Nafn skrár:ThoSte-1930-11-11
Dagsetning:A-1930-11-11
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Box 30

Winnipegosis Man.

11 Nóv. 1930

Elsku systir mín! Það eru víst um 5 mánuðir síðan eg skrifaði þér síðast, og því mál komið að reyna að hripa þér miða fyrir jólin einsog eg ef oft gert áður. og minnast með hjartans þökkum fyrir þitt skemtilega og fréttamikla bréf sem þú skrifaðir mér í Águst s. l. ”Dag„ fæ eg nú nokkuð reglulega; hafði víst orð á því í síðasta brefinu til þín að þú skyldir ekki hafa fyrir að senda mér hann. En nú sá eg í ”Heimskr„ um daginn Sigfús H frá H. ætti að taka við ritstjórn hans ásamt skólastjórn á Akureyri, og verði það þá vildi eg um fram alt fá blaðið lengur. En okkur þótti, og áreiðanlega mörgum súrt í broti, að missa hann. En samt en samt eg ann eg Íslandi að fá að njóta snildinnar hans. Litlu eftir að eg fékk bréfið þitt sá eg í ”Dag„ hið sorglega fráfall. Þorlaks Jónssonar á Skútustöðum. Lungnabólgan, er og hefur lengi verið skæð, á miðaldra mönnum. á Íslandi hefur mér altaf fundist. Víst var það hún, sem deyddi föður okkar, enda engin læknir þá í sýslunni og eg held ekki í Eyjafyrði, heldur það sýnist líka að þeir standi enn ráðalitlir yfir þeim sjúkdóm. Hér virð krabbinn og tæringin drepa fólk meira en nokkur annar sjúkdómur. Það hafa hér dáið æði margir. t.d. íslendingar úr krabbameini, síðan eg kom í þessa bygð, sem eru þó fámennir hér að heita má, enn fáir úr tæring.

Eg skrifaði Björgu frænku í Nesl í októb. og veit að þú færð

að sjá það. Síðan hefur verið tíðindalítið hér í kring og okkur ættfólki þínu og öðrum liðið vel; að kalla má; En tíðin hefur verið æði breytileg seinni partur af Októb. var mjög stormasamur og hér snjóaði talsvert og víkur frusu. Þó gerðu þau veður lítinn skaða hér; en í tveim næstu fylkjum fyrir vestan, gerðu þú stórskaðá, bæði á óhirtri uppskéru og og talsvert, sem fórst af skepnum og nokkrir f menn fórust líka þ. á m. dóu 5 menn í Bíl sem varð fastur í fönn 5 milur frá bæ, 7 menn vóru Bílnum 2m var bjargað. Sagt að hinir hafi dáið 00 eiturgasi, því vélin var látin vinna til að halda yl í Bílnum; en nún í nærri 3 vikur hefur verið sumarblíða festa daga og engin snjódíll neinstaðar. samt frost sumar nætur og vatnið lagt sumstaðar og geldir gripir ganga enn fyrir sér en kum gefið síðan kólnaði í Október. 1 sægrá kvíga, nýlega borin, og reynist vel. Svo á önnur jafnaldra hennar; ljósgrá að bera bráðum og 2 eldri kýr í næsta mánuði, svo við komum því til að hafa nóga mjólk, ef þær lukkast vel, og við höf nóg fóður fyrir þær. Við höfum altaf síðan við fluttum hingað fyrir nú 28 árum haft heldur notalegt kúabú, og sjaldan orðið fyrir slysi með þær. samt hefur það viljað til. t.d. í fyrra sumar mistum langbestu kúna okkar um burð, það um miðjan júní, og var vel feit. Það kom svo fjarska mikið undir hana að að mér fannst að henni væri óþægilegt að ganga með það, svo við fórum og mjólkuðum hana, enda sýndist það þörf því í seinna sinni, mjólkuðum við úr henni 1 1/2 meðal mjólkurfötu; en skömmu á eftir veiktist hún

og var dauð að sólarhring liðnum: Líklega verið mjólkurdrep ”milkfewer„ sem drap hana. Það kvað vera varasamt að mjólka kýr fyrir burð, og það var talin orsk orsökin í þetta sinn, en þó hef eg stundum gert það áður og ekki orðið að meini, en óneitanlega fékk eg þarna lexíu sem vert er að minnast. En mér hefur aldrei verið geðfelt að fást lengi um orðin hlut, og ef eg hefði lagt á minnið þessar þær fáu? lexíur, sem eg hef kynnst um dagana, væri eg komin á ”Klepp„ fyrir löngu, en nóg um það.

