Nafn skrár:ThoSte-1929-11-13
Dagsetning:A-1929-11-13
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30)

Winnipegosis Man.

13.nd Nóv. 1929

Elsku systir mín Bogga.!

að skrifa þér Eg er orðin illa á eftir, með að skrifa þér; Var búin að h ætla mér að koma einhverri miðamynd til þín fyrir Jólin, en það mun hæpið að það rætist. Þú hefur nú sent mér, vist 2 bréf síðan eg hef skrifað þér. það fyrra kom 1 júní s.l. og aðnnað í gærkveld, skrifað í byrjun Okt; og er sannarlega kominn tími til að þakka þér; já af heilum hug og hjarta geri eg það, og gott að vita að til þín, meinar það meira en ”orð - orð„. þrátt fyrir vanrækslu frá minni hlið. Eg hafði eins og þú veitst, skrifað heim s.l. vetur og vor meðara tíðar móti, og en þú þó orðið á hakanum að vissu leiti nefnilega að eg huggaði mig við það að þú hafðir séð mest af þeim skrifum mínum; Eg fékk líka í vor eða snemma í sumar, bréf frá 2m öðrum eða öll heldur 3m Marteini Þ. og svaraði því, litlu seinna, líka frá Hjálmari br. og Björgu frænku í Neslöndum, og bið eg þig að segja henni það, og hjartans kveðju þangað líka. Það var innilegt, vel stílað, og tætti af mér skrápinn hversdaglega, til að komast að því litla, sem eftir kann að vera aft af innri ylnum. og ef eg tóri. verður hún næst á dagskranni hjá mér Hjálmar ætti nú bráðum að fara sjá framaní,

skekkil frá mer er eg sendi á stað, 20 ókt s.l. og veit eg þú færð að sjá það. Líka skrifaði eg Dóra, snemma í maí.

Blaðið ”Dag„ fæ eg nú reglulega stundum í hverri viku, Eg hef gaman af að lesa það, bæði fréttir, og eins um stjórnmálin. Þó mig varði nú máski lítið um þau, hér. Þá er gaman að sumum innleggunum hjá þeim Það lítur lítur út að Þessi Jónas frá Hriflu, sé afturhalsflokknum næsta erfiður, og meira í hann spunnið, en almennt gerist. annars væri hann ekki lagður svona í einelti. Eg hefði gaman af að þú mér, segðir mér, ögn um foreldiri hanns, er orðinn ruglaður í sumum gömlu reikningunum. Já gaman hafði eg af að sjá skriftina hanns kunningja þíns. þó hafði eg hugsað mér hana, fágaðri en hvað gerir það, til, Hann er áreiðanlega einn af þeim sem búinn er fyrir löngu að sigla af sér, úfna sletturokið, eins og Stephan G. sagði, einusinni; og vel gékk mér að lesa skriftina hans; en frændi, með hann ætlaði mér að ganga ver; samt slarkaði eg fram úr því og í morgun við dagsbyrtuna, eftir að hafa haft það undir koddanum yfir nóttin; og lét það svo í ofninn, af því þú baðst þess; en hitt ætla eg að láta fylgja þessu, samkvæmt umælum, þínum. Með hjartans þökk fyrir hugulsemina. Síðan eg skifað. Hjálmari, hefur fátt markvert skéð hér í kring; nema það, sem eg drap á í því brefi, að Stefán okkar væri þá, í mennt með að gifta sig. Þau giftu sig 31. október s.l. í bæ vestur í landi, ”Yorkton„, engir viðstaddir, nema prestur og vitni. Svo fóru þau til Kamsack; þar sem nafna þín býr og voru þar 3. ”hveitibrauðsdaga„ og komu heim hingað

