Nafn skrár: | ThoSte-1923-10-22 |
Dagsetning: | A-1923-10-22 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík |
Safnmark: | E-728-5 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá ákb |
Bréfritari: | Þórarinn Stefánsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1865-02-07 |
Dánardagur: | 1949-03-13 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Haganesi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Skútustaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Winnipegosis okt 22. - 23 Elsku systir mín! Líklega er eg orðin of seinn; að þessi kveðja verði komin til þín um næstu jól; þó má það verða, ef vel viðrar á postleiðum. Þú það er líka einhver sérstök ólund í mér þegar svo fátt er heima, af fólkini. samt er það nú að smá tínast að aftur. Stefan kom heim í gær og með honum úr bænum Jóhann br. hanns og Lína, sem hefur verið þar undir læknishendi í 2 vikur. og hann lét tannlæknir, sem þar var staddur taka úr henni allar tennurnar og helt að vesöld hennar stafaði frá vondum tönnum. og í sumar fór hún til augnalæknis, sem hún fékk tvenn gleraugi hjá. því hún var farin að tapa sjón svo mikið enkum bar á því í vetur s.l. og heyrn hefur hún enga með öðru eyranu; svo þú sérð að heilsa hennar er orðin á voltum fæti; enda ekki Í gær fékk eg annan böggul frá þér af ”Degi„ og bréf innaní, og þakka nú fyrir hvortveggja hjartanlega. Búninn að lesa hnuturnar til ”G. á Sandi„ máski verðskuldaðar að einhverju leiti. og að því leiti, sem skammir og brigsl. geta kallað fram
og einginn, sem þekkir, rithatt G. F. verður undrandi yfir, þó, hann sé ekki, sem best umborin; til þess er hann altof opinskár, of gamaldags og afturhaldssamur með öðrum orðum, skólarnir sannmennti ekki fólkið og þar af leiðandi fjölgi letingjum og jafnvel prökkurum; því það er með menntamálin eins og kristindóminn, upphaflegi tilgangurinn góður en nú orðin skripaleikur, af völdum valdhafanna, Já Heimskringla er að ýmsu leyti betri nú í seinni tíð enda stjórna henni nú þeir menn, sem mest kveður að á ritvelli vesturíslendinga síðan séra Bergmann féll frá; þeir séra R. Pétursson og og Stefán Einarsson, en ef þú færð nokkurtíma þau og prentuð var í H.kringlu (og ættir þú nú að vera búin að fá það) Séra en okkur hér þótti leitt að Adam skyldi láta leiða sig útí þá deilu, því eg er viss ”Þú segist vera blandinn í trúnni, og hrein og falslaus breytni, sé öllum trúarformum betri„ já eg hygg að Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn, og berst inn í gljúfra-veginn. Við forum þar loksins allir inn. En - er Hann er nú kannski farin að halda annað núna? Og þetta minnir mig Á undan mér hofróðan hraðaði for. Í hálsmálið kjóllinn var fleginn. Á bakinu ekki ein Seinastasta hendingin á víst að syngjast p. p. !!! jæa, elsku systir, við skulum sætta okkur við það að mætast hinumegin ef hitt, sem Eg er að hætta að senda þér bréfmiða með blöðum, það er töluverð vogun ef vitnast. Stefán br. og Þura eiga víst bæði bréf hjá mér, skal hugsa til þeirra síðar; og verða máski komin á leið þegar þú færð þetta, sem eg vona, því þegar lokins eg fæ mig til að skrifa; lifnar áhuginn dálítið fyrir því því sjaldan þarf eg nú að bera fyrir tímaleysi, en nú orðið nota eg tímann þann eg hef afgangs öðrum snúningum) til bóka eð blaðalesturs. því við höfum það kynstur af blöð um búskap okkar ætti eg að vera fáorður því þar eru litlar framfarir, því Við höfum selt gripina árin á undan fyrir mikið minna en kostar að ala þá upp, og ætlum því að fækka þeim betur, og hafa bara fáar kýr, svo við höfum nóga mjólk smjör og Búskapur í Nú eru blöð fyrir júlí og agust uppvafin og samanreyrð og óska að þau komist Þetta verður nú seinasta síðan í þetta sinn. Drengirnir allir heima núna og Kristjana hún spilar fyrir þá á orgelið ”Heim til fjalla„ og þeir syngja Stephan lagið Johann bassan og Björn sitt á hvað minna syngja þau nú samt af islenskum Stephan hefur mikla og fallega söngrödd og ágætur á munnhörpu og er núna að fá sér Fíólín því hann var orðin töluvert góður á það fyrir nokkrum árum spilað þá oft á Fíólín, sem Jón mágur hans Árnín spilar best af þeim á Orgelið, en nú er hún ekki heima, við léðum hana konu, sem vertu sæl, elsku systir og þið öll systkini og systkynabörn og gamlir kunningar ef Þinn elskandi bróðir. Þ. Stefánsson |