Eg veit það hefur glatt þig, og það gladdi mig líka að heyra um vesturíslenska fólkið, sem heimsótti þig; og gamli Geiri lét sig hafa það að fara heim í annað sinn. Hann lagði fram tímann og leiðsöguna, frænkur farareyri? Eg vona að hann hafi nú munað eftir ”mogganum„ Íslendinga framburður á skóm Indíjána. þú fyrirgefur spaugið. Sigurbjörg Helgadóttir hef eg ekki séð síðan hún var lítil stulka á Moutain N-Dakota; En Stína dóttir okkar sá hana einusinni á Gimli, og leist vel á hana. Hinar hef eg víst aldrei séð nema máski Valgerð Þorlaksdóttir, hafi hún verið fædd, áður en eg fór vestur. Ekkert af börnum Bjarna frá Belg hef þekki ég nema ögn af afspurn Loftur Jónsson tengdasonur okkar, kynntist þeim þegar hann atti heima við Manitoba-vatn og lét vel af þeim mig minnir öll ógift, en orðlögð fyrir dugnað, og sögð í góðum efnum. En Benoní þekti eg dalítið þegar eg var í Dakota, og trúi því vel að þér hafi þótt hann greinagóður í viðræðum. Mér féll hann vel og hann mun vera drengur góður; sá hann ekki eins opt og mömmu hans og 3 hálfbræður Sigurður og Tryggva. og Stefán

þeir fyrri, synir Odds. En Stefan er Einarsson Móðir þeirra átti hann með manni, sem hún var byst bústýra hjá um tíma skömmu eftir að hún kom vestur. móðir þeirra var okkur mjög góð; og syndi okkur mikið trygglyndi. Hún er vel greind, og talsvert hagyrt. Hún flutti til Canada, ári fyr en við, og en langt á milli okkar og við ekki sést síðan. En frétt að hún væri orðin k blind fyrir æði mörgum árum og mun vera hjá yngri sonum sínum; og hlýtur að vera komin hátt á nýunda tuginn Jóhann tengdafaðir og hún voru bræðrabörn; hún er Gunnlaugsdóttir. Stefán fáðir Benonís flutti vestur, og bjó og dó í Nýja-íslandi, og atti þar konu og börn, ein dóttir hans, er gift hér í Winnipegosis. Kriststín Þorsteinsdóttir skrifaði okkur nýlega og segir að Benoní hafi, komið til sín rétt eftir að hann kom til baka og sagði henni, mart af ferðinni, og verið mjög glaður yfir viðktökunum, meðal annars hvað mikla ánægju hann hafði haft af að koma í sveitina, og nefndi sérstaklega ágjætjar viðtökur, Guðbjargar í Garði og séra Hermanns á Skútustöðum, og fl.

Eg þóttist skilja það úr fréttum í ”Dag„ að Stefán sonur Dóra bróður okkar væri búin að festa sér konuefni, þó ekki kannist eg við hver hún myndi vera. Þar sá eg líka getið annars mans héðan að vestan, Tryggvi Björnsson, Píanoleikari og að hann hefði eignast heitmey, Helgu Jónsdottur á Húsavík - Hún er þó ekki dóttir Jóns og Gunnhildar heitinnar? - Eg er vel kunnugur fóður og móður Tryggva þessa. Halldór Björnsson og Jákobína Dínusdóttir og Kristjönu frá Mýlaugstöðum. Halldór þessi. Var einn áhugamesti maðurinn í

