Nafn skrár:ThoSte-1933-10-13
Dagsetning:A-1933-10-13
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30) Winnipegosis 13 ókt 1933

Man. Can.

Elsku systir! Höfuðdagsbréfið þitt meðtók eg fyrir 10 dögum 3. þ.m. og fylti hug minn, sem ávalt með heitu þakklæti og gleði, og langar nú með þessum línum að reyna að láta þig sjá að svo hafi verið, Þar kendi margra grasa með islenskum ylm. Sumar vísurna gömlu kunni ég að vísu, en þó fleiri ekki og aldrei Sóknarvísur Kr föðurbr. Þegar við vorum einir sagði hann mér margar gamlar vísur og vers; en því mið lærði ég ekkert af þeim, eða gleymdi jafnharðan og enga vísu sagði hann mér eftir sjálfan sig. Samt kannaðist eg við sumar sóknarvísurnar, en vissi ekki fyrri að þær væru eftir hann Ekki heldur hafði eg séð neitt eftir J. í Múla fyrri nema. ”Sumardags fyrsta 1883„ kvæðið hans. ”Sveitin mín„ (og á það) ”Þú móðir vor aldna, þú eldborna sveit„ Ekki heldur Vísu Gamaliels til Erlend, eða versið sem Erlend orti við andlát G. sem er afbragð. Eða það, sem G mælti eftir Jón af Arna þíns. Og þó þetta fari nú líklega í glöturarkistuna hérna eins og flest íslensk, þá þakka eg þér innilega fyrir það og ótal mat fleira sem safnast hefur saman hja af ymsi tagi í ljóðum og lesmáli. Eg er búin afskrifa Ætartöluna og ætla að senda þér hana með þessum línum. Meirhlutann af því þekki ég ekki áður, og eg held það sé víst að þú hafir ekki sent mér hana áður, en hafir þó verið búin að hugsa þér það, þvi mig minnir að þú mæltir svo um í bréfi til mín fyrir nokkrum árum en svo gerir það engan mismun mill og nú er hún skrásett hjá mér; með dálitlum viðbætir sem það, sem eg áleit rétt að taka betur fram sem er þó aðalega um mig og mína hér t.d. um fæðingarár barna okkar, um þau sem gift eru og hvenær og hverjum og heimilisfang þeirr nú. eins setti eg á einstöku stað smá viðauka innan hornklofa, sem eg vildi

skíra betur um tekið er fram í þínu handriti, og eg vissi að mér fannst viðeigandi og mér eðlilega kunnugra Það sem stendur í handr. að ”ætt þeirra sé ókunn„ Magnúsar og Bjargar konu hans: á Ferjubakka, en H. J. br. hefur sagt mér að Magnus, sé talinn sonur Guðrúnar Magúsdóttir prest á Húsavík, og systir Systir Skúla fógeta. og sennilega er sú ætt rakin eitthvað lengra. Endi getur vel verið að það hafi vitnast síðan handr. J. Þ. var samið n.l. 1926. Líklega hefur ekki enn hafst uppá því hvenær Gamalíel afi dó og okkur myndi þó þótt gaman að vita það. En móðir okkar minni mig að segði að Helga kona hans hafi dáið um sama leyti og systkyni okkar 4 1860. ”5 mans dáið hjá foreldrum okkar á 2m vikum„ Eftir því hefur hún verið um 79 ára er hún dó. En innilega er ég þér þakklátur fyrir að sendd mér þetta, mér til fróðleiks og ánægju; því fátt af því, sem þar stendur vissi eg áður, og það, sem eg vissi samhengisvant. og þó það nái ekki yfir nema rúm 180 ár. þá hefur það kostað talsverða fyrirhöfn að grafa það úr vanhirðing fyrri ára; og áreiðanlega eiga þeir menn og konur miklar þakkir skilið fyrir að láta þann mérkilega fróðleik ekki glatast alveg.

Og eins og þú biður, ætla eg að senda þér handritið með þessu bréfi, sem eg er þó hilskinn við af því að eg varð utanvið mig af tannverkjum undanfarna daga, en nú að skána aftur og eg fór í fyrradag til bæjarins að láta t læknirinn skoða mig þó ekki sé hann tannlæknir, hefur hann stundum dregið úr mér gemlur og öðrum gemlur, og farist það vel, enda fjölhæfur og heppinn í sínum verkahring; samt vildi hann ekki draga neitt úr mér í þetta sinn, þegar hann sá að grafið hafði tannholdinu, en sagði mér að koma þegar það sár væri gróð og orðið bólgulaust. Það er ekki tannlæknir í bænum, þó kom einn þangað í sumar og var þar um tíma en fólk lét ekki vel af honum og fór aftur.

