um stríðið get eg ekki mikið skrifað því þó Canada sé ein af aðilum, þá eru stríðsfréttir blaðanna þess eðlis að maður á erfitt átta sig á þeim, en eg kaupi eitt blað frá Bandaríkjunum og, þar sé eg margt, af því sem blöð hér segja

okkur ekki, máské meiga það ekki já, Solla frænka óskar til guðs að banda-menn vinni, já það vilja víst allir bretskir borgarar líka, og fyrir mína meining ættu þeir að verða ofaná því bæði byrjuðu þeir ekki þetta stríð og er svo hafa þjóðverjar gert svo mörg strákapör í því, að þeir ættu það ekki sannarlega skilið verða undir í þeim viðskiptum.

en ekki er að sjá að þeir séu farnir að gugna mikið, enn þá, og þó að fleiri millijónir séu nú þegar fallnar í þessum hroða-slag, þá er víst að enn þá fleiri millijónir eiga þó eftir að, bíta í grasið af völdum þess, því meðan að (þjóðir þær sem í byrjun stríðjun stríðsins stóðu hjá) eru nú að smá slá sér inní það, þá á báðar hliðar þá bæði stendur stríðið lengur fyrir það, og mannfallið hroðalegra.

Hálf millijón er sagt að fallið hafi á 7 dögum núna nýlega; eg man það

að mér þótti hroðalegt að lesa um mannfallið, þegar Rússar og Japanar borðust, en það var lítið hjá því sem ”slatrað„ er núna; auðvitað taka mikið fleiri þjóðir þátt í þessu stríði en það er þ líka ennþá hróðalegra.

14 óktóber, þetta bréf ætlar að verða tómar dagsetningar. Í dag hef eg verið að gera við fjós sem við byggðum að nokkru leyti í maí, það er alt úr sverum bjálkjum 8 þumlungar í gegnum gilgdari endan en 5 í hinn; hliðarbjálkarnir 24 fet en stafnbjálkarnir 23 fet, innanmál 24 og 22 fet, 4 sverir bjálkar liggja með jöfnu bili þvert yfir og síðan þéttsett langbönd ofaná þeim og síðan hey fult fet á þykt, þakið flatt og lekur á sumrin en þá þarf ekki að brúka það á veturna leka svoleiðis fjós aldrei því snjór bráðnar hér sjaldan fyrr en seint í mars eða apríl og fer þá vanalega á 2 - 3 dögum og þá fara skepnur strax að vera úti á daginn. annað fjós með sama lagi byggði eg fyrir 4 árum

og er heygyrðing á, eða heygarður á milli þeirra og úr honum gef eg inní þau bæði eftir 4 feta breiðum garða sem liggur stafna milli og er það þægilegt og fljótlegt pæli heyinu inn með fork og get gefið í 30 gripum þanig á 20 mínútum, svona fjós eru tvístæð flórar og traðir meðfram hliðveggjum og göt á hverjum hliðvegg til að moka útum, tvennar dyr á framstafni fyrir gripina að ganga út og inn og einar á h inní heygarðinn á miðjum stafni, stundum gef eg geldum feitum gripum úti það sparar vinnu en þeir þurfa meira hey, en hef þá samt inni þegar stormar eru, þeir verða loðnir eins og útigöngu hestar, og svo hafa þeir ætið nógan heyúrgang til að liggja á, og hafi þeir þannig lagaða hriðing og nóg hey og vatn þá standa þeir sig vanalega fulteins vel og þeir sem

maður verður að kúlda inni til dæmis mjólkurkýr og kálfa vanalega leysi eg gripina í vatnið, stundum samt þegar mikið er frost, þá dreg eg vatnið í þá með uxum eða hestum á sleða í tunnum, helst vetrarbærur og yngstu kálfana, enkum gerði eg það opt í vetu s.l. því 9 eða 10 af kúnum báru í nóvember og desmber, og núna eiga þær víst átta að bera fyrir jól, og mér hefur ætíð reynst vel að láta þær bera á þeim tíma, eg hef þannig meira gagn af þeim, auðvitað er það mikil vinna bæði við að mjólka þær og gefa kálfunum, því sjaldan drepum við nýborna kálfa, eg læt þá vanalega vera hjá móðurinni 2-3 vikur fyrst og flyt þá svo í lítið fjós skamt frá hinum, og þarf það að vera hlýtt og vil vindhelt, gefum þeim sjaldan meira en fjórar merkur í mál og svo hey það sem þeir vilja, stundum hef þegar eg hef litla mjólk eða vil spara

