Winnpegosis man. Canada 30st okt. 1927 Elsku systir mín! Í gærkveld kom bréf til okkar frá þér. skrifað 28. Sept s.l. og verið því um mánuð á leiðinni, og urðum feginglöð því ekkert bréf annað höfum við fengið síðan í vor. s.l. og það bréf hafðir þú skrifað 24 marz eða á afmælisdag Björn yngsta sonar okka, sem þá varð 18 ára. Það bréf fékk eg 21 apríl; enn 10 mái sendi eg þér bréf og litla mynd af Jóhanni tengdaföður og mér. það bréf hefur þú víst aldrei fengið, og því ekki furða að þér og ykkur væri farið að lengja eftir svari. En stefán br. á víst bréf hjá mér, hafi eg sent honum svar við bréfi hans rit í Janúar þetta ár þá hef eg gleymt að skrifa það hjá mér. En til hans hugsa eg líka við fyrstu hentugleika; og af því þetta bréf til þín er glatað. þá verð eg að fara lengra aftur í tímann með viðburði ársins en ella. Vetur s.l. var fremur hrottalegur þó ekki langstæð frost; en nokkuð snjóasamur, en var þó farinn allur um miðjan apríl, þó kom hret um sumarmálin en stóð ekki lengi; en varð þó æði úrkomusamt og sáning gékk seint þó er látið vel af uppskéru víða og grasspretta ágæt og nýtt nýting sumaraflans orðið góð. og árið því talið með þeim betri og verð á bændavoru ögn að hækka en hin ”staðið í stað„ án þess þó að það meini ”aftur á bak„ einsg þar stendur; því inð iðnaðarfélög sýnast geta spent upp sína vöru er þeim sýnist af okkur: ættfólki ykkar, er alt bærilegt að segja. heilsan er og hefur verið ”lík og áður„ okkur þeim eldri smáminkar þróttur og það lofaði J. O. sálugi nú guð fyrir hér á árunum; yngra fólkið að f smá færast í aukana að verða ”tímans herrar„ án þess þó að gleyma okkur þeim eldri, sem þau sjá að jörðin er að farin draga enn nær dufti sínu Í áminnstu töpuðu bréfi sagði eg þér að meðal annars að Jóhann tengdafaðir og kona hans fóru héðan aftur til Gimli 20.st apríl s.l. og hafa verið þar í sumar og eru þar enn og verða máski í vetur. Ekki fóru þau þó vegna nokkur ósamlyndis við okkur eða aðra hér, en undu sér þó ekki eins vel og á Gimli þar, sem þau hafa verið svo lengi og liðið vel, annað það að þau eru eins og flest gamalt fólk gerist, ánægðust að vera þar sem þau geta verið útaffyrir sig. án als heimilis hávaða; en hér er hann meiri, eins og gengur unglingaærzl þegar þau eru öll heima. En fannst okkur okkur fannst Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. að gömlu hjönin vera okkur þakklát fyrir að fá að vera þennan tíma. Eg tek þetta fram, vegna þess að flestir sem þekkja til, myndu álíta að hér hefðu þau átt að eyða síðustu lífstundum sínum minnsta kosti hann; og væri líka sjálfsagt er hann æskir þess og þarf þess. og honum velkomið líka; enda þarf engin að ofttast elli kenjar hans enn, því þær eru furðu fáar þó hann sé nú 82 ára 15 þ.m. hann er aðdáanlega ern og hetjulegur fyrir svo háann aldur. Þrifinn eins og köttur eins og hann hefur altaf verið, og minnuguðr og sagði mér marga skemmtilega skrítlu og ótal viðburði, enkum ef rifjað hann upp og mundi vel mart frá fyrstu árum sínum bæði þar, sem hann ólst upp. og til 16 ára aldur og eftir að hann fluttist að Einarstöðum í Reykjadal til Sigurjóns föður Haraldar og þeirra systkyna. Við eldra fólkið því oft skemtilegar samræður enkum frá fyrri tímum. Já er það ekki vel gert aðf sálinni að þegar hún sér að skrokkgreyið er farinn að dragast aftur úr þá fylgist hún með. Þetta er svo samrýnt og trygt hvað við annað. Miðinn, sem þú fékkst frá Árnínu í sumar hefur víst flutt