(Box 30) Winnipegosis Man. Okt. 27. - 31 Elsku systir mín. Guðbjörg! 30 júní s.l. meðtók eg brefið frá þér ásamt myndaspjöldum og ætla nú að reyna að launa það, og þakka af heilu hjarta, og þeirri von að þú enn, lifir það að fá kveðju mína um næstu jól. En þetta bréf verður þó eins og oft áður lítið annað en heilsa og kveðja. Þetta sumar sem nýú er nýliðið eftir íslensku tímatali, hefur verið hagstætt hér hjá okkur, hvað tíðarfar snertir, vel meðal grasspretta, hey og aðrar afurðir náðust með góðri hirðing og heilsufar fólks gott yfirleitt. þó hafa dáið hér á þessu sumri. 3. íslensk gamalmenni, um 2 af þeim gat eg um í bréfi til Bjargar frænku í Neslondum sem eg sendi, 16 sept. og hún nú máski búin að fá. og síðan, dó hér, gamall maður, hann hét Eyjólfur Eyjólfsson Víum, fróður og skáldmæltur maður. nágranni minn um nokkur ár og góðkunningi. Líka dó nýlega ungur maður islen af íslenskum ættum sem var fæddur hér, og ólst hér upp, Og í vor s.l. dó tengdamóðir Jóhanns okkar og var líka tengdamóðir Árnínu dóttur okka mrs. Flemming af skotskum ættum Eg held eg hafi getið þess í bréfi Bjargar að Jóhann okkar veiktist nokkuð hastarlega rétt fyrir páska í vor s.l. af ”Flú„ og lagðist svo þungt á hann, að hann hefur ekki, mátt vinna neina erfiða vinnu í sumar, en nú er hann þó orðinn að því er virðist allvel frískur En í rúminu lá hann 8 vikur, sámt ekki mjög þjáð nema 2 fyrstu vikurnar enn læknir hans ráðlagði honum að liggja þetta, og eftir svona langa legu varð batinn seinni, máski; en nu er honum farið að líða nokkuð vel. Hinum börnum okkar hefur öllum liðið vel. Haustíðin hefur verið ágjæt, sérstakleg það, sem liðið er af þessum mánuði. En í dag er norðan kylja og dymt í lofti, þrumur og eldingar og haglskúr í gær, eftir miðdag, og mikil rigning í nótt. s.l. Skógarinn búnir að fella, sitt ”Iðju-grænt hár„ Björn og Stjana sjá nú fyrir því, sem að heimilisþörfum lítur að mestu og gera alt, sem þau geta að hlúa að okkur gömlu skörunum. Hels Heilsa Línu hefur verið betri nú s.l. ár heldur en stundum áður, samt er sjón hennar að smádeyfast. Henni líður altaf illa, þegar ofsahitar eru, sem vanalega eru mestir í júlí og águst. en kuldatíð þolir hún mikið betur. Nú orðið þoli eg hvorugt vel, Þó er kuldinn mér hvumleiðastur En eg hef enn ágjæta sjón enda verð eg nú, að lesa fyrir okkur bæði, samt verð eg fljótt Þreittur við að lesa lengi upphátt; meðfram af því, sumar gemlur í gómi eru týndar fyrir löngu og hinar, sem enn hanga, mesta gargan, og gengnar úr lagi. Lítið er nú orðið, hér á gangi af nýjum íslenskum bók Þeim fækkar hér smásaman, eins frumbyggunum íslensku eina nýja, bók hef eg samt verið að lesa núna; ”Skálholt og Jómfrú Ragnheiður„ eftar G. Kamban„ Loftur bróðir hans fékk hana beint að heima nýlega og bauð mér að lesa hana. Eg hef áður minnst á hann. sem einn af tengdasonum okkar. Eg hlakkaði mikið til að lesa hana; reif hana af í einni lotu með sjálfum mér fyrst, og nú er eg að enda við að lesa fyrra heftið upphátt fyrir Línu. Eg hafði lesið í ”Dag„ ögn um bókina; bæði eftir 0n einhverja konu, og líka eftir F. H. Berg; Bæði eru óánægð, eftir lesturinn Þú kannast nú víst við ”F. H. Berg„ Eg kynntist honum dálítið hér vestra, þá ungling innan við tvítugt, og þeir feðgar gistu hjá okkur eina nótt þegar við vorum í Dakota. Faðir hans var Halldór Jonsson Jónssonar Bergþórssonar á Axará. En Friðgeir heitir þessi sonur Halldórs. Eg held hann sé allvel skynugur maður, en þessi umæli hans um bokina, er í raun og veru einkisvirði því það er aðein eitt atriði bókinni, sem hann ræðir um; dæmir sem ”óalandi„ og eftir þeim dómi ætlast hann svo til að lesendur bókarinnar hegði sér, en bókin er 612 blaðsíður og æði f mart fleira að segja sem er markverða en það atriði flýgi til eina ma að ung og óþroskuð stúlka, flygi í hörmum sínum til eina mannsins sem unni. (Já það var víst æði ókvennlegt!) látum svo vera en því