Nafn skrár:ThoSte-1932-03-31
Dagsetning:A-1932-03-31
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man

31 mars 1932

Elsku systir mín! Guðbjörg í Garði

Þegar eg var að gá að því hvenær eg skrifaði þér síðast sé eg að það hefur verið sama dag og Baldvin br. okkar dó, og rétt á eftir hefur þú skrifað mér bréf, það kom 19 des. og nú er eg rétt búin að meðtaka annað, skrifað 21 febr. og var þá í þann vegin að skrifa Hjálmari, og rétt búin að senda það; en hefði þó átt eiginlega að, senda þér það, en alt kemur þó í sama stað; svo eg veit þú fyrirgefur mér þá vangá; og nú ætla eg að reyna að bæta ögn úr því, dróg lika lengur að skrifa þér fyrir það að eg var að bíða eftir að fá að vita hvort þú hefðir fengið Almanökin, og 5 nóv bað eg O. S. Th. að senda þau; og mér þótti vænt um að þú fékkst þau, annan des. kom Hlín og bréfmiði frá þér; svo það má því ekki minna vera en eg sendi þér einhverja viðurkenning fyrir þetta altsaman, ekki síst þar, sem eg veit hvað heilsa þín er orðin og hefur lengi verið ósterk; en hvað á eg að segja meira í sambandi við það, eða hef eg nokkur viðeigandi orð yfir þakklætistilfinningar mínar; svo hægt væri að finna hjartaslátt hugsananna; en nú má eg ekki fara lengra í þessa átt; finn líka að það myndi þarflaust að utlista það meira fyrir þér.

Þú segir í þessu seinna bréfi þínu, að þér finnist þú ávarpa mig kaldranalega; ekki hafa þó bréfin þín haft þau áhrif á mig, eða mér hafi fundist það; en eg held eg fari samt nærri um það hvað þú átt við með að segja það; það er sjálfstjórn

og þó um leið uppreist á móti því, sem innifyrir býr og heimtar að komast á yfirborðið, og oft nauðsýnlegt að hafa hömlur á; og þeirri reglu hef eg sjálfur orði að fylgja; Því bæði vitum við að meðalhófið er vandratað; og eitt er víst að bréfin þín og ykkar systkyna minna hafa vermt mig meira en eg þ hef átt skilið, svo þú þarft ekki að ásaka sjálfa þig um andkulda í þeim nei; og aftur nei. Væri um andkul að ræða, þá myndi það stafa af nauðsýn.

X Þú sagðir í fyrra í bréfi, ”skrifað mér nú æfintýrið„ og það var mér að kenna að þú óskaðir þess, því eg hafði gefið þér eitthvað í skyn að eg byggi yfir einhverju, sem kalla mætti það; en þar. sjáðu þar hef eg slept á yfirborðið, því, sem eg hefði ekki átt að drepa á, og orðið úr; sort af því að vera dylgja um það, sem vakið hefur hjá þér spurningar, sem eg þó kanski ekki viljað svara. En hví ekki spyr þú! Fyrst ”skéður mart á skemri leið; og annað; myndi það ekki hafa góð eða slæm áhrif á þig? ekki svo að skilja að það neitt geigvænlegt, og áræða myndi eg að segja þér það og fleira ef við sætum hlið við hlið því það er tvent ólíkt að talast við í bréfum eða horfast í augu personulega. Og enn eitt; Þó maður réðist nú að láta eitthvað flakka, veit maður ekki nema tími til þess sé máski orðinn naumur. en samt læt eg mér það þ0 í léttu rúmi liggja, en kaldranlegt mun þó vera að segja svo. en þó er það viðfangsefni öllum óviðráðanlegt, en þó eg segi svo þarf það ekki að skiljast, sem vonleysi eða fyrirlitning; og með þá ályktun legg eg frá mér pennann í kveld, og því nú eru aðrir gengnir til hvílu og eg finn eg þarfnast þess líka. Góða nótt!

