Nafn skrár:BenHal-1895-03-27
Dagsetning:A-1895-03-27
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

92 Palmerstm Ave. Toronto Ont. Canada.

March 27 1895

Elskulegi goði Torfi

Af hjarta oska eg að þjer og öllum þínum meigi líða vel, og af aluð þakka eg þjer fyrir þitt elskulega tilskrif af 7 Jan. 93 sem að eg svara heldur seint og skammast eg mín nú fyrir dráttin but eg reiði mig á goðlindi þitt og bið þig að fyrir gjefa mjer sem firr, Stráksap minn með að skrifa aldrey, Jeg hef nú verðið að skrifa sistginum mínum uppa brjef sem eg fjekk frá þeim 92 og í sama tíma ætla eg að senda þetta til þín, því þo eg skrifi þjer eða ykkur sjaldan, þá tek eg þig ávalt sem bróður minn, og ekki mun eg gleima þjer eins leingi og eg lifi, but hvaða gang er að því, betry er nábúi enn bróðir í fjarlægð, sjerstaklega þá hann er svo latur að han nennir ekki að sitja niður og skrifa, það er nu lakast eptir allann drattinn að eg hef svo lítið til að seiga þjer sem að frjettir eru í, Eg veit þo hvað hvað þu hugsar mest um, sem er hverninn að okkur líði

og vil eg seigi til þess eins og John Wesley það best af öllu er að guð er með okkur við öll höfum haft goða heilsu á salu og líkhama síðann seinast að eg skrifaði þjer, og er það mykils verdt, lof sje guði fyrir það eins og alt anað wið erum hjer á sama stað og ef að við flytju á burtu (sem við hofum ekki ráðgjet enn þá) þá læt eg þig vita um það, því ekki vil eg tapa af brjefum þínum, börninn okkar fara a scola og geingur fremur vel að læra sisturnar eru í 4 og 5 bækur, sú eldri er 14 og er braðum búin með 5 bók hin er 12 er að enda nú 4 bok þú veist hverninn það er hjer, þær hafa áunnið sjer verðlaun á scólanum, sem sem bækur, þær fara og svo á sunnudagasscola og áunnu sjer þar sína bokina hvor, fyrir 1894 að hafa verið þar 40 sunnudaga og goð andsvör, þær feingu best price, Jon er nu 6 ara og byrjaði scola í haust, hefur þo verið heima mest part af vetrinum, því fyrst þikir honum gott að sova á morgnana og svo hefur verið kalt, svo að eg hef verið að kjenna honum heima, stafa kveða að og skrifa, svo fer hann á sunnudaga scola með sistrum sínum, börnin eru öll efnileg

þaug spirja mykið eptir ykkur heima og þo þaug kunni ekkert í yslensku, þá muna þaug flest af ykkar nofnum og sum af þeim gjeta þaug sagt nokkurn veginn vel af okkur gamla folkinu gjet eg ekki sagt eins mykið, Sigríður hefur alt af eitthvað fyrir stafni, og er altaf að vinna senma og seint fyrir sig sjalfa og svo talsverdt fyrir aðra, hún á goða sauma maskinu sem hún saumar talsverdt á, hun kostaði $ 60, þú hefur víst sjeð þær á Englandi, Singer Sewing Machine, þetta er su þriðja sem hun hefur haft síðann við komum hjer, þú fyrir gjefur þo að eg seigi ekkert af sjalfum mjer, af því sem eg hef svo sem ekkert að seiga sem verdt er að seiga frá, og gjöri einginn unginn afreksverk, og valla að eg fai nó til að gjöra til þess að halda frá skuldum, því hjer hefur verið ens og annar staðar harðir tímar nu í 3ju ár sjer staklega 94, enn þú veist hvað hvað harðir tímar eru og meira, sjerstaklega í stor bæjum, það hefur verið full hardt á landi eða fyrir bændum, eptir því sem sogur seiga eða dagblöðinn þá hafa verið harðir tímar og því alt hver frjettist af, svo að hjer í ontarjo hefur

