Nafn skrár:ThoSte-1926-09-12
Dagsetning:A-1926-09-12
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man

Sunnud. 12 Sept. 1926

Elsku systir mín! Nú fyrir nálægt 3m vikum fékk eg bréf og bókasending frá Stefáni br. okkar. það var buið vera um 3. mánuði á leiðinni, og hef því eingar fréttir fengið frá ykkur, sem til hafa orðið frá því það var skrifað - 20. maí s.l. Eg skrifaði honum þá strax og það er nú á leiðinni til hans týndi 0 í það, sitt af hverju, sem í hugann kom. Hef í alt sumar staðið í þeirri meiningu að eg væri búin að skrifa þér, síðan eg fékk, síðasta bréf þitt. er þú skrifaðir í febr; en það er eflaust, tóm ímyndun. Eg var núna að lesa það bréf, og sannfærðist þá enn betur um það, hvað elliglópskan er farinn að leika á mig!! Jæa! þetta verður ekki fréttabréf nema það að við hér, erum öll frísk og fær, og tíðin góð; samt var frost í nótt s.l. enn 80 gráða hiti kl. 11. f.m. móti sól; en logn og heiðskýrt veður. Þá er að minnast á sumt sem var í þessu síðast bréfi frá þér. Það er eitt af bestu bréfum þínum. Fróðlegt; hlýtt og hreinskilið, en sannleikur er nú samt sá að þau, eru og hafa verið öll best. - Þú biður mig að ”festa ekki á

band, klaufyrði þín, um yrki mitt„ Það geri eg k ekki, elsku systir; því þú hefur aldrei sent mér þau, en veit nú að eg sjálfur þ hef samið klaufyrði; og sent þér á kosnað hreinskilni þinnar; og það veit eg þú fyrirgefur mér; en og við skiljum hvort annað, og viljum hvorugt ekki mógða hvort annað og þá er málalenging mín óþörf, um þetta.

Hvað viðvíkur vísunum. ”20„. og tilgangi þínum með þær, þá veit eg vel, að þú meinar ekki annað en gott með því, það dylst mér ekki. Held nú samt sjálfur að hnoði mínu væri ekki haldandi á lofti. því þó eg stundum hafi, sent sumt af því í blöð, þá prenta þau svo mart þess háttar; líklega, og áreiðanlega oft fyrir einskæra vorkunsemi, við þessa ”smáu postula„ og með blöðunum fer það í sopr sorpið og jafnt það sem vel er samið og hitt, sem er hnoð; Og það versta er að, fjöldi manna, sem fást við að yrkja, virðast blindir í sjálfs sín sök, og dómar um verk þeirra sjaldan fullkomlega réttlátir heldur eins og reyndar er eðlilegt því einum geðjast vel, er aðrir tragka í hel. en um þetta mætti svo margt segja, og vil því ekki þreyta mig né þig á því meira. Eg er nú samt að hugsa um að senda þér vísurnar og þér velkomið þér að koma þeim þangað sem þú talaðr um í bréfinu, eru máski sumar þess virði

eða en sumar ekki; og þó þeim yrði vísað frá þá er það ekki hættulegt fall fyrir mig; og þú skalt ekki taka þér það nærri heldur. því eg tel vist til útgefanda ritsins berist sam svo margt af úrvals kveðskap, að þeir verði að banda við því sem minna - eða lítið hefur til að bera af því, sem almenningur kallar heppinn eða hnyttinn kveðskap.

29 Sept. Þetta var er búið að liggja of lengi í salti hjá mér; en nú er eg hálfgert í vandræðum með að skrifa því eg braut nefspöngina á gleraugunum mínum og nú eru þau undir læknis hendi! Vísurnar, sem eg sendi eru vi um 30. Sjálfsagt of margar; en vandalaust að vísa frá þeim, sem einkis verðar eru, eða súrar í munni. En fari svo að þér eða þeim geðjist þær ekki til byrtingar þá skált þú brenna þær. og helst ekki sýna þær öðrum en þá bónda þínum og börnum. minnsta kosti láta þær ekki frá þér, til annara; En þá þeirra, sem ætlað er að byrti þær, á prenti. þá líka með því skilyrði að þeir skili þér handritinu aftur; ef þeir sjá sér ekki fært að byrta þær opinberlega. Og eins og eg hef áður sagt skoða eg það ekki móðgun fyrir mig; hef ekki sett þær saman í því skyni að afla mér frægðar, heldur mér sjálfum til dægradvalar í fásinni hér á úthjara heims. Jæja! nóg af þessu. Tíðin hefur verið köld núna í 2 vikur. Snjóaði töluvert þann 23 þ.m. og ofsa hvass á norðan þá í 2 daga. Við erum bara 4 hér heima núna. við gömlu hjónin og Stjana og Arnína. Eg rölti við kýr og ky kindur keyri Stjönu á skólann þegar vont er veður, sæki fisk í soðið, og hef hérumbil mátulega mikið að gera. Björn og Jóhann vinna núna báðir við sögunar milluna. Eigum von á Stínu heim núna

