Nafn skrár:BenHal-1901-08-21
Dagsetning:A-1901-08-21
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

uppruna lega er flest folk hér English og Irish and Scots þott nú sie yfirborðið her inn fædt, her eru yfir 200 churches af mysmunandi truar flokkum chuch of England hafing flesta tölu folkstölu næst er methodis so er the rómans catholic það eru 15an mismunandi truarflokkar eða að ferð sem eg hirði ekki upp að telja, enn gæti sagt sumt í kveld rökkrunum heima þá vel á lægi, Jeg hef opt sieð í blöðunum að ferðamenn sem hér fara um seiga að Toronto sie eirn með þeim þriflegustu og best fyrir komulagi á bæjum í americu þá sumir hafa sagt að sie eirn með þeim bestu bæjum í heimi, þo mun hér eiga sier stað eins og sagt var að opt er svartur sauður í stórum flokki, eg heirði einu sinn svartann prest, hann sagði að það væry margt af sínu folki þó það hefði svart skinn þá hefði það hvítt hjarta enn að hér þykti slæmt að verða að seiga að það væry folk með hvítt skinn enn hefði svart hjarta, þeir koma opt fyrir í americu

weðrattu far er hér vanalega gott og jafnaðarlegt það er mjög sjaldan að við höfum „extremes" ákafa storma, eður hita og kulda og epir því sem eg hef tekið eptir síðann hingað kom þá hofum við það besta og jafnaðar bjarta veður sem er í Canada eður united states, winnipeg er um 1400 miles norð westur af Toronto og þá þeir í Winnipeg hafa kulda á veturna 24 til 30 fyrir neðan zero þá verður her frá 10 til 25 fyrir neðan zero í vetur að var varð hér kaldast 14 fyrir neðan zero og varð ekki nema eirn dagnott raðin wethrið í sumar hefur verið gott og hag stædt vorið varð fremur kalt og vætu samt og það upptil June eða til þess um miðjan manuð af June þá kom veður svo að sega alt í einu heitt því seinustu viku af June og fyrstu af July varð hér það heitasta sem hefur komið í sumar og July varð fremur heitur, frystu viku af July varð hér 93 í skugga eg heirði getið um eirn sem dó af hita, þá um sama leiti í united states varð fjoldi sem dó af hita

til dæmis í stærri new york sem er new york og Brooklyn, þá dauðra tala þar náði 600 eina viku þá heitast varð og í Chicago city varð heitt, heitasta dagin þar þá dóu 270 stór gripir í jarn brauta vögnunum á markaðinum áður en þeir urðu teknir út, þá folkið þoldi mykið vegna hitans þessir áköfu hitar og aum stórum skipti svo sem ofsa veður eru mykið tíðara in states en er í Canada, weðrið síðan með august hefur verið hér indælt og eptir því sem frettir seiga hægstædt fyrir bændur, sem viðist hun lítur vel ut með vel borgaða árs vinnu, yfir manitoba þá er sagt að bændur muni hafa eitt hið besta sumar, sem nú hefur verið í nokkur ar meðal tal 25 bushels af ekru þó sumir hafa frá 40 til 50 bushels, 12.000 menn hafa farið til manitoba og norðwestur Canada til þess að hjalpa bændum um harðwestur tíma þá þeir eru að hugsa um sjalfa sig eins og kaup er lofað fra $ 30 til 40 eða 50 dollars á manuði

Jeg heiri sagt að Nebraska bændur hafi goða lukku þetta sumar svo eg vona að bjartur sie þar innifalin, eins og að alt um vel við og fyrir honum þá seinast að skrifaði mér, eg fæ brjef fra honum á þriðja deigi eptir að hafa skrifað svo að þú sérð að það er ekki leingi á ferðinni

immigratjon to Canada in 1900 var 44.694 af hverju að 14000 komu fra united states enn 8,184 fra Englandi hitt kom fra 6 mysmunandi pörtum í veröldunni flest af þessu hefur farið til northwestur Canada eins og Manitoba og þar í kring er ágæta gott fyrir farming og það ann kemur her um bil það best grain og jarðar ávexir sem eg sie hér á síningunni sem hér er haldið á hverju hausti, og nú birjar Exhibithon, síningin 26 of august og stendur yfir í 2 vikur, yfir það heila þá eru hér fremur goðir tímar eins og allstaðar er að fretta gott frá bændum sem er vel meigun landsins og á þeirra sem á því lífa, seint og fast geingur

