Nafn skrár:ThoSte-1932-10-11
Dagsetning:A-1932-10-11
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Gleðileg Jól

(Box 30) Winnipegosis Man. Canada

11. Okt. 1932

Elsku systir!

Þetta sumar er nú á förum og þegar eg lít yfir reikningana, ség ég að það hefur liðið án þess eg hafi sent ykkur nokkurn bréfsnepil; og til að reyna að friða samviskutetrið, (ef hún er þá ekki gegnfrosin) og byrja að marka eithvað á þetta blað. Og býrja þá er fyrst að þakka af heilum hug og hjarta fyrir 2 bréf. Hjálmars bréf kom 7nd sept. og þitt 3ja þ.m; sem eru mér eins og altaf áður andlegar svalalyindir; sihreinar hollar og hressandi Um tíðarfarið er það að segja að vorið var mikið mildara en vanalega og sumarið eins; ekki ofsahitar nema 2-3 daga í senn hæfilegar úrkomur, og graspretta vel í meðalagi, og heyannir gengu vel; drengir okkar Björn og Þórarinn heyjuðu 150 tonn hvert tonn, 2000. pund eða 10 hestar eins og þú máski veist. en svo þurfum við sjálf ekki alt það hey fyrir okkar skepnur, en altaf gott að hafa nóg af því, og afganginn selja þeir þá, bæði börnum okkar, sem búa í bænum, sem hafa eina - 2 kýr hvert og ymsir fleiri sem búa í bænum; águst Sept. og það sem af er þ.m verið óvanalega stormasamt, og núna í nokkra daga kuldastormar og í gærmorgun var víkin hér fyrir frama öll skænd en í dag brotið upp nema hrannir við land; samt engin snjór komið enn, en hlínar líklega ekki fyr enn hann er búinn að riðja þannig kroppana. Eg er fyrir löngu orðinóbrigl l óbrigðull loftmælir, til d. að um 15 sept. mesta blíðuveður þann dag allan þá um l morguninn kendi eg mér enkis meins, þangað til alt í einu þegar eg var að rétta mig upp frá að hella mjólhrær

ing í svinadallinn, fanst mér eins og t spjalhryggurinn væri allur stunginn með mörgum nálaroddum í senn. og gat ekki rétt mig upp, og högti hokinn í marga daga á eftir og ekki almennilega úr mér enn, en um kveldið nefndan dag, kom ofsa norðan rok með kulda og rigning og hélst í 3 daga, og þá settum við í stand ofninn og síðan kint í honum af og til kveld og morgna, og núna meðan eg er að skrifa þetta, leggur hitann frá honum í bakið á mér; annars hefur gigt sjaldan bagað mig lengi í senn; en svo er þarflaust að vera fjölyrða um það, þessi ihlaup eru ”haustvinda máttarhljóð; þvi hnigin er rósin góð„ eins og gamli Jón Hinnriks kvað; einusinni í brúðkaupi; haustið 84 Þegar Helgi frændi gifti sig. annars hefur heilsan verið bærileg Stjana var samt veik um tíma í júní var snertur af taugaveiki, en nú orðin vel frísk, og byrjaði skólakennzlu í endann á águst. Árnína eignaðist dreng snemma í apríl; hann heitir Walther Björn. Og Stína stulku í byrjun sept. hún heitir Ólína Þórdýs. Snemma í Júní fengum við hér ”óvænta heimsókn„ Hjálmar Helgason frændi og Þorgeir sonur hans, keyrðu hér í hlaðið á laugardagskveld í stórum og fallegum Bíl við höfðum ekki sést í 30 ár eða síðan eg flutti hingað, svo þú mátt geta nærri hvað það hafi verið gaman fyrir okkur að mætast, enda spöruðum við ekki málbeinin meðan hann tafði, sem var 2 nætur, lögðum saman að kalla dag og nótt, og altaf að kalla fram og a flugu æskuminningarnar fram og aftur á milli á milli okkar. Og studdum eftir mætti hvorn annan að rifja upp og rekja sporin, sem við vissum nú reyndar vel að fokið er og í fyrir löngu að vissu leiti en samt fundum við þau sjálfir býsna mörg og höfðum