og Stefán kemur heim í næsta mánuði. Stína er búin að vera í að heiman nærri ár, og verð ekki heima nema 1 mánuð, en Stefán hugsa eg að verði heima í vetur. Nýlega var eg að lesa ”Bréf til Láru„ eftir Þ. Þorbergsson, Það er frumlegur náungi og pennafær vel; og ófeimin að segja meining sína. Líklega þykir æði mörgum hann, fremur óvæginn, sýna helzt til mikið af því, sem hefur skýlt sér undir gærum stjórnar og trúmála. Þarft verk; en ekki þrifalegt. Eg hef lesið og á töluvert af ritum eftir samherja hans t.d. ”Opton Cinkler„ og fl. svo mér er stefna þeirra nokkuð ljós; en hafði vitanlega enn þá meiri nautn af að lesa um hana, á okkar móðurmáli. Það er eitt af ritum þessa ”Optons Cinkler„ þýddtt á íslensku, sem eg hef séð, má vera að þær séu fl.? ”Á refilstigum„ kallar þýðandinn það. (”The Jungle)„ er nafnið á frumritinu Þýðir eiginlega mýrkviður. þ Hefur þú lesið þá bók? Þú ert víst búin að lesa í Hkr ritdóm ritstjórans um ”Tíbrá„ eftir Pétur Sigurðsson. Sumir hafa verið að andmæla þeim dóm, og ként í brjóst um P. en þó dómurinn virðist nokkuð hvassyrtur, átti P. hann skilið. Því síðan hann kom hingað vestur hefur hann sjálfur verið síníðandi sköðanir allra þeirra, sem láta sér fátt um finnast sumt trúmála stagl eða úrelt og óalandi og ómeltandi kreddur nýjar og gamlar Því nýjar stinga upp höfðinu, jafnharðan sem þær eldri eru kveðnar niður.

Það hefur verið æði órótt stjórnmálahafið hér, nú um tíma og færð þú að sjá glögglega um það í ”Kringlu„ almennar kosningar til sambandsþings 2sm á sama einu ári þær fyrri 29 okt f ár. og aftur nú þ. 14 þ.m. Þær fyrri gáfu eingum flokknum nægan meiri hluta.

Þ svo að þingið, sem háð var í vetur, varð meiri háðung en vanalega, því lengi getur vont vesnað, og þegar Frjálslyndi flokkurinn í felagi við bændaflokkinn sá sér ekki fært annað en fá þingið uppleyst neitaði 0 Fulltrúi konungsins að gera það, og þá spilaði þannig í hendur afturhaldsins, sem auðvitað gleypti gæsina fegins hugar; en sú ánægja stóð aðeins í 3. daga, va fékk strax á sig vantraustsyfirlýsing. og varð sjálft að biðja um upplausn; og þá varð að leita á náðir fólkins á ný, og sá gauragangur fór þannig afturhaldið féll sjálft í þá gröf, sem það hafði allan þingtímann í vetur s.l. verið að starfa og strita að koma mótstöðu-mönnum sínum í.

Jæja elsku systir! þú kærir þig ekki um meir af þessari polítk, og held eg hafi ekki fleira að ræða við þig sem stendur, vona að þetta sæki vel að þér, og fáir það með góðum skilum. og vona líka að sjá bréf frá þér bráðum, máski á leiðinni núna. og þegar vetrar að, verð eg máski viljugri að, skrifa. eða öllu heldur, verð þá máski búin að safna efni í eitt bréf enn.

30. Sept

Eg var að taka upp kartoplur í dag það er heldur léleg uppskéra úr garðinum núna fyrir of mikla þurka í júní og júli. Jhann og Björn, eru hér í kveld, þeir koma flest kveld hér til okkar, því það er bara 10 mínutna róður hér yfir víkina, að millunni Þá er að kveðja í þetta sinn, þrautin mest, sem forðum. Herða verð þá huga minn, og Hreifa fáum orðum Með hjartans kveðjum.

Þinn elskandi br. - Þórarinn

Myndir:12345