Nafn skrár:ThoSte-1931-04-03
Dagsetning:A-1931-04-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30)

Winnipegosis Man

3. apr. ”Föstud. langa„ 1931

Elsku systir! Áttunda januar s.l. komu ”Hlín„ og ”Laugaritið„ og 13. mars bréf frá Hjalmari br. og nafna mínum í Neslöndum, sem eg nú þakka alt, með glöðum og heilum bróðurhug. Því þó þau auki nú skuldir mínar að mun, þá vona eg að geta grinnkað á þeim smásaman, og þó eg ávarpi þig fyrst, veit eg það mógðar þá ekki H. og Þ. annars verður þetta stutt og fréttalítið; Mér og mínu fólki hefur liðið vel síðan eg skrifað þér í nóv. s.l.

Þessi vetur hefur verið mjög mildur. Frost lítill og snjólítill mars var einna kaldastur og vanstiltar veður. 1. april bráðahláka í gær fyrradag Skírdag norðan froststormur og snjóaði töluvert; í dag sólbjart og andkaldi á norðan; og það kvað vera trú Indijána að; ef hann blæs á norðan á föstudaginn langa þá verði aðalvindstaðan úr þeirri átt í næstu 40 daga. En hvort það er óskeikult, veit eg ekki.

Nú er eg var að enda við þessar línu, að ofan, kom hér í Bíl Jón Stefánsson tengas. okkar og Númi og Steinunn börn hans að láta okkur vita að dáið hefði í gærkveldi mrs Fleming tengdamóðir Jóhanns sonar okkar: og líka tengdamóðir Árnínu dóttur okkar. Hún var um 67 ára og varð bráðkvödd. Þau dauðsföll eru mjög algeng hér einkum á eldra fólki. Eg var henni ekki mikið kunnugur, en Eg veit að Jóhann og Árnína sakna hennar því hún var þeim fjarska góð. Það hefur verið gestkvæmt hjá

þangað til núna um kl. 5 e.m. Stebbi fór með heyæki fyrir sig ”inní bæ„ Þau hjónin ætla bráðum að flytja í hús sitt í bænum. Hann stundaði fiskiveiði hér úti í vetur eins og í fyrra. Björn og mamma hans fóru til Stínu og Lofts, Þau eignuðust stúlku 25 janúar s.l. Hún heitir Guðný falligur ungi með mikið hár dökkt Eg man ekki hvort eg sagði þér í næsta bréfi á undan að Jóhann og Margarét eignuðust son 18 Nóv. síðast Hann heitir Filipp Fleming. Robert litli sonur Árnínu og Charles manns hennar er nú orðinn stór og fjörugur snáði 1 árs og. 7 mánaða hún kemur með hann til okkar þegar hún hefur tíma til, og við höfum mikið gaman af þ00 honum. Hún segist ætla að kenna honum íslenstu og farin og hann er farinn að mynda orð og orð á báðum málunum þó, því pabbi hans kann ekki íslensku en skilur þó orð og orð í henni.

Laugard. f. páska, sólbjart, og sunnan andvari. Stebbi kom með póst í gærkveld. Það á jarða mrs Fleming á morgun Héðan fara börnin, en við líklega ekki því okkur þykir of kalt í veðri.

Eg fékk bréf frá Filipíu í gær. Henni liður furðu vel, og ern - eftir aldri. 77 ár í Nóv. s.l. Hún er ymist á Gimli eða hjá frændum sínum í Winnipeg séra Rögnvaldi og þeim bræðrum. Hún hefur nóg fyrir sig að leggja. Þó mun lítið hafa verið afgangs af eignum þeirra er Jóhann féll frá frá en hún fær dálítinn ellistyrk. Enda ekki orðin fær um að starfa mikið, meðfram af því að hún datt og meiddi sig í báðum handleggjum fyrir nokkrum

árum og hafa síðan verið lamaðir að hún á bátt með að rétta þá upp; stundum fær hún aðra til að skrifa fyrir sig bréf. en að öðru leyti er heilsa hennar góð; hún er skír og vel minnug um margt.

Það er nýlega dáin nálægt Wynyard Sask. Þórður Axdal úr lungnabólgu frá stórum barnahóp. Hann var sönur Sigurjóns frá Axará og Guðrúnar Þau lifa bæði. Þórður var giftur Jónu yngstu dóttur Kristínar Þorsteinsdóttur og S. sál. Kraksonar. Steingrímur gamli bróðir Kristínar er hættur búskap og var í vetur hjá Þorsteini syni sínum í Selkyrk en Streingr fór nýlega aftur til Wynyard, og er hjá Pétri syni synum. Guðný segir mér að honum hafi mjög hnignað síða Petra dó.