hana, hef eg gefið þeim eftir að þeir er 3ja vikna bara 1 pott af nýmjólk og hræri saman við hana fínu maísmjöli og hefur mér lukkast það vel; en mjög lítið verður að láta af mjölinu fyrstu vikuna því annars hætt við að þeir veikist af því nóg að gefa þeim svo sem 1 til 2 matskeiðar fyrst og svo smáauka það, og 4 - 5 matskeiðar eru alveg eins kjarngóðar af maísmjöli og handa þeim eins og 1 pottur af nýmjólk, best er að láta mjölið fyrst í ilátið þeirra, re renna síðan ögn á það af heitu vatni og svo mjölkin á eftir; og nú hugsa eg þú sért búin að fá nóg af kúa-búfræðinni minni

jæja eg þarf nátturlega ögn agð raupa af sjálfum mér, því ekki get eg búist við að aðrir geri það; mér geðjast betur griparækt en nokkuð annað, sem eg hef reynt hér og eg á heldur góðar kýr til mjóklkur eftir því sem hér gerist, því sjaldan fá þær annað hér en úthey, þó hef eg oft gefið þeim ögn af fóðurmjöli að vetrinun þegar annað hvort heyið er létt eða skemt eins og opt vill verða

heyskapartíminn er votviðrasamur.

jæja; Lína situr hér hjá mér á fótum sínum og er að lesa, hinar 3 arkirnar, sem eg er búin með, eg get ekki verið að því að banna henni það, hún hefur sjaldan eitt tímanum í lestur eða skriftir enda haft nóg annað til að hugsa um, blöðin les hún samt fult svo rækilega og eg, og man það alt betur, en fáar sögubækur les hún og ljóðmælum hefur hún held eg lítið gaman af, nema helst eftir Guðmund frænda sinn á Sandi og sumt líkar henni vel eftir Steingrím og Sb Jóhannsson, en vænst þykir henni um kvæði Kr. Jónssonar St G. Stephansson vill hún hvorki heyra né 0 sjá, því þau séu svo flókin, en eg hef mikið uppáhald á þeim, auðvitað dettur mér ekki hug að segja að eg skilji öll kvæði hans, en þau sem eg skil þyja mér

mörg afbragð enda má það til að vera, því hann er efalaust eitt það djúpvitrast þjóðskáld sem nú er uppi meðal íslendinga að vísu er hann ekki ætíð sérlega prúttinn með rim smellið rím, en orðavalið og hugmyndirnar eru opt svo aðdáanlegar rímstriðleikans gætir naumst, en þú hefur heyrt álit mitt um hann áður, svo eg ætla ekki að segja meira um hann núna, eg á nokkuð af ljóðabókum, en, Optast tek eg ”adnvökur„ andans móki að hrinda, víðsýninnar vorgróður vefur hæstu tinda

Hvernin líkar Þuru við St. G. ?

Eg er nú búin margt um ymislegt sem þú víst litla ánæju af og hef litla von

um að nokkur bragarbót verði á því að eg ætti helst slá botnin í nú þegar. En eg samt reyna að klóra út þetta blað með einhverju.

Bogga mín og maður hennar komu til okkar 20sta júlí; hann var hér í 2 vikur, en hún var hér rúman mánuð með börnin; og Kristjana sem var hjá þeim í vetur kom þá líka og er nú heima. Bogga er vel ánægð og frjálsleg og og fær að hafa alt sem henni geðjast best, til gagns og gleði með heimilislífs þeirra, því maður hennar reynist henn mjög vel; og er okkur foreldrum hennar það sannarlegt ánægjuefni.

Aðalbjörg hefur verið í Winnipeg síðan í mars en ætlar að kom heim í byrjun desember. og vera heima í vetur. Helga hefur verið heima í sumar en er nýfarin til Winnipegosis og verður þar

Myndir:123456789101112131415161718192021222324