Nafn skrár:ThoSte-1934-06-19
Dagsetning:A-1934-06-19
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipigosís Man

19. júni 1934.

Þegar ég var að yfirfara þetta fann ég margt, sem ég má til að byðja þig að leiðrétta því sumstaðar er svo skamt á milli lína að úr verður krull og kám. jafnvel sumstar orðið ofug meining enda bara holt að geta brosað eins og okkur var eittsinn lagið græskulaust Þinn meðan man Þórarinn

Elskulega systir! Þessi dagur, hvað vera merkur minningadagar í hugum ykkar, og mér finst því vel til fallið að byrja ávarp mitt til í þeta sinn í dag en hvað, sem því líður þá er nú, samt önnur aðalk00inorsökin eins og verður og verið hefur. að þakka þitt elskulega og fróðlega bréf, sem ég meðtók, með bestu skilum 9 þ.m. ásamt yndælu myndaspjaldi og sem að sjáanlega hefur verið aðeins verið tæpan mánuð á leiðinni. Það bréf hefur þú byrjað í 6 maí og sent nálægt 11. maí. Eg sé á þessu nýkomna bréfi til mín að um það bil er þú sendir mér bréf næst á undan þessu. hafir þú fengið bréf frá mér, og líklega sé það, sem ég sé að ég hef sent á stað 14 mars En svo sendi ég þér lika bréf 20 apríl, og það hefur þú ekki verið búin að fá, þegar þú sendir þétta sem ég gat um í byrjun þessa bréfs sem tæpast var von. Og mjög þótti mér vænt um að bréfið sem ég sendi H. J. br 8. apríl kom til skila. Því ég hugsa það sé bréfið sem þú gétur um að væri nýkomið þegar þú sendir þetta. Og nú um tíma verið að hlakka til að fá bréf frá honum Því ég held mig sé búið að dreyma fyrir því og þá dregst það sjaldan lengi úr því. Gaman hafði ég af því sem þú segir úti það, sem ég drap á við þig. ”Jiggerinn„ og fússinu sem fór í kallinn, af því géta ekki þénað, eins og hann langaði til á svo raunar einföldu áháldi. Eftir nafninu að dæma þá er hann ekki héðan frá Winnipegosis. En líklega ruglast í meðferð af því uppfundningin er héðan; eins og ég líklega getið um áður. Gaman væri að fá glögga lýsing af þessu áhaldi eins og þú getur um að Ströndungar hafi búið til og reynt, ”og þó einfaldara„ því vel getur það verið að geti gagnist eins vel eða betur ein enkum á grunnu vatni

eins og Mývatni, og þó ég hefi ögn gert til að lýsa því og máski getað gert það skiljanlega, þá býst ég ekki við að lögun þessa áhalds geti komið að fullum notum. þar. þarf meiri vatns dýpt eins og ég hef áður líka g drepið á og því vel farið að það fórst fyrir að þe Mývetningar gleyptu ekki við því að kasta peningum í kallinn að óreyndu. 1930 fóru héðann til Íslands 3 karlmenn og 2 konur. Önnur konan settist að heima eða í Reykjavík; heitir Guðrún og vel þekt hér, sem ágæt hjúrunarkona og þar á meðal hjúkrað sumum dætrum okkar er þær láu á sæng. Hún misti mann sinn hér, 1918 minnir mig. Hann hét Elis Magnusson og hafði verið vörubjóður heima fyrir ”heildsala„ í Reykjavík, og ferðaðist kringum landið í þeim erindum og mundi nöfn á nökkrum þingeyingum sem hann hafði mætt á Húsavík og víðar, þar á meðal Stefán heitinn br okkar. Á þeim ferðum hafði hann eignast talsvert af myndum af norðlendingum og sýndi mér þær og gaf mér myndir af Jóhannesis klofstutta líkalega bæði af því að ég hló svo hjartanlega að henni; og hann ekki síður að því hvernig ég lýsti honum, sérílega hvernig hann tók sig útá hestbaki með stuttan langsekk undir sér; ”og kýldur„!! Hann giftist og átti 6 börn, öll eins og hann; en dóu. Þeirri konu kyntist ég í Dakóta, þá gift þriðja manni sínum, sem hét Tómas, úr Dalasýslu. Hún var, er hún giftist Jóhannesi ekkja með 2 drengi Jón og Hjálmar. annar 2 1/2 árs hinn á 4. ári er faðir þeirra Hjálmar druknaði í Vestmannsvatni fyrir nú meira en 80 árum og bjuggu þau á Höskuldsstöðum. Hét Síðríður og systir gamla Jónasar á Helgastöðum. Húsbóndi okkar Línu forðum. aðra systir átti hann líka hér vestra Sessilju tengdamóðir Jóa blóðlausa. Jóni og Hjálmari sonum Sigriða kyntist eg mikið öll árin í Dakóta Kona Jóns var dóttir Jóeps föðurbróðir og Hét Haldóra, ein af mörgum, sem Gamalíelsættin hefur átt. þau hjón dáin bæði í Dakota hún fyrir nokkrum árum en hann áður. Hjálmar var nágranni minn í 9 ár í Dakóta, og flutti hér til Winnipegosis fyrir 3 árum til