Stbbi minn fór með mig á Bíl okkar, sem var í láni hjá Jóhanni. Hann hafði, fengið hann til að ferðast á við að selja föt og fleir fólki út á landsbygðinni. fyrir iðnaðarfjelag, sem hann hefur unnið fyrir nú um tíma Líka selur hann trjávið fyrir Svila sinn, sem hefur sögunarvélar hér norður á tanganum. Eg borðaði kvöldverð hjá Stebba og og Guðnýju en Svaf um nóttin í húsí Helgu, og svaf vel því þá var mér farið að líða betur og hafði þörf fyrir það því tannverkur hafði verið að loga í túlanum á mér í 3 sólahringa og gaf mér engin grið. Um daginn sá eg og talaði við nokkra gamla gamla kunningja F. Hjálmarson; Jónas Brynjólfson og fl. þar á meðal gamlan nágranna minn, Guðmund Guðbransson ættaður af Ísafyrði. Um hann getur þú lesið í Almanaki Ó. Th. 1930 Allir þessir of fleiri, sem búa í bænum voru nágrannar mínir fyrst hér fyrir 20 árum, höfðum nú ekki sést í meira 2 ár, sem ef hef ekki farið í bæinn. Þeir og þá börnin mín báru mig á höndum sér; og þó málbeinin væru stirð þá pindi eg þau og raddfærin þangað til eg var orðtinn hás. ”því eg vildi láta þá sjá að eg væri ekki blár í dönskunni heldur;, þó brúkuðum við nú áskæra ylhýra málið„ Enda var eg sá eini sem í þessum hóp, sem dálítið; dálítið þóttist kunna að ”Snakka„! Samt fór eg heim það kveld; og Stebbi og kona hans. fluttu mig og leið allvel. Þau hjónin og unga fólkið hér heim lék sér um stund við söng og dans. eins og þau gera oft þegar þau mætast. hér heima Og við gömlu skörin hörfum á og höfum gaman af að sjá hvað sumir tilburð þessu og ærls minna á stofu-dansana okkar á Skutustöðum og Grænavatni Einarstöðum og ekki má gleyma þeim einu sem við höfðum á Helgastöðum. Og Arnarvatni Þegar Stjani og Fríða Björns giftu sig haustið -84 og sumir urðu

þá, sem oftar dálítið hreyfir þó man eg mes best eftir gamla G. Tó000asýni þó gamall væri lék k hann á als oddi og mikið hlegið að karli þá, enn hann tók ekkert eftir því. Því og varð æstur þegar trúarbragða efinn barst á góma. Þá var það, sem hann sagði þetta; og hoppaði upp í ákafanum ”Ef eg má ekki reiða mig á Balla Þá er ég eins og vindur af reyri skékinn„ Jæja eg má ekki skrifa margar blaðsíð í þetta sinn! enda ekkert markvert, sem í hugann kemur En vel hefði mér líkað að næst er þú skrifaðir mér að þú dræpir eitthvað á Spuruning er eg sendi þér viðvíkjandi bræðunum, sem ég sagði að eg hefð heyrt að hefðu misþyrmt honum gamla Jóni á Austarseli ”Var það lýgi til að ófrægja; máski alveg saklausa menn. Ef þú hefur aldrei heyrt neitt um þetta Þá vek eg ekki máls á því aftur en af því maðurinn sem sagði mér þetta; hélt því fram að þetta væri væri óyggjandi sannleikur; og ég sagði honum að mér dytti ekki í hug að trúa því, varð hann vondur. og þó þú skrifaðir mér eitthvað um þetta, mundi m ég sjá um setja það í glötunarkistuna - Því eg hef enga löngun til að breyða það út. Enda mun sögumaður minni ef mig grunar rétt vera búin breyða þetta út víðar. Alveg gékk það fram af mér, að hugsa um það hvað þolinmóðir menn hafa verið við þessa bræður K. og J. sem ætluðu að stúta; stjúpu sinni. Að menn skyldu voga að láta þá ganga lausa. Vægast sagt, bæði heimskir og íllgjarnir. En mun0 þó vissar að fara gætilega í þær, sem fleiri, dómsakir og spyrja fyrst að því, við hvaða kjör bjuggu þessir menn í uppeldi og atlotum í lifinu. nú veð eg elginn Já, ”þinn leið hjá 12 júlí í sumar. Ekki gáði ég að því. En mundi líka að okkar og H. Kr. er að nálgast. en alt er það rétt hjá þér, að þau giftu sig. 84 um haustið. man þó ekki mánaðdaginn. En þá gengu