Þú minntist á það í fyrra í bréfi að, þér hefði verið sagt að synir B. heitins móðurbróður, hefðu ekki sem best orð á á sér; og eg hef aldrei séð neinn þeirra, því altaf hefur verið svo langt á milli mín og þeirra; og þekki þá því ekki. nema af því, sem eg hef heyrt eftir öðrum. og strax og eg kom til að heiman heyrði eg fólk vera að fleygja því á milli sín að þá, það vor, hefðu þeir verið að reyna að strjúka þaðan útúr skuldabasli, hér til Canada, það vor Jósafat Helgi og og Baldvin, en náðust áður en þeir komust yfir ”Línuna„ og pabbi þeirra þá orðið að ganga í ábyrð með skuldir þeirra; auðvitað var óreglu þeirra um það kent; en þó þurfti það ekki að vera, annar þeirra að minnst kosti, hafði byrjað þar eitthvað á verzlun, í félagi við annan mann, báðir bláfátæri og ekki getað staðið í skilum; en engin óknitti hef eg heyrt, eða heyrði þá um þá. þó svo máski sumum finnist að svokölluð gjaldþrot heyri því til; og er líka til enn eg hygg af því sem eg hef frétt um þá síðan að þeir muni hafa verið gefnir fyrir að braska, en verið ekki vel hepnir í því. Skömmu áður en pabbi þeira dó seinasta veturinn sem eg var í Dakóta kom hann til mín og gisti hjá mér nokkrar nætur, og eg keyrði hann þá stundum í kring í bygðinni, því þá var hann að reyna að selja, hlutabref í námum sem synir hans voru þá eitthvað riðnir við; og einstöku maður gerði það þá fyrir hann, enda voru þau ekki dýr, frá 10 til 15- og 20 dollara; held samt að engin af þeim sem keyptu þetta hafi ekki grætt á því enda töldu þeir sig ekki heldur hafa tapað miklu. Þá var Baldvin enn þá ern og glaður

og eins og hann leit út þá, leit út fyrir að líf hans gæti orðið 15 - 20 árum lengra en þá var hann þó 76 ára en lifði ekki nem rúmt ár eftir það. þegar þetta var gerði hann að gamni sínu þessa vísu, til mín; ”altaf ligg ég uppá þér; ekki tímann spara.” Ónýtur reyndist ”Árni„ mér, eins mun ”Hördal„ fara, nöfn á mönnum sem bjuggu þar þá. Eg held að mamma okkar og B. hafi verið mjög lík í lund, og eins vaxtarlag og allar hreyfingar, bæði aðdáanlega glaðsinna, Þrátt fyrir, sorgleg og þung aðköst á lífsleiðinni. við þektum nú bæði hvað mamma, áleit að væru vert að leggja í sölur fyrir lífsgleðina, svo innri sárin næðu ekki að blæða út meðan nokkur von væri að varna því; þ en þó arekst virtist verða á milli mín og B. fyrst eftir að við komum, þá fann eg þegar eg fór að kynnast honum betur, að vilji hans muni þá hafa verið sá, að vera mér hlyntur; og það eins mikið verið mín sök að við gátum ekki notið þess, og eg svo dæmt hann og viðtökur hans í harmi og athugaskorti og við gert g00t hærri vonir um viðtökurn en eg átti heimting á. Þessi æfiminning hans er sennilega nokkuð rétt; Því það er víst, að hann var stórvelgefinn og áhuginn til umbóta glaðvakandi fram í andlátið, ekki síst á andlegan má00 aldrei heyrði eg hann kvarta yfir, að láta nokkuð uppi um skilnað þeirra hjóna, og spurði hann heldur ekkert úti það, enda viðkvæmt mál, og sennilega að bæði hafi átt sök á því. En ein orsökin þó, talin að vera sú, eftir því, sem mér var sagt af öðrum, að honum hefði verið orðið lífið óbærilegt ho í sambúð við konuna, af því annar maður var kominn í spilið, og sestur að á heimilinu, og við hann hélt hafði hún haldið í fleiri ár eftir að Baldvin