getað rakið þau mikið lengra, ef tími hefði enst til og fórum við þó hratt yfir. Fórum boðleið eins og þingboðið um sveitini í gamla dag; skuppum austur á Hólssan með Arnfríði mágkonu þinni, og Sígriði á Helluvaði sem fór í kynnisför í Grímstaði, og fylgdarsveinn hennar þá Jonni Sigurosar þá drengur. Glímdum við gamla Kristján Jóhannso ”ríka„ þá í Fagradal, fórum sama kveldið til baka yfir Jökulsá á sem var með ótal smáaugum sem straumafroðafroða sauð í og vörum rétt komin uppá vesturbakann þegar hún ruddi sig; komum niður að Strönd seint um nótt og Hjálmar segir að við Guðný systir hans höfdum fy farið að syngja eftir að við vorum búnir að fá okkur hressingu og þur föt því við við vorum votir uppí klöf; og máski ”dofið„ líka. ”Ef það er minn grunur„ en hvað um það þar kvöddumst við H síðast á Ílandi því það sumar mún H. hafa farið alfarinn úr sveitinni. Í sumar kvöddumst við þarí grend, mintumst þar, (máski í síðsta sinn) við hrafna Óðins ”Hug og Mun„ þó hefðum ekki leitað - af okkur allann grun. Þetta sumar hefur því verið okkur hagstætt, þér og mér á líka vísu, og skil því vel, hvað það hefur verið þér og ykkur til mikillar ánægju er Dr. Jón sonur þinn kom til þín með hópinn sinn. í samband við Hjálmar, dettur mér í hug að spyrja þig hvort Guðfinna Guðnadóttir Grænavatni, fékk bréfmiða, sem eg sendi henni 2 maí s.l. Í því skyni að hún máski vildi komast í bréfasamband við H. þennan frænda og æskuleikbróðir, af því þú sagðir mér að hún hefði óskað eftir að fá eitthvað að frétta af honum. Svo að. ef hann vildi þá gera sk slíkt

sama eð borga í sömu mynt, þá gæti það orðið báðum til gleði. Eg sagði H frá þessu þegar við sáumst í sumar, og fannst mér hann verða glaður yfir ef það gæti komist í framkvæmd. Enda yrði það alt greinilegra, heldur en ef eg færi að marka niður í mín bréf ymistlegt, sem drifið hefur á daga hans hér í landi töluðum mest um gamla daga, eins og áður er sagt. Hann er nálægt 4 árum yngri en eg, og sýnist vel ern og hvikur í hreyfingum rauði kollurinn nú hítur hvítur nú; málrómurinn skarpur og hreinn og opinskár, samt hóflega; Sver sig mikið í ættirnar Kolbeins og Helga. og erft þaðan talsvert af því, sem nauðsýnlegt er að berjast heiðarlegri og góðri baratt í lífinu láta ekki troða á sér að óþörfu, að ógleymdum drengskap og dáð. auðvitað mætti nú þetta kalla ættaraup í mér; þar, sem skeggið er svo skilt hökunni; en læt það þó flakka í prívat bréfi til þín, enda meining mín að lýsa þessum frænda okkar einog hver vandalaus maður kemur mér fyrir sjónir.

Þó engar fréttir eða fróðleikur verði í því hjá mér, langar mig til að minnast ögn á eitt atriði í bréfi þínu, er þú minnist á skilnað þeirra B. frænda heitins og Soffíu. því þú minnist þar á nýja ”aðila„ sem eg hafði ekki heyrt um áður. Eg verð að viðurkenna það að eg hef ekkert fyrir mér í því máli mínu annað en það, sem fólk hér vestra sagði mér fyrst eftir að eg til kom til N. - Dakota. Vildi ekki leita eftir neit neinna upplýsinga um það við Baldvin sjálfan; það var einkamál, sem mér kom ekki við og hygg