með stríðið í suður afríku, er sagt að það kostað $ 7 milljonir á viku fyrir July og er talað um að verði nærri enda eða einhverjum samningum komið á við enda af sept. eða octo þeir hafa sagt það firri að irði á enda þá og þa og þeir sem héðan foru í fyrstu héldu að það yrði but listi túr og yrði á enda þá þar kæmi enn það varð meira enn listi tur því fjöldi sem for kom aldrey aptur og margir sem aptur komu feingu nó af stríðinu og seiga að sie hræðilegt að vera í stríði enn þá uti það sie komið þá er ekki um anað hugsað en að hafa sigur líf eða dauði það er margt sagt um þetta sauður sauður africu stríð, þess til drög og að ferð síðann byrjaði sem nú er í aullum dagblöðum og ykkar líka, svo eg seigi ekkert um það og er betra fyrir mig að fara a hætta þessu klori sem er eins og oddur og endir sem eg bið þig að fyrir gefa sem margt fleyra Ef að eg væry milljonary þá kæmi eg víst heim snöggusnöggva ferð og þeir fyrstu sem mig vanaði að sjá væry þú og þið í Olafsdal

eg hef heyrt gétið um 300 yslendinga sem komið hafa að heimann og foru til Winnipeg eður þar í kring það munu færri koma þetta ár þar sem eg hef heirdt að hafi verið so góður næst liðinn vetur þó eg geti í mindað mér eptir því sem veður hagaði sér hér að það hafi verið fremur kalt vor á yslandi eg vona þó að þið meigið hafa mykið af goðum heijum asamt góð skepnu höld og árferði yfir það heila, eg hefði frettir frá mínu folki í apríl seinastl þá fretti eg um lát elsta broður míns sem dó í January þessa ars, er sagt að hafi verið vel efnaður og góð hjalp og aðstoð sveitar sinnar, eptir hann lifir kona og 3ju börn uppkominn eg á þrjá bræður og þrjár sistur, sem öllum leið vel og búa við goð efni, 5 af þeim í austur Skaptafelssyslu og eitt við vopnafjörð, þo eg birja að tala við þig breflega sínist eins og hardt að verða a hætta því enn þo verð eg að gjora það svo að þetta geti farið á stað og byrjað ferð sína til þín, og eg oska að þið öll mættu verða við bestu heilsu

Sigríður seigir þo ekki hafi skrifað Guðlaugu þó muni hun vel með góðum huga og heitu hjarta til hennar og barnanna og okkar bestu oskir eru fyrir og til barnanna og nú Sigríður biður að skyla kærri kveðju til þín og ástar kveðiu til Guðlaugar, eg í sama mata bið að skyla bestu oskum og kveðu til Guðlaugar, og kveð þig með andans bestu oskum og kærleika að þér á samt aullum þínum astfólgnum meigi ávalt líða sem best, og að guðs friður og kærleiki hvíli yfir ykkur ollum nú og æfinlega, af hjarta þinn einl

B. Halfdanson

1 1/2 Sully Street Toronto Ont Canada

21 of August 1901

Elsku góði Torfi og Guðlaug!

Þó nú sieu liðinn 23 ár síðann að við skyldum, þá eru nöfn og minning ykkar, eins og „sweet perfume" í huga og hjörtum okkar, og verður eins leingi og lifið endist! Jeg hef nú fyrir stuttu feingið bréf frá „bjarti" hvar í hann seigir mér sumt af því sem þú hefur skrifað honum, og fór þrill af gleði í gégnum okkur Sigríði að heyra frá ykkur, sier staklega a heira að þú og Guðlaug voru við góða heilsu og að alt var vel og á fram fara vegi fyrir ykkur og börnunum

að guðs náð og blessun hefur hvílt yfir ykkur öllum, er okkur sönn gleði og á næja eins og við lifum í von um að fa a sjá ykkur hjá guði á samt aullum sem við höfum lærdt að elska og þykja vænt um, á ferð okkar hér