kansgi ekki verið verra enn annar staðar margir hafa farið til united states og annar staðar í von um að gjöra betur sem hefur myslukkast, því margir hafa verið feignir að koma aptur, og sagt af tvennu illu þá væri Canada best, but eins og þú þekkir þá er united states á undan fljotari upp eða nyður, þeir eru fljotari til, vogunn vinnur og vogunn tapar er fyrir þeim, og þeir horfa ekki á peninga þá þeir hafa þá Canada fer seint og fast og sumir peninga menn hjer eru grónir til peninganna eins og skinnið við þá, um tíma og tíðar far frjettir þú ur dagblöðunum betur enn að eg gjet sagt þjer því eins og það hafa verið fram farir á mörgu heima síðann eg for, svo er það víst með dagblöðin að þið fái þaug optar með meiri frjettum innlendum og utlendum svo hefur þú líkast til dagblöðin frá Winnipeg, svo að eg ætla ekkert að minnast á stríðinn sem hafa verið á milli Japan og China, sem nu er að mestu komnar sættir á, þá er scóla málið í Manitoba, sem er orðið víst vel kunnugt um heim, þar sem það hefur staðið svo leingi yfir og er ekki utkljað enn þá, það irði of langt fyrir mig að fara til að seiga um það, því eg er ekki mykill vinur af Roman Katolegks, og vildi að þeir væru hjer ekki, því undir niðri eru þeir það sama sem þeir hafa altaf verið ens og natt uglann gétur ekki trúað þeim

It takes nearly 1/2 million dollars to run the public school 1895

Toronto hefur um 90 000 innbúa er orðlögð fyrir Kirkur, Scóla og sunnudaga hald, ferða menn seiga að sje sá besti bær í veroldinni, þo komu hjer fyrir mörg Skálka brögð og illverk sem ekki voru heima Hjer hafa verið talsverðir brunar síðann þetta ár byrjaði 3ir af þeim voru storar byggingar, skaðinn álitinn því nær 3.000.000 það er mykið af því innsúrað og tilheira stórum fjelögum svo að skaðinn er ekki svo til finnanlegur enn gjefur talsverða vinnu næsta sumar, því það verður alt bygt upp aptur, hjer var gott veður og snjolaust til Nyárs eptir það for að verða kalt sjer staka með February sem kom með snjo og frost 20 til 30 below zero, það verður hjelst í viku, síðann hefur verið gott vetrar veður mest part stillur og heiðbjart og nu er snjor að mestu leiti farinn og menn fara bráðum að kvarta um hita wið borgum hjer $ 7 húsaleigu á manuði, brenum í vetur 3 1/2 tons of coal $ 17,50 1 cord wood $ 3 Jeg man nú ekki eptir fleiru í þetta sinn, enn vil nú feiginn bæta rað mitt og duga ekki svo

lengi að skrifa næst því og finn að það er ekki gott, Jeg er nú rjett búinn að gleima að þakka þjer fyrir mindina sem að nu sendir okkur síðast og okkur þotti svo vænt um og er svo til þjer og þá eg er orðinn ríkur þá ætla eg að lata taka oðru eptir henni því han er svo vel tekinn, hjer eru 2 yslendingar fyrir utann okkur anar fra suðurlandi enn hinn úr Húnavatnssyslu einhleypur maður vel efnaður hann á fátækann bróður heima, sem hann sendir heim $ 15 á hverju ári, jeg verð að lesa og skrifa fyrir hann, þar sem hann gjetur hverky lesið eða skrifað yslensku, og þa eg kom hjer þá var han því nærri búinn að gleima að tala yslensku og folk hans hielt hann laungu dauðan fyrst þá eg skrifaði fyrir hann heim hann er frændi og vinur Guðmundar á Æsustöðum er nú haffpart að rað gjora fara heim hvað af því verður veit eg ekki, eg vona nú að ykk líði vel og hafi haft goðann vetur og nó hey goð skjepnu höld mykla mjolk og annað gott til að lifa á, að þið mættuð hafa goða verslun og við skypti við aðra

Sigríður biður ósköp vel að heilsa þjer Guðlaugu og öllum börnunum oskar til guðs að ykkur öllum mætti líða uppá það besta, hun biður þig að seiga sjer frá öllu sínu folki móður og sistginum af því sem hun hefur ekkert frjett af þeim svo leingi, hun biður mig að seiga þjer af því sem hun skrifar svo sjaldann, þá sje hun þo þá sje hun því nærri buinn að tína því niður og svo er eg latur að skrifa eins og þu veist, börnin okkar biðja að heilsa þínum bornum, eg bið að heilsa öllum þínum ást fólknum og oska til guðs að þjer og þínum meij ávalt bíða betur enn eg kann um að biðja, þinn einlægur vin og kunningi

B. Halfdanarson

ES. jeg vil seigja þjer að eg byrjaði við vinnu rjett nuna áður en að sendi þetta á stað svo að jeg hefði att að skrifa þjer firri eins og Sigríður hefur verið að seiga mjer að skrifa aullum sem eg var í skuld við, og vil eg nú lata það verða mjer að goðry kjenningu hjer eptir Sigríð og börnin biðja að túlka ykkur og er þinn einlægur vin og kunningi

B. Halfdanarson

Myndir:12