Nafn skrár:ThoSte-1933-05-22
Dagsetning:A-1933-05-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30) Wnpgosis Man. Canada

22 maí 1933

Frú G. Stefánsdóttir Garði Mývatnssveit ”Iceland„

Elsku systir mín!

Rétt fáar línur núna sem leiðarvísir með 4 myndaspjóldum sem nafni minn gaf mér til að senda þér móðurnöfnu hans. Og líka ekki síður vegna þess að láta þig vita; og þakka þér fyrir þitt ástkæra bréf og 4 myndir; svo ljómandi skírar og hreinar. Bréfið dagsitt 4 april og barst mér 14 þessa m. og þakka hér með fyrir fyrir hvortveggja. En þó eg þ sendi þér þessar línur nú, þá grinna þær ekki á skuldum mínum; og svo vona eg líka að geta eitthvað bætt úr því síðar. og líka vona eg að þú og Hjálmar séuð búin að fá þau bréf, sem eg sendi ykkr í vetur? til þín 12. marz, en H. J. 1 april. s.l. Engar breytingar á högum okkar hér síðan og okkur líður, vel eða eins og við getum ætlast til af ”móðir jörð„ að maður tali nú ekki við um: Guð og Keisara Þó þú sjálfsagt sjáir nú eitthvað um mannalátun í blöðum héðan ætla eg að nefna þá sem eg man og, sem þú kannast máski eitthvað við. t.d. Benoní. hann dó snemma í janúar eftir langvarandi þjáningar. Áður en hann dó. Var mér skrifað úr Dakota, að hann væri talinn frá mein af Krabba í Þvagrásinni. Líka dó um sama leiti Trygvi hálfbróðir hans úr

lungnabólgu. Móðir þeirra um nýrætt og lengi búin að vera blind og í kör. Um hana mætti segja nú þegar: - og ”Hetja lifði:„ og þegar þarað kemur: ”hetja dó„ hetja í friði og stríði.„ o.s.frv. Og líka er nýlega dáinn Séra Jónas A. Sigurðsson í Selkyrk. Varð að heita má bráðkvaddur. Um hann færð þú að sjá í Heimskringlu. man nú ekki að nefna fleira af h0 dauðra listanum í svipinn. Var þessum mönnum öllum nákunnugur, og hlýtt til þeirra frá veru minni í Dakota.

23. Nú komiðn hér blessuð sumartið; og hlýindaskúr í dag. og 2sar rignt áður í þessum mánuði og skógar og engar að klæðast sumarfötum. snjórinn fór mikið til seinni part apríl. Veturinn var talinn fremur harður og meiri snjór en vanalega undanfarin ár. Þessar myndir, sem þú sendir mér eru hver annari betri. og mikið vandaðri frágangur á þeim en spjöl00dumin sem eg sendi, í staðinn, samt veit eg það gleður þig. að Ethl Ethel gaf mér núna 2 spjöld. gerir 6 als.

Mest horfi eg á ”fólkið í Garði„ og útsýn í Garðsvoginn. Þær anda til mín hugfangnum hlýleik. Þú ert ekki, að sjá - þykk á síðu, frekrar en bróðir þinn hérna. En gott er að sjá meðan enn er einbeitni og ylur í svip. Þið Tryggvi standið sitt við hvern enda, eins og útverðir þessa frjálslega og þekkilega hóps. Þú fyrirgefur hvað þetta er snubbótt. Elsku systir! Þú segist vera heimtufrek; og ef svo er, þá er eg það ekki síður. Því gaman væri að fá mynd. 4 sonum saman á mynd og 5 dætrum á annari. En það verður að bíða, betri tíma. Þinn og ykkar elskandi br. Þórarinn.

Myndir:12