1 1/2 Jully St Toronto Ont Canada 7 of June 1902 Elskulegi Torfi! Eg hafði hér mindir af mér og Joni sem voru teknar fyrir 2 arum svo er hér mind af sistir Jons, Kristínu sem var tekin fyrir stuttu, svo eg sendi þér þessar mindir, svo þið Guðlaug fái betri hugmind um hvernin utlitu yslendingarnir hér fyrir westan það er lakast að Sigríður er ekki með, sem er af því að hun hefur ekki gefið sér tíma tilað fara þangað sem mindir eru teknar, enn vil senda mind af sér eins fljott og lætur taka enn af því sem tímin er eins og á flugi og að maður veit ekki hvenær lífskeiðið er á endir og veit ekki hvað morgun dagurinn færir manni, svo eg bið ekki leingur með að senda þér þessar mindir eins og eg er að senda þær heim til skildfolks míns, enn þú og þið eruð sem ein af þeim og þó að jeg sie þess ekki verður okkur öllum líður vel lof sie guði veðrið er gott og alt er að blomgast og utlitið gott, betur að svo væri heima, mer þotti slæmar frettir sem eg sá nýlega um veðrattu farið, og hafíslögin heima í march og annað fleira sem gjorir lífs fram farir erdviðar og svo sá eg um brunan á Möðruvöllum sem var mjog slæmt í þess konar tilfellum kemur sér vel að hafa hentugar og góðar vatnspíbur, mað er vanur hér að heira eldkklukkurnar hringa nu er friður komin á í suður afriku. þeir skrifuðu undir friðar samingana um kveldið seinast af may, enn frettirnar komu til Toronto firsta af June á Sund kl. 3. svo það var ekki leingi á ferðinni og flestar af bæa klukkum hringd firi 15 mínutu, a grant of £ 3.000.000 to rebuild and restock farms, svo með öllu og öllu þá kostar það æði mikið her foringi Lord Kilchenen á að fá eins og heiðurs pening fyrir frammi stöðu sína $ 250.000. og sumir halda það sie of lítið þó aðrir haldi að sie nó þar sem að hefur hatt kaup, það er annars gott að stríðið er af staðið, frettirnar seiga hér að konur og börn í afriku hafi grátið hástöfum af feiginleika að striðið var endað og að fá sína heim aptur af þeim sem eptir lifðu þar er margt af ungu mönnum héðan sem verða feignir að koma heim aptur og vilja hafa margt að seiga fra enn mér er nú samt mest um hugað, um að alt meigi ganga sem best fyrir þér þetta sumar og haust eins og alla tíma að þú mættir fá huga og vilja þinu fram geigt og alt sem erðvidt er mætti lagast þér og ykkur til nægðar og hagnaðar það var eins og alt annað skinsamlegt og gott að þið hafið verið eins og faðir og móðir til litla dreingssins sem þú minnist á og eg oska að meigi verða ykkur til gleði og ánæju sem öll ykkar börn, meigi guðs verðd og blessun hvíla yfir þeim öllum, þá eg var að tala um mindirnar ætlaði eg að seiga, ef ykkur skildi sínast að mindin af mér liti ut mismunandi fra því sem þið þektuð þá gét eg sagt að það er það same old frame, 000, þú sagðir mér að presturinn á Staðarholi hjeti Ólafur, eg vona að hann sie ekki latur, eins og að þeir eru allir ónítir, eða svo er á litið hér, það fer sumt ekki rétt eptir eins og getið er til, Eptir frettum sem eg fæ frá ykkur þá hefur svo morgu fleigt áfram á yslandi, hefur prests stéttinni að því skapi farið aptur, ef að presta stéttir heima hefðu gerdt skyldu sína í fullkomnasta stíl, og verið nokkuð líkir eða gérdt eins og Oberlin, Luther, Hress, Calvin og fleiri þeim líkir þá hefði ekki verið rúm fyrir franska róman katolska trúar flokk að byggja hreiður