í söngfelagi því er eg stýrði, þegar eg var í Dakota. allgóður bassamaður og innilega hrifinn af söng, og eg kendi honum að þekkja nót og að leika á orgel, og færði hann sér þá litlu tilsögn vel í nyt og var þá þó komin um þrítugt. Eg hef áður getið hans í bréfi og sendi þér eða Helga fr. á Grænav. einu sinni lag sem hann samdi við kvæðiskorn eftir mig og nú munt þú fara að átta þig á þessu Í bréfinu til Bjargar gat eg um lát Páls Jónsson Glímu-Páls. Eg og þú máski manst eftir honum, þegar við vorum lítil börn í Haganesi. Svo kyntist eg honum í nokkur ár í Dakota. Hann var bráðvel gefinn bæði andlega og líkamlega og við höfðum oft skemtistundir saman. Vel hagmæltur og hnittinn, og okkur var held eg hlýtt, báðum hvorum til hins, og eg fann til, er eg heyrði um lát hans, nærri eins og hann hefði

verið hjartkær bróðir minn. 2 böglar af Heimskringlu eru nú tilbúin til þín og þar, er minnst á Pál heitinn talsvert rækilega Þú getur um í bréfinu að nafn Jakobín sálugu; okkar, sé ekki á listanum með hinum börnum okkar. Eg áttaði mig ekki á hvorn listann þú átt við, þann sem eg sendi þér, skrifaðann; (sem líklega þú eigir við) eða þar, sem getir er barna okki í Landnámsþáttum í Almanaki O. Thorgeirssonar þetta er samið af F. Hjálmarssyni. Máski þú hafir ekki seð það; og hennar er ekki getið þar heldur. Þó gat eg hennar í þeim upplýsingum, sem F H. fékk hjá mér; og hann svo moðaði úr. En þessir landnámsþættir yfirleitt - eru mjög ófullkom að okkur finnst sem þekkjum til. eg meina ekki, þessa sérstaklega, er eg nefndi fyrst, heldur yfir það heila. Samt má segja

með sann, að þeir þeir forði mörgu nýtilegu frá gleymsku, nóg er (og verður gleymt og grafið samt.

mikið er búið að rita um Alþingishátíðina. Þó margt af því sé marg endurtekið, þá hef eg lesið talsvert af því 5 blöð, sem gefin eru út í Reykjavík og eg hef séð allar hátiðaútgáfur þeirr Heimkringla gjörði það líka. Þaðr eru margar góðar myndi, bæði af mönnum og landslagi, og talsvert lesmál, og horfði eg mikið á; þ00 fáar af þeim séu frá æskustöðvunum þá bergmála þær þó í hjartholi mans, Og ekki eru Íslenskir verzlunarmenn heldur ornir eftirbátar í að auglýsa vorur. Þar byrtist manni ”Gandreið„ samkepninnar, með sínum gögnum og gæðum. Þessi hálfi sannleiki og sem skáldið eitt, segir um, að oftast sé; ”óhrekjandi lýgi.„ auðvit á eg ekk með því við auglýsingar ílenskra kaupmannanna, heldur yfirleitt;

Þér mun þykja þetta bréf breytilegt í laginu; en orsökin sú að eg varð uppiskroppa í miðju kafi með þann pappír, sem eg skrifa vanalega bréf mín á. Aðalbjörg mín sendi mér þennan prentaða miða, sem fylgja á þessu Ungu hjónin, sem þar er getið um héldu til hjá dóttir okkar meðan kyrkjuþingið stóð yfir. Eg setti helstu atriðin á íslensku. af því eg hélt að það yrði þér til hægðarauka, Vissi ekki hvað annars hvað mikið þú kynnir að skilja af því. Eg þýddi það að mestu leyti, samkvæmt ensku framsetningunni og sleppti dáiltu dálitlu, um skyldmenni frú Fáfnis. Þykist líka vita að þú sért búin að frétta það helsta, um þetta þvíð h E. hefur sjálfsagt skrifað pabba sínum það.

Þett ætti að verða komið í grend við þig um næstu jól. Já Gleðileg jól til allra ykkar

Þinn einlægur elskandi br.

Þórarinn Stefánsson

Myndir:12345678