Nafn skrár:ThoSte-1933-03-03
Dagsetning:A-1933-03-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis man

3 mars -33.

Hjartkæra systir min

Það er nú meira 4 mánuðir síðan eg skrifað þér síðast, og svar við því meðtók eg 7 jan s.l. en 28 des. fékk Lína ”Hlín„ alt með bestu skilum. Frá bróðir okkar H. J. S. fékk eg líka bréf 23 Febr. og þegar hann hefur sent það hefur hann ekki verið búin að fá bréf, sem eg sendi áleiðis til hans 23. Nóv. Og af því þetta bréfasamband okka eru nokkurskonar sólstafir sem altaf verma mig og okkur svo innilega; þá vil eg reyna að vinna til þess að fá að standa undir þeim, eins lengi og mér er fært. Og svo skal þá byrja á því, sem best er, að okkur líður vel, að heita má bæði heilsa holds og anda í þolanlegu jafnvægi að manni finnst sjálfum Þessi vetur hefur samt verið bæði snjómikill, og frostharður, þó ekki langstæð frost fyr en seinustu daga janúar og fyrstu daga febr. eða ma segja til þess 15 og á sjálfan afmælisdaginn minn regluleg frostgrimd um 40 gráða frost, og norðan skafbylur en þó engin ofanhríð, og þegar 00rðisteig frostið þá mikið, eins og æfinlega er; en nú í nærri 2 vikur hefur verið fremur milt veður. Kvef ”Flensa„ hefur gengið sumstaðar hér í kring og víðar, þó væg; en oft er hún vest þegar fer að svía, seinni part vetrar. Við erum þ hér, sem áður. 5 hér heima, og Ethel elsta dóttir nöfnu þinnar er hér hjá okkur í heimsókn, og verð máski eitthvað lengur og hjálpar ömmu sinni í húsinu á daginn meðan meðan Stjana er á skólanum. Skólinn stendur yfir frá 9 að morni til kl. 4 e.m. 7 stundir als, 10 - 15 mínutn frí hafa börnin fyrir m. og eins e.m. og matmálstíma frá 12 -1. svo þau kennslutiminn verður 5 og 1/2 tími á dag. 5 daga vikunnar.

frá mánudegi til föstudags. Samkvæmt skólalögum er skólaárið 10 manuðir, eða 200 kennzludagar. 4 mánuði fyrir jól og 6. mán frá Nýjari - lok júní. Þó er langt frá að þær reglur gildi eða sé fylgt nema, þegar skólhéruðin hafa efni á því en útaf bregður þó helst til oft nú æði víða. Sumstaðar skólum verið lokað, eða þá skóli bara part af skólaárinu vegna peningaleysis. Og þó eru laun kennara altaf að lækka, bæði af því að kennarafjöldinn er orðinn svo mikill að þeirra bjóða hvern annann niður; og af nefndum ástæðum og fl. En Og af því mér finnst eins og oftar að eg hafa svo lítið að skrifa um annað núna þá ætla eg að gefa þér lítinn útdrátt ur sögu, okkar skólahéraðs, þó það verði litil skemtun fyrir þig að lesa það; þó alt sé betra en þögnin tóm. Við vorum buin að vera hér í 15 ár þegar loksin að skóli var settur hér á stofn. og var þó altaf verið að smáympra á því enkum fyrstu árin. en svo lá það lengi í dái meðfram af því, að hér voru víst í 8. ár ekki nema frá 6 -8 átta búendur; og til þess að börnin fengu einhvern snefil af tilsögn, komum við þeim sumum af þeim niður í ”bænum„ en varð gagnslitið og dýrt. 1919 1915 fluttu hingað í byggðin nokkrar nýjar failíur, og það var farið að reyna að setja sk00ð á málið, og í águst 1916 var stofnfundur haldinn. með 11. gjaldþegnum byggðrinnar og 2m mönnum frá menntamálastjórn manitoba. 3 menn kosnir í skólanefnd. Ögmundur Öðssonur Ögmundsson. Sunnlendingur formaður. Jón Collins meðráðamaður líka Sunnlendingur og eg Skrifari og fehirðir. Engin okkar kunni að skrifa óbjagað orð í ensku, svo og allar skýrslur verður þó að skrifa á því máli; svo þú mátt trúa því að lengi eftir þennan