ekki að skýra frá orsökunum, sem leiddu hana til þeirra örþrifaráða, sem júku auðvitað aðeins á aðra harma hennar, sem þó voru nógjir fyrir. Jeg er vel ánægður með meðferð G. Kamban á söguhetjunum; þær halda sér allar í nátturlegu samræmi alt í gegn. F. H. B. finnst að höfundurinn dragi af Ragnheiði of mikið af hinum (þó máski að sumu leiti ímyndaða) ljóma sem yms gamlar sagnir hafa fest sig á hugsun manna um hana; en þær sagnir hafa verið helst til dularfullar til þess að maður geti tekið þær framyfir þessa greinilegu, og eg vil segja eðlilegu lýsing á Ragnheiði og reyndar flestum eða öllum þeim mönnum, sem sagan fjallar um. En með þessi áliti mínu um söguna verð eg óefað í fl (efti dómi F. H. B.) í flokk þeirra manna og máski kvenna, ”sem tilheyra lægri klasa lesandanna„ en eg læt mér vel líka. en hvað, sem því líður; Þá þyki mér altaf vænna um það, sem mér skilst nær heilum en hálfum sannleik. Nú er eg orðin of langorður eins oftar. Eg er þér samala um það að F. Guðmundsson sé vel pennafær, og við Lína höfum gaman af að lesa ”endurminningar„ hans, og mývetning hælir hann, svo við megum, vel við una þó eru ekki sitt af hverju þar ekki rétt með farið, sem líklega er von, því nokkuð af því; eð máski mest hefur hann fengið í gegnum aðra og því sumt ruglast í meðferð, eins og verða vill. Þó og f mér finnst að sumstaðar sé óþarfa mælgi hjá honumum, og líka leiðist manni það hans ættargöfgi hanns sé áberandi, enda mjög lagin á að geta þess hvað hann hafi haft ha merkileg og mikil mök við suma höfðinga landsins Þegar hann var á íslandi í broddi lífsins; eg ætla bara að, X nefna eitt, að gamni mínu því til sk styrkingar. Þegar hann sótti um þingmennsku í móti séra Árna heitnum á Skutust. F. G. fékk færri atkvæði, eða 9. enn hann huggaði sig samt við það að þessu hefðu verið frá einu kjósendurnir þar, sem báru fult skyn á stjórnmál, og þá: auðvitað;! greiddi atkvæði sitt, rétta manninum, þetta er í blaði, sem þú ert ekki búin að fá. Þetta skaðar mann ekki, en er leiðinlegt af því, að það ber svo mikið á þesskonar drýgindum meira og minna í gegnum ritgerð þessa; frá býrjun og máski til enda. Hann talar um Pétur heitinn gamla í Reykjahl að hann hafi verið, nákvæmur og heppinn við það að hjálpa konum í barnsnauð; og segir t.d. að hann hafi einusinni hjalpa konu, sem læknar voru gengnir frá? P. hafði verið þar á ferðalagi, og var beðinn að koma til konunnar, sem hann og gerði; Hann hafði látið að fólkið fara út úr herberginu og meðan hann var þar inni einn hjá konunni fæddist barnið, nefnir ekki hvort það lifði en konan lifði; hann Hafði sagt eftir á að hann hefði ekki, gert annað en lagst á bæn og beðið heitt og innilega; og guð hefði bænheyrt sig. Nú þetta getur auðvitað verið satt þó eg muni ekki eftir að eg heyrði það nefnt. En mér datt í hug að hér væri farið mannavilt; að P. væri eignaður heiðurinn af þessu, í staðinn fyrir að það væri hefði það verið séra Stephan heit. Sigfússon.? Því eg man vel eftir því að þegar eg var honum samtíða á SkútustAlpagerði mun rettara var sent eftir honum norðan úr Kelduhverfi til að fá hann til að bjarga konu í barnsnauð, sem sagt var, að 2 læknar hefðu ekki geta hjálpað Stefán fór og konan ól barnið, með hans aðstoð. Eg var staddur á hlaðinu á Skútust þegar prestur reið í hlaðið á brúnku sinni, og hann sagði mér að sér hefði hepnast að hjálpa konunni, og bæð hann og aðrir urðu glaðir við þá fregn. Eg held þetta hafi verið seinasta veturinn sem Stefán var á Skútust; en Þá vörum við Lína í 1886-7 Alptagerði hjá Kr heitnum, en á Skútust. var eg staddur, þegar prestur kom til baka. Þá var læknir á Húsavík; Johnson var þar fyrst; en dó þar á þeim árum og, en Ásgeir kom þar strax að kalla eftir hann. En þó vel geti verið að, svipað tilfelli hafi Pétur heitinn verið viðriðinn; Þá mun það ekki rétt hjá F. G. að læknum hafi verið þar til að dreifa það hefur hlotið að hafa verið