Nafn skrár: | ThoGri-1869-01-23 |
Dagsetning: | A-1869-01-23 |
Ritunarstaður (bær): | Ytri-Hólmi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafnsins |
Safnmark: | ÍB 102, fol. B |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðingur |
Titill viðtakanda: | bréfasafnari |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Þórður Grímsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-07-20 |
Dánardagur: | 1885-10-15 |
Fæðingarstaður (bær): | Grímsstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Reykholtsdalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Borg. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Ytrahólmi 23. Januarni 1869. Háttvirti góði vin! Eg legg hèr innaní dálilla grein, útaf auglýsingu Borgfyrdínga i Þjódólfi, og er það bón mín að þú vildir gjöra svo vel og reyna að koma henni í Baldur, ef að þú værir svo vel innundir hjá honum, að þess væri kostur án borgunar, en jafnframt vil eg biðja þig að yfirlesa hana fyrst og laga hana ef þér þykir þurfa, ef þèr þykir hún annars þess umkomin að geta byrst á prenti, því hún er tekin saman i allra mesta flýlir, tilgángurinn með hana er eiginlega sá, að sýna nauðsýn á reglulegri greiðasölu, er gángi nokkurnveginn jafnt yfir, en það verdur aldrei þó fáeinir sem sèli og það hver sér.- Ekki get eg skrifad þèr frèttir því þær eru hèr ekki neinar, tíðin er hin æskilegasta til landsins og sveitamenn byrgja sig nú vel upp með stjórnar og gjafa korni. Ý haust afladist dável hèr á Akranesi. Nú kom hinn setti sýslumadur vor í dag eptir 5 vika dvöl í Reykjavík, eg(uppi er) viss um að Thoroddsen okkar því eg veit að maður á að heiðra yfirvöldin.- Næst þækti mér um að þú vildir gjöra svo vel og skrifa mèr, ef að þú hefdir tómstund til og segðir mér hvad þèr líst með greinina. Væri eg þess um komin skyldi eg reina að klóra þèr miða aptur. Enda eg svo þenna miða með hugheilusta farsældar óskum til þín og þinna á þessu þinn einlægur vin Þórdr Grímsson Til Herra Lögregluþjóns J. Borgfjörð |