fund gékk eg með hjartað í lúkunum. og en það, sem hjálpað mér hélst, að komast skyssulitið útur úr þeirri klýpu voru sum börnin, sem höfðu þá sem lært nokku í að stafa málið; og það er vesta þrautin með enskuna, og svo hafði eg þá eignast Ensk-íslensku bókina hans ”Sugga„ en stundum var eg æði seinn og einmanalegur með sveittan slallann yfir bréfaskriftunum, sem voru mörg fyrsta árið meðan við vorum að búa undir og koma upp húsinu. Þó var verra að eiga við eyðublöðin sem mér voru send til að fylla út og ”staðfesta með eið og góðri samvisku„ sjáðu. Gallinn á þessum eyðublöðum fann eg fljótt að var þannig stundum, að maður ófróður í málinu eins og eg var og er getur auðveldlega orðið tvísaga; og þesskonar Veiðilögum hef eg kynst meira síðan; eg hafði þetta starf á hendi í 4 ár, þá losaði eg mig við það, og var ekki í nefndinni þá í 3 ár f og en síðan fram á þennan dag en skrifara-störfin ekki. Jóhann okkar hafði það í 6 ár áður og eftir það að hann flutti í bæinn, en árnína okkar ”mrs. Fleming.„ hefur skrifara og féhirðis-starfið núna og; Englendingur sá þriði í nefndinn. Þegar búið var að löggilda skólahéraðið fengum við 1200 dollara lán; sem átti að borgast á 15 árum rentan af því dregin frá um leið fyrir fyrst árið, svo við fengum ekki nema 1100 og 60 dollara til byrja með. Í fyrra var skuld sú uppborguð. með höfuðstól og rentum. sem urðu drjúgar og máski sendi þér líka tölur þær, en höfuðbókin er hjá Árninu og þar gét eg fengið þær við tækifæri. Fylkistjórnin borgar. 75 Cent fyrir hvern dag, sem kent er, en Sýslan Mj0000politi 2 dollar og 50 Cent. allir peningar, sem skólans eru geymdir á banka, og nefndin gefur svo ávísanir á hann. Til jafnaðar á ári, er kostnaður við þennan skóla um 1000 dollars. Stæstu útgjöldin, laun kennara. Skrifari og féhirðir fær 50 dollar á ári einnig borgun fyrir eldivið og hirðing

og hita upp húsið á morgnana. og ýmislegt viðhald annað altaf hafa kennt hér stúlkur nema nem eitt ár karlmann nýkom þá frá Englandi, og þó hann hefði nógu mikla menntun þá notaðist kenzla hans ekki vel, því framburður ensku er á fjölda orða; talsvert öðruvísi hér en á Englandi Stúlkurna hafa allar verið íslenskar nema ein; ”Evelyn Cembell„ og hefur þú mynd af henni við hliðina á Byrni okkar. Einusinni kendi hér stúlka frá Gimli, sem heitir ”Indlaug„ hún er gift fyrir nokkru Ingólfi syni Jónasar Helgasonar frá Belg; í ”Argyle„ Líka kendi hér 1 ár ”piparmey„ nær fimmtug þá, en fædd á Íslandi, en var þó þá búin að kenna hér í þessu landi 20 ár. Börnunum þótti hún heldur gamaldags, en henni fórst vel kenslan að öllu leyti Hún heitir Björg Þorkellsson; (það er hér afanafnið) eins og þú veist. Hún er ættuð úr Kelduhverfi og er náskyld fólki Sígriðar sál, mágkonu okkar og svo lík henni bæði í vexti og hreyfingum; álíka há og þrekin og andlitsfallið og svipbrygði þess svo lík, að mér fannst stundum, Sigga vera þar sjálf en stilt og gætin í orðum og athöfnum. Þessi skólalestur er víst orðinn helst til langur

