Nafn skrár: | ThoSte-1918-02-18 |
Dagsetning: | A-1918-02-18 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík |
Safnmark: | E-728-5 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá ákb |
Bréfritari: | Þórarinn Stefánsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1865-02-07 |
Dánardagur: | 1949-03-13 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Haganesi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Skútustaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Winnipegosis Febr. 18 1918 Elsku systir mín! Það er nú víst meira en ár, síðan eg skrifaði þér, og eg þó búin að fá 2 bréf frá þér síðan, annað n.l. vor og hitt í haust s.l. og því vissulega mál komið að reyna að svara þeim; minnsta kosti þakka ærlega fyrir þau, og það gjöri eg nú með þessum miða; sem eg vona að þú fáir, og veiti þér stundaránægju, en fréttasmár verður hann hugsa eg, því það er svo erfitt fyrir mig að vita hvað helst eg ætti skrifa þér og ykkur héðan úr landi sem ykkur er svo ókunnugt og þess vegna verð eg altaf að snúast í kringum sjálfan mig, enda máské hentast fyrir mig, orðin því svo vanur að standa í sömu sporum, minnsta kosti andlega; svo skrifaði eg Stefáni br. okkar snemma í vetur og ætti það að hafa náð heim fyrir jól, hvað sem verður nú um þetta því nú nú hvað Þjóðverjinn? vera farinn narta í ýslendska skipastólinn svo um munar eftir því, sem blöðin síðustu segja; ilt er illur að vera, og því lenda öll nútíðar skammheit hátigninni; ojá, leitt að íslendingar skyldu ekki gleypa við ”millilanda frumvarpinu„ sæla, þá hefðu þeir þó sjálfsagt verið búnir að fá, sinn eigin siglingafána!! En svo líka þetta, þegar íslendingar Ekki sambandi landanna, nú hreinlega. svo held eg ætti nú ekki að rausa meira um þetta, því það er víst ekki mikil stjórnviska í því. Þá er að minnast á tíðina í vetur; það hafa verið mikil frost og stormar en ekki mikill snjór eða opt verið meiri nóvemb. var einstaklega mildur; en með des. fór að kólna fyrir alvöru og síðan lítil linun fram á þennan dag samt hafa frostin ekki verið eins aftaka mikil í þessum mánuði; og þegar ekki eru stormar þá vermir sólin dálítið um miðdaginn, en sú er bót í máli að flestir minnsta kosti hér í kring hafa nóg hey, og þá segjum við gömlu jálkarnir að vetrarharðindin geri hvorki til né frá; enda eitt hið allra hörmulegasta, sem fyrir getur komið að hafa ekki nóg til að seðja hungur auminga dýranna sem maður á að annast; ”eg veit hvað svöngum vetur er; Þú veitst það máske líka„ Jón máður Helgu okkar og Stebbi minn voru saman norður á vatni að fiska, en eru nú hættir. þeir fiskuðu nokkuð vel, um $ 1200 virði til samans. núna er Stebbi að hjálpa J til að byggja nýtt hús í bænum Winnipgosis, svo ætla J aftur að hjálpa o árni og olla eru flutt til Winnipeg og hann gengur þar á skóla, til að læra að stjórna vélum; Þau eignuðust dóttir 17 nóv. s.l. sem heitir Grays Ingibjörg Stína fór til nöfnu þinnar um nýjárið; því Bogga varð þá snögglega veik, en er nú orðin frísk aftur, og við búumst við Stínu heim í byrjun mars. Stína varð 19 ára 4 januar; hún er drífandi og efni í bestu búkonu. Skóli á að byrja hér í byrjun mars. Nýan kennara frá Winnipeg höfum við ráðið; Islendsk stúlka, og heitir Lára Sigurjónson, gátum ekki fengið aftur stúlkuna sem kendi hér í haust, og þótti okkur það slæmt, því Það er 19 og álít eg það þó miður holt að borða mikið af þeim aðra eins stormdaga; ”skjólgóður matur baunir„ kaffi brúkum við stöðugt 3 21 febr. Jóhann er að tala um Segðu Balda eg biðji hann að senda mér vísurnar, sem hann orti til St G Stephánsonar. Eg sendi einusinni 2 vísur eða vers til hanns í Kringlu eg held það hafi verið haustið 1910 en er nú búin að gleyma þeim, enda ekki neitt skáldlegar Já ekki má eg gleyma að þakka Þuru fyrir bréfmiðann og vísurnar. Eg sá í Heimskringlu vísu tekna úr Iðunn, og eg eignaði Þuru hana þó enginn væri undir henni; hún er svona ”ástarguðinn, útí hött alla samanbindur. Hann tengir saman tóu og kött Því tetrið hann er blindur„ Ef hún er ekki eftir Þuru, þá er þó tungutakið býsna svipað; en eg ætti að hafa mannrænu í mér og skrifa henni, því hún sendi mér nokkrar línur sem eg hafði Mig minnir þú hafir sagt mér í bréfi að þú hafir Ögn langar mig til að minnast á minnast á kvæðin og vísurnar sem þú sendir mér Kvæði S. á Arnarv ef Séra Árna, ef eg hefði haft tungutak til þess, því þó eg kynntist ekki lengi, prédikunarmáta hans nú er kominn 26 1 mars. Skólinn byrjaði í morgun, bliðuveður nú á hverjum degi. Bókina sem Árnína ætlar að senda Árnþóri, ætla eg ekki að senda með þessu bréfi af því að eg vildi ná í almanakið hans Ó.Thorgsonar og senda þá bækurnar saman, en þetta vona eg leggi á stað á morgun; við Kristjana Árnína og Björn á skólanum; Ekki hef eg frétt neitt af Árna og Sollu lengi, sem ekki er von, því eg hef trassað að skrifa þeim, en fékk prentað bréfspjald frá þeim í sumar með nöfnm dóttur hans og mans hennar; er víst enskur eða minnsta kosti ekki íslendingur Aldrei hef eg fengið bréf frá Dóra, síðan hann flutti að Kaðalstöðum. Nú er Kristja Hallsson lagstur til hinnstu hvíldar, dó í haust s.l. 102 Vertu sæl elsku systir og hjartans kveðjur til allra bræðra minna; guð og gæfan gefi ykkur öllum, gott og hagstætt ár; biður a |