sonar síns, sem á sölubúð hér. Hjálmar er nú á 85 ári og mjög hrumur eða hefur litla fótaferð, og að missa sjón og heyrn; var harðfjör og hraustur og líkur á voxt og málrón og Jónas gamli en þó viðveldnari í viðkynning. Þá er geta þess, að 11 þ.m. var í bænum haldið ”Gullbrúðkaup íslenskra hjóna og færð þú máski, með tímanum gleddri fréttir af því í Heimskr. og svo mynd þeirra í ”Almanakinu„ fyrir 1930., sem ég sendi þér. Brúðhjónin voru Finnbogi Hjálmarsson, frændi? og Olöf kona hans. Okkur boðið hjónunum og vorum við þar, og höfðum góða skemtun. Lína hafði verið þar um tíma að heimsækja börn okkar þar og Jóhann sonur okkar og Loftur tengdasonur sottu mig á motorbat, og skiluðu okkur þannig heim aftur á samkomunni voru haldna ræður bæði á ensku og íslensku, og sungin ógrinnin öll af íslenskum lögum, fels flest gamlir kunningar frá smábands árum þeirra og okkar, og var vel þigg þegið og þakkað, enda flestir íslendingar þar af þeim, sem hér lifa enn og aldir upp á íslandi. Ekki tók ég neinn þátt í því enda radddaufur. þó flest aðf lögunum sem sungin voru gamlir kunningjar mínir en meðal söngflökksins var frent 4 af skylduliðinu Helga og Ólína dóttir hennar og Steinunn, og Guðný kona Stepháns okkar. Ólína hefur fengið talsverða kennslu í Píanóslætti, og en talið að hún sé gott efni í að stunda þá list og Steinunn systir hennar líka, sem er nokkuð yngri. enda foreldra þeirra bæði söngvin og pab hann snillingur á fiólín, enda er hann listfengur maður þó sérílagi verklega. En því miður er hann ekki heilsusterkur. Á þessari samkomu sá ég nú fyrst mann, sem hefur þó átt heima í bænum í 3-4 ár og aldri hittst svo á fyrri, þó ég hafi skroppið í bæinn. Það er Kjartan Metúsalemson og Jakóbínu, sem voru mótbýlíshjón okkar í Alftagerði, og höfðum mikla ánægju af að mæta honum og konu hans, sem okkur geðjaðist vel að, og í s.l. 3 missiri hefur hann haldið til hér langt norður með vatni og fjölskylan hans. en telur