bjartur sagði mér rétt nó til þess að kveiga upp í mér sultinn með að fá meira því seint fillist eyrað af að heyra, sier staklega þaðann sem maður þekkir svo vel til, þó að eg sár skammist mín að vera svo diarf mæltur og eins og eg skrifa þetta með skjalfandi hendi af fyrirlitningu þar sem svo er langt síðann eg hef skrifað þér og þar með latið þig vita um okkur sem eg bið þig að fyrir géfa mér alt og alt og án þess að seiga meira, enn koma rétt að því sem þig og ykkur vantar að vita um þá líður okkur Sigríði fremur vel höfum altaf verið við goða heilsu og erum nú þá eg skrifa þetta, það er auðvitað hún gamla luely elli er eptir okkur og að sumu leiti farin að setja mark sitt á okkur til dæmis við erum dálítið farinn að hærast, bæði verðum við að brúka gla glier augu við að lesa og það sem reinir á að sjá vel, svo er skaukurinn orðin stirðari, enn var fyrir 25 árum að auðru leyti erum við mykið vel, fyrir gamalt folk

við eignuðumst 6 börn, enn höfum mist 4ur, það seinasta af þeim misstum við in 97 efnilega og vel gafaða stulku því nær 15 ára ara að aldri, sem við misstum mykið, eins og þaug öll sem litu svo vel ut og greindarlega, það er liúft og sætt að vera samann, enn sárt a verða að skylja við þá sem maður elskar og þykir vænt um sem þú og þið farið nærri um,

börnin sem hja okkur eru er Sigríður Kristín sem var 21 ars 14ta of May seinastl Jon Albert verður 13 ara 4th of Octób næst komandi ef lifir þar til, bæðir er þaug efnileg Kristín lærði alt sem ként var á alþíðu skóla og gékk á gæta vel, for þaðann með besta vitnisburði, og var að hugsa um að fara á hærri skola, enn varð þó ekkert af því for á skóla, við fata snið og sauma sem að hún var eitt ár, og þó hun gæti feingið all gott kaup við það, þá líkaði henni betur eitthvað við bækur, svo að hun er við vinnu eins og assistance book keeper

svo vinna hennar er skript og reikningur það er in whole sale business vinnutími er 8 kl á dag og halfur langur dagur kaup því nær $ 6 á viku borgað á hverjum laugard Kristín hefur og svo lært í hjá verkum á kveld skóla sem hér er viða 2 tímar á hverju kveldi, exsept á laugardaga, svo að hun hefur lært talsverdt um elda mensku eins og hér er suður til, og svo um song list, music, og hefur orgel, sem hun og broðir hennar hefur mykla skemtun af, Jon fer á alþíðu skólann og geingur frem vel, þo ekki læri eins fljott og sistur hans gérðu hann er handlaginn við það sem hann gjörir og eg held meira laginn fyrir vinnu heldur en mykin skóla lærdom þo vil eg lata hann læra það sem eg sie að han er lagin fyrir og sie að er nauð sinlegt fyrir hans vel ferð, Sigríður er alt af eitthvað að gjöra og opt saumar toll fyrir nábua konur og þeim líkað vel við hana hvar sem við höfum verið, og yfir höfuð þá höf við komist vel af við folk hér hvar sem við hefur

margir verið okkur mykið goðir og hjalp samir þá eitthvað hefur á móti blásið, þo hér í americu þá höfum við avalt lifað sparsamlega og ekker brukað hvað ekki var nauðsinlegt fyrir líf og heylsu og eg hef verið í bindindi með að brúka ekki eða handla neina áfeinga drikki hverju nafni sem er, eður tóbak, eða nokkuð sem spillir goðu siðferði og heilsu goðu lífi „og er eg þér þakklatur að þú komst mér á þá skoðun" af því sem er svo langt síðan eg hef skrifað og buín að gleima sumu sem eg hef sagt, þá tek eg upp aptur í þetta sinn að eg vann 4ur ár á landi við bændur svo 3u ar við jarnverk smiður, enn líkaði ekki inni vinna eða atti ekki vel við mig svo síðan hef eg unnið mest við húsa byggingu sem mér líkaði best og hefur verið mykið um byggingar hér með köflum og fremur vel borgað, þó nú á seinni arum væry mykill timi á veturnar sem færi svo að seiga fyrir ekkert og varð eg þreittur á því og hætti við byggingu nú fyrir 2 arum