þér fréttina um gifting Jóhans okkar. Hann gifti sig hjá tengdaföður sínum 27 júní eða á 42ðru giftingarafmæli okkar og þótti okkur vænt um það samt gátum við ekki verið þar. til þess hefðum við þurft að fara þangað dagin á undan það er nokkuð langt þangað, og vegir þá með vesta móti og stjórnlaus mývargur; og ofsahiti. okkur þótti það slæmt en hér eru menn ekki eins áhugasamir og stungdum var heima af fara til brúðkaups. finnst minni tilbreyting í því, og ekki eins hátíðlegt og þá Hérlendur prestur gaf þau saman. Björn okkar var svaramaður bróður síns og systir brúðarinna fyrir hana Þeim voru gefnar miklar og verðmætar gjafir bæði af islendingum og hérlendu fólki. Þau fóru giftingarfor til Norðdakota og er þau komu til baka höfðu þau giftingarball í bænum. Síðan hafa þau búið í húsi hér skamt frá, og við fáum því að sjá þau við og við, Okkur geðjast vel að tengdadótturinni hún er þýðleg og blátt áfram, og farin að skilja þó nokkuð í íslensku. Stefán og Árnína er talað um að verði næst á dagskránni. en ekki þó dagsett enn þá; Eg sagði þér í fyrra um mansefni Árnínu Og um brúðarefni Stefáns í týnda bréfinu minnir mig. Hún heitir Guðný, og er dóttir Steingríms Jónsson Rögnvaldssonar, sem bjó á Leifsstöðum í Kaupangssveit. Sá Jón og Guðný og Steingrímur sonur þeirra urðu okkur samferða vestur Jón dó fáum árum eftir það. en Guðný er dáin fyrir 3m eð 4. árum. Jón og Jóhann tengdapabbi voru náskyldir. Stína var heitbundin manni hér en það gékk úr skaptinu; eg held að beggja vilja og eg held líka að þau hefðu ekki átt suðu saman; hann er íslendingur. fremur almennilegur maður, en talinn fremur stirður í lund. eð ekki við almenning skap. En Stína er skarplynd og glaðlynd; og nokkuð stíf eins og pabbi hennar Hún hefur verið lítið heima nú nærri 2 ár Vinnur núna á sjúkrahúsi vestur í Sask. sem matreiðslustúlka og unir sér þar vel. 30. ókt. Ungu hjónin Jóhann og Margrét eru stödd hér í kveld. Lína að hita kaffisopa Árnína og Margret liggja hér í Bedda og skríkja og skrafa. Bræðurnir allir að skeggræða uppá lofti, Stjana er fyrir handan Víkina hjá Helgu systir sinni sem er hálflasin af því hún er komin af frá, að láta draga úr sér allar tennurnar. yngsta og y elsta stúlkan þeirra var hér, hin hjá Jóhanni og konu hans, á meðan þau voru að heiman 31. okt. héla á jörð í morgun en kyrt og þokufult loft Stefán og Björn eru að höggva bjálka í skogji fyrir Stefán, sem á að saga borðvið úr í hús fyrir hann. Við lína hér heima en Stjana að kenna á skólanum Kennir fram að jólum og eftir nýarið fer hún á Kennara skóla í Winnipeg. því hún var ekki nema hálfnuð á þeim skóla áður enn hún fékk leyfi til að kenna og nú má hún helst ekki kenna lengur nema ljúka náfni þar. Stefán og Jóhann hafa unnið Hjá Jóni mági sínum i alt sumar og Björn um tíma eftir að við vorum búnir að heyja. En svo vildi það óhapp til að millan brann 19. maí í vor og var ekki komin í stand aftur fyr en í byrjun júli. síðan hefur gengið vel þar Vélarnar sjálfar brunnu ekki, enn skemdust dálítið aðalvélin eða gufuvélin skemdist lítið en öll
