Nafn skrár:ThoSte-1923-10-03
Dagsetning:A-1923-10-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipgosis Man

Okt 3. - 23.

Elsku systir!

Eg ætla að að hripa fáein orð til þín með Kringlu fyrir júlí og agust. við sendum þér blöðin fyrir maí og júní - í júlí. og ættir þú að vera búin að fá þau, og kveðjur, sem laumað var innaní Í sumar fékk eg ”Dag„ og miða frá þér með honum las hann með ánægju þó litill sé hann að ummáli, en mér finnst hann halda sínum málum vel fram og ofgalaust. Hef aldrei séð, mótpart hans ”Ísland„ sem gamli kunningi okkar hér stjórnar; hann þótti sleypur að rita jafnungur og hann var þegar hann kom hér vestur þá innanvið tvítugt. Hver var þessi ”Helgi Jakobsson bónd í Skriðulandi og dó þar„

Eg hef ekki skrifað bréf í sumar nema nú nýlega einum góðkunninga mínum í Dakota máski, herði mig nú upp til þess þegar vetraðr að. Okkur líður öllum bærilega, fámennt heima núna, bara við Lína og Kristjana Jóhann og Björn í vinnu í bænum og Ánrina líka.

Kristín fór fyrir mánuði síðan suður til Aðalbjargar systir sinnar og og verður þar eitthvað. Við eigum von á Stefáni heim um þessar mundir, kanski í kveld. Hann er búin að vera burt í Sek 6 mánuði hjá Steingr Jónssyni frá Leifstöðum Guðný móðir m0 Steingr. dó í júní í fyrra hjá syni sínum 86 ára. Nafna þín og maður hennar hafa ekki komið til okkar í 2 ár; eiga 5 börn og líður vel. Helgu og mani hennar líka. Jón maður hennar er búin að koma sér upp verkstæði til að saga ýmsar sortir aðf borðvið og hefur sjálfur smíðað mikið af áhöldunum, til þess. Segi þér maske seinna betur frá því. Sumarið var nokkuð rigningasamt en graspretta góð og mikið af heyjum hér í kring. Nú um tíma hefur verið sólskin og kyrrur á hverjum degi. Eg hef verðið að taka uppúr kálgarðinum og endaði við það í dag, en það situr en í hrúgum í garðinum og læt það bíða þar þangað til drengir okkar koma heim. það spratt heldur vel í honum, mér mældist kartplurnar 62 bussel - hvert bússel af þeim 60 0 svo fengum við töluvert af Lauk róum bláum, rauðum, gulum, og grænum. Nú ekki meira elsku systir! byð að heilsa bræðrum mínum og ykkur öllum þinn elskandi br. Þ. S.

Myndir:12