Nafn skrár:ThoOla-1861-06-16
Dagsetning:A-1861-06-16
Ritunarstaður (bær):Múla í Aðaldal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórbergur Ólafsson Snóksdal
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Múla. 16 dag Júní mánadar 1861

Heidradi vinur!

Ástar þakklæti fyrir sídast, eins og annad gott og vinsamlegt.

þar er þá til máls ad taka: ad jeg komst til Sigurdar á Ljósavatni og var nótt hjá honum; enn daginn eptir, skrifadi hann brjef til sjera Benidikts, og sendi mig híngad med þad, og jeg hef verid hjer sídan, og verd hjer fyrst núna til sláttarins, og Presturinn hefur, þá, heitid ad útvega mjer kaupavinnu- annad hvort hjá sjer eda ödrum.

Ekki hef jeg ennþá viljad semja umm kaupgjald fyrir þennan yfirstandandi tíma, því mjer þykir þad hægara þegar jeg er búinn ad reina vistina, sem mjer virdist vera allgód. Enn ad lidnum heiskapartímanum, veit jeg ennþá ekki hverninn jeg haga mjer- þó jeg lifi.

Ekki veit jeg hvort jeg á ad senda þjer þessa ófreskju, pennanum er svo varid, ad jeg verd ad margkrapsa honum ofaná midann, í sama farid, og þartil

er jeg klaufi ad skrifa, enn þad er eina bótin, ad þú ert læs. Forláttú nú þennann ófimlega mida. jeg bid hjartanlega ad heilsa konunni þinni. vert þú svo alla tíma Blessadur og sæll! segir hinn ónýtasti málkunníngi. Þórbergur.

psk- Nærstlidinn Fimtudag, var hjer haldid Brúdkaup, og þá var þetta mælt:

1 Blessi nú brúdhjónin úng,

Lífsins og Ljósanna fadir,

og stirki med stadfastni lund,

stödunnar gæta sem ber.

2 Gudjón og Gudrúnu. best,

uppsprettan Eilífskærleika:

leidi umm lukkunnarveg,

lífsins umm farsæla tíd.

3 Einnig þá endad er líf:

Eilífrar vegsemdar njóti,

uppi í Englanna sal,

þar yndælid ljómandi skín.

Myndir:12