var farinn, og að hún hefði verið bendluð við þann sama mann áður en þau fóru af íslandi. Má ver vera að hann hafi verið eitthvað breyskur sjálfur Þó heyrði eg engan segja neitt í þá átt. En þó eg sé nú að tala um þetta, við þig þá er það marklitið, og því ódæmanlegt mál. En þegar eg var hann var þarna einn að berjast þarna á ”Mountain„ fb. Mántin, þá vissi eg það að hann vildi ná sér í ráðkonu, til dæmis vildi hann þá fá til sín Sigríði móðir Benoní; en gékk ekki saman; líka kom til hans, (og talað var um að til stæði að ætlað hefði að setjast að hjá honum) Hólmfríður Marteinsdóttur gömul vinkona mömmu okkar og sögð að hafa unnað honum í æsku, og hann henni, en ekki dvaldi hún þar lengi; kom þó alla leið frá ”Arggl„ og fór þangað aftur, því þar voru börn hennar. Eg sá hana þá sem snöggvast en við töluðum lítið saman, enda þá rétt nýkomin, og horfin til baka áður en eg vissi af og þótti mér fyrir því. Eg veit að Helga dóttir hans hefur sagt þér eitthvað um systkyni sín, hún er sú eina af þeim, sem eg hef séð og bræður hennar voru, vestur í Albertafylki, fyrir fáum árum Ásgeir Vídalín er elstur býr í South Edmonton, það er stjórnarsetur Albertafylkis; á konu aldraða og engin börn Sagður vel efnaður, Óli, hann var yngstur. Háskólagengin og talin mjög álitlegt mansefni, en nú fyrir 9 árum frétti eg það að hann væri þá á geðveikrahæli, síðan hef eg ekki heyrt neitt um það nú leit eg í æfiminning B. og þar sérð þú um afdrif hans. Það er fleira af þeim systkynum dáin þó það sé ekki nefnt í Æfiminningunni, minnstakost Jóepína.

Þetta um Óla þó auðvitað sé ekki getið um það í Æfiminningunni; Veit eg að er satt, því eg fékk það í bréfi

frá St. G. St. Hann var vel kunnugur Baldvin og börnum hans, og sagði mér þetta af því eg bað hann að segja mér hvar börn Baldv. væru þá, og það hittist þá svo á að bræðurnir allir voru þá, í sama fylki og hann og ekki langt frá honum. Þér er best að sýna ekki þetta um frændfólk okkar en nema þá bræðrum okkar. Aðrir hafa æfiminninguna, og það dugar þeim, enda ekki nú orðið margt fólk í Mývatnsveit, sem hefðu mikinn áhuga að heyra það.

Eg hef engar fréttir að setja í þetta bréf, enda fjórða bréfið, sem eg hef skrifað heim síðan um Nýjár. ”altaf í þinnra þinn00; þinkuna allra hinna„ og næstu þinning ætla eg svo að láta fjalla um bréfið þitt síðasta, Það var svo hugnæmt og kom við við; í bréfi Hjálmars minntist eg ögn á þetta um frændsemi Finnboga við okkur. Í landnámþætti um sjálfan sig fer hann ekki langt með ættartölu sína, og eg veit heldur ekki um hvað sterkur hann er á því sviði, eg hef samt skrifað honum og beðið hann að segja mér ef hann hefði sínar sagnir um það; og sagði honum líka hvað yndriði hefði komist að, eins og þú mintist á. Eg veit að hann er minnugur á margt, og hefur lengi haft dagbók, en hvort hann hefur haldið hana þegar hann var heima veit eg ekki - en úr þessu getur, ekkert skorið, svo maður sé viss, nema það stiðjst við kyrkjubækurnar.

4. apríl Þyðvindi í dag. og vonandi fer nú snjórinn.

X Hverra manna er þessi tengdasonur Dóra br.?

