Nafn skrár:ThoSte-1930-05-22
Dagsetning:A-1930-05-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man

29 maí 1930.

Elsku systin mín - Bogga!

Búin er eg að fá 3 bréf frá ykkur síðan um áramót s.l. Eitt frá Hjálari, næst þitt; og nú nýlega frá Björg bróðurdóttir í Nesl. Hjálmrs bréfi svarað í byrjun mars s.l. og þér elku systir nú, með hjartan þakklæti til þín og ykkar. ”Hlín„ ”Lögréttu með Sæmund á selnum 3 spjöld með myndum, fyrstu vísuna hennar þuru á þessu ári. Lika var þar með miði frá Hjálmari um ætt. J. J. dómsmálarh; og þá má ekki heldur gleyma að minnast við þig og Arnþór fyrir fyrirhöfnina við að senda mér, þetta líka snjalla kvæði G. F. um Sæmund á selnu; og búin að marglesa það bæði fyrir mig og aðra, og nautnin vex við hverja umferð. Best gæti eg trúað að þetta væri það eina, sem borist hefur hingað vestur af þessari nýju bók, G. F. ennþá. Mjög þótti mér vænt um það, sem nafni hans Finnbogason ritaði um hann, það hygg eg sé sönn, og ópartísk lýsing, og verðug afmælisgjöf. Með bréfinu, sem Björg í Nesl sendi mér kemur þessi sörglega fregn, um lát Bjargar frá Geirstöðum. Mér finst hún vigra sér við að segja mér, (og máski ekki vitað það heldur) hvernig veiki hennar byrjaði? en segir að álitið sé að, Berklaveiki hafi orðið henni að bana. og hún hafi verið búin að liggja síðan um veturnætur og læknirar altaf gefið út, sínar ”góðu vonir„ um Eg finn það á bréfi nöfnu hennar að hún treystir þér

til að skrifa mér ytarlegar um það. Þessí góða móðurnafna okkar í Nesl. skrifar mér svo elskulega hlýleg bréf; síðan pabbi henna dó. Ekki ert þar víl eð vol, en samt bítur það mig að líf hennar sé ekki stráð of mörgum ylgeislum. En gáðu vel að þessum umælum mín því það er hægt að miskilja þau; enda eru þau að mestu ágiskun mín.

Sunnud. 1. júní. Við Lína og Stjana ein heim í dag. Björn og Þórarinn eru að vinna í bænum hjá mági sínum við sögunarvélarnar. Stebbi og Guðný fluttu í hús sitt í bænum í apríl. Hann er núna við að stjórna Gufuvél í bát, sem dregur 0arðann sem viðurinn er fluttur á að vélunum. Mest af þeim honum var höggvið0n hér á tanganum í vetur og fluttur á sleðum fram á vatnsbakkann. Líklega um 350 ”Cord„ Þannig skilst það: - að trén í skógjinum eru söguð niður í. 4-feta langa búta, þeim svo hlaðið upp, ekki uppá endann, hl heldir flatir hlið við hlið, og lag ofana lag, unz það er orðið 4 fet á hæð, það er löghæð og þegar lengdin á svona hlaða er er 8 fet, hæð 4 fet og breydd 4 fet verða í þeim hlaða 128 fet. Lögleg ferhyrnings-fet (Cúbik-fet.)

1. júní að kveldi; Það komu hér e.m. nágrannahjón okkar, og töfðu um stund, Petur Jonsson kallar sig Normann; hann er skagfirðingur, en kona hans er af pólskum ættum. Hann hefur verið hér nágranni minn í 15 ár. Sagðist vera að leggja á stað til Íslands og kom til að kveðja; Hann sagði mér, að ef hann gæti farið eitthvað útum landið, ætlaði hann að

