Nafn skrár:ThoSte-1923-10-22
Dagsetning:A-1923-10-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis

okt 22. - 23

Elsku systir mín!

Líklega er eg orðin of seinn; að þessi kveðja verði komin til þín um næstu jól; þó má það verða, ef vel viðrar á postleiðum.

Þú sérð á miðanum, sem eg skrifaði 3ja þ.m hvað dugnaðurinn er mikill, því bæði hann og blöð eru hér enn.

það er líka einhver sérstök ólund í mér þegar svo fátt er heima, af fólkini. samt er það nú að smá tínast að aftur. Stefan kom heim í gær og með honum úr bænum Jóhann br. hanns og Lína, sem hefur verið þar undir læknishendi í 2 vikur. og hann lét tannlæknir, sem þar var staddur taka úr henni allar tennurnar og helt að vesöld hennar stafaði frá vondum tönnum.

og í sumar fór hún til augnalæknis, sem hún fékk tvenn gleraugi hjá. því hún var farin að tapa sjón svo mikið enkum bar á því í vetur s.l. og heyrn hefur hún enga með öðru eyranu; svo þú sérð að heilsa hennar er orðin á voltum fæti; enda ekki mól von; því hún hefur ekki sparað krafta sína, lífskjör hennar ekki leyft það.

Í gær fékk eg annan böggul frá þér af ”Degi„ og bréf innaní, og þakka nú fyrir hvortveggja hjartanlega. Búninn að lesa hnuturnar til ”G. á Sandi„ máski verðskuldaðar að einhverju leiti. og að því leiti, sem skammir og brigsl. geta kallað fram

sl snild þá er hún í ”Gullnagla„ greinunum en auðséð, að höfundi þeirra er helst til mikið persónulega í nöp við skáldið; svo það mun þurfa meira til að hnykkja því úr setinu og brigslin um skálda styrkinn, hitta máski fleiri en höfundurinn (eða ritst.) hefur ætlast til?

og einginn, sem þekkir, rithatt G. F. verður undrandi yfir, þó, hann sé ekki, sem best umborin; til þess er hann altof opinskár, of gamaldags og afturhaldssamur et ekki síst í menntamálum er sagt? en lítum á þar er. G. F. ekki að verða einn á skák, því þeim mönnum fjölgar nú óðum, sem farnir eru sjá að í því sem, öðru, er hægt að fara gönuskeið.

með öðrum orðum, skólarnir sannmennti ekki fólkið og þar af leiðandi fjölgi letingjum og jafnvel prökkurum; því það er með menntamálin eins og kristindóminn, upphaflegi tilgangurinn góður en nú orðin skripaleikur, af völdum valdhafanna, og sem leggja til leigutólin.

Já Heimskringla er að ýmsu leyti betri nú í seinni tíð enda stjórna henni nú þeir menn, sem mest kveður að á ritvelli vesturíslendinga síðan séra Bergmann féll frá; þeir séra R. Pétursson og og Stefán Einarsson, en ef þú færð nokkurtíma þau 0 blöð af henni sem nú eru hér heima enn; munt sjá að farið er að sjóða vel í trúmálapottinum. sem byrjaði með ræðu sem Séra Kvaran hélt í sumar um uppruna altarissakramenntisins

og prentuð var í H.kringlu (og ættir þú nú að vera búin að fá það) Séra Adam Þ. ritaði á móti grein, sem hafði yfirskrift: ”Fyrirlitning) og stóð í Lögb. og ræddi málið, frá sjónarmiði tilfinninga, en hrakti ekkert af ræðu sr. Kvarans, enda fundið að það væri ”að fara í geita hús að leita ullar„ eftir rökunum.

en okkur hér þótti leitt að Adam skyldi láta leiða sig útí þá deilu, því eg er viss um að hinir Kyrkjufélags prestarnir hafa ýtt honum til þess, því þeir hafa ekki treist sér að mæta Kvaran, því hann er vel póstaður og vel einarður, og það er Adam líka, og grunur minn að inn við beinið sé hann frjálstrúar maður, og því algjörlega á rangri hillu; hvað, trúmál snertir. Bundin (að nokkru leiti;) í báða skó, því kyrkjufelagið styrkti hann meðan hann var að búa sig undir prestskapinn. Séra Páll Sigurðsson á Gar000r, kom hér vest sem prestur nýguðfræðinga og verð prest þeirra nú nokkur ár, en eftir að séra F Þ. B. dó fór hann að viðra sig upp við Kyrkjufélagið: ”gamla„ og viljað koma söfnuðum sínum til að ganga í það aftur enn hefur ekki hepnast það enn, og kennir það F F Wynyard presti, sem þú minnist á og sér Páll hefur nýlega ritað langt ófrægdar erindi í ”L og 0„ um séra F. F. og F. F. svarað, og séra R. P. nú líka með löngu og greinilegu erindi, og rekur málið frá rótum. Eg hef mikið gaman af að heyra þá rífast um trúmálin; því það er betra að það sjóði dálítið uppúr grautarpottinum en að mjölið brenni alt við botninn;

”Þú segist vera blandinn í trúnni, og hrein og falslaus breytni, sé öllum trúarformum betri„ já eg hygg að þaðmeð því móti fái maður friðsamasta jarðnæðið hinummegin; Kantu þessa vísu eftir E. H. Kvaran. hún er er kvæði um einn af sljförum ”Sinbaðs„ sem byrjar sona Ígldan skolaðist Sinbað um sjó o.s.frv. sú seinasta er þessi

Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn, og berst inn í gljúfra-veginn. Við forum þar loksins allir inn. En - er nokkuð hinummegin?

