Nafn skrár: | BenHal-1896-01-03 |
Dagsetning: | A-1896-01-03 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
92 Palmer ston av Toronto Ont January 3, 96 Elskulegi goði Torfi minn Af hjarta oska eg að guð gjefi að þjer og öllum þínum líði í alla staði vel af alúð þakka eg þjer fyrir þitt elskulega og mjer kær komið til skrif, af 6 nov, 95 sem eg fjekk 24th Dec, og varð það okkur hin besta jóla gjöf að frjetta af vel líðan þinni og allra þinna ást folknu konu og barna þetta brjef þitt er skrifað í þeim broður kær leikans anda að eg gjet ekki með orðum ut málað hvað mjer þotti vænt um það en bið guð að blessa og varðveita þig og alla þína Jeg varð glaður að frjetta að þjer og Guðlaugar líður vel, og eruð því nærri eins ung og heilsu goð og þa við skyldu, oska og vona að sje guðs vilji að þið lifi leingi og vel eins vel og W.E. Gladston sem eg heiri nu að sje 86 ara í besta skapi og goðri heilsu það gleður mig og svo að heira um börninn ykkar að þaug eru öll vel og guði gjefinn geingur vel að læra það sem er gott og nit samt, og þar með gjeta verið ykkur til gleði og anægu, mjer þotti og svo vænt að frjetta um heiðurs gjöfina til ykkar Guðlaugar fra skóla piltunum, sem var rjett og manlega gjördt, þið attu það meira enn skylið eins og annað sem þú minnist á þá er það hjap enn þið hafið unnið leingi og vel fyrir því svo að eg í minda mjer að það sje ekki alt gjof í raun 00000, og að auðru leiti þá hefur þu orðið fyrir myklum skaða og erviðleikum á ímsa vegi, það geingur svona í veroldinni þetta sambland eins og Helgi gamli þetta er nú farið að verða mykst brjef og verð eg nú að gæta mín betur Sigríði þotti vænt um að frjetta af sínu folki einkanlega af Kristínu og moður sinni að hun var lifandi, þá þotti mér frjettir að heira um telegraph, telefon og maski jarnbraut á islandi ef að eg lifi svo leingi að kjemst í verk, þa verð eg að koma heim og sjá kunningana áður enn eg day Jeg sie á þínu brjefi að Lárus og bjartur eru latir að skrifa eins og eg er Jeg hef nú skrifað Aðalbjarti og beðið hann um að skrifa þjer sem allra fyrst að hann gjeti komið því við, svo eg íminda mjer að þu fair brjef fra honum um það leiti að þú færð þetta, ef ekki þá vil eg seiga þjer að honum leið vel seinast þá hann skrifaði mjer sem var í sept 95 við skrifust á iðulega, og seigir hann mjer ávalt um Larus sem líður vel Aðalbjartur er giptur og á goða og fallega konu Af sjalfum mjer gjet eg svo sem ekkert sagt og gjöri einginn frægðar verk inn vinn mjer valla nægilegt fyrir daglegum þörfum, sem mykið kjemur til af því að tímar hafa verið og eru daufir, að auðru leiti líður okkur vel við öll erum við goða heilsu, lof sje guði fyrir það alt Sigríður gjorir húsverkinn og svo saumar hun talsverdt hún á góða sauma maskínu (the singers) börninn fara á skóla og eru í 5-4 og Hjer eru 2 islendingar fyrir utann okkur og þekki eg lítið nema anan þeirra sem er Olafur Guðmundarson úr Húnavatnssys hefur verið hjer um 20 ar, hann gjetur hverki lesið eða skrifað islensku, og var búinn að vera hjer morg ar svo einginn vissi um han heima af hans folki, til þess að hann fann mig og hef eg skrifað fyrir hann síðann fyrsta brjefið sem þeir feingu frá honum varð broður hans svo himinglaður því hann hjelt hann laungu dauðann, broðir hans er mjög fátækurm, svo Olafur sendir honum arlega heim $ 15 og stundum $ 20 þetta hefur hann sent í brjef peningum, einu sinni í póstávísun, enn það var leingi á ferðinni komst þó til skyla, þú veist að post ávísun er á reiðanlegast að senda hjer því peninga sendingar tapast opt í þessu landi, þettað hefur nú avalt komist með bestu skylum, sem hefur verið sent til Guðmundar Erlendsson á Æsustöðum nú á Langadal, Olafur var fostur sonur moður Guðm Er svo þeir eru bestu kunningar og vinir og skrifast á árlega það er að seiga síðann Olaf birjaði Olafur er vel efnaður sem alt er í peningum og á Banka, hann er einhleipur maður goður dreingur þó rífst eg við hann því nærri í hvert skipt sem við finustum, hann er eða fer til Roman Catholic Curch enn eg til Methodist church, enn eins og þu veist talsverdt mismunandi milli þeirra Jeg veit ekki hvað eg á að seiga þjer frá Toronto Jeg sje í dagblöðunum að ferða menn seiga að Toronto sje besti Bær undir sólinni, ef það er svo þá vildi eg ekki vera í þeim lakasta það er auðvitað margt gott hjer, regla og siðferði tekur hjer víst fram morgum bæjum, sjerstaklega á sunnudögum þar sem allri vinnu er hætt og ollum sölu búðum lokað og um ferð hættir sem er vanalega aðra daga svo að það er eins og bílar detti af fjelög af allri sort! bindindis fjelagið og svo þo sje eg í einu blaði hjer hvar seigir að Canada spennir 33. milljons af dollars á ari fyrri vínfaung af öllu sortum þegar að eg sa það þá oskaði eg eptir að þú hefir aðra eins sumu til að borga á ein hverju fyrirtæki fyrir island, kansgi það sje af því sem vínsölu menn fá ekkert frá mjer, eg vona að islendingar sje hættir að kaupa það, eins og fleira sem vel má lifa fyrir utann, um þessar mundir hefur verið hjer mykið talað um war eða difficulty be þá klippi eg pís ur papírnum um venuzuela og sendi þér, það gjefur þjer betri hugmind um hvernin þetta alt muni fara og þú færð það eins gott og það verður í íslensku blöðum, þetta er nú kansgi svo sem ekkert til þín eg sendi það samt og bið þig að fyrir gjefa alt þetta Hjer hefur verið milt veður og talsverðar rigningar um Jolin sem folki þotti ekki gott, því talsverdt geingur hjer á um þann tíma nú er talsverdt frost heiðbjart enn sjólaust og veturinn verður nu ekki langur, Sigríður biður mykið vel að heilsa þjer Guðlaugu og bornunum og þakkar ykkur fyrir alt það góða í orði og verki sem hun þikist aldey gleima jeg í sama máta bið að heilsa Guðlaugu og öllum þínum oska eptir að ykkur öllu líði vel en eg hefi það traust til guðs að han uppfylli allar þínar þarfir af sinni dyrðlegu nægt, eg vil vera þinn einlægur vin og kuningi B Halfdanarson |