sér heimili í bænum. Hann er að sjá um það meðalmaður á hæð. bjart hár og í andlitsfalli, talsvert líkur afabróður sínum Sigurði á Kálfaströnd enda foreldrar hans bræðrabörn. Eg s0 grípi nú til baka, að nefna fólkið sem héðan fór til íslands 1930. Pétur minntist ég á áður í bréfi, og brosti með sjálfum að því er þeim bræðrum hafði verið lýst fyrir þér, og eftir reynslu minni og annara hér á þessum lið ættarinn nú undanfarið, sérílagi þá gæti með sanni, lýst honum talsvert lakar en þér f var skýrt frá, en sleppi því í þetta sinn; en oftar enn einusinni, hef ég haft ástæðu til að eitthvað myndi; þessi maður hafa erft af afa sínum, sem getið er um í Bólu Hjálmars sögu, ef þú hefur lesið hana; - Þar er getið um Jón nokkurn er barði ólétta kol konu, svo blóð hennar streymdi niður um hana; og úr þessum umælum mínum getur þú lesið nóg. Þó hefðir þú máski hálfgaman af smáátri smáatriði, sem hleypt var af stokkunum, í fyrrasumar, í sambandi við skólamál hjá okkur hér, í því skyni að hnekkja gerðum og atkvæðum mínum í þeim málum og um leið að bola dóttur minni frá skólanum, en koma öðrum manni að, sem hafði þó verið rekk rekinn hér frá öðrum, skóla en hvers vegna gátu þeir ekki gert grein fyrir sem gengust fyrir þessum atvinnurógji við dóttir mína og var Pétur einn í þeirra tölu og 2 aðrir. Byrjuðu með því að koma mér útúr nefn skólanefndinni, sem þeir sjálfir þó höfðu margisnnis síðan skólinn var stofaður kosið til nú í s.l. 18 ár fyrstu 4 árin, féhirðir og skrifari og þegar ég vildi losna við það, þá kusu þeir mig fyrir oddvita nefndarinnar ar eftir það á hverju 3. ára byli þangað til í fyrra; og varð feginn að losna við það; og þegar kosningin í fyrra fór fram var minn tími útrunnin, og stungið upp á öðrum og stutt, og ég sem forseti fundarins bað um atkvæði fundarmanna og nýr maður kosinn og gef bar ekki á neinum kur. og mig grunaði ekki neitt um tilganginn að koma mér nú frá. enda vissu allir sem á fundinum voru að ég vildi ekki hafa neitt með það að gera lengur. varð feginn að losna við alt ónæði lengur. en eftir fundinn fór það koma greinilega í ljós að tilgangur var að koma hægra yrði þó að koma inn 0ð00 þessum öðrum kennara, sem ég nefdi áður

en mistókst þó algerlega, og það sveið þeim illa og reyndi þó þessi nýji formaður og samherjar hans hvað 0m 000 að00 að varna því dóttir mín fengi skólann lengur. og en þegar þeir voru spurðir hvervegna þeir voru óánægðir yfir að hafa sama kennarann lengur gátu þeir engu svarað sér til málsbóta, enda vissu bæði þeir og fólkið í heild sinni að hún hafði stað vel í stöðu sinni og jafnvel börn þeirra manna sem stóðu að þessu uppþátt uppþoti, vildu fyrir hvern mun að hún fengi að halda áfram að kenna þeim og fólkið í heild í bygðinni vissum við að hafði líkað ágjætlega við hana, minnsta kosti, sem kennara, og frá eftirlitsmanni. (Inspector.) skólans hafði hún í höndum ágjæt vottorð fyrir h öll árin, sem hún er búin að kenna og eins frá menntamálastjórn fylkisins, og eins sömu leið frá undir og yfir skólum, sem hún var á þegar hún var að búa sig undir kennara-starfið og stóð því vel að vígi; og nú þegar hún mun vera í ment með að hverfa frá því, vitum við að hún skilar skjöld sínum hreinum, og með góðri samvisku, og það er okkur og þeim, sem þekkja hana best til gleði og að verðugu; en eins og þú skilur vel þá týni ég ekki þetta fram, sem hrós á hana, á kosnað hinna barna okkar, heldur kom það fram í sambandi við þetta mál. - og nóg um það. En til að skýra þér nákvæm skólamálin, þá samkvæmt lögum þá ræður skólanefndin kennarana; og þarf ekki til þessa leyta álíts fólksins í bygðinni endilega, og þeirri fyrirskipun höfum við fylgt að mestu en hitt er ekki heldur bannað svo við höfum nú árin á undan minnst á það við aðstendendur barnanna á ársfundum skólans, til að sýna því að við myndum breyta breyta til og fá annan kennar ef einhverjir væru óánægðir, og altaf þangan til í fyrra fengið sömu svörin að óþarfi væri að breyta til. En til segja söguna frá fleiri hliðum. Þá í síðasliðin 9 ár hefur svo viljað til að 2- af 3mur í nefndinni hafa verið af minni familíu og hverjuvegna mætti spyrja, blátt afram af því að fólkið í bygðinni hefur sjálft fengið að ráða óskorað hverjir væru í nefndinni. við gátum því auðvitað notað okkur það ef við vildum að ráða kennarann og gerðum það svo lengi

