Nafn skrár:ThoSte-1925-12-02
Dagsetning:A-1925-12-02
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man.

2. des. 1925.

Elsku systir mín!

Seint í Sept s.l. sendi eg þér bréf. og Lína Heimskrl. fyrir júli og águst, og í gær fóru í póstinn ”kringla„ fyrir Sept og októb. og 2 gömul Almanök til Stefáns br. okkar, eg hafði því ætlað mér að láta þar við sitja fram yfir jólin, en í morgun, sá eg að það myndi ekki hlýta; og sagði því eins og kerlingin? forðum, ”aldrei er friður nú á að fara að blessa„ og þó eg trú ekki höndum mikið á að fórna höndum; þá blessaði eg enn hitt ekki. því þegar eg spennti á mig hettuna, ”kauraði„ ekki hið minnsta í henni, en féll slétt og mjúkt aðhinum magra haus; og hún er sannarlega ekki af verri endanum, hvað efni og handbragð snertir. já elsku systir! hjartans þakkir fyrir hana og alt, sem heldi henni fylgdi, ”Dagur„ ”Hlín„ bréf og mynd og ekki minnst, ”Stuðlaföllin„ alt með bestu skilum, sem þú segist þó óttast ekki verði og af því eg veit að það gleður þig, eins og mig, þá sé eg að vissast, væri fyrir mig, að láta þig vita eins fljótt og eg gæti um þetta. Segðu mér hver prjónaði. höfuðþingið. Eg kyssi hana af kæti; í anda, sem klýfur sér veg milli landa

Eg ætla það valdi eg ekki vanda né vígmóð, er friðsemi granda. Í bréfinu, sem eg sendi þér síðast í Sept. minntis eg á vísu, sem eg sá í ”Logbergi„ eignuð Jóni Þ. á Arnarvatni. Feldi mig illa við rímið, eins og hún var byrt þar; og breytti að gamni mínu botninum, en eftir að bréfið var farið, og eg fór eg að hugsa um að þar myndi hafa læðst inn hjá mér, líklega hortittur. mig minnir að eg skrifaði hann, þannig. Er vornótt fékk mig eintal á, yndisþekk á vorin í staðinn fyrir að segja. Nótt er fékk mig eintal á o.s.frv. Og ef þú minnist á þetta við J. þá segir þú honum eins og er hvers vegna að eg vildi breyti henni svo hann viti að eg gerði það ekki í því skyni að mógða hann; og líka langar mig til að vita hvort vísan var rétt eða röng eins og hún var byrt í ”Bergi„. Þá vil eg ögn minnast á ”Stuðlaföll„ og það fannst mér fallegt og þarflegt að forða þannig dýrmætum sjóð frá gleymsku og glötun, því altof margt af því tagi, og engu síðra, er nú þegar grafið og gleymt; því miður; og en þýðingarlaust að fást um það. Heldurðu g að gömlu kvæðamönnunum okkar, hefði ekki þótt gaman, að ferðast með svona lagað rit á milli bæja, og kveða úr því fyrir ungmeyjarnar við rokkinn. Og óskandi væri að útkoma ”Stuðlafalla„ gæti haldið áfram, því miklu er úr að moða Sérstaklega þótti vænt um að Þura frænka, tók þar sæti líka, bæði andlega líkamlega, og eg er vel ánægður með hvortveggja, sá þar nokkrar vísur eftir hana, sem eg hafði ekki séð áður, t.d. ”Æfiming„ ”Breying„ ”Sjálftok„ ”Hjónabandið„ seinni vísuna og um ”Stafinn„ ”Vorkuldi„ Sú vísa er afbragð

S0 bæði hugsun og form; og (”Upplýsing„) og allar eru þær smellnar og nógu fágaðar, og hollar og hressandi að grípa til þeirra, eftir við að ef erfiðið við að grilla í þá, sem altaf ríða í skýjunum; þú hefur víst séð lýsing J Thorarinssonar á þeim: þessa;

”Riðið„ er um á Mars og Mána;

Aðeins eina vísu kunni eg eftir hina hin skáldin í ritinu. þerssa: Tíminn vinnur ekki á bl. 53 eftir J. S. Bergmann -

Eg þykist sjá í ”Degi„ ”Jónas Þorbergssog og frú„ Er hann giftur aftur? Segðu mér hver hnossið hlaut; Hann var stutt, á milli kvenna. Hver vill botna?

Lína sendir þér koss og kveðju fyrir myndina af Haganesbræðum við slátt í Dragsey, og ”Hlín„ Eg er búin að lesa þar æfiminning ”Ásrúnar„ vel sagt og verðugt tel eg víst, en því miður gat eg ekki lesið hana með óblandaðri ánægju, t.d. þar, sem talað er um hvað hún hafi verið sönn og ástrík móðir, því, eg hafði lesið það í bréfi eftir mann, sem við þekkjum, þú og eg og eg trúi ekki fyr en eg tek á að hann það hafði leyft sér að segja um hana annað en það, sem hann vissi að væri satt; og gagnkunnugur henni og því heimili atriðið var það að hún hefði gert einkadóttur sína arflausa, sennilega hefur hún haft, sínar ástæður, þessi maður leggur engann dóm á hana en segir aðeins að, flestir hafi orðið undrandi yfir að heyra það, og það verð eg og við Lína líka, og manni fy finnst að maður verði að spyrja: Hvað var orðið af móðurástinn?