Snemma í janú. dó gömul Íslensk kona í Grafton North-Dakota, og kannast þú við ætt hennar Guðrún Kristjánsdóttir Hallssonar (”Hundað og teggja ára„) Guðrún var 84 ára Lína var henni samtíða á ytrafjalli og kyntust aftur í Dakóta; og eftir að við fluttum þaðan hafa stundum farið bréf á milli þeirra, og áð Eg sá hana aldrei á Íslandi. Hún á dóttir heima Frð Friðriku, og er á Húsavík. sem G. átti með Þorgrimi í Nesi áður en hún giftist, og mun Guðr. hafa stöðugt sent henni bréf og stundum peninga. þó af litlum efnum, og enda trygglynd og góðviljuð í besta máta áður enn hún fór af Íslndi átti hún heima (einhverstaðar mill Þóroddstaðar og ”Fells„ í kynn.) Hafði á þeim árum

kynnst þar ungum og vel gefnum manni, sem ekki varð þó annað úr, enn eins og skáldið segir ”Eitt einast syndar augnablik„! og útúr þeim vandræðum var hún gift Jósep Jónssýni; hér og máski á Íslandi nefndur ”Varmagrátur„ Enda að manni fannst, vel við eigandi. Eg held faðir hans hafi verið Jón Jal Jarlinn, sem þeir kölluðu. En áður en eg segi meira um þetta; þá var það Jósep sem sagði mér og fleirum, hver væri faðir að barni því, sem Guðrún hafði gengið með, þegar þau giftust. Og eftir að eg fór að kynnast Guðrúnu og eg fann að hún var kát og spaugsom að upplagi, þrátt fyrir ólán og erfið lífkjör frá barndómi og af því líka, mér fanst; að þetta áðurnefnda barn helst til mikið sverja sig í ættina. Þá spurði eg hana hvort þessi ónefndi maður ætti það; en hún svaraði því einarðlega og neitandi. Bara þvættingur úr karlfjandanum Nafn mannsins. þarft þú ekki endilega að vita ef þú veist það þá ekki? enn geta máttu og þá læt eg þig vita; betur um það; sjáðu! svona hagar maður stundum orðum Þegar ”kemst í bobba„ Því vel gétur verið að karl hennar hafi grunað hana og en ekki haft drengskap til að þegja um af sér þann meinlega grun. En af því að eg er nú sjálfur, að hafa orð á þessu, sem máski má heita slúðursaga, þá verð eg að biðja þig að láta hvorki börn þín né aðra heyra hana; nema þá bræður okkar; því nóg er til heima af ættfólki þessa ónefnda manns, og gæti sárnað það. Guð dó hjá þessu barni sínu gift fyrir löngu síðan Amiríor manni Hún heitir Guðný Sonur hennar líka giftur heitir Eyður og aðra dóttur átti hún; hét Kristjana, giftist kornung Íslending en dó ung. Jósep er dáin fyrir mörgum árum.

Eg var nún að líta í bréf frá þer í Febr. í fyrra, Þar, sem þú segist muna eftir ”Gránu góðhesti þeirra„ n.l. foreldra okkar, er ”Stefán móðurbr. hafi komið til að skjóta hana, hún hafi staðið í vestari ærhúskrónni„ Þetta man eg ekki. Enn líklega þó sama hrossið, og eg man að eg var einsusinni að segja móður okkar frá að eg hefði eittsinn fengið að teima heim með trof torfi á vestan úr mýrinni sunnan við ”Blatjörn„? er nafnið rétt hjá mér? gatan lá, minni mig mill upp litla brekku heimað bænum og þar snaraðist torfið af og eg varð hræddur víst og því man eg þetta. man að hrossið var ljósgrátt og glaðasólskin. þegar eg sagði mömmu að eg myndi eftir þessu, sagði að það hefði verið þegar pabbi hefði verið byggja baðstofuna, og eg hefði þá verið á fjórða ári, en ekkert man eg annað um það hross. þó það gæti skéð ef þú gætir mynt mig á eitthvað fleira um hana. En við munum víst bæði eftur bleikskjótt fola sem máski hefur verið undan henni, hann var oft í túninu og við vildum vist reyna að temja hann, þú og eg og Signy; komumst á bak á hann og teymdum hann á mis en hin sátu á 2 og tvímenntu, og einsinni þegar eg teimdi, þið reynduð að láta hann hlaupa enn hann var nú ekki viljúgur, setti hann kjaftinn í bakið á mér og víst hljóðað upp og datt og en víst hlegið öll að því á eftir því vist meiddi hann mig ekki, en eg man að eg varð hræddur við það að hann og þið træðuð mig þarna undir. Þeim fola býttað faðir okkar við Sigurð magnússon gamla á Arnarvatni, og fékk roskna gráa meri, hún hét ”Brekna„ og var úr búi gamla magúsar föður S. man líka vel eftir gamla Magnusis. Þessi gráa hryssa og Stjörnu gömlu átti pabbi seinustu árin, sem hann lifði Þeim kom stundum ekki vel saman, og opt þegar átti að teyma þær samsíða þá rifu þær af manni taumana og fóru að berjast og kviuðu þá óspart og hvein