sem vissum þeir, sem við réðum stóðu vel í stöðu sinni; og af eðlilegum ástæð létum við, (þó með fullu samþykki meðráðanda 00a okkar og fólksins) dóttir mína sitja fyrir atvinnunni, meðan vissa var fyrir því að hún leysti það forsvaranlega af hendi. En af þessu leiddi meðal annars það að peningar skólans runnu meira til okkar familíu. nl. kennaralaunin og þóknun til skrifarans. Jóhann okkar var það í 6 ár. en þegar hann flutti í bæinn; þá gekkst sá sem er formaður og flyr ymsir fleiri fyrir því að Árnina okkar tæki það embætti að sér, og var kosin og á löglegan hátt til 3ja ára og bæði hjá Jóhanni og henni öll útgjöld og inntektir staðið heima uppá eyrir. fólkið á hverjum ársfundi, fær að segja álit sitt um það og öll störf nefndarinnar og stjörnininni þá sent afskrift af því, vottfest af yfirskoðunarmönnum reikningann. Líka þá, skila kennarar skólaskirlsum fyrir hvert skólaár, sömuleiðis senda þeir mánaðarskýrslur sínar meðan skóli stendur yfir til stjórnarinnar, svo pukur og fjárdrættir sýnast, (eftir þessum reglum er fylgtekki geta átt sér stað þó dæmi séu til þess þar sem lítið er er eftirlit og þá máski óráðvendni, sem viða ”leikur lausum hala.„ Enginn græddi neitt á þessu og þeir síst, sem brugguðu seiðinn, en við það að eignast öfundarmenn og sannast þar málshátturinn ”að aumur öfundslaus maður„ Það er sonur þessa Péturs, sem nú er formaður skólanefndarinn. Skólatiminn er úti næsta næsta mánudag, og í júlí verður ársfundur og 00 Árnínu tími er þá úti, og æltar hún ekki að vera við það lengur enda ekki fyrir öðru en lélegum launum að ganga og vanþökk misindismanna. Og af því ég veit að við, skiljum við þessi með mál með góðri samvisku, er ég vel ánægður. og er mál að hætta þessu. Eg veit ekki betur en í ráði sé nú Stjana ætli að gifta sig í sumar eða næsta haust. mannsefni hennar á 2 lönd skamt frá bænum en byggingar á þeim eru í ólagi, og veit hvort þau setjast

þar að eð ekki. Brúðarefni Björns, er ung 17 ára og hefurur verið og er í Winnipeg frá í haust, sem leið. Hún er af þýskum ættum og heitir ”Lína Libs„ Segi þér frá þessu, af því meðal annars að þú hafir vænst eftir að ég segði þér frá því að þau Stjana og Björn væru búin að ”staðfesta ráð sitt„ og geri ég sjálfsagt, ef ekki breytist veður í lofti. Þá langar mig næst að hugleyða sitt af hverju, sem er í bréfinu þínu. t.d. það hvað Tryggvi í Hólseli man eftir komu minni þangað. Það virðist að hafa haft áhrif á hann og ef þú skyldr mæta honum aftur þá bið ég þig að færa honum kveðju mína og einlægar þakkir fyrir að eiga og hafa geymt svo lengi minning um mig; og hana af góðhug að ég skil. Sjálfur man ég eftir ferð minni þá í Hólsel; og gisti þar aðeins eina nótt má ég segja og með mér þá gisti þar líka Hjálmar Helgason sem ég hef talað um við þig í bréfum mínum Það var vorið 1883 að Arnfríður móðir Tryggva kom í Garð og dvaldi nokkra daga og þegar hún lagði á stað heim var ég látinn fylgja henni. og í förina slóst einnig Sigríður kona J. H. á Helluvaði í H heimsókn að Grímsstöðum Þær báðar ríðandi en við Hjálmar ymist riðum eða gengum eftir því, sem bakendar okka leyfðu á hestum, sem við rákum austur til hagagöngum Hann átti þá heima á Gautlöndum en var léður sera S. Sigfussyni við hestareksturinn. Fórum á ís yfir Jökulsa vestur eða suðvestur frá Hólsseli. En morgninum eftir var komin sunnan hitavindur og sólskin og hleypti stórfenninu í krap. Kr. Jóhannss bjó þá Fagradal, kom í Hólsen þann dag eftir taðæki og bauð okkur H. að koma með sér þangað og fórum með honum, og á leiðinni þegar hann var að hvíla hestinn fór í glímu við okkur, og þ sjálfsagt lagt okkur báða, og man en hvað lærvoðvarnir í karlinum voru sverir og harðir Í Fagradal fengum bæði mat; kaffi og eitt eða staup gaf hann