Sérð þú ekki Almank O. S. Thorgeirson; í því er: fyrir þetta ár Mynd og Æfiminning Baldvins Helgasonar frænda; dáin fyrir 27 árum. srifuð af M. J. B. sú sama og srifar ferðaminngar sinar nú í Heimskringlu og þú getur um í þínu bréfi. Hann fær mikið lof og máski verðugt; því það er víst að hann var vel gefinn og fljölhæfur. maður. Þar er tilfærð vísan alkunna Sumri hallar hausta fer, og þar sögð ort af Júlíönu X Marið X er til minnis fyrir þig Þegar þú skrifar næst ”Skáldkonu„ sem hafi verið systir Soffi konu Baldvins. Það lítur út fyrir að margir hafi viljað eigna sér þá vísu. En segðu mér eitt; hét hún ekki Júlíana, sem samið hafði litla kvæðakverið, sem eg sendi

Þér einusinni, og mynd höfundar stóð þar á hofði! Eg er búin að gleyma þessu, að sumu leiti. Hét höfundur þess Júlíana? ef svo. Var hún þá systir Soffíu konu Baldvins? ef svo væri ætti vísan að vera þar. Eða er þetta, alt öfugt í huga mínum. Ef þú hefur ritið enn; þá segðu mér, hvernig þetta er.

Þegar eg var að fara yfir blaðið ”Free Press„ (gefið út í Winnipeg í gærkveld rakst eg þar á hroðalegu fregn að 23 ára piltur. Eiríkur Ingimundsson hefði fyrirfarið sér nýlega og eftir því sem fregnin segir, vissu menn ekki til að neitt það hefði komið fyrir hann sem ástæðu gæfi til að hann tæki til þessa óyndisúræðis, nema þá það, (samt ágiskun) að systir hanns dó fyrir nokkum árum, var fyrst haldið að hún hefði verið myrt, en við nánari ransókn, varð það niðurstaðan að hún hefði sjálf fyrirfarið sér. Hún var fyrir stúttu gift, og búin að eignast afkvæmi en það dó og sagt að hún hefði verið eitthvað veikluð eftir það. þetta fólk lifir nálægt Elf000 Elfroo Sask. nokkuð austan við Wynyard. og vel efnað, svo ekki er þar fatækt um að kenna Það er ættað úr Skagafyrði Máski kannast tengdadætur þínar 0lt móðurætt þessara barna. Móðir þeirra heitir Steinunn Jónsdóttir frá bónda á Róðugrund. Bróðir Steinunnar einn, heitir Sigurjón kallar sig Ósland og býr að mig minnir í Skagafyrði. Hann kom hingað vestur fyrir

nokkrum árum að sjá systkyni sín, og fór svo heim aftur. Einn af þeim bræðrum er nágranni minn Pétur Normann, sem eg gat um að ”ætlaði sér að koma í Garð og sjá Þuru„ en komst ekki nema á æskustöðvarnar í Skagafyrði og var kominn til baka fyrir 20st águst Þykir tengdadætrum þínum ekki vænt um skáldið St. G. Ekki síst fyrir hið gullfallega kvæði Skagafjörður. Það er sannarlegt meistarverk, eins fl. frá honum.

2nan í páskum. Í gær var bráðhláka, og dag líka. Jörð hálfauð því snjór var lítill. Björn og Stjana og Árnína og móður hennar voru við jarðarför ”mrs. Fleming„ í gær. B. kom heim í gærkveld og Númi litli, sonur Helgu okkar og J. St. var 13. ára 18. mars hann á að fá að skemta sér hér í skólafríinu, sem eru 10 dagar um páskana. og þórarinn og hann fóru núna fram Víkina að sækja vatn í 3 tunnur. Stjana varð eftir í bænum; og Árnína fór til tengdafólks síns en kemur í dag eða á morgun. Stebbi og Guðný. og Loftur og Stína með litlu Guðnýju og komu hér í gær,

Eg fór yfir bréfið þitt á ný í gærkveldi og merkti þar, sem eg kynni að þurfa að minnast á við þig elsku systir, það glöddu mig, hlýlegu ummælin þín, um kvæðiskornið, eftir bróður okka. Þú hefur skilið það, og veist líka að eg sem ekki það sé annað í því skyni að fá orð á mig, né til frambúðar. ”en fá mér sæti í

flokki líka minna„ hverjir sem þeir eru. en þér er velkomið að byrta það opinberlega í blaði ef þér eða ykkur sýnist, minnsta kosti ef Björgu og því öðru frændliðinu í Nelöndum, geðjast það. Var í fyrstunni að hugsa um að senda það ekki neinum því það gæti næstum litið svo út að eg væri að trana mér fram, eins og til að gera umbætur á því, sem búið var að mæll mæla eftir hann. en við nánari athugun; fann eg að það var sort af óverðugri getgátu; og þaggaði niður þá rödd. Já hjartans þakkir til þín fyrir bókasendingarnar, Það er sannarlega hressandi að lesa þær, ekki síst, Laugaskólaritið Það er ”Völdundur„ sem vekur þó - bæði hryggð og gleði. ”Draggargan„ Björn og Stjana keyptu sér eitt í vetur Jóhann okkar keypti það nýtt í fyrra og þau nú af honum, Það er gaman að hlust á það annaðslagið, og ekki er rétt að neita því að það er merkileg uppfundning, við höfum nálægt 50 plötur. þar af 3 með íslenskum textum, s0 Lögin öll og undirspil eftir Pr. Sveinbjörnson; en sungin af Sigurði Skagfeld sem nú er hér vestra, og syngur nú útum Íslensku byggðirnar hér. Lögin á þessum plötum: á einni ”Hugsanheim„ þetta. ”Þegar sól roðar brún„ eftir St. G. á bl. 57 - 1 hefti ”Andvökur„. Hinnumegin á sömu plötu, ”Eg berst á fáki fráum„

