Nafn skrár:ThoGri-1869-01-23
Dagsetning:A-1869-01-23
Ritunarstaður (bær):Ytri-Hólmi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórður Grímsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-07-20
Dánardagur:1885-10-15
Fæðingarstaður (bær):Grímsstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Ytrahólmi 23. Januarni 1869.

Háttvirti góði vin!

Eg legg hèr innaní dálilla grein, útaf auglýsingu Borgfyrdínga i Þjódólfi, og er það bón mín að þú vildir gjöra svo vel og reyna að koma henni í Baldur, ef að þú værir svo vel innundir hjá honum, að þess væri kostur án borgunar, en jafnframt vil eg biðja þig að yfirlesa hana fyrst og laga hana ef þér þykir þurfa, ef þèr þykir hún annars þess umkomin að geta byrst á prenti, því hún er tekin saman i allra mesta flýlir, tilgángurinn með hana er eiginlega sá, að sýna nauðsýn á reglulegri greiðasölu, er gángi nokkurnveginn jafnt yfir, en það verdur aldrei þó fáeinir sem sèli og það hver sér.-

Ekki get eg skrifad þèr frèttir því þær eru hèr ekki neinar, tíðin er

hin æskilegasta til landsins og sveitamenn byrgja sig nú vel upp með stjórnar og gjafa korni. Ý haust afladist dável hèr á Akranesi. Nú kom hinn setti sýslumadur vor í dag eptir 5 vika dvöl í Reykjavík, eg(uppi er) viss um að Thoroddsen okkar val. hefði þókt lengi í ferðum ef hann hefði verið á dögum og leyft sér þannig ad yfirgefa embætti sitt um hve lángan tíma án þess að setja neinn í sinn stað, en þessi er nýr og þá er nóg, Stiptamtmadur hefir líka daglega getað vitað hvað honum leið, en bændur hefði þrát fyrir það mátt grípa í tómt ef þeir hefðu þurft að kæra mál sín fljótlega fyrir dómaranum allann þenns líms. Mest furða þykir mér að þjófarnir skuli ikki hafa notad sér tækifærið meðan á þessari kynnisför yfirvaldsins stóð. Svona er nú stj yfirvalds sjórnin okkar hèr í sýslu núna.- Mèr er nú bezt að hætta þessari endilegíu og bið eg þig að stínga þessu undir stól

því eg veit að maður á að heiðra yfirvöldin.-

Næst þækti mér um að þú vildir gjöra svo vel og skrifa mèr, ef að þú hefdir tómstund til og segðir mér hvad þèr líst með greinina. Væri eg þess um komin skyldi eg reina að klóra þèr miða aptur.

Enda eg svo þenna miða með hugheilusta farsældar óskum til þín og þinna á þessu síga ári og ætíð

þinn einlægur vin

Þórdr Grímsson

Bródir síra Magnúsar

Til

Herra Lögregluþjóns J. Borgfjörð

Myndir:12