Hann er nú kannski farin að halda annað núna? Og þetta minnir mig á vísum eina eftir K. N. skáld; þó hún sé nokkuð annars eðlis!!

Á undan mér hofróðan hraðaði for. Í hálsmálið kjóllinn var fleginn. Á bakinu ekki ein einasta spjör. Een er nokkuð hinummegin!!

Seinastasta hendingin á víst að syngjast p. p. !!!

jæa, elsku systir, við skulum sætta okkur við það að mætast hinumegin ef hitt, sem maður hefur þo þráð í öll þess ár bregst, sem eins og öll merki benda til og maður lognist út af áður. ”Við bíðum o.s.frv.

Eg er að hætta að senda þér bréfmiða með blöðum, það er töluverð vogun ef vitnast.

Stefán br. og Þura eiga víst bæði bréf hjá mér, skal hugsa til þeirra síðar; og verða máski komin á leið þegar þú færð þetta, sem eg vona, því þegar lokins eg fæ mig til að skrifa; lifnar áhuginn dálítið fyrir því því sjaldan þarf eg nú að bera fyrir tímaleysi, en nú orðið nota eg tímann þann eg hef afgangs

öðrum snúningum) til bóka eð blaðalesturs. því við höfum það kynstur af blöðum, ekki færri en 10 blöð og tímarit, sem bæði við og börnin kaupum öll ensk nema ”Kringla„ og Stjarnan hanns ”Davíðs atventista„ er nú samt búin að segja henni upp frá nýjari næsta; Ensku blöðin eru afar billeg, svo 8 af þeim kosta lítið meira en þessi 2 ofanefndu íslendsku

um búskap okkar ætti eg að vera fáorður því þar eru litlar framfarir, því hér er nóg dýrtíð eins og hjá ykkur. þó allir vinni, þá er það óðara uppétið;

Við höfum selt gripina árin á undan fyrir mikið minna en kostar að ala þá upp, og ætlum því að fækka þeim betur, og hafa bara fáar kýr, svo við höfum nóga mjólk smjör og kjöt kjöt fyrir heimilið. því það er áreiðanlegt að g afurðir bænda hér stíga ekki í verði fyrir fleiri árum. þær voru að vísu optast í lágu verði fyrir stríðið en þá voru nauðsynja-vörður líka bilegri og meira samræmi í viðskiptum; svo það lítur út fyrir að eina meðalið (til að afurðir bænda komist í hátt verð) sé að heimurinn standi altaf í bardögum og blóðuthellingum; víst er það skrítið en svo er það samt. Vísdómsrík ráðmennsk, - er það ekki?

Búskapur í (Yfir-höfuð okkar á stríðsárunum)Bordens tíð, borga vel sig gerði; Það ætti að vera altaf stríð, svo ekkert félli í verði, nema blóð úr bændalíð, er (Bolinn) hampar sverði sem ekki vill að aðrir hár vor skerði!!

Nú eru blöð fyrir júlí og agust uppvafin og samanreyrð og óska að þau komist til þín og þetta líka og verði þér og ykkur til gleði um stund.

Þetta verður nú seinasta síðan í þetta sinn. Drengirnir allir heima núna og Kristjana hún spilar fyrir þá á orgelið ”Heim til fjalla„ og þeir syngja Stephan lagið Johann bassan og Björn sitt á hvað minna syngja þau nú samt af islenskum Stephan hefur mikla og fallega söngrödd og ágætur á munnhörpu og er núna að fá sér Fíólín því hann var orðin töluvert góður á það fyrir nokkrum árum spilað þá oft á Fíólín, sem Jón mágur hans 00 á.

Árnín spilar best af þeim á Orgelið, en nú er hún ekki heima, við léðum hana konu, sem er heilstæp, og ætlar hún að vera hjá henni þangað til í Febr. mér finnst hún mikið lík Jakobínu sálugu Hún varð 17 ára 11 sept. Kristjana hefur verið meira á skóla en hin og gæti nú tekið kennarastöðum en þyrfti þá að vera 6 mánuði á kennaraskóla, til að fá fult kennaraleyfi En er svo ástatt hér í manitoba og víðar að fjölda af skólum er lokað fyrir peningaskort, og fleiri hundruð kennarar atvinnulausir, svo hún verður heima í vetur; enda er Lína ekki fær um að gera öll húsverkin Egill frændi drifur sig gott bæði við smíðar og á skóla fór í gegnum 2 skólabekki í vetur sem leið, sagði mér í bréfi að hann hefði feilað bæði bara í einni grein við prófið í vor, í stöfun, (spelling) enda ekki auðgert að stafa enskuna, of mikið hrognamál, eða samsafn úr ótal túngumálum, þar á meðal ekki svo fá af islensku bergi brotin auðvitað hálfsnúin úr liði.

vertu sæl, elsku systir og þið öll systkini og systkynabörn og gamlir kunningar ef 0 nokkuð er eftir af þeim. Við biðjum öll að heilsa og gleðileg jól!

Þinn elskandi bróðir. Þ. Stefánsson

Myndir:123456