Já Vel man eg eftir Guðjóni á J Ljótsstöð. Hann tók mikið í nefið og við hermdum eftir honum, og sýndist hann og laundrjúgra

og hermdum eftir honum; - gárungarnir; man líka vel eftir Friðbjörgu dóttir hans. Vinnukona í Garði, þegar eg var þar í fyrra sinn. Og nú læðist í hugann, ”eins og skrattinn úr sauðarleggnum„ þetta: sem svo mikið var hlegið að: er gamli G. var að leggja á stað til messu; 3 dætur dætur hans gjafvaxa komnar söðl0000: en stóð á piltunum: ”Eruð þið 00l að ---- piltar!!!„ Þá um hrognin og Klakið (Hatchery) þar er eg ekki fróður; en spurði Jóhann minn ögn um það, því hann var vélastjóri í fyrra við kal klakið hér og var stundum með þeim, sem litu eftir hrognunum fiskhrognin sagði hann að væru í glösum, og í gegnum þau streymir altaf ferst vatn, en úr þeim að ofan lægju toglegar pípur og dauðu hrognin, sem öll koma sjáf á yfirborð vatnsins í glösunum berast þau burt með vatninu, sem í gegnum togleðu0 pipurnar. Silungshrognin, höfðu þeir í kössum úr smágerðum vírnetjum, og þegar þeir týndu dauðu hrognin úr þeim lyftu þeir kössunum upp og þá hljóp vatnið úr þeim. týndu svo dauðu hrognin með töngum - "eins og hjá ykkur Þessi svo kallaði silungur hér, er alt önnur tegund en í stöðuvötnum Íslands miklu stærri og grófgerðari, en bragðið að honum ekki ólíkt, líklega líkari sjósilung? Silungur þessi er í ymsum vötnum langt héðan norður en veit ekki til að hann hafi enn, veiðst í þessu vatni og veit ekki heldur hvort klakið hefur slept nokkru af

honum í það enn þá! Arni og Solla hafa ekki sent mér miða í mörg ár, Það er samt ekki mér að kenna Því eg veit að þau bréf fengu bréf frá mér, sem eg sendi þeim eftir að þau skrifuðu mér síðast. Eg las nýlega í Almanki O. S. Th. fyrir þetta ár, það, sem Þeirra er getið þar. þar er sagt að Helgi afi okkar, hafi verið Helgason, og Helga kona hans, Ásmundsdóttir - en það getur verið prentvilla. En svo hefur, Solla sjálf ráðið því, að telja Guðrúnu ömmu sína dóttir séra Jóns í Reykjahlíð; og þá ”hló mitt litla vit„ Því (eins og sagt var) að séra J. hafi kallað G. dóttur sína er hann fermdi hana þá var hún víst aldrei, skrifuð Jónsdóttir heldur Gísladóttir. Enda fremur ótrúlegt að séra Jón hafi verið þeim mún hugaðri en aðrir prestar að kannast ap við aukagetur sínar, ekki síst á þeim árum, sem hann var uppi.

X Eg fékk 2 blöð af ”Dag„ í gærkveld þar sá eg að bærinn á Helgastöðum hefði brunnið. Var það ekki gamli bærinn? Við Lína getum þá ekki haft gullbrúðkaup okka þar í Þinghúsinu, eins og hefði þó verið tilhlýðilegt!! fy finnst þér það ekki? Ekki sætt sæti það á mér, að ”Glotta„ að S. Þó hann hann bendi Mýv. á að prófa að flytja saman heyin sín á vögnum; enda verður naumast langt þangað til að einhver prófar það, minnsta kosti ætti það að geta verið hægt hjá þeim sem geta þurkað það á enginu X en svo er það nú máski í ”Framengi„ lítið um það eins og í gamla gaml daga? ”En þó er ekki leiðum að líkjast„ Fyrir um 25 til 30 árum; hlógu Reykvíkingar mikið að uppástungu F. B. Andersen að raflýsa þar. Og einusinni, og jafnvel enn þótti mér það snjallyrði hjá J. Ó. ”Guði sé lof; þeim gömlu máttur þverrar„ o.s.frv; og þetta þá enn þá betra. ”Við skulum ei æðrast þó inn komi sjór„ því þó eg sjálfur hafi ekki verið mikill sjómaður hvorki í þeirri né annari merkingu þá er þó hressandi hafa þær í huga, ”við einstök tækifæri„

Nú er blaðið á enda, og fólkið mitt komið í rúminin að kveldi 8. apr. Skrifa Hjálmari bráðum. Með hjart kveðjum til ykkar allra Gleðilegt sumar! segir og biður þinn elskandi br. Þór Stefánsson

Myndir:12345678