að koma í Garð, og sjá ”Þuru í Garði„ Því hann er einn af morgum, sem þykja góðar vísurnar hennar. Eg bað hann fyrir kveðjur. Og fari svo að, þetta rætist (sem nátturlega, er ekki gott að reiða sig á, því hann sagðist ekki geta tafið heima nema svo, sem 1 mánuð) Vona eg þú fáir að tala við hann; hann þekkir mig í sjón, og máski eitthvað í raun; Þér er óhætt að spyrja hann því hann kann enn vel málið okkar góða, og skír og skemtilegur, og raungóður nágranni. Með, eða um heimför fyrir sjálfan mig eða mína, virðist nú gagnslaust að vera langorður; og tilfinningum mínum í sambandi, við það. Þær hafa lengi verið í tamningu; og ættu því vi0a að varast dálítið gönuskeiðin. Þú þekkir og skilur það af eigin reynd, og því óþarfi fyrir mig að útskýra það, á nákvæmari hátt. Við höfum nú haft bréfaskifti í 41 ár, og hvorugt hreyft við einkamálum okkar og bæði álitið það nauðsýnlegt, máski meðfram af því að bréf eru sjaldan hentug til slíkra hluta.

Eg sé á bréfinu þínu, þessu síðasta, að, þar hafa misskrifast hjá þér, ártöl í 2m stöðum, svo þar hef eg orðið hjá þér 68 ára 6. febr s.l. í staðinn fyrir 69. En nú veit eg fyrir víst að eg hef fæðst 6. febr. 1861. fékk í fyrra vottorð um það frá Skjalasafni Islands„ tekið úr kyrkjubók Skútustaða; frá frá þeim árum. Þegar eg skrifað eftir því fyrst, var það; Þórarinns sál. bróður okkar þar segir að hann hafi verið fæddur 6 Nov. 1850. sá auðvitað að átti ekki við mig og sendi það aftur og sagði þeim að sjá hvort þeir gætu ekki fundið sama nafnið í ártölum fyrir 1859 - 61. jú; þar fundu þeir mitt strax. og eðlilega föreldra nöfnin, bæjarnafni og kyrkjustaðar, eins á báðum

Svo eftir þessu, hlýt eg að vera á sjötugasta ári nú. hin misritunin var er þú minnist á það er þú varst þeim saf samferða Jóni og Guðnýju þegar þau voru að flytja sig að Mýri í Barðardal. Það hefur þú skrifað að hafi verið 1893. en giska á að þú hafir þar ætlað að skrifa 1883. og í sama sinn og þú varst að koma heim af Kvennaskólanum á Laugalandi? ve en það er samt ágiskun mín. En -93 voru þau og eg búin að vera hér vestra 4 ár eða fluttu af ísland um leið og eg -89 - Elsku systir þú mátt ekki misvirða það þó eg sé að látast vera að knésetja þig fyrir þessar ritvillur. því sjálfur mun eg ekki geta fríað sjálfan mig í því tiliti ef þú eða þeir, sem eg skrifa vildu ganga í ”réttritunardóm„ við mig. Það var líka tæpast von að þú vissir fyrir víst um aldur minn því eg var sjálfur ekki alveg viss um það fyrr en eg fékk þetta vottorð, en það kemur, samt alveg heim við það, sem eg hef haldið um það, minnsta kosti síðan eg kom hér vestur.

Þú minnist á, að eg ætti nú skrifa upp útdrátt úr, - t.d. um tímabil það, er eg var heima, já það er nokkuð síðan að mér sjálfum kom það hug; en líklega verður útideyð úr því; með fram máski af því, að eg er orðin svo, þolaus að sitja, lnema þá stutta stund í senn, stirna eins og trédrumdur, allur skrokkurinn ef eg geri mikið að því einu. Liðkast þó nokkuð fljótt, við hreyfingu, samt þolítill, ”á báða bóga„ og reyni að hafa, sem léttastar hreyfingar og eg get. Það er talsverður vandi að semja æfiminningar sínar, en samt er oftast gaman að lesa þær, og oft mikill fróðleikur í þeim, hj ekki sist, þeirra, sem leiknir eru í stílistinni. En talsvert mörg atriði, og æfintýri, man eg glögt úr lífi mínu, bæði heima og hér. Líklega þó ekki fróðleg og sjálfsagt algeng En einusinni kom þó fyrir mig einkennilegt æfintýri og en myndi þó ekki fara að setja það í æfisögu.

10 júní. Eg hef nú hvilt mig við skriftir síða á Fimtud. Föstudag, og Laugardag var eg að klippa ullina af kindunum Og maður Árnínu hjálpaði mér við það.

