Winnipegosis Man. jan. 14. 1927 Hjartkæra systir mín! Það er held eg vel til fallið að eg minnist þín með þeim fyrstu á þessu nýja ári. og marki niður eitthvað af því, sem falla í huga minn, því þó það sé sjaldan bragðmikið, þá veit eg að þú fyrir verkið, og trúir máski ”tilgangurinn helgi meðalið„ í því tilliti ? og sögnin sé nú reyndar rammkatolsk. Ekki man eg nú hvenær eg fékk bréf frá þér síð. en það var í haust sem leið; og nú er eg farin að vona eftir bréfi frá S. br. okkar eða þér, því skilst að skuldið mér bæði svolítinn pistil. Eg sendi S. bréf í septemb. en þér í Oktober s.l. og vona von að þið hafið fengið þau. Síðan þá, hefur fá borið til tíðinda, hér hjá okkur, hefur liðið heldur vel, og öll frísk og á fótum; með þéttskipaðra móti í kotinu þó en stundum áður, því tengdafaðir minn og kona hans, komu til okkar í endann á Október og verða hjá okkur í vetur og máski lengur; Hann nú á öðru ári yfir ný áttrætt en hún 3 yfir sjötugt. Hann er nú sjónlaus á öðru auga og heyrnin fárin mjög að bila líka; 0 en hugsun og minni í besta lagi, en líkamskraftar þrotnir, en hress að öðru leyti meira en búast mætti við, eftir svo langa og stundum stranga æfi. Hún aftur mikið ernari, en varð í fyrra fyrir því slysi að detta og meiddist svo illa í öðrum handlegga að hann er henn síðan gagnslítilli en mesta hetja og þau bæði enn þá, ung í d anda og samkomulag þeirra í besta lagi, eg hefur altaf verið. Börn okkar öll heima í vetur nema Stína hún var heima 1 mánuð í haust en fór aft í byrjun nóv til Kamsack þar vann hún í fyrra. það er í sama bæ og nafna þín býr. nú varð hún 38 ára 1 des. s.l. fædd - 88. maður hennar er 10. árum eldri, hann á ekki afmælisdag nema fjórða hvert ár, n.l. 29 febr. Þau eiga 3 stúlkur og 2 drengi - á aldrinum 5 til 14 ára. Einhver umbrot eru í þessum, sem enn eru heima, að festa sér æfifélaga, ekki sam lögfest enn, og vil því ekki segja þér meira um það núna læt þig vita það í næsta bréfi en þau af þeim, sem þetta stendur til hjá er Stefán hann varð 31 árs 11 þessa m. (íslendsk) stulka, og Stína hún var 28. 4. þ.m. (íslenskur.) Jóhann 25. 18nd ókt s.l. Ensk-Canadisk og Árnína 20. 11efta Sept. s.l. bróðir kærustu Jóhans. þetta eru nú helstu tíðindin, sem eg hef að segja þér núna, en man nú að eg var búin að segja þér um trúlofun Jóhans áður þetta er nú minnið sagði Hrútagrímur forðum! svo núna var eg að líta á bréfið, sem mig minti að hefði verið til mín, og eg sagðist hafa fengið í haust já það er rétt að mestu leyti, en sá núna að það er til Línu og skrifað seint í Sept s.l. og tek eg það sama, sem stílað til mín líka, svo alt jafnar sig við þökkum þér því bæði fyrir það; ferðasögu þína til Jóns sonar þíns og eins það sem þú segir okkur um Húsavík og úr Reykjadal, það var reglulega gaman að lesa það alt. En tók okkur sárt að heyra um heilsuleysi Árna, en kemur þó ekki óvænt, Því, víst hefur hann ekki sparið krafta sína um dagana. Það er nú langt sínan við höfum talast við en eg hef held meint kveðjur mínar í kveðjur mínar heim til hans eins og ykkar hinna og eins geri eg nú, og ef hann fær ekki þessa kveðju, kem eg máski með hana sjálfur: þegar eg legg í langferð þágþó leiðarstein eg engan hafi. og þekki víst ekki en betur á hann eg en Jörundur í Hrísey, sem sagðist altaf stýra á ”svörtu klessuna„ og Það dugði