Sjötta þ.m. Eins og eg hef vist getið um áður, er hún dóttir Steingríms Jónssonar frá Leifsstöðum, Rögnvaldssonar. Guðleif móðir Jóns Rögnvsson Var dóttir Ólafs á Íllugastöðum í Fnjóskadal; og systir Guðleifar var María móðir Jóhanns heitins tengdaföður míns. Svo þú sérð nú skildleik þessara ungu hjóna. Guðleif og María áttu bróður, sem Jón hét. Hann fluttist norður í Þistilfjörð. Dóttir hans var Guðrún, fyrri kona Guðmundar í Sköruvík, foreldrar Ólafs, sem þú manst eftir að var á Skútustöðum kaupavaðmaður. fór hér vestur snemma á árum, og gat sér góðan orðstír í þessu landi einsog heima. Hann drukknaði fyrir mörgum árum í Red Deer ánni í Alberta, við að synda yfir hana ásamt bróður sínum Sigfús, sem komst af. og munt þú hafa lesið kvæðið um þann sorglega atburð í b ”Andvökum„ Stefán og Guðný létu taka mynd af sér litlu eftir giftingun, og vona eg að geta sent þér hana þó líklega ekki í þetta sinn. Þau eru bæði orðin vel fullorðin, enkum hann, er 33. en hún um 27 - 9. Des. Aðalbjörg og Árni maður hennar og börn þeirra 6 kom hingað í sumar á Bíl sínum alla leið frá Minniota Minn, og dvöldu um 2 vikur; Árni veiktist hastarlega af lungnabólum í byrjun Óktober, og varð að fara á sjúrkrhús, og fyrir skemmu var gerður uppskurður á honum, vegna meinsemdar í orð oðru lunganu; og er bátt að segja hvernig það leiðist út. Nafna þín kom snöggvast snemma í haust að sjá okkur, og elri soninn sinn, er hjá

búin að vera hér á annað ár, og líkar mikið betur lands enn bæjalífið, en nú býst eg við að hann hverfi nú héðan, í vetur eða vor, því þau vilja láta hann fara að nema einhverja iðn sem sé lífvænlegri en bændastaðan, og er það vel hugsað. En við söknum hans, því hann hefur verið okkur svo þægur og ljúfur drengur. Hann er 17 ára. Hár og þrekinn eftir aldri, og talar nú og skilur mikið í ýslensku; enda hefur hann verið hér, eitthvað á hverju sumri síðan hann var unga barn.

Björn yngsta barn okkar, 20 í vor sem leið og þessi nafni minn, er eru mestu mátar, reglulegar samlokur. Og eg veit að þeim þykir fyrir að þurfa að skilja. Nú er verið að safna hér til landnámssöguþátta, Íslendinga í Winnipegosis. Veit þó ekki hvort það verður prentað í Almanaki Ó. Þorg. í þetta sinn. Finnbogi Hjálmarsson, hefur tekið að sér að safna upplýsingum um það, og hef eg getið hans áður í bréfum eitthvað. Hann er skír og minnugur. karl ættingi okkar, kominn af Einari og Ólöfu forfeðrum okkar, og náfrændi Jóns heitins Hjaltason, sem vann í 14 ár á Grænavatni, í von, sem aldrei rættist. Þú fyrirgefur þó eg vaði úr einu í annað; já, ”Einar í Koti„ dainn Eg þekti hann, þegar hann bjó þar. Ekki minnist eg þess að við, eldri mývetninga, sem oft nutum skýlis þar, og ymiskonar greiða, hefðum neitt af ”harðúð„ að segja, heldur það gagnstæða, fengum þar tíðast

fullsæmilegar viðtökur, eða öllu heldur betri viðtökur en við áttum máski skilið. því nóg var narrast að Einari, á þeim árum; þó líklega græskulítið af sumum Eg hef altaf álítið að orðið, ”harðúð„ væri talsvert móðgandi; og ekki síst, þegar verið er kveðja, þessar dugandi hetjur í síðsta sinn. Vitaskuld gerir þetta hvorki til né frá með þann, sem er dáin, en finnst það ekki, lýsa mjög hlýlegri hlutöku við vandamenn þess látna.