í afturlöppunum á þeim, því altaf borðust þær þannig einusinni var eg að flytja heim á þeim utan úr Rifshöfða, og pabbi var rétt búin að setja uppá þær baggana þá ruku þær saman með baggan á sér og börðust uppá lífið og sprengdu gjarðirnar og baggarnir sinn í hverja áttina; þetta mun hafa verið síðasta sumarið, sem faðir okkar lifði. Stefán heitinn br. okkar var á Grænavatni en var þarna þó líka nokkra daga að heyja með pabba, þá fyrst man eg eftir að ég sá Skotskan ljá, sem Stebbi sló með, og eg man að eg öfundaði bróður þá af þessum nýja og fallega ljá; og hvað hann sló mikið, enda snemma mikilvirkur. Þú manst víst eftir reiðhesti, sem Finnb. átti, hann hét Dreiri. Finnb. léði hann pabba, þegar mamma átti Dóra br. 4 maí 1872. og eg var sendur eftir Kristjönu konu Ásmundar hálfbr. mömmu. Hesturinn óð í kvið á vatninu snjókrapið al framí Álptagerði og til baka, og við þá tvímennt sjálfsagt, og eg man að við vildum bæði fj flýta okkur en urðum að sætta okkur við að fara hægt; og strákur var ekki fæddur þegar þegar við komum; Þessi hestur fórst í gjásprungu. sem snjóskafl var yfir; og eg varð til þess að finna hann þar, skorðaðann þannig, að fætur hans náðu ekki niðri. Þeirri sorglegu minning 0 hef eg ekki gleymt, þó nú séu yfir 60 ár síðan;. mig minnir þessi gjá sé rétt norðan við ”Langabala fit„? minnsta kosti var hún þar nærri og sjálfsagt enn, með sömu ummerkjum og liklega beinin hans Dreira líka. mörg örnefni man eg, einkum þau, sem bera hæst, en hinn í þoku, og sum alveg gleymd, samt man eg mörg á hellum og skútum í Haganesi, og víðar enda nú 59 ár síðan eg við fluttum þaðan, ósjálfbjarga og harmislegin. Hver má gleyma því? En, best mun vera að fara ekki lengra í þessa átt og reyna að ná jafnvægi. En þarna vakir enn fyrsta skuggamyndin lífs okkar; og ryður sér stundum veg fram á