Eg og við hlóum að æfintýrinu um bréfið, sem dagað hafði upp í Baldursheimi, mér hefði þó þótt meira gaman ef okkur hefði verið sent það, úr því hægt var að ráða

í hvað það hljóðaði um; eg hefði líka gaman af að vita hvaðar ár það fannst. Eftir Sólveigu man eg vel og með hlýrri endurminning þakka eg henni kveðju til mín, og bið þig minnast þess við hana, á sama hátt frá mér. Mér líkaði að þú sagðir mér það, sem þú hafði heyrt um pabba hennar, viðvikjandi því, sem eg minntist á. það styrkir dálítið sagnir; F. G. og þar, sem þú færir til 3 dæmi til sönnunar, þá tek eg það gilt, því ekki þurfti að efast um kjarkinn hans Péturs. og eg kyntis líka, personulega hlýleik hans og góðvild; en tilfellið, sem eg benti á með Séra Stefán vissi eg fyrir víst að var satt; og útkoman jafnar sig nú hjá mér með báða. En það mundi eg ekki að Pétur hefði hjálpað Jakobínu dóttur sinni, ef þú átt við það er hún var á Skútustöðum, mig minnir haust 1878, og minnir líka að það væri fyrsta barn hennar, sem hún þá var var var þá Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. víst hætt komin, og þú varst þá á Skutustöðum en eg í Álptagerði hjá Sigurði; mig minnir það, sterklega að læknir kæmi frá Akureyri; Thorður Jónsson? til að bjarga henni þá, en svo hefur gat auðvitið verið, að pabbi hennar hafi verið búin að ná barninu áður en læknirinn kom, og þú munir það, en eg ekki; og mig minnir að barn lifði ekki. Þá var engin prestur í sveitinni því um sumarið flutti séra J. Þ. til Húsavíkur, en séra Magnús Staptason, var þá Haldórstöð og gerði stundum prestverk þá í sveitinni líka, Þetta sama haust minni að dæi, Halldóra á Helluvaði og Bjarni bróðir Péturs, bæði jörðuð sama dag á Skutust og þetta barn Jakobínu og annað barn til, lögð sitt í hverja gröf hjá hjá þessum öldruðu elsken og í æsku elskendum

Sagði gamli Sigurðurður mér, og bætti því við að þ maður og kona, sem elskuðu hvort annað þegar þau væru ung en næðu ekki saman þá, mundu verða samferða þegar þau dæju; Sér Magnús J jarðsöng þau, og víst var hann sætkendur við það og hafði eitthvað fipast, eg var þ ekki við en máski þú munir það; en í hálfrökkri um kvöldið kom hann gangandi og einn heim á hlaðið í Alptagerði, augafullur og settist á hækjur sínar upp við bæjarþilin, og satt þar þögull þangað til einhver kom með reiðskjóta hanns og tók hann með sér. ”Heilagur Andri u.u.m.„ okkur gárungunum heyrðist hann stundum segja þetta í staðinn fyrir heilagur andi þegar hann var að flytja bænir í kyrkjum, hann átti n.l. stóran hund, sem hét Andri! Jæja hann er nú nýlega fallinn í Valinn, og nú mynd af honum í Heimskr. Hann hefur altaf fylgt frjálstrúarmálum, síðan hann kom vest 1887. eg var við eina svoleiðis messu hjá hon í Dakóta, og stýrði fyrir hann söng, og spilaði á orgel sem var í skólahúsi, sem hann messaði; sami var söngurinn eins og áður í framburði ræðunnar; og faðir vor las hann, eins og þú mansteinsog þú m ”Faðir minn átti 50. geitur.„ Aldrei sá eg séra St. Sigfússon eftir að hann kom vestur enda lifði hann ekki lengi eftir það; hann dó í Winnipg; og veit ekki heldur um börn hans eða ekkju hans.