belti og sagir, sem miklir peningar eru í og alskonar verkfæri og töluvert af borðvið og marg. f fleira fór í eldinn. Þett vildi til meðan fólkið var við miðdags borðið og skógar brúskur skygði á svo ekki varð vart við eldinn fyrr en hann var búin að læsa sig í alt þakið á húsinu sem Vélarnar voru í, því það hefur kviknað í því af neista sem gufuvélin hefur spúð frá sér, hún var full af gufu og eldi og gufuperssan í henni 100 pund á hvern ferþumlung, svo það var voði að vera í kringum hana því hún gat sprungið í loft upp á hverri stundu, og af þeim sökum varð svo erfitt að bjarga og slökkla eldinn en svo varð það lán í ólani að lítil gufupípa sprakk, lítið eitt og þar gaus gufan út án þess að hitta nokkurn og eftir það varð varð hættan minni og svo hægt varð að drífa nóg vatn í eldinn en varð þó að bera það alt í fötum því vatnsdælan var orðin halfbrunnin þegar komið var að. Já það var eftiminnilegur atburður fyrir okkur hér og mikill skaði ek en því betur varð ekki mannskaði eða meiðsl til muna, en fólkið, sem tók þátt í að slokkva var víst sæmilega útaugað um það búið var að slokkva, lamað bæði á sál og líkam karlar og konur og bjó að því lengi; ekki gátum við Lína samt gert þar neitt. fengum bara að horfa á en svo fyrnist yfir þetta og alt komst í samt lag aftur En samt jók það þó jók annað tilfelli líka á þessa mæðu, því móðir Jóns lá þá fyrir dauðanum í bænum og
því varð hann að sinna líka, sem von var. Hún dó í byrjun júní. Hann bað mig að rita æfiminning hennar og gat ekki neitað því, þó eg væri ekki hæfur til þess og það var byrt í Lögbergi 30 júní, ef þú vildir sjá það Ekki hef eg séð ”Tímann„ í fl. ár, og ef þú getur þá sendu mér það, sem mælt var eftir Árna heitinn því mig langar til að sjá það. Jónas Brynjólfson misti komu konu sína í Fbr. s.l. mynd og eftirmæli hennar í Lögb. í vor s.l. Hann biður ætíð að heils Siggu mákonu okkar Hvar heldur hún til síðan Baldi br. varð svona fatlaður? Jeg sá í L Íslandsfréttum í blöðunum að Anna dóttir H. br. okkar væri orðin ekkja en eða. Það var sorglegt mér fanst á lýsing af manni hennar eða ætt hans að eg hlyti að skilja það rétt. Dóri br. hefur ekki skrifað mér síðan þess dóttir hans var á förum til að gifta sig en sendi mér þó góða mynd af þeim öllum, sem eg hef þó ekki borgað, en sendi honum þó bréfmiða eftir það, ef hann hefur þá fengið það ”Hlín„ fékk Lína með skilum er þú minnist á í mart bréfi þinu. Eg hef lagt drögur fyrir að fólk ”Fríðu„ á Skútustöðum láti hana heyra frá sér, hef þó litla trú, að það beri nokkurn árangur því t.d. Steingr. og Petra hafa ekki reynst mér fjörug til bréfaviðskipta hér á milli okkar. mér fannst t.d. S. ekki gefi mikið fyrir svoleiðis viðskipti milli
ættinganna heima og þeirra hér; aftur var Petra miklu hrifnari af því og hefur oft óskað beðið mig að segja sér fréttir úr bréfum ykkar og eins Kristín þorsteinsdóttir. Kristín skrifar okkur stöðugt og Lína henni Er þessi ”Fríða„ á Skútst ekki ”Fríða skáld kona„ og dóttir Sigurgeirs og Kristínar frænku okkar á Arnarvatni, mig skilst það muni vera. Eg bið hjartanlega að heilsa Helga á Grænavatni og konu hans; og eins Hjálmari br. hans. mér þótti svo vænt um að hann og þeir frændur okkar sýndu þér svo bróðurlega hlútekning á saknaðstund við burt æfifélaga þíns. Mér þótti líka vænt um að heyra að Árni átti hlýhug til mín; skyldi það líka því af eigin reynzlu vissi ég að ylur var undir, þó efra sýndist kalt, og fækkandi fundir frl frelsa við það alt. eða týnum þá bestu minningarnar úr sandi tímans. Jæa! Elsku systir mín mér finnst eg ekki hafa fl. að setja á þetta blað, þó það sé nú ófullkomið að vanda, er það þó betra e0 en þögnin tóm. Og nú ætla eg að kaupa póstabyrgð á það til reynzlu. Biðjum öll að heilsa þér og ykkur öllum ættingunum nær og fjær. Þinn gamli elskandi br. Þórarinn Stefánsson
|