17 Nóv. Sunnud. Milt veður nú í langa tíð og vatnið ófrosið nema víkur og alauð jörð, kom lítið snjóföl fyrir 2m vikum, en hvarf fljótt aftur, logn og tunglskin í alla nótt, s.l. Unga fólkið, hafði dans í skólanum til kl. 3 í nótt, en eg las fyrir Línu og sjálfan mig í nýrri ”Kringlu„ til kl. 12. Stefán og Guðný eru nú að búa sig undir að flytja í Sæluhús sitt fyrir veturinn það er hálftíma gangur þangað. Hann ætlar að fiska þar þegar vatnið frýs. Hjónarúmið kom í gær.

Jæja! Jói með ”képpa kynnarnar„ og pokann í handarkrikanum nú horfinn af leiksviðinu fyrir ”gott„. Finns frá Yztafelli minnist eg betur. minnsta kosti gerði hann mér góðan greiða, veturinn 80, seint í januar; er hann bar fyrir mig 80 punda vörubagga þvert yfir Fellið yfir Skjalfandafljót á lélegum ís og upp brekkun að Fosseli; Þessi lágji þrekni kubbur þrammaði með á undan mér lífsglaður og rólegur. eg var að koma innan af Akureyri, og fór f að Yztafelli m með sumt af dótinu sem eg var beðinn að kaupa þar á innleiðinn, fannst eins og líka fleirum, að ekki teldist það krókur að koma í Yztafell. Kominn eins og heim, þó aðeins væri hálfnuð leiðin Hjálmar frændi á Ljótsstöðum varð mér samferða í þeirri ferð

til náms, hjá bróður sínum, í Yztafelli. Fengum óstætt ”hræra skæra verur„ yfir heiðina að Hallbjarnarstöðum Þetta var mér sagt að væri, málfæri Helgu konu Jóns sem bjuggu i Glaumbæ og þegar eg var á Einarsstöðum hjá ”Sala„. 1879. áður í Fagranesi, Þessi Helga og Vinnukona, hennar, fjörguðu í mér til lífs aftur, einu sinni, er eg komst þar heim, hundrennandi gegnkaldur og orðin svo máttlaus að eg komst ekki lengra, Búin að þvælast allan daginn í mokandi krapahríð vestur í ”Þingey„ við að smala lömbum fyrir Sala gamla. Þær klæddu mig úr hverri spjör, og vöfðu að mér dunsængum, og eftir þó nokkur tíma fór mér svo að hlína að eg gat sofnað; um morguninn var eg svo rólfær að eg gat rölt suður í Einarsstaði en leið þó illa næstu daga. mig minnir að, þessi stúlka, sem þá var vinnukona í Glaumbæ; væri dóttir Jóns Finnbogasonar. og væri kölluð Steina eða Stjana man það samt ekki fyrir víst, en góðvild þeirra, hef eg ekki gleymt. Þó aldrei launaði eg það; nema þá með þakklátum hug, 50 ár eru nú síðan, þá rifjast það upp. Ekki veit eg hvað af þessari stúlku, varð, og máski dáin nú.

Þér finnst nú þetta orðin helst til löng frásaga, og Það næsta verður þá um veðrið, sem breyttist í nótt, s.l. 19. nóv. Ofsa norðan frostbilur og talsverð snjókoma. og vatnið að frjósa. Gripirnir, sem úti hafa gengið þ til þessa komu sjálfir heim með tölu í gærkveld og þá veit maður, að vetrarveður er í nánd.

Þeir eru betri veðurfræðingar en við mennirnir Úlfurinn hafði samt náð sér í eina kindina enda komu þær, ekki heim fyrr en í kveld; og hef eg þó haft þær í girðing flestar nætur, síðan um miðjan águst því þá náði hann lambi. 1) sjá ofuga línu. 1) Eg hafði talið skagt, kindurnar allar í morgun.