síðann eg hætti við bygginga vinnu hef eg verið nætur waktary, það er eingin tími misstur við það og hvernin sem veður er sumar eða vetur þá gjori r það mér eingvan harm eða hrindrun í neinu tímin sem eg er uppi er þá 6 á kveldin til 6 á morgnana, kaup mitt er $ 468 yfir arið og vantar mig að koma því uppí $ 500 ef mögulegt er, þar sem eg er night watcher, eru stórar byggingar manufactory af Kistum, ferðamannatöskum og ímsu fleiru þess leiðis, stæðsta manufactory af því tagi í Canda, og eru 5 menn í fjelaginu gjöra mykið business þar vinna um 160 menn, mín vinna er einungis að ganga á milli og sja um að hvergi eldur eða slæmir menn gjori ilt eður skaða fyrir fjelagið, sem eg treisti og vona að ekki verði eins leingi og eg er þar, fielags menn þessir og yfir ráðarar eru frem vænir og áreyðanlegir menn, eptir því sem hér gérist, í þessu fagra landi sem freistingar og yfirsjonir eru svo margar

jeg mun hafa sagt þer að eg hef insurance a lifi mínu sem er $ 2000 og ætlast er til að gangi til Sigríðar og barnanna ef mín misti við, Kaup mitt geingur mykið til uppí daglegar þarfir, eins og nábúi okkar sagði, þá massast uppí kaup og liningar í bæjum, ekki síður en til sveita, við höfum talsverdt af bokum börnin hafa og svo bækur frá bóka fjelaginu „library" sem er skipt um einusinni í viku, Jon er mykið fyrir að lesa og stundum fær hann bækur með sögur af yslandi sem honum þykir mykir varið í, við höfum og svo dagblöðin og altaf er eitthvað til að lesa og frétta um og tíminn sínist líða fljótt á framm á sunnudögum förum við til kirkiu stundum 2var 11 to 12 - 7 to 8 Kirkja sem við forum til er Wesley Methodis, Sigríður og börnin hafa farið tvær skemti ferði í sumar með gufu skypum í seirni ferðinni voru þau viku í burtu hja kunninga folki og líkaði vel það var um 40 mílur hjeðan enn eg var eins og a old bachelor

þó þetta sie nu bæði lítið og omerkilegt þá er það hier um bil alt sem eg get sagt þer af okkur í þetta sinn, og þo eg væri að reina til að hafa það svo að þu gætir gért þér hugmind um hvernin við hefðum það hér þá gétur skeð að mér hafi ekki tekist það af því sem maður osjalfratt tabar sér að nokkru leyti fra því sem var heima og svo verður maður hér eins og half „Yrish" enn eg veit að þú gerir það besta ur því aullu, og að nu byriar bona kvabbið til þín sem er að vilja a fa að heyra fra þér og þínum og Sigríður biður þig að seiga sier um folk sitt, sier staklega um Kristínu og moður sína, sem hun hefur ekkert frett um svo leingi eða morg ár, sumir kansgi burtu úr þessary veröldu sem við þektum vel enn höfum ekki frett um þar sem eg skrifa svo sjaldann eða hef frett að heiman, eg vona nu að þú og allir þínir verði við bestu heylsu og alt sem þer við kemur verði í besta á standi þá þetta kémur til þín, þá kvíði eg ekki um að fá gott bref frá Olafsdal sem eg mun so vel eptir

Toronto er meira commercjal enn a manufacturing city og þo þær séu hér nokkrar eins og auðrum stærri bænum hier er því nær Centre fyrir aullum járnbrautum í Canada og svo fyrir aullum gufuskipum sem eru a vötnunum og fara vatna á milli, eins og her er gott skýli fyrir skipin þá veður er slæmt Toronto stendur meðfram vatninu Ontarjó að norðanverðu, bæjar stæðið er því nær slétt rising halli svo sem 2 mílur upp frá vatninu og svo hólar eður hæðir, Skóur og trie alt í kring og í geignum bæjinn nægilegt fyrir skýli og til þess að géfa út sjón og heilsu betry, hér er mykið af skólum, svo sem public scools, high scools, colleges, university scool of technology, og mart fleyra sem eg get valla orðum að komið, það er óhætt að seiga að Toronto is the educatjunal Centre of Canda Capital og commercjal centre inn búar Toronto eru um 225,000 eptir seinustu tölu

Myndir:12345678910111213141516