sitt í höfuð stað landsins, eins og eg hef heirdt þeir hafi gérdt, sem þó aður voru ut rindir og nú þá þeir ætla að byggja hospital þá er eingin nóu goður smiður af yslendingu að gjora verkið fyrir þa svo að þeir fara til Kaupinhafnar og fá mann þaðan til að standa fir verkinu líkast til af þeirra eigin trúar flokki því eins og regla þá gefa þeir ekki af vinnu til anna, ef géta hjá komist peninga fyrir þetta hefur verið beðið um fra auðrum löndum og eg þekki Katolska hér sem hafa verið beðnir um pening og ætla að senda, some fyrir nokkrum árum var eg spurður að af róman katolsku hvert þeir væru á yslandi eða hefur þú kirkju þar en eg sagði þeim hreint og beint að þeim væry ekki leipt að stíga fæti sínu þar á land með auðru fleiru svo að þeir sögðu að það mundi ekki vera plass eða staður fyrir sig, en nú hafa þeir komist að, að yslendir eru ekki eins slæmir og harðir viðureignar og eg gjorði þá, og það eru margir sem hafa smakkað á eplinu síðan firsti bitinn var tekinn og fundið hann sáran eptir á þetta er nú ekki af því að eg ætli að fara á boðu við trúar mál efni þar sem eg hef nó með sjálfan mig, og að hver hefir að ans fyrir sínar gjörðir heldur eins og þú þekkir þá maður hittir sína hvert maður hittir sína hvert það er munnlega eður með bleki og penna, þá seigir maður opt sínum bestu vinum það sem í hug kémur og sérstaklega það sem næst er hjartans tilfinningum, eins og eg vildi ekki vita meira af mínum löndum fara ranga leið. mér er nu best að hætta í þetta sinn og biðja þig að fyrir géfa alt samann. eg skrifa stundum sumu af laudnum hér svo eg ekki tíni niður því sem lærdði heima, svo hef eg skrifað til Guðmundar Erlendarsonar sem var á Æsustöðum nú í Mjóadal í Húnavatnssyslu, hann á kunninga hér, sem kom hér ungur eirn með þeim firstu af yslendingum og var búinn að vera hér 10 ár þá eg mætti hönum og eingin af hans folki vissi hvar var niður kominn, af því sem hann gat hverki lesið eður skrifað yslensk svo eg bauð honum að skrifa heim og þá með láta hans folk vita hvar niður væri komin sem han var glaður að þigga eins og Guðmundur og hann olust upp saman þá fjekk han first bréfið og gat valla trúað fyrir feiginleika eins og han helt vin sinn laungu dauðan og síðan hef eg skrifað og lesið fyrir han einu sinni á ári, eins og maður þessi hér er ekkert fyrir lærdom eða hirdt um að læra yslenskuna það er er að seiga skript eður að lesa, sem ekki geta lesið jafnvel prentaða yslensku hann á mjog fátækan broður heima með konu og nu mikið uppkomna 2 dreingi, maður þessi hér heitir Olafur er ein hleipur maður sem hefur nú í fleiri ár síðan fann mig, sent heim til broður síns á hverju ári $ 15 han hjalpaði 2ur til að komast westur til manitoba og einu sinni sendi hann eða hjalpaði Guðmundi um $ 100 eins og Guðmundur varð fremur hardt uppi kostaði mikið þá keipti mjóadalin og að sonur hans er í Reykjavíkurskóla sem þú hefur eflaust séð, og talar um að fara til K.hafnar að lesa málfræði svo þetta svo þetta hefur komið af fundum okkar, sem þó er lítil fjörlegt að seiga sér til frægðar, þar sem ekkert hefur gétað runnið minn veg, af því sem eg mun hafa glimt seinast þá má eg ekki gleima nú að biðja þig að skila minni bestu kveðju til Guðlaugar og Ástríðar og guð very hjá þér og þinum þ. El B. Halfdanson God be with you till we meet again. |