leiksvið lífsins, stundum heit og stundum köld, en alfa altaf nakin. Eg fékk reyndar langt og rækilegt bréf frá Marteini 7 janúar. s.l. sama dag og þitt, og líka dagsett, 28. Nóv. eins og þitt; og þá um leið bréf frá Hjálmari frænda í Leslie Sask. Sem Finna frænka vildi frétta um enn hefur ekki haft tíma til að senda línu enn, og hann ekki henni Það finnst okkur, Þér og mér, Þér óþarfa þybbni, enda er nú Hjálmar víst ekki viljugur á að skrifa mjög rækilega bréf, samt hefur hann, sagt mér sitt af hverju, sem eg veit að hann hefði sagt þessari frænku sinni líka, og ekki nefnt í mínum bréfum til ykkar eða annara, af því mér fannst það svo viðfeldið og gjæti orðið báðum til stundaránægju að talast við á þann hátt. Þá verð eg nú að kveðja, - já, kveðja, og það er altaf þyngsta þrautin; finnst okkur, því þá þverskéra hugsanir mans hver aðra; þú kannast víst altof vel við það elsku systir! og því að vera að gæjast undir yfirborðið; því þar er mér dymt fyrir augum, samt er fyrsta jólakortið mitt ekki alveg útbrunnið; af því ”Eg veit að sitt besta hver finur mér gaf.„ Lína biður mig að senda þér hjartans þakkir fyrir ”Hnín„ og fylgiritið um vefnaðinn. Lína ljær það ymsum eldri konunum hér í kring, enda er Hlín merkilegt rit og og auðséð að ekki hefur verið vanþörf á slíku riti heima enda búið afreka undra mikið, þó betur megi ef duga skal, til að draga fólkið upp úr forardýki útlendu tískunar; og meina eg með því t.d. bæði í fataburði og matarhæfi eins og bæði ”Hlín„ og f ymsir áhugasamir menn og konum hafa og eru verið benda þjóðinni á. og sem okkur eldra fólkið gleður mikið. Þó máski sumir kunni að halda að og að okkur ætti að standa á sama um það. Eg ætlaði senda þér með þessu myndir af litlu drengunum hennar Árnínu, en þær eru ekki tilbúnar. Með hjartans bestu óskum frá okkur til þín og ykkar allra frændsyskynanna á Fróni. Þinn elskandi bróðir Þórarinn St.

Þú segist ekki muna útlenda nafnið á orð því áhaldi sem þið kallið ”Síma„ og islendingar hér brúka líka stundum. á ensku er það, ”Telephone„ framber Tellifón. ellin með linu hljóði. En ”Telegraph„ frb. Telligraf það sem ritar viss merki; sem sérstaknan lærdóm þarf til að skilja. og því þægilegt áhald fyrir alt sem á að fara leynt. en f tengiþræðir eins útbúnir fyrir hvortveggja. En glerkúlan heitir ”insulator„ frb. insjúleitor. Þýðir einangrun; s00 sem varnar rafstraumnum frá að snerta tippin sem glerkulurnar eru skrúfaðar á og þá auðvitað símastaurana lík; og af því kúla þessi er ekki mótækileg fyrir rafurmagn, þá kemst rafstraumurinn óhindraður eftir þræðinum, annars gleypti jörðin hann í sig. Þ. S.

10. mars. -33 Árnína kom í morgun og litlu drengir hennar með henn, og ætlar hún að senda mér myndirnar í kveld því eg fæ máski ferð með bréfið á pósthusið á morgun. Eg var nú að fara yfir bréfið þitt, enn á ný, búin þó að lesa það 2svar upphátt fyrir Línu og sjálfan mig, eg les stundum á kveld yngri og eldri bréfinn ykkar á kveldin uppí herbergi okkar en ungingarnir eru þá niðri að skemmta sér með því að hlusta á ”dragarganið„ og líka hafa þau þá annað slagið samspil og söng. Björn leikur mjög vel á Fiólín nær úr því aðdáanlega mjúkum tónum. Þóri spilar á ”Mandólín„ og Stjana þá stundum undirspil á Orgelið, og þegar þau gera það þá líður mér vel. eða betur, en Grafófónið, samt eru0 sum stykki á það allgóð, en sumar hljómplöturna fremur ómerkilegar. og endingarlitlar og en vélin sjálf er góð, og eg gét hlustað á það stund og stund. en helst til oft finnst mér þær raddir móðga mig. Skilaðu hjartans kveðju til Helga og Krístínar frá okkur gömlu hjónunum; og Gunnu Guðna; Þú minnist hlýlega á hana, og skyldi eg vel, því ekki á eg annað en góðar minningar um viðkynning okkar, og þykir vænt um, að hún hefur fyrirgefið mér stríðni mína og smáglettur. Þinn einl br. Þ. S.

Myndir:12345678910