honum í hvaða veðri sem var, á nótt eða degi. Því altaf komst Jörundur í höfn. alveg var eg forviða þegar eg heyrði að Guðrún móðin Jóns á Hjalla lifði enn, hún hlýtur að vera orðin nærri tíræð? Lifir Gunna Einars ennþá. Eg í blaða fréttum að mad00 Helga væri dáin. Líklega er séra Jón orðin hrörlegur. Hvar er Jón Gauti eldri? við erum fermingarbræður Signý Sigurjónsdóttir lifir hér vestra, eg held nálægt Brandon man. Hún var fermd og um leið og við og Sigríður sál á Narfastöðum og Þóra heitin á Gautlöndum. Ekki hef eg fengið ”Dag„ síðan þú skrifaðir í haust; en sé fréttir úr honum í Heimkr. líklega þær helstu, svo það gerir ekki mikið til því stjórnmálin varða mig minna, þó hef eg hálfgaman af að lesa sumt af því, þó líklega sér sé þar bara hálfsögð sagan. og ekki skalt þú leggja mikið í kosnað við að koma honum til mín En ”Hlín„ og ”Réttur„ er tilvalin rit Nýlega hef eg lesið ”Bréf til Láru„ eftir Þ. B Þ. Það er magnaður náungi að rita. og ekki smeikur að koma við kaunin en, bara heldur mikil mælgi - um sum atriðin, enda hafði eg lesið áður margt af því, sem hann tilfærir úr ritum jafnaðmanna. En islending heima og eins hér, þurfa að kynnast þeirri stefnu, því þó sú kenning sé jafngömul kristindómin þá hefur hún verið fótum troðin og afskræmd, en þó er hið fegursta og sannasta úr kenning ”Krists„ grunvöllur hennar, enda hefur hann sjálfur verið ómeingaður jafnaðarmaður; svo útkoman verður sú, að þeir, sem andmæla jafnað kenningunni eru að lítilsvirða aðalatriðin úr boðskap ”Krists„ sjálfan friðarboðskapinn En þér er máski, í nöp við þetta, og ætti því ekki að segja meira um það. En ef þú vildir, að eg færði rök fyrir sköðun minni um þá kenning, myndi eg gera það, með ánægju, þó það yrði kannski lengra bréf en þau, sem eg skrifa vanalega. Eg tel víst að þú hafir heyrt hvað óvinir hennar hafa sagt og segja enn um hana, svo ef þú skyldir hafa aðeins heyrt þá hlið, þá býst eg við að þér þyki eg taka djúpt með árinni. En svo ekki meira um það núna Í s með síðasta bréfi til þín sendi eg þér syrp
una og keypti ábyrð á það. Hér er álit mitt um nútíðar reimleikann eða það, sem almennt er kölluð andatrú, þ00 því enn hef eg ekki séð neitt, sem mælir með henni til siðbótar eða trúarstyrk; og mín meining er að hún verki meir í þá átt halda við trúablekking en trúarþekking; og af því að bæð, trúmál og stjórnmál (áhrifamestu stofnanir mannanna) eru svo gegnsýrðar af blindtrú og blekking er meiri hluti mannkynsins að lenda á kanti við báðar. En nú má eg ekki lengja þetta meir; en ekki skalt þú angrast af ádeilum mínum, mín vegna, því þó eg sé og hafi æfinlega verið efamaður í trúmálum þá er eg held eg með eins góða samvisku og almennt gerist. trú því sem mér finnst falsl00st og fagurt, viljað að hillast það sem mér hefur fundist ver sannleikans megin (og ljóssins og hitans.) en haft hvortveggja af skornum skamti. Vertu sæl elsku systir! og þið öll, og óska þér og ykkur als góðs á kom þessu nýja ári og æfinlega. Og Lína biður að heilsa þér og þakkar fyrir langt og fróðlegt. Þú ert áreiðanlega eitt af fáu gullkornunum í mannsorpini; Þetta er 18 januar allir háttaðir nema eg og kl. nærri 11. þetta á að leggja á stað á morgun því Stefán ætlar til bæjarins á morgun. Þinn einl elskandi br. Þórarinn Stefansson Bið þig að lesa í málið sami Þ. St.
|