X Hver var þessi Guðný skáldkona, sem þú minnist á í sambandi við það, er þú getur um hvar Hólmfríður Stefansdóttir var jarðsett; hún fær þá ekki að hvíla hjá Jóa sínum

Ekki hef eg frétt neitt fyrir víst hvar Hjálmar Helgason er, hef samt skrifað þangað, sem eg heyrði einsusinni að hann byggi, og máski verð búin að fá einhverja vitneskju um hann áður en þetta fer á stað. hann mun vera í svokölluð vatnabygðum í Sask-fylki hann hefur ekki verið hér í kring, og eg ekki séð hann eða haft bréfaskifti við hann síðan eg kom hingað, sem eru 30 ár næsta sumar.

Þú hefur miskrifað, það að Marteinn væri Kolbeinsson, í staðinn fyrir Guðlaugsson Kolbeinssonar Gaman væri að fá að heyra ferðasögu, íslendska flokksins, sem fór til Rússlands, vitaskuld er það nóg til þess að vera kallaður ”Bolsi„ en er það ekki skrítið hvað mikið er gert að því að brúka það sem niðrun, og þó hvað aðalþýðingin í því vera ”meirihluti„ Eg er nú als ófróður um þetta stjórnarfar, sem Rússinn setti þar á laggir, í enda stríðsins þó flest blöð, hér í landi ræði mikið og oft um hvað það sé ískyggilegt; en mér finnst það undarlegt, þvi þeir mega ekki gera breytingar á sínu stjórnarfari eins og aðrar þjóðir gera og hafa gert; eða eru menn búnir að gleyma; sögnunum öllum um keisarúthaldið;? Ekki ættum við sem þekkjum og þekktum svipaðan keim, að vera mjög montnir af því. þó við auðvitað!! ættum að vera það. því hér eins og í öllum öðrum menntuðum löndum finnur maður að andi siðmenningar ”sveimar yfir vötnunum„ og fyrst maður trúir því; þá eru það ekki nema óþarflega forvitnir fáraðlingar, sem þykjast ekki geta áttað sig á henni nema í smásjá. En hvað, sem um það er, þá njótum, hvorki þú né ég neins ills eða góðs af Russnesku stjornar fari og og þurfum ekki ræða margt um það. En maður kemst þó ekki hjá að taka eftir því samstemda Rama

kveini flestra hinna þjóðanna yfir öllu guðleysinu hjá Rússanum! Langt er síðan maður las spádóma Þorsteins Erlingssonar, sem virðast hafa ræst talsvert rækilega - : ”Því kóngar að síðustu komast í mát og keisarar náblæjum falda; og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindskér, í hafdjúpi alda„ o.s.frv.

Eg sé að þú manst undrunarlega vel eftir atriðinu sem eg minntist ögn á um það er verið var að flytja líkin af S. og G. suður vatnið, Það eina, sem eg minnist um það að hafa séð Stefán, var um hávetur og snemma að morgni til að eg leit uppúr holu minn og sá hann standa á gólfin og var að segja pabba og mömm frá því að hann hafði dottið niður í gjá sem skelpt var yfir og vatn í henni og því blotnað, og kom því heim til að fá þurra sokka, því frost var, og á leið til að vitja um net, sem hann stundað suður úr ”Bekrum„ Þessi gjá var eftir það kölluð, ”Stefáns gja„ bræður okkar B. og S. sýndu mér hana, hún var eða er, mjó og hringmynduð að ofan en nokkuð yfir mannhæð á dýpt, og í ekki auðvelt að lyfta sér uppúr henni; og margir voru undrandi yfir að hann hefði komist uppúr hjálparlaust, og enda hefur hann þá verið alsgáður en þetta hlýtur að hafa verið einu eða í mesta lagi tveim árum áður en hann drukkni í blæjalogni og heiðskíru veðri, við miðnætur-sólar skin. En því er eg enn, að rifja þetta upp, þér er það, eflaust, eins kunnugt, eða betur; en aldrei getur maður gleymt sona tilfellum. Þó útyfir taki það alt, ein verið að fara með nokkrum árum síðar að merki hefðu sést til þess að S. hefði verið kviksettur. Finnbogi El Erlindsson var borin fyrir því er hann var að taka gröf við hliðina