miklar rigningar. Eg var þá hjá S. br. á Grænavatni En Helgi fékk mig til að sækja nýjar kartoplur í veisluna að Litlulaugum og hefur þá líka haft í huga máski það að mér myndi ekki vera það svo ”leitt, sem eg lét„ því skamt væri milli Lauganna„ og sjálfsagt hef eg fært mér það í nýt! En karoplurnar fékk eg og flutti þær í Langsekk undir mér á Ljósaskjóna og þó hún væri mjóstrokin þá fór þá talsvert fyrir henni á þverveginn. Þú hefur 28 júní í þessu bréfi, sem giftingarafmæli okkar, og sakar það auðvitað ekki neitt, samt minnir mig að það sé 27. júni. og vel gæti það verið misminni okkar. því og liklega er það hvergi skrifað nema ef það stæði í kyrkjubók. Einarstaða og sú bók sennilega á Landskjalasafni nú. Og þaðan fengum við Lína fæðingar og skírnarvottorð okkar. og stóð heima við það, sem við höfðum heyrt áður um það Við bæði f. í Febr. Eg 6. hún þann 15ndog á Nafastoð 1866. En ekki býst eg við að við sjalf, leggjum neitt í kosnað að þesskonar gildi þó að við lifum til að sjá þann dag renna upp; enda von í óvon þeirri sem nú er. Ekki veit ég hvort nokkur lifandi sál er hér vestra, sem staddur var við gifting okkar og nú er ekki nema liðlega 1 1/2 ár til stefnu og því mál að fara að senda út boð og auglýsingar!! svo maður spaugi nú í og með. Og fyrsta boðið yrði til þín og bræðra okkar. og Þuru ætla eg að láta yrkja fjörugt og mergjað brúðkaupsminni og Ásrún, og Dóra og Björg að sníða og sauma utan á brúðhjónin en bræðrum þeirra ætlasast eg til að sjái um að eitthvað verð til væta hverkarnar. En ekk þá vantar Stefán að mæla fyrir skál Bensa á ”Mýri„ að leiða brúðhjónin til sætis Hólmgeir að spila á litla Orgelið. ”Oft valið er þungum vanda háð„ og Sigurb. þetta. ”Eftir dauft og válegt vor„ Og þá ekki að gleyma sjálfum prestinum Kjartan, sem hafðað farið fram á það við

Jóhann tengdaföður, hvort við myndum ekki vera fáanleg til að fara með honum það sumar: að Holti undir Eyjafjöllum. En J. líklega ekki fundist hann geta mælt með því þá, eins og á stóð. og lái ég honum það ekki, samt bar hann þetta undir okkur skömmu seinna; svo við gjætum ráðið framúr því sjálf; og þó eg muni það að mig gruðnaði að það kynni að vera fýsilegt fannst mér þá of margt á moti því, þó fulla einurð hafðig til að segja upp vistinni hjá gamla Jónasi. En oft hefur þetta komið í hug minn, ekki síst síðan eg las ritgerð í ”Sunnanfara„ um æfiferil séra Kjartans; Því mér fanst, það vera ritað af sannleiksást og skilnini og sýnir eins og opt er, að þó maðurinn sé ekki glæsilegur á velli þvi það var sr K ekki; en innri maður hans. áreiðanlega þeim mun fyrirferðarmeiri og betri - Jæja! Elsku systir, eg má nú til að stífla strauminn svo eg flæði ekki út í marklausri mælgi. En af því komst í þessar júní hugleiðingar, þá risu minningaöldurnar dálitið meira en vanalega og þó hef ég ekki dregið um nema eina hlið af þeim;

Það er 25 okt í dag, og mokar niður snjó á suðaustan. og reglulega vetrarlegt. Byrjað snjóa þ. 20 þ.m. og annað slagið síðan ekki mikið frost. Þó er ísþynka komin á Víkina hér fyrir framan en aðalvatnið autt enn og en í fyrra kom fyrsti snjor 7 nóv eða 17 dögum seinna en nú. Eg fer lítið út svona daga nema til að viðra mig. Lína er að kemba ull í rúmteppi. Ethel að baka smákökur, að gæða okkur á með kaffisopa. Drengir að korka og blý á vetrarnet. en Stjana á Skólanum. Vertu blessuð og sæl elsku systir Þinn einl. br. Þórarinn.

E. S. Reyndu að muna að segja dagsetning á þeim bréfum, sem þú færð frá mér. Eg hef 2. bréf önnur en þetta í sumar en gat ekki áttað mig á þínum bréfum hvort þau hafa bæði komið til skila. Þ. S.

Myndir:123456