Svo hafði unga fólkið danssamkom á í fyrrakveld í skólanum. og var gestkvæmt hjá okkur í gær, mest var það nú samt börn okkar og tengdafólk. Jóhann og kona hans höfðu ekki komið f hér í 8 mánuði því þar sem hann vann í vetur við fiskiklak, gat hann ekki fengið frí heldur á sunnudögum. því vélarnar, sem hann stjórnaði, þurftu að vera á gangi nótt og dag Hann hafði annan mann með sér og Jóhann vann við vélarnar frá kl. 12 á daginn og til kl. 12 á nóttunni þá tók hinn við til jafnlengar. En það er borgað nokkuð hátt kaup við þetta. Um 4 dollara á dag. Þau komu með Grafófón nýan, sem þau eiga og hefur það spilað og sungið heilmikið fyrir okkur hér í gær og dag. Hann er núna nýbyrjaður á að stjórna Gufuvél fyrir mág sinn. meðan sögunarvélarna hafa nógan við til að vinna. Hann tók próf í vélafræði í fyrra. það var, sem kallað er fyrsta próf. og stóðst það. En til að verða fullnuma í því þarf að taka 2 próf meir. Stefán hefur ekki tikið próf enn hefur samt hefnast vel að stjórna vélum. Hann er lifandi eftirmynd Stefáns sál bróður okkar með vinnubrögðin. Og nú, þó hann sé ekki nema 34 ára farin að láta á sjá. og talsvert þreytulegur. Jóhann er ekki eins heilsuhraustur; og ákafur ekki eins ákafur, enn gengur vel undan honum. Björn er nú yngstu 21 í vor. sem l. En eg held ef hann lifir að hann verði sterkastur bræðra sinna, og vel duglegur og áhugasamur; og það sem mér þykir vænst um að þeir eru allir svo leiðis

að vinna jafntrúlega hvort þeir þeir, sem þeir vinna fyrir eru sjálfir í kring eða ekki; og mér finnst það lýsa vel íslenskri dygð, minnsta kosti. fannst mér sú dygð vel almenn á ungdómsárum okkar. Sjálfum fanst mér eg vilja sýna þá dygð; minnst kosti þeim sem eg fann að ekki vildu beint níðast á mér. Eg þykist nú vera kominn á raupsaldurinn og ætti ætti því að vita hvað eg má bjóða mer! Þá er með kvæðið, sem þú segir, sem þú segist hafa látið byrta í ”Dag„ Eg efast ekki um að þú munir það rétt, að það hafi verið vegna einhverra ummæla minna, að þú gerðir það. En eg alveg gleymt, að hafa beðið þig þess. En umæli blaðsins viltu mig, af því að þar er sagt að blaðinu hafi verið sent það, beint hér að vestan. Já elsku systir! Fyrst eg veit nú, tildrögin að þessu, skulum við láta það gleymt. Eg held þú ættir alveg að hætta við að vera að kosta til að láta senda mér ”Dag„ Þó eg viti nú vel að þú, teljir það ekki eftir þér, þá eru það óþarfa útgjöld fyrir þig. Mér geðjast samt stefna sú sem það fylgir. og hef gaman af orðahnippingum þeirra. Þar og í ”Tímanum„ (sem eg hef fengið að láni) hef eg nú lesið alt um ofsókniar á J. J. Það hneyksli verður mag mörgum minnistætt Ljót var heimfarardeilan í ”Lögbergi„ hér vestra, enn þetta er þó enn verra. Elsku systir. eg get nú held eg ekki týnt fleira til í þetta sinn; það er fátæklegt eins og oft áður; bara svo þú sjáir að eg er ekki, alveg hættur að að hugsa í áttina til þín og ykkar. Bréf til Hjálmars fór byrjun mars; og eg sé að þið Björg í Nesl hafið fengið myndirnar af Stebba og Guðnýju.

”Lögb„ 1 maí hefur æfiminning. Rituð af F. H. og Th. St. reyndu að ná í það; það ætti að vera eitthvað í það varið fyrst 2 lögðu saman! Vertu sæl elsku systir! og þið öll systkyn og frændfólk alt. Gleðilegt sumar!

Þinn einlægur elksandi br. Þórarinn Stefansson

Myndir:123456