Stefán og Guðný fluttu búferlum í gær; og hann kom hér í dag að hjálpa til að slátra, dylkálf. Það var svo kalt í dag að sum börnin komu ekki á skólann. Og eg hólkaði mjúku, Hettunni yfir skallann og húfu þar yfir og þá gat eg otað skallanum í veðrið eins og Brynki sem varð úti þó, norður í Kelduhverfi sonur Einars sem kallaður var ”svarti„

Þú segist ekki hafa séð, æfiminning Jóhanns sál; eftir því hefur þú aldrei fengið, Heimskringlu fyrir nóv - des. 1928. sem við þó sendum þér, áreiðanlega Og t og snemma í desemb. þá, var hún prentuð í Heimskrl En kvæðið í janúar. 1929. Við höfum ekki blaðið, en eg hef held eg afskrift af því og gæti því sent þér það og skal hafa það í huga. En þarf að hreinskrifa það. það er bara uppkast. Já kvæðið var prentað í ”Dag„ En hvorki mæltist Jóhann til þess við mig eða ekkju hanns Þó eitthvað yrði mælt eftir hann og hvorugt okkar hefur sent það heim til prentunar eða neinum á Íslandi; og enginn fengið afskrift af því nema ritstjóri Heimskrl, og eg veit að hann hefur ekki beðið ”Dag„ að prenta það. Ekki fyrir það að það væri máski neitt óhlíðilegt að þeir, sem end kynnu að muna eftir J. heitnum heima væri ekki velkomið að sjá það. En vitum ekkert um hver, sent hefur kvæðið og auðvitað ekki heldur ummælin sem fyldu, enda eru þau að sumu leyti einkennileg, enda hefur þú tekið eftir því.

og væri okkur forvitni á að vita hver hefur sent það heim; efast reyndar ekki um að sá sem sendi það, hafi gert það í góðum tilgangi. Þó manni finnist hann, komast einkennilega að orði, og úr Heimskrl. hefur hann tekið það, hver, sem hann er. Væri gaman ef þú eða Dóri gætu fengið að vita það hjá ritsjóra ”Dags„ Jóhann sál hefur sennilega álitið að t.d. að í Eyjafyrði (þó hann væri 16 fyrst ár æfi sinnaðr þar) mundu nú fáir lifa sem þektu hann þar. því aldrei eftir að hann kom hér vestur skrifaði hann þangað, svo mér og okkur væri kunnugt, og bræður, sem hann átti þar, hygg eg að séu dánir, því hann var yngstur systkna sinna; en hann var 83 ára þegar hann lést, eða það áleit hann sjálfur; en skírnarvottorð, sem hann fékk að heiman litlu áður en hann dó, segir hann fæddan ári fyr en hann hélt sjálfur. n.l. 84 ára. Sigríður systir hans dó í sumar sem leið. og var 10 árum eldri eða nu þá nærri hálftíræð, en nýlega orðin blind.

20. nóv. Frost og bjart veður. Eg er nú að hugsa um að ljúka við þetta, og koma því á stað; Stebbi og Guðný komu í kveld, og alt unga fólkið, er að skemta með söng og Orgel og Fíólín.

Elsku systir min, Eg óska aðf heilum hug að þú lifir til að lesa þetta, og mörg bréf enn frá mér þó þau séu ekki, vel samin, þá hef eg altaf vitað og fundið að þau gleðja þig. Heimskrl fyrir Sept og Októ er nú uppvafin til þín og fer um leið og þetta. Lína og börnin óska þér gleðilegra jóla og öllu frændfólkinuu í Garði og bræðrum mínu og öðru frændaliði Þinni og ykkar einl elskandi bróðir Þórarinn Stefansson. Gleðil. Jól

Myndir:12345678