að aðrir hafi haft meira arð á en hann sjálfur. enda eru þesskonar mál reglulegur kvalreki fyrir sumt fólk. fólk, sem hvorki kærir sig um rök né orsakir. En þessi maður, sem eg heyrði að Sem eg Soffía hefði átt að hafa verið í þingum við, var nefndur Gísli og það með að hann hefði verið úr sama plássi og Baldvin bjó í á Íslandi, en þrátt fyrir það má það eins vera að það sé alt sami maðurinn og þú getur um, en manst ekki á, nafnið á. En hvort, sem nokkur flugufótur hefur verið í þessum orðróm um með Soffíu eða ekki, þá þá mun það rétt, b að bún bjó í æði mörg ár eftir að B fór; með þeim manni, sem sagt var að Soffía hún hefði, haldið við E Í æfiminning B. sést að hann kom til N-Dak 7 árum eftir að hann fór af íslandi, eða 1880 og þó þess sé ekki getið í æfiminning hans, þá fluttu sum af börnum hans þangað rétt á eftir. t.d. Helga og maður hennar og Friðrika var þar ek líka eitthvað, en f var farin til baka aftur þegar eg kom þangað. 89 sömuleiðis Baldvin Tryggði og Jósafað Helgi; og hef eg getið þeirra í bréfi áður. Líka sá eg þess getið í einhverju riti másk bók Thórstínu að Ásgeir hafi verið þar þá líka; en það mun ekki vera rétt. Eg minnist á þetta af því að þér hefur verið sagt að ekkert af börnunum hafi fylgt Baldv. Og En af því eg veit að eg að eg er búinn að orðlengja þetta helst til mikið, þá hygg eg að okkur myndi koma saman um dæma málið með gamla málshættinum; að sjaldan veldur einn o.s.frv.

15 okt. Sunnud. Laugard. Norðan stormur og hríðarkólga í lofti, samt ekki mjög kalt og víkin hér varð íslaus aftur. Stefán okkar hefur verið hér hjá okkur að hjálpa drengjum til að við að laga til og byggja kindahús og kálfakofa, líka byggdu þeir dálítið hús til að geyma í ymislegt, drasl; einng dálítið af smíðatólum bæði fyrir tré og járn, sem kemur sé vel að hafa

við smáaðgerðir, þó hvorki eg né synir mínir, séu nú miklir smiðir, en þegar eg hef lítið að gera, eða get ekki sumt sem þarf að gera, labba eg útí smiðjuna; eitthvað að banka sundur eða saman, og ef eg sé þá enga þörf í að kveika á aflinum, tek eg hamarinn og lem honum á kaldann steðjann, bara til að finna hvort hann geti bergmálað gamlar raddir. t.d. þær, sem maður heyrði þegar maður heyrði stundum fyrst á morgnana þegar pabbi var að dengja ljáini, já það er undarlegt sambland aðf sorg og gleði í söngröddum steðjans. ”Strandar-Jóns á Steðja, storkar riðið„ Þetta ryfjar upp minningarna okkar um steðjann þ hans föður okkar og margra annara. En þetta er nú líklega útúrdúr.

Nafna þín og maður hennar fluttu sig frá Kamsack í águst í sumar, þar, sem þau hafa átt heima yfir 20 ár, og eru nú í Port Arthur Onterio um 5 - 600 mílur austur frá Winnipeg; sá bær stendur á norðurströnd vatns, heitir ”Lake Supperior„ maður nöfnu þinnar hefur þar nú stöðugri vinnu en hann hafð 2 síðustu árin í Kamsack. Hann vinnur alfaf fyrir sama jarnbrautarfélagið; hefur nú unnið fyrir það nú, nær 30. ár. Efnalega held eg þau séu vel stæð. En nöfnu þína höfum við ekki séð í 3- ár, og nú er hún mikið lengra í burtu en áður. Aðalbjörg og maður hennar altaf í sama stað, - Minniota Minnsota. og líður þeim allvel að eg held.

Sunnud. 16. okt. Það gerði snjóföl í nótt, s.l. gott veður í dag en skýjakapa í lofti. Gæsirnar eru nú daglega að selflytja sig, en mikið enn þá aðf andfugli á vatninu. svo þeir búast ekki við að það frjósi bráðlega; samt er talsvert af smáfuglum hér allan veturinn. t.d. Svölur (”Swallows„) Þær halda til oft margar í fjósunum og í heystokkunum við fjósin, verpar þar og unga út á sumr á sillum og bitum; enkum þykir þeim gott að vera í