hverjum okkar, spilandi kátur og sýndi okkur öll bæjarhusin og fjárhús, og kvöddum karl með virtum og Hjálmar segir að á leiðinni til baka höfðum við verið að rífast um Mönnu dóttur karlins og hlóum mikið því er hann kom að heimsækja mig síðast hér höfum kveldverð í Hólsseli, og lögðum á stað suður í Grímstaði; og af því viður ókunnigir leiðinni þá kom okkur saman um að halda okkur nær ánn, en eftir að við við vorum komnir dálítið á leið þangað urðum við að snúa til baka vegna vaðals og obotnandi krapablam í lægðum, gengum niður að ánni þar, sem við fórum yfir hana á austurleið og leist svo á hana að hún myndi vera komin að því að riðja sig; greyp báða heimþrá svo sterk að okkur kom saman um að reyna að komast yfir hana áður sem okkur heppnist, en þegar við vorum rétt komnir uppá melbakkann að vestan svipti hún ísnum af sér í einni svipan. Þessu gleymum við Hjálmar víst ekki meðan við tórum. Vorum rennvotir enda margir pollar á leiðinni, og komum um seinnpart nætur niður að Strönd; og vorum víst báðir búnir að fá nóg, en Hjálmar sagði mér það nú fyrst að þegar við vorum búnir fá hressing og komnir þur föt, hefðum við Guðný systir hans varið að syngja saman; og það með að hún hefði verið bráðskotin í mér og sér hefði sýnst ég he gefa henni hyrt auga líka og vildi telja mér trú um það að því hefði fylgt alvara; en ekkert man ekk ég eftir því; svo hefur það ekki verið alvarlegt, ann hefði ég munað það, og segi þér þetta bara til að brósa að því. Líklega hefur þú ekki veirð komin heim af kvennaskólanum þegar þetta var. Annars man ég margt, sem fór fram á þeim árum og þykir innilega vænt um að heyra að þó nokkrir séu enn ofanjarðar, sem muna eftir mér. Hjálmar br hefur minnst á fleira en eitt í því sambandi t.d. vorið, sem hann var fermdur þá hafi ég reitt hann suður hraunin frá Strönd fyrir aftan mig og þá hafi ég sungið á leiðinni t.d. ”Ó hvað ég uni mér„ og sjálfsagt margt fl. Líklega verið þetta sama vor og ég var að talum hér á undan - 83. Og vorið sem ég fór vestur eða skömmu áður en við fórum alfarin hafði hann