Eða var til ættar-kuldi til undir rifjunum frá Nesi? Ef þetta skyldi nú vera rangt með farið, er best þú látir ekki lesa yfir öxlina á þér. og mér þætti vænst um að ”atriðið„ væri ekki satt.

Það er nú 4 des. í dag Sólskin og logn, nú um tíma en nokkuð frost, en að kalla snjólaust. Stefán og Björn eru flesta daga að fiska, en afla lítið, með fram af því að fiskað var hér í á auðu vatni; margir bátar, og það spillir vetrarveiðinni Jóhann vinnur altaf við sögunarvélina; Stína er núna að vinna í Kansask, þar, sem nafna þín býr. Árnina heima síðan Stína fór, og Stjana, að kenna á Skólanum verður lokað 19. þ.m. og á að byrja aftur 1. mars.

Við erum öll frísk, að kalla; Helga er núna núna í bænum og börnin hennar og verður þar eitthvað. Þar er læknir, sem altaf hefur verið hjá henni þegar hún hefur alið börnin

Eg sendi þér með þessu miða meði parti af æfi atriðum B. Einarssonar læknis. Þessi sá sem ritaði æfiminning dr. B.”Jónas Hall„ er sonur Hallgríms heitins, sem einusinni bjó í Fremstafelli og dó þar veturinn 1879 - 10. þá var eg beitarhúsamaður á Einarsstöðum Sigríður ekkja Hallgr. heitins Ólafur sonur hennar og Margrétt dóttir, bæði fullorðin þá, voru okkur samferða vestur. Sigriður lifði fá ár eftir að hingað kom, Miklir verða sumir menn, þegar þeir eru dauðir, þetta og fl. kom mér í hug þegar eg hef verið að lesa æfiferil Hermanns gamla kunningja okkar. Líklega hefur Sigurður heitinn Brennir, ekki fengið eins fagurt eftirmæli og voru þeir þó víst nauðalíkir að upplagi.

af því eg fór að tala um H., kom eg ekki kveðjunni á það blað, svo þú nýtur þess eða geldur því lítið er um fróðleik og fréttir. Bara hjal um daginn og veginn; eins og við gerðum í fyrri daga og finnst enn þegar eg tek mér pennann og blaðið að þú, sért hjá mér og lesir fyrir, já skárri er það innblástur, bara að eg skrifi þá ekki sumt afturábak, einsog sumir, höfundar, ritningarinnar.

já nú man eg ei00tt, sem eg þarf að tala við þig um. Þú sagðir eitthvað á þá leið í einu bréfi til mín í fyrra; minnir mig að þér likaði sumt vel, af því, sem þú hefðir séð efti mig í ljóðaformi; en gatst þess um leið að þú værir hissa kvað eg væri orðinn góður að ríma; og sjáðu! þarna gaf hreinskilni þín mér verðugan pústur; ekki svo að skilja að ef eg vissi ikki, fyrirfram að þetta myndi vera það helsta og einasem hægt kynni að verða sagt til meðmæla um hagmælsku mína; ef eg mætti gefa slíku hjali, það nafn. og í einlægni sagt þakka eg þér hjartanlega að þú sagðir um það eins og þér fannst vera og mun satt vera. herðir aðeins á þeirri hugsun sem hefur gert vart við sig hjá mér opt áður, að eg ætti eyðileggja það drasl, hef haft orð á því við krakka mína, en þau dregið úr, og beðið mig að gera það ekki; líklega mest fyrir það að þau vita ekki til hlýtar, hvað mikið skilrúm er á milli reglulegs skáldskapar, og bara ríms. Það, sem aðalega hefur leitt mig útí það, að hugsa eitthvað í ljóðaformi, er af og var, til

hrinda öðru ógeðfeldara úr huganum, sem oftast er nóg af, bæði sjálfrátt og á hinn vegin sömuleiðis. veit að þú ferð nærri um þetta, og skilur mig; og loka eg þessu, með því að eitt einu af þessu nýja góssi mínu Það er útaf ummælum konu einnar, sem á mann fundi einum var 00 (af miklum móði) að segja fólkinu ”að hún hefði sína kl. klukkutíma á undan annar kl.„

Búk0000hnikkur

Búmans-hnikks þíns bogna grundan

bara meinlaus skemtun þín)

Fari' hún ei með þig ári á undan

öllum klukkum, - góðin min!

En fýsi þig gróða listir læra.

á lofti, eða á ”Venusi„

Eg vona þú látir vera að færa

vísirana, á sólinni.

”um sólsetur„

Geislalog og leifturflog

Liggja í boga, þöndum

ört þau toga' í ”unnar„ vog

aflins sog með ströndum

27. - 6. - 25

8. des.) þetta á að leggja á stað í dag kl. er 11. f.m. Við Lína og Árnína erum að fá okkur kaffisopa. St. og Björn útá vatni við net Stjana á skólanum Jóhann að matreið fyrir mennina við sögunarmilluna, veður allgott, norðan kylja og nokkuð frost en dymt loft, máski að hugsa um að snjóa því nú Indijána-sumarið á enda. En það er þegar kemur mild og stilt tíð á eftir að jörð og vötn eru hlaupin í gadd; í byrjun vetrar. Rúmar 2 vikur til jóla, með hjartans heilla óskum til ykkar allra frá frændum og vinum í fjarlægð. þinn einl elskandi br. Þ. Stefánsson

Myndir:123456