hesthúsinu því það er hærra. Bygðum það fjós fyrir 12 - 14 árum, mænir ásinn er plánki 1 1/2 þml. þykkur og 10 þml. breiður, lóðrettur á röð, og hvilir á stuttum stoðum, sem ná niður á 2 bita, sem liggja frá þvert yfir fjósið 7 fet frá gólfi. Næsta sumar eftir að það var bygt tók eg fyrst eftir því að þ svölur vor með unga í hreiðri, sem þær hefðu hefðu búið sér til utan í planka hliðinni, og af því eg hafði aldrei séð þannig bygt hreiður áður, horfði eg á það með undrun. Fleiri vinna enn mennirnir datt mér hug; Þarna höfðu þær unnið að, veit ekki hvað lengi, að líma leir”Clay„ á lóðrétta hliðina á plankanum; þangað til þetta er orðið að dálítilli leirskál, ekkert undir henni til að hvila á bara svona haganlega límdt við planakaliðina. Nú eru þessi hreiður orðin 5. fjögur á þeirri sem snýr að glugga og eitt, sem byrtu ber á frá vindauga; ungar voru í þeim öllum í sumar. 2 og 3 og 4. í því elsta, sem enn er eins sterkt og stöðugt, eins og þegar það var bygt fyrir 12 -14 árum. 1. svona hriður skoðað eg nakvæmlega í sumar, sem þær höfðu búið til í hænsnahúsi, sem við rifum niður, og var orðið fúið. Aðalefnið, í því leir eins og i hinum en þegar eg braut það í sundur var innan undir leirhuðinni margir 00ingir af hárfínu sölgrasi, sem mikið er af í flæðarmáli vatnsins, og þessu dáamlega smíði sínu ljúka þær með því að fóðra það með þunnu lagi af ull, enda eru afkvæmin þeirra nakin eins og maðurinn, þegar þau fæðast. Þó þetta sé nú auðvitað sjálfsagt ekki ein00æmi einsdæmi, þá er það þó ekkert smáræðis hugvit, sem í því felst. Veit þó ekki kæra systir nema þér þyki eg helst til langorður um það. En eg sný einni setning úr bréfi þínu uppa sjálfan mig, með Þannig ”að þú fyrirgefir þessum bróður þínum alt„.

í hverju

Blaðið Dag fæ eg eins reglulega og hægt er að búast við Hvert vikublað, auðsjáanlega póstað strax við útgáfu þess. mér finnst það þ skemtilegra , eða flytur meiri fréttir, sem eg les altaf fyrst. Líka þótti mér vænt um þegar eg sá að Sigfús Haldórs var farinn að rita fyrir það. En líklega hefur einhverjum brugðið í brún þegar hann fór að andmæla Ás hóli því, sem þessi Áskéll Snorrason hafði hlaðið á Hinn nafntogaða söngmann Eggert Stefánsson, og helst sýnist mér í svörum ”Ásk„ að honum ekki geðist ekki þessi opinberun frá S. H. vegna þess að ”opt megi satt kjurt liggja„ enda ekki heiglum hent að munnhöggvast við S. H. því hann rökstyður vanalega betur þau mál, sem hann ritar um en allur fjöldinn og greinar hans um þennan sogn söng E. sem hann vitnar í, sýnir þó sannarlega það, að ekki er alt gull sem glóir. En nú má ekki segja meira um þetta núna, ”því alt tekur enda„ og eins er með þetta blað.

já elsku systir! af því eg veit að þú hefur altaf fyrirgefið mér öll vansmíðin á bréfum mínum; þá veit sendi eg þaðtta eins og vant er til að slíta þó ekki vísvitandi þennan veika sambandsþráð; og sagði veikur en vel hefur hann þó reynst. Þú segir eg kannist við örnefnin já, þegar þau eru nefnd, en ekki man eg nú altaf hvar þau eiga heima. Þó man eg nokkuð vel, mörg þau, sem mest eru fyrirferðar. en æði mörg þau smærri, óviss og þokukend.

nú er 20 okt. og af því eg vona að geta sent það á stað á morgun þá fer það 10 dogum fyr en bréf, sem eg sendi þér um þetta leyti í fyrrahaust. Þá er að kveðja, og senda kveðjur til þín og þinna og þeirra 00, sem ennþá minnast okkar og sérílagi bræðra okka og Guðfinnu og barna hennar í Neslöndum. Helga og Kristínu á Grænav, og mörgu fleiru, sem blaðið ekki rúmar, því ”hugur og hjarta. - ber sitt heimalandsmót„,

Þinn einl. Elskandi br.

Þórarinn Stefánsson

Heimskrl öll send upp að September

Myndir:12345678