og ég róið saman norður yfir vatnið. og þá hafi ég sungið. ”Hafað sækja víðar víðar„ Þetta mundi hann og mælti fleira í sambandi við það, sem vermdi mig ekki svo lítið. Í brúðkaupi B. Jónatanssonar í Haganesi vorum við Lína og átti ég lengi uppskrifað kvæði J. H., ern fjörugt, og eitt með þeim betri eftir hann við þau tækifæri. Eg hef lítið séð af skáldskap B. nema vísur til Baldvins bróður, sem Árni í Árborg sendi mér til sýnis og eru góðar; að öðru leyti kyntist 0 ég B lítið og lélega. Veitst þú hver faðir hans var. Eg hef verið spurður að því hér vestra 00 veit það ekki. Þú spyrð um Kr Þorsteinsdóttir, hún lifir enn, og víst furðu ern og skrifar okkur stöðugt og við henni og biður mig alt af að skila kveðju til þín og segja sér fréttir ur Mývatnsveit, og geri ég með glöðu geði því hún hefur frá því fyrsta að við komum til þessa lands synt okkur fádæma trygð og veglyndi. Enda víst fáir, sem hafa kynst henni annað um hana að segja. Hún varð 80. ára 30 Sept 1933. um það leyti var haldið samsæti fyrir hana og fleir gamalmenni á Mountain. (framber Mántin) N-dakota. og ég sendi henni kvæði í tilefni af því; og fann að það hafði glatt hana; Þó ekki sé það nú neitt afbragð; þ hún segir mér að hún ætli að senda Hólmgeir bróður sínum það, þetta var í það var þá skömmu eftir samsætið. og hafi hún gért það, þá gætir þú vist fengið að sjá það hjá honum. ef þú fyndir hann, því þú ert svo væg í dómum um alt léttmetið hans bróður þíns, sem berfættur eins barn veður elginn, sér til dægradvalar í ræpunni sem ”drekinn spjó forðum utangarðs.„ og nú kemur mér það í að langt, sé síðan að eg hef heyrt vísu frá ”Þuru„ og hún muni ekki halda á hörpunni með sér útí ”Höfða„ eða Bárðarbás. sem hún klæða í fallega nýja búninginn gæti vel er að gætt. 0 orðið til að nafni hennar yrði haldið uppi um þúsundir ára, ekki síður enn mansins, sem leggur fram peningana. því þar haldast í hendur göfug hugsjón og gagnleg framkvæmd og ég óska af heilum hug að fái lifa það sjá

ávöxt þeirrar yðju sinnar eins hugur hennar stendur stendur til og seinunnið hj hljóti það að verða að klæða Ísland með skógji þá vinnur tíminn; elja og áhugji allar þær torfærur; Eg hef stundum verið hugsa um það hversvegna til d. við Mývatn sá maður hvergi votta fyrir fyrir skógarhríslum nema í hraununum þar; og ályktun þeirra hugsana minna orðið sú undir áður enn að undir hraunin séu sé enn lifandi trjágróður sem sem í margar aldir hefur verið að reyna að teygja sig upp í ”sólina og daginn„ og fengið þar skjól, og ef menn og dýr hefðu lofað þeim að lifa þar í friði, þó máski f smávaxinn vegna lélegs jarðvegs í sandinum. en víst þurfa ekki sumar trjátegundir djúpann jarðveg. það sýna skógarnir t.d. hér á ”Red Deer Point„ því um í þeim öllum er um það aðeins 6 þml. þykt lag af mold og undir henni möl og stórgríti blandað leir, sem mikið salt er í og nægur raki. Skjólið er mjög mikils virði fyrir ungar trjáplöntur. bæði flytir vexti þeirra og verða beinni enda æfinlega stæstu og fallegustu trén nokkuð inní honum en rýrari og kræklóttar í jöðrum hans. þó jarðvegur sér þar eins góður. Eg er búin að höggva mörg rjóður í skógum hér, bæði í röðum þeirra og lengra inní þeim og rjóðin inní þeim fyllast fljótt aftur en hin í jöðrunum seint og illa. og í sumum rjóðrunum verður nýgræðingurinn eftir 12-15 ár frá 12-20 fet á hæð. og frá 3m - 5 þml. gildur að neðan. En þetta er linasta tegundin sem hér er. kallað ”Poplar„ 2 sortir hvít og brún, askur og byrki þarf miklu fleiri fleiri ár, að þroskast, Einnig Grön (Spruce) sem mikið er brúkað af til bygginga. En hætti ég þessu rausi því 10nd blaðsíðan er á enda. Það er 22 júní í dag þann dag stigum við á skipsfjöl. 89. nú Föstudagur, næsta ár á Laugard. eins og þá. og þann 27. þ.m. 49 ár frá giftingardegi okkar. Vorið hefur verið með kaldara móti samt ér komið mikið gras og sumarskúr í fullum blóma um miðjann maí. Okkur líður öllum þolanlega eftir hætti Lína þakkar þér hjartanlega fyrir myndaspjaldið, sem er ljómandi fallegt en vill fá að vita hvar það er tikið; og sendum þér sameiginla hjartans kveðjur og öllum, sem við unnum og munum og muna okkur Þinn elskandi br. Þ S.

Myndir:12345678910