á kistu S. Eg sá F. aldrei heima eftir að hann fór frá Haganesi, en eg kom til hans og sá hann nokkuð oft þegar eg var í Dakóta, og þar dó hann 1912? minnir mig. Veturinn 1893 var eg nótt hjá honum, og þá spurði eg hann um þetta með Stefán, man nú ekki hvort hann svaraði því alveg samþykkjandi, en síðan hef eg þó altaf staðið í þeirri meining að það hefði verið satt, því ef hann hefði neitað því berlega þá hefði það setið í huga mínum með meiri vafa, en það hefur gert.

Það er nú kominn 6 apríl og mikil hláka nú 3 daga Drengir eru að flytja heim hey þessa daga áður en snjórinn fer, og búnir flytja heim og saga niður ársforða af eldivið; Stebbi kom hér í dag, og verður í nótt var að sækja sér heyæki.

Loftur og Stína, fór nýlega til mans, sem hefur sögunarvélar og á heima 10 mílur hér fyrir norðan okkur, og Loftur ætlar að vinna hjá honum í sumar, og Stína verður þar líka með litlu dóttir þeirra, rúmlega ársgamla, stór og falleg telpa. Árnína er núna í bænum, á von á króa no 2 nú fara allar konur til læknis, og er það vel farið. Drengur hennar er nú hátt á 3ja ári; farinn að tala mikið, bæði ensku og íslensku. þó verður enskan líklega yfirsterkari eins og tíðast. Thrarinn sonur nöfnu þinnar verð 20 ára 17 næsta mánaðar, hár og vel þrekinn okkur eftirlátur, og okkur þykir eins vænt um hann sem okkar eigin börn.

Elsku systir min Bogga! Eg má ekki hafa þetta lengra í þetta sinn; Lína sendir þér koss og kveðju, og við öll þín fjarlægu frændsystkyni; með bestu vonum og einlægum óskum um blítt og bjart sumar, og veit að blessuð lóan syngur undir fyrir þig meðan þú lest þetta, til að bæta það upp fyrir mig. Heil og sæl - meðan mælir þinn br. Thór St.

P. S. Guðrún Þórarinsdóttir er nýlega dáin. Hún andaðis laugardaginn 12 mart s.l. á ”King Georgs„ Winnipeg sjúkrahúsi, eft fjögra daga legu, 70 ára að aldri. Banamein hennar var ”diphteria„. frá Halldórsstöðum í Laxardal. Æfiminning hennar er í Heimskringlu 30st marz s.l. Lika dó snemma í febr. s.l. Anna Kristjánsdóttir að Mountain N.-Dak. 56 ára, Eins og Guðrún (nefnd að ofan) lifði ógift, báðar þó vel gefnar, og afbragðs kvennkostir, Eg hef áður minnst á það, Ingjaldstaðafólk. Kristjáns Jónssonar frá Arnarv. og Sesselju Sigurðard. frá Stafni Það fólk tók okkur tveim höndum er við komum að heiman og sýddi okk stöðuga trygð ávalt síðan; sá partur af þeirri ætt æltar víst að deyja út 2 dætur, sem giftust eiga ekki börn, og 2 sýnir og þessi nýlátna dóttir ógift. Björn lifir Jónasson lifir enn, en orðinn fjörgamall. Var jafngamall, segir Lína, pabba hennar.

Lifir Gunna Sigurós enn.? og ekkja Aðalgeirs á Laugum mig minnir að þú segðir mér einusinni í bréfi að hún hefði fyrir löngu síðan verið á geðveikrahæli, er það misminni mitt? Ert þú ekki búin að brenna fyrir löngu úrvalið!!! af vísunum minum sem eg sendi þér?

Þ. Stefánsson.

Myndir:123456789101112