þegar P. var yngri og ferðafær. Þú víst manst það að þegar við vorum að alast upp, var enginn lærður læknir í allri Suður og Norður Þingeyjarsýslu. Fyrsti læknir þar, minnir mig að væri Johnsson, sem eg nefndi að ofan og hann kom um 84-5. en Þá var fyrir nokkrum árum kominn læknir á Akureyri Þorður Jóhnson þú manst eflaust eftir því að hann kom í Skútust., það minnir mig væri haustið 1878. Hann var sóttur; til Jakobínu nú ekkju á Litluströnd. sem þá var sem í lífshættu við að fæða sitt fyrst afkvæmi það barn dó. F. G. segir að Sigurgeir Pétursson hafi verið mesti sundmaður af mývetningum; en bætir því við við ”að annar hafi verið þrárri á sundinu„ en nefnir ekki hver það var þetti þótti mér neyðarlega snubbótt frásögn; úr því hann nefndi ekki um leið að hann myndi ekki nafn þessa Þráa sundmans.! má vera að mér hafi fundist þetta skrítnara af því, að þessi þrái sundmaður, mun hafa verið Baldvin br. okkar; en sannleikurinn var sá, B. var meira en ”þrár„ sundmaður, því á þeim árum kuni engin mývetningur jafnmargar sundíþróttir. Og F. G. hefur hlotið að þekkja B. Þegar hann var vinnumaður á Hólsfjöllum. F. G. segir, að þegar hann, stóð fyrir bygging sæluhússins við jökulsá, hafi hann haft danskan útlærðan steinsmið, við bygging þess. En hann nefnir heldur ekki hver hann var. var er það ekki hálfundarleg gleymska. En eg man að mér var sagt að aðalmaðurinn við steinverkið hefði verið Gamalíel Einarsson frændi okkar; sem var mér samferða vestur 00 og dó hér fyrir mörgum árum. F. G. segist hafa gist í Reykjahlíð þegar haustið þegar hann var að fara á Möðruvallaskólann og Þá hafi þeir Neslanda-bræður Pétur og Hernit verið að gifta sig þar, og hann því lent í veizlunni. En eg hugsa að þú máski munir það eins og eg, að Hernit gifti sig á Skútustöðum, og eg hygg að hann hafi haft þar brúðkaupsveizlu þar sína líka, minnsta kosti man eg það að veizlufólkið og brúðhjónin vöktu þar nóttina á eftir og mig minnir að nóttin væri björt og eftir því hefði það verið í júní Eg man nú kannski líka betur eftir þessari gifting Hernits af því að við gárungarni hlóum svo mikið að því, að einhver þóttist hafa heyrt brúður segja að
”hún væri orðin svo þreytt og sifjuð að sig langaði til að fara að hátta!„ ekki heyrði eg hana segja þetta en nóg var hlegið að því. Brúðurinn var Þóra Sigurðardóttir Hinnrikssonar. Hún dó hér vestr fáum árum eftir að þau komu; Hernit giftist aftur og nú dáin líka fyrir 3m 4. árum, eg las þá í Lögbergi, vel sagða og merkilega æfiminning, og fylgdi þar reynd hans. Eg er nú víst búin að týna nóg af þessum athugunum mínum um sagnir F G. og ef þú sérð þar eitthvað, sem þig minni að sé ekki rétt hjá mér, (því vel getur það verið) þá bentu mér á það. Þú segir mér í hinu bréfinu að Guðrún, amma Sollu hafi verið Ólafsdóttir, eg mér þótti vænt um að þú bentir mér á það; og áttaði mig þá strax á því að eg hefði hefði farið þar vilt á þessar sagnir F. G. hef eg minnst á vegn þess að eg veit að þú manst Þær eins vel og ég og máski betur; og af því þær eru gamlar endur minningar, þá hafði eg gaman af að rifja þær upp við þig; og þó ymislegt sé ekki alveg rétt í þessum ”endurminningum„ F. G. þá er gaman að, og lesa þar ymislegt, sem manni var ekki kunnugt um áður; og þó eg fetti fingur útí sumt af því, þá vildi eg samt að honum entist aldur og heilsa til að halda áfram með þær. Við F. G. erum svo að segja jafnalrar, og víst er vert að taka það fram hvað margt hann man og og getur komið í verk að rita um gamall maður nú og fyrir æði mörgum árum blindur. Það er sagt að eftir að hann varð blindur, hafi hann lært að vélrita; og ekki mikið lakar að lesa handrit hans, en sumra, sem hafa heila sjón. Elsku systir mín! Þetta bréf er orðið gagnlaust hjal þó mikið fari fyrir því í litlu umslagi, en hef ekki stærra við hendina. Vertu sæl! og einlægar hjartanlegar kveðjur til þín allra ástvina